Fréttablaðið - 12.09.2016, Side 4

Fréttablaðið - 12.09.2016, Side 4
Hlíðasmára 8 | Skipholti 70 | Spönginni 13 Sími 554 7200 | Eitt mesta úrval landsins af fiskréttum og ferskum fiski. Veitingastaðir Stóreldhús Mötuneyti hafid@hafid.is 554 7200 Fáðu tilboð fyrir þitt fyrirtæki Stjórnmál Formaður Sjálfstæðis- flokksins, Bjarni Benediktsson, segir það í höndum kjördæmis- ráðanna að klára endanlega niður- röðun einstaklinga á framboðslista flokksins. Bjarni útilokar ekki að röð ein- staklinga verði breytt en segir umboð þeirra sem fengið hafa kosningu mjög sterkt. „Þessi niður- staða er auðvitað ekki bindandi og þetta er mál sem verður að skoða frá öllum hliðum,“ sagði hann. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins um helgina sýnir að innan flokksins eiga karlar auðveldara með að ná framgangi í prófkjöri en konur. Þetta segir Eva Heiða Önnudóttir, prófessor í stjórnmálafræði. Karlar röðuðu sér í efstu sæti lista Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi og í Suðvesturkjördæmi. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, hlaut fjórða sætið í prófkjöri í Suðurkjör- dæmi og Unnur Brá Konráðsdóttir þurfti að gera sér fimmta sætið að góðu. Ragnheiður Elín sendi frá sér tilkynningu um miðjan dag í gær um að hún myndi ekki sækjast eftir fjórða sætinu og myndi hætta í stjórnmálum að loknum kosn- ingum. Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, sigraði í kosningun- um í Suðurkjördæmi með nokkrum yfirburðum. Miklar umræður hafa spunn- ist innan Sjálfstæðisflokksins um útkomu helgarinnar og sitt sýnist hverjum. Friðjón Friðjónsson, full- trúi í miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins, segir að á endanum þurfi mið- stjórn að samþykkja framboðslista. „Ég mun ekki styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu. Það er það minnsta sem ég get gert í stöðunni,“ segir Friðjón. „Það hefur oft verið venjan að sitjandi þingmenn og sérstaklega ráðherra eigi auðveldara með að ná góðum úrslitum úr prófkjörum. Hins vegar virðist það vera að konur njóti þess ekki í sama mæli og karlarnir að fyrri reynsla fljóti þeim ofar á lista,“ segir Eva Heiða. „Þegar fyrstu tölur voru lesnar upp í Kraganum sagði formaður flokksins það strax vonbrigði að konur væru ekki að ná nægilega góðum árangri. Einnig var landsþing flokksins haldið í mars tileinkað 100 ára kosningarétti kvenna. Því gæti það verið vísbending um að þessi mál séu ofar á baugi stjórnar flokks- ins en hins almenna kjósanda.“ Hjá Samfylkingu munu Össur Skarphéðinsson og Sigríður Ingi- björg Ingadóttir verða oddvitar lista flokksins í Reykjavíkurkjör- dæmunum og Árni Páll Árnason fer fyrir flokknum í Kraganum. Nýliði mun verma efsta sætið í Norðvesturkjördæmi, Guðjón Brjánsson. Guðjón lagði Ólínu Þor- varðardóttur, sitjandi þingmann. Í Reykjavík stakk Eva Baldursdóttir sér fram fyrir tvo sitjandi þingmenn Samfylkingarinnar, þau Helga Hjörvar og Valgerði Bjarnadóttur. Verður, ef marka má skoðanakann- anir, að teljast ólíklegt að Valgerður nái á þing að loknum kosningum. sveinn@frettabladid.is Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niður- stöðum verði breytt. Iðnaðarráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. Þátttakendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi á laugardagskvöld. Mynd/Friðrik Þór HalldórSSon Það hefur oft verið venjan að sitjandi þingmenn og sérstaklega ráðherra eigi auðveldara með að ná góðum úrslitum úr prófkjörum. Hins vegar virðist það vera að konur njóti þess ekki í sama mæli og karlarnir að fyrri reynsla fljóti þeim ofar á lista. Eva Heiða Önnu- dóttir prófessor SAmFÉlAG Rúmlega 200 grunnskóla- börn fengu í fyrra styrk frá Hjálpar- starfi kirkjunnar til að kaupa náms- gögn. Fjöldinn sem sótt hefur um aðstoð í ár er svipaður, að sögn Vil- borgar Oddsdóttur félagsráðgjafa. Rúmlega 50 framhaldsskólanemar fengu aðstoð við að kaupa náms- gögn. „Við veittum 55 ungmennum úr átta sveitarfélögum og 15 skólum styrk úr Framtíðarsjóði 16-21 árs. Við settum þak á aðstoðina sem við veitum vegna kaupa á bókum. Ann- ars myndum við tæma sjóðinn. Við höfum verið að borga fyrir þau 30 þúsund krónur í efnisgjöld á fyrstu önn og 20 til 25 þúsund á annarri önn. Auk þess fengu nokkur börn fartölvur. Við greiðum auk þess skólagjöld að fullu,“ greinir hún frá. Vilborg segir aðeins færri fram- haldsskólanema hafa sótt um aðstoð nú en í fyrra. Mögulega vegna þess að krakkarnir hafi átt auðveldara með að fá vinnu. Aðstoð vegna kaupa grunnskóla- barna á efnisgögnum nam í fyrra sjö til 10 þúsundum á einstakling. „Þau hafa einnig getað fengið skólatöskur sem við eigum, bæði gamlar og nýjar. Svo hafa þau fengið fullt af stílabók- um sem við höfum gefið með.“ Efnishyggjan fer minnkandi, að mati Vilborgar. „Það er meira um það að kennarar segi krökkunum að byrja í stílabókunum þar sem endað var árinu áður.“ Hjálparstarf kirkjunnar veitir einnig fjölskyldum aðstoð vegna tómstunda barna, fatakaupa og ferða í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. - ibs Hundruð fá styrk vegna skólabyrjunar Útgjöldin geta verið mikil þótt verslað sé á skiptibókamarkaði. FrÉTTaBlaðið/VilHElM tækni Í haust hefjast prófanir á raf- rænum þinglýsingum, vonast er til þess að frumvarp þar að lútandi fari fyrir Alþingi í janúar og taki gildi 1. júní 2017. Þetta kom fram í máli Margrétar Hauksdóttur hjá Þjóðskrá á Haustráðstefnu Advania á föstu- daginn. Rafrænar þinglýsingar geta valdið þáttaskilum í heimi rafrænna lög- gerninga að mati Margrétar. Það sem fellur undir þetta eru fasteignir, ökutæki og skip. Í dag er þetta flókið kerfi, til að mynda er skrifað á þing- lýst skjöl þegar skipt er um kröfu- hafa. Eftir breytingar verður kröfu- höfum þinglýst rafrænt. Þinglýsingin mun þá eiga sér stað á sekúndum, ekki á mörgum dögum. Póstflutning- ar vegna þessa verða þá lagðir af. – sg Prófa rafrænar þinglýsingar HvítA-rúSSlAnd Þingkosningar fóru fram í Hvíta-Rússlandi í gær. Talið er líklegt að stuðningsmenn forsetans Alexanders Lúkasjenko fái flest þingsætin. Stjórnarandstæðingar segja kosningarnar farsa. Yfir 200 andstæðingar Lúkasjen- kós sækjast eftir því að hreppa eitt af þingsætunum 110. Árið 2012 snið- gengu stjórnarandstæðingar þing- kosningarnar. Fjölmargir segja brögð hafa verið í tafli og framkvæmd kosninganna ekki eins og best verður á kosið. Mannréttindasamtök og eftirlits- menn taka í sama streng. – jóe Þingkosningum lýst sem farsa Þetta er ekki í fyrsta skipti sem alexander lúkasjenkó er sakaður um kosningasvindl. FrÉTTaBlaðið/aFP 1 2 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 m á n U d A G U r4 F r É t t i r ∙ F r É t t A b l A ð i ð 1 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 9 -2 B B 0 1 A 8 9 -2 A 7 4 1 A 8 9 -2 9 3 8 1 A 8 9 -2 7 F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.