Fréttabréf - 01.02.1993, Blaðsíða 5
Mótmæli 17. febrúar
Ofbeldið er lífseigur fylgifiskur mannkynsins og birtist
okkur í ótal myndum. Mikið af því er dulið, falið undir fölsku
yfirboröi fjölskyldulífs eöa mistúlkaörar vináttu, og þaö
grassénar í skúmaskotum undirheimanna. Annað er fullkom-
lega grímulaust, framið undir yfirskyni stríðsátaka, hvað sem
líöur öllum samningum og sáttmálum um mannréttindi og
friöhelgi. Á þetta erum við minnt daglega í fréttum fjölmiðla,
svo að sumum þykir nóg um, vilja helst ekki af þessu vita.
Kvennahreyfingar hafa gjama látið slík mál til sín taka,
enda konur og böm iöulega saklausir þolendur ofbeldis, meðal
annars í styrjöldum. Nauöganir á konum em algengar i skjóli
stríösátaka, og óhugnanlegasta dæmi okkar daga em skipu-
lagöar nauöganir i fyrmm Júgóslavíu, þar sem tilgangurinn er
ekki bara að beita konur af þjóðemi andstæðinganna ofbeldi,
heldur beinlínis að „kynbæta". Sérhver kona getur sett sig í
sp>or þeirra, sem neyddar em til að næra í líkama sínum líf,
sem kveikt er meö þessum hætti. Og hvaða framtíð biður slíkra
bama?
Kvennahreyfíngar á riorðurlöndunum hafa að undan-
fömu verið að skipuleggja mótmæli gegn þessu svívirðilega
ofbeldi í þeirri von að það nái skilningarvitum þeirra sem ráða.
Hér á landi hafa konur úr Kvennalistanum, frá Kvenfélagasam-
bandinu og Kvenréttindafélaginu hist nokkmm sinnum, og
ætlunin er að fleiri komi hér við sögu. Stefnt er að samræmd-
um aögeröum í höfuðborgum allra Horðurlandanna miðviku-
daginn 17. febrúar, og em ýmsar hugmyndir í gangi, blysför,
mótmælastaða á Austurvelli, formleg mótmæli til yfirvalda,
samvemstund í Dómkirkjunni, greinaskrif o. fl.
Vænst er víötækrar þátttöku kvenna í þessum mótmæl-
um, og em Kvennalistakonur hér með hvattar til að fylgjast
grannt meö fréttum af undirbúningi og taka virkan þátt í að-
geröunum 17. febrúar.