Ljóðormur - 01.07.1988, Qupperneq 49

Ljóðormur - 01.07.1988, Qupperneq 49
Eysteinn Þorvaldsson: 47 þvoði steinana, þerrði rykið af speglinum mjúkri, lognhvítri slæðu (bls. 51) E.t.v. má að einhverju leyti rekja þessi síendurteknu minni til skáldskaparaðferðarinnar, en ekki er þó víst að þetta sé ómeðvitaður afrakstur og ekki er heldur víst að hinum súr- realíska ásetningi haft afdráttarlaust verið fylgt eftir: „Nú vakti fyrir mér að tefla saman andstæðum og teygja síðan lopann með tveim stefjum líkt og í tónlist.“’Svo segir skáld- ið frá í endurminningunum þegar lýst er ljóðunum sem koma á eftir fyrsta bálkinum. En víst er að hér var ungt skáld að yrkja ljóð um ljóð- vanda sinn, um skáldskaparþörf sína og önnur áleitnustu hugðarefni sín sem voru lífsviðhorfin sjálf og alþjóðastjóm- mál. Ætla mætti að með þessu átaki hefði skáldið unnið bug á vandanum, ort sig inn á nýtt og athafnasamara svið skáld- skapar en áóur, - að tími biðarinnar eftir andagift væri á enda og nýtt sköpunartímabil gæti hafist. En sjálfur segir Hannes: „Hitt var meir á huldu hvaða sannindum um sjálfan mig og veruleikann mér hafði tekist að grugga upp.“1 2 Þetta hlýtur að þýða að unga skáldið hafi ekki getað gert upp við sig álitamál um skáldskaparaðferð og að í honum hafi búið togstreita milli listsköpunar og annarra hugðarefna. Svo mikið er víst að heil 10 ár liðu frá því að Imbrudagar komu út og þar til næsta ljóðabók Hannesar Sigfússonar birtist. I Framhaldslffi fórumanns er glögg skýring á þessu langa hléi. Astæðan er í fyrsta lagi bágur efnahagur og brauðstrit I öðru lagi innri barátta um það hvemig haga skuli ljóðstfl með tilliti til pólitísks boðskapar. Snemma hefst í huga skáldsins þessi togstreita milli þarfarinnar á að taka þátt í félagslegum boðskap og hins táknsæja, torræða ljóðstfls sem honum virðist innborinn. Orð og myndir ryðjast fram í ljóðin líkt og sjálfstæðar höf- uðskepnur, efla sköpunargleðina, myndvísi og andríki en slæva pólitískt áróðursgildi ljóðanna. Þetta veldur Hannesi áhyggjum. Hann reynir að móta og skerpa tjáningu boð- skaparins þrátt fyrir hina súrrealísku vinnuhugmynd. Hann er að lýsa yrkingum Imbrudaga er hann segir:.......mér óx ásmegin af kynngi oröanna, fór þó ekki hjá því að ég freist- 1 1985, bls. 58. 2 1985, bls. 58.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.