Fréttablaðið - 12.09.2016, Side 10

Fréttablaðið - 12.09.2016, Side 10
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ER Í FULLUM GANGI! OPIÐ FRÁ 10-18:30 Í DAG 3. HÆÐ KRINGLUNNI Farðu inná “Lagersala NTC” á facebook L A G E R S A L A D Ú N D U RD Ú N D U R Það hefur verið raunalegt að fylgjast með prófkjörum nokkurra stjórnmálaflokka fyrir komandi alþingiskosningar. Hver höndin virðist vera upp á móti annarri, með tilheyrandi ásökunum um smölun, óeðlilegan þrýsting flokksleiðtoga og jafnvel atkvæðakaup sem greitt er fyrir með ríkis- borgararétti í krafti pólitísks valds. En í framhaldinu eru svo allir listar sagðir, af sigurvegurunum, vera sér- deilis sterkir, lýðræðislegir og sigurstranglegir. Jafnvel þó sumir séu fádæma einsleitir, aðrir ótrúverðugir sökum þungra ásakana og þannig mætti áfram telja. Þetta ber lýðræðinu hvorki fagurt vitni né gefur kjós- endum fögur fyrirheit um það sem koma skal með haustinu. Þvert á móti. Fólk sem stendur utan við virkt starf í stjórnmála- flokkum þekkir þennan prófkjörstíma stjórnmála- flokkanna ekki af góðu. Strax þegar skriðið er inn á kosningaaldur hefst sókn í atkvæði til þess að hafa áhrif innan flokka sem viðkomandi á jafnvel bæði leynt og ljóst ekki hina minnstu samleið með. Við- komandi atkvæði er ýmist lofað að ekki þurfi að ganga í flokkinn eða að það sé lítið mál að segja sig úr honum aftur. Því fylgir oftar en ekki loforð um að það þurfi ekkert að styðja flokkinn í kosningum en mikilvægt sé þó að koma að rétta kunningjanum, frændanum eða frænkunni. Og þá til hvers? Til þess að vinna af einurð að málefnum sem viðkomandi atkvæði er ekki einu sinni sammála? Við hljótum að hafa áhyggjur af því að þetta sé ekki lýðræðislegri þróun og þroska til framdráttar, en hafi meira að gera með persónulega hagsmuni og framaþrá einstaklinga. Stjórnmálaflokkar eru vonandi stofnaðir utan um sameiginlegar hugsjónir og samfélagslega framtíðar- sýn einstaklinga. Stofnaðir til þess að koma góðum verkum til leiðar fyrir samfélagið í heild sinni. Því er meira en æskilegt að fulltrúar þeirra nái sem allra best utan um þessa heild. Séu af báðum kynjum, með ólíkan bakgrunn, menntun og á breiðu aldursbili því við tilheyrum mismunandi hagsmunahópum eftir aldri, menntun, stétt og stöðu. Prófkjör hafa ekki reynst vel í þessu tilliti. Enda bjóða þau þeirri hættu heim að þeir sem stærstan eiga frændgarðinn, flesta vinina og jafnvel mesta peninginn njóti umtalsverðs forskots. Njóti forskots á t.d. konur, einstæðinga, innflytjendur og aðra minnihlutahópa sem þó hafa tekið virkan þátt í starfi og stefnumótun viðkomandi stjórnmálaflokks og eru um margt hæfari en til að mynda vinmargir lukkuriddarar. Stjórnmálaflokkarnir sem standa í prófkjörsbrölti þessa dagana geta tæpast verið sælir með hvernig þetta er að ganga fyrir sig. Og hvað sem líður glað- beittum yfirlýsingum flokksleiðtoga í fjölmiðlum á næstunni, það þykir mikilvægt í pólitík að sýna engin veikleikamerki, þá hlýtur fólkið sem í raun og veru ber uppi starf þessara flokka að taka þessi ósköp til endurskoðunar. Að setja sér það markmið að viðkomandi flokkur bjóði fram í hvert eitt sinn, á hverjum stað fyrir sig, fjölbreytta lista þeirra hæfustu og bestu fremur en þá valdamestu og vinaflestu. Vinalýðræði Við hljótum að hafa áhyggjur af því að þetta sé ekki lýðræðislegri þróun og þroska til framdráttar, en hafi meira að gera með persónulega hagsmuni og framaþrá einstaklinga. Á Sprengisandi, þann 14. ágúst síðastliðinn, útskýrði Sigríður Andersen, þingkona Sjálfstæðisflokksins, með skýrum hætti, að hægri menn litu ekki á skattkerfið sem jöfn- unartæki; það væri einungis til tekjuöflunar. Bætur væru hugsaðar til þess að jafna kjörin. Þetta kemur í sjálfu sér ekkert á óvart en það er bæði heiðarlegt og hreinskilið af þingkonunni að lýsa þessu yfir á jafn afdráttarlausan hátt. Því er nefnilega oft haldið fram að enginn munur sé á stefnum stjórnmála- flokkanna. Hann kemur þó kannski einna skýrast fram í afstöðu þeirra til skatta. Fyrir skattfé hefur okkur þrátt fyrir allt tekist að byggja upp ágætt mennta- og heilbrigðiskerfi og þokkalegar samgöngur, en við þurfum að gera mun betur á mörgum sviðum. Jafnaðarmenn líta þó ekki eingöngu á skattheimtu sem leið til tekju- öflunar, heldur einnig til jöfnunar á aðstöðu fólks. Þrepaskipt skattkerfi er réttlát leið til að jafna kjör manna. Við teljum aukinn jöfnuð vænlega leið til þess að byggja upp friðsælt, lífvænlegt og fjölbreytt samfélag. Besta tryggingin fyrir því að sem mest náist út úr mannauðnum, er að gefa öllum sem best tækifæri til þess að þroska hæfileika sína. Með því að dreifa byrðunum eftir getu hvers og eins, er hægt að tryggja öllum aðgang að skólum, heilbrigðis- þjónustu, félagslífi og öðru sem í dag eru sjálfsögð mannréttindi. Mér er reyndar til efs að margir hafi ráðist í skynsamlegri fjárfestingu en það að greiða skattinn sinn. Á þessu kjörtímabili hafa stjórnvöld minnkað álögur á efnuðustu íbúana, lagt drög að fækkun skattþrepa og lækkað greiðslur vaxta- og barna- bóta um á annan tug milljarða króna. Þetta er skýrt merki um að núverandi stjórnvöld líta ekki á það sem hlutverk sitt að jafna kjörin. Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlutfallslega meira til samfélags- ins en efnaminna fólki er hlíft. Þannig er öllum gert kleift að njóta þeirra gæða sem landið hefur upp á að bjóða, og er sannarlega sameign okkar allra. Grundvallarmunur Logi Einarsson varaformaður Samfylkingar- innar Samfylkingin vill öfluga samneyslu, þar sem þeir aflögufæru greiða hlut- fallslega meira til samfélagsins en efnaminna fólki er hlíft. Ráðherra flengdur Oddviti Sjálfstæðisflokks í Suður- kjördæmi hefur strítt við mótbyr á kjörtímabilinu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur tekist á við uppbyggingu í Helguvík og síaukinn ferðamannastraum um helstu perlur Suðurlands sem ráðherra ferðamála. Lítið gengur að koma raforku til Helguvíkur og er málið stopp um allar koppa- grundir Vatnsleysustrandar og hún hefur verið gagnrýnd fyrir að lítið þokist í uppbyggingu ferða- mannastaða. Áhugamenn um stjórnmál vissu að við ramman reip væri að draga. Hins vegar óraði fáa við því að Ásmundur Friðriksson fengi 600 fleiri atkvæði en ráðherrann. Hafði Bjarni kortlagt stöðuna? Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, er sagður hafa boðið Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur 2. sætið á lista flokksins í Kraganum áður en hún gekk til liðs við Viðreisn. Þetta sagði Þorgerður í viðtali við Helga Seljan í Kastljósi. Í ljósi útreiðar kvenna í nýafstöðnum prófkjörum flokksins vaknar sú spurning hvort Bjarni hafi ekki talið þá kvenframbjóðendur sem fyrir voru nægilega sterka til að hljóta efstu sætin á lista flokksins. Ljóst er að Listi Sjálf- stæðisflokksins hefði verið mun „söluvænlegri“ með Þorgerði í 2. sætinu en fjóra miðaldra karla í röð. sveinn@frettabladid.is 1 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r10 s k o ð U N ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 1 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 9 -2 6 C 0 1 A 8 9 -2 5 8 4 1 A 8 9 -2 4 4 8 1 A 8 9 -2 3 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.