Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 46

Ljóðormur - 01.07.1988, Síða 46
44 Eysteinn Þorvaldsson: vestumey hins deyjandi guðs og fómar höndum í hlýju gullregni haustkvöldanna leitar visku hjá kólnandi vindum um fallvaltleikann, um flughraða tímans vindmylnuna sem malar komið og mætir bliknuð ískaldri þögn himinsins milljón glitrandi punktum bak við öll orð alla visku milljónfalt innsigli og fellir lauf sitt eins og marglit tár á þann veg sem þú gengur (bls. 41-42) I þriðja ljóðinu er til umfjöllunar staða skálds sem ekki ætl- ar sér að fara troðnar slóðir eða láta sér viðtekin gildi nægja. Mælandinn stendur á reikulum svölum sem líkjast stjömu er týnt hefur braut sinni í völundarhúsi tíma og rúms. Þessi óstöðugi grundvöllur á sér ekki rætur “í hinu storknaða formi“ og ekki er innangengt í gamalkunnar og vingjamleg- ar vistarvemr forfeðranna þar sem allt er með kyrrð og værð: Þær eiga sér engan bakhjarl engar dyr sem opnast inn í vingjamlegt herbergi þar sem hvflan er reidd til hvfldar undir veggskjöldum sigursælla forfeðra augum gleimméreia við fjarlæga tónlist sakleysislegra drauma (bls. 43) Affam em margvíslegar skírskotanir til skáldskapar í ljóðum þessa fyrsta bálks Imbrudaga. Myndmálið og framsetning- in ber vissulega víða merki um hráan efnivið úr undirvit- undinni og sviftist allt frá himingeimnum og niður í haf- djúpin. Þessar geystu hugrenningar virðast einnig snúast um ýmis önnur vandamál manns og heims, öryggisleysi, von- brigði, dauða og um villuráf mannkyns. I sjöunda ljóði reikar fölt og umkomulaust fólk milli trjánna og því fylgja vofur:

x

Ljóðormur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.