Fréttablaðið - 12.09.2016, Síða 15

Fréttablaðið - 12.09.2016, Síða 15
fólk kynningarblað Tools You Light, lampaskermar frá Studio Berlinord & Pop Corn Design voru frumsýndir á hönnunarsýningunni Mai­ son & Objet í París í vik­ unni sem leið. Hrafnkell Birgisson, vöruhönn­ uður og eigandi Stud­ io Berlinord, hann­ aði lampa skermana upprunalega sem bökunarform með félaga sínum Se­ bastian Summa. Formin og skerm­ arnir eru framleidd­ ir á litlu málmverk­ stæði í Berlín, Hugo Brauer Metallwaren. „Þetta verkstæði hefur starfað í rúm hundrað ár, mest sem birgir fyrir önnur fyrirtæki og vörumerki. Þegar við hittum Thomas Bräuer blikk­ smið fyrst fyrir 12 árum langaði okkur strax að búa til vörulínu sem væri upprunatengd verkstæðinu og myndi upphefja þetta einstaka handverk. Við hugleiddum lampa þá en bökunarform urðu ofan á,“ útskýrir Hrafnkell en formin eru „dregin“ úr málmi en verkstæðið er sérhæft í því. „Okkur fannst að bökunarform­ in sem hugmynd þyrftu að fá að lifa sjálfstætt um tíma en nú erum við að endurtaka ferlið, vinna út frá þeim verkfærum og mótum sem voru notuð í öðrum tilgangi áður. Formin sem við höfum verið að nota til að framleiða bökunar­ form f á n ú annað hlut­ verk,“ útskýrir Hrafnkell og segir að nú taki við frekari kynn­ ing á Tools You Light. „Það stend­ ur til að sýna þá víðar og sem fyrst á Íslandi.“ Hönnunarstúdíó í KaupmannaHöfn Hrafnkell starfrækir hönnunar­ stúdíó sitt í Kaupmannahöfn þar sem hann hefur verið búsettur síð­ astliðin átta ár. Milli eigin verkefna fæst hann við kennslu, í Danmörku og í Þýskalandi. „Ég hef af og til kennt við Danmarks Designskole sem heitir í dag KADK, meðal ann­ ars vann ég nýlega með nemendum að hönnun á sjálfstýrðum leigubíl framtíðarinnar. Einnig hef ég lengi verið í sam­ starfi við Myndlistaskólann í Reykjavík í tengslum við 2 ára dipl­ ómanám, Mótun, og verið með nem­ endur í vettvangsferðum í Þýska­ landi. Þessar ferðir hafa byggt upp mikilsverð tengsl á milli skólans og fyrirtækja, t.d. koma reglulega sér­ fræðingar frá Þýskalandi að kenna við skólann og þá hafa verkefni nemenda farið í framleiðslu hjá m.a. postulínsrisanum KAHLA,“ segir Hrafnkell og segist vera far­ inn að skjóta rótum í Danmörku þó það hafi ekki endilega staðið til. „Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt. Með árunum verð­ ur maður minna sveigjanlegur og „heim“ er orðið flókið hugtak. Mér finnst ég í raun eiga heima í þrem­ ur löndum, Íslandi, Danmörku og Þýskalandi. Maður reynir að fara reglulega í heimsóknir með börn­ in, bæði til Íslands og Þýskalands, en oft er ansi flókið að skipuleggja fríin,“ segir Hrafnkell. styrKur til freKari þróunar Tools You Light lampaskermarnir eru ekki það eina á könnu Hrafn­ kels þessar vikurnar en nýlega hlaut hann styrk úr Hönnunarsjóði til að fullþróa sólarlampa sem hann hannaði upprunalega með Aðal­ steini Stefánssyni og Sesselju Guð­ mundsdóttur. „Við erum í samvinnu við nýtt íslenskt vörumerki sem heitir Fólk um þróun og framleiðslu sem er virkilega spennandi en ekki tíma­ bært enn að tala um framleiðslu­ dag. Það eru tólf ár síðan við gerð­ um fyrstu frumgerð af lampanum og síðan þá hefur tækninni fleygt fram á öllum þeim sviðum sem lampinn byggir á, t.d. á sviði endur­ hlaðanlegra rafhlaða og ljósdíóða. Eins er stöðugt vaxandi umhverfis­ vitund í heiminum þannig að lamp­ inn er að öllu leyti raunhæfari í dag. Við erum að leita að frekari stuðningi við verkefnið.“ Nánar má forvitnast um hönnun Hrafnkels á www.berlinord.com. 1 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 m Á N U D A G U r Hrafnkell Birgisson vöruhönnuður starfrækir stúdíó Berlinord í Kaupmannahöfn. Ný lampalína, Tools you light, var frumsýnd í París á dögunum. myNd/alexaNder HolzKNecHT HrafNKelssoN ný lampalína frá Berlinord Hrafnkell Birgisson vöruhönnuður frumsýndi nýja línu lampa úr málmi á sýningunni Maison&Objet Í París. Lamparnir eru framhald línu bökunarforma sem Berlinord sendi frá sér fyrir nokkrum árum. ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Hrafnkell vann nýlega með nemendum KadK í danmörku að sjálfs- stýrðum leigubíl fram- tíðarinnar. 1 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :4 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 8 9 -3 0 A 0 1 A 8 9 -2 F 6 4 1 A 8 9 -2 E 2 8 1 A 8 9 -2 C E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.