Fréttabréf - 01.02.1993, Blaðsíða 10

Fréttabréf - 01.02.1993, Blaðsíða 10
Þegar Salla missti af kvöldfjósinu Þaö er svo langt síöan heyröist frá okkur hér fyrir austan, aö ég held ég verði aö byrja á landsfundi. Þaðan komum viö nefnilega fimm, misglaðar að vísu, en hristum fræin í þær áttir sem viö gátum. Á fundi ákváðum viösvo, að þótt áhugamál okkar séu jafnmörg og við, gætum við samein- ast um aö kynna okkur byggöamál og samgöngumál fyrir næstu stefnuskrárvinnu. Heilsársvegur Blöndals kannaður Fyrsta framkvæmdin í þessa áttina var að við Salla skruppum til Vopnafjarðar til að kanna nýlagaða veginn yfir Hellisheiöina (þennan sem Halldór Blöndal kallaði heilsársveg um daginn). Ég átti leið í Vopnafjöröinn og Iofaöi aö koma Söllu heim samdægurs og það fyrir fjós. En margt fer öðru vísi en ætlaö er og slgótt skipast veöur í lofti. Hellisheiðin oröin kolófær upp úr hádegi, og á endanum missti Salla af meiru en einu kvöldfjósi. Heim komumst við - yfir Öræfin - meö aöstoö dyggra símamanna - en bíllinn minn varð eftir á Vopnafjaröarheiðinni og beiö næsta ruðningsdags. Svona kynntumst við samgöngumálum Vopnfirðinga og ákváðum aö hrófia ekki viö þeirri stefnu okkar - og SSA - aö tenging Vopnafjarðar í austur skal hafa forgang í vegafram- kvæmdum á Austurlandi. Skýrslur viku fyrir bókmenntunum Eftir þetta ævintýri ákváöum við að nota lesefni til að kynna okkur sveitarsijómar- og samgöngumál. Vinalegu skýrslumar um skiptingu landsins í sveitarfélög og aukin hlutverk sveitarfélaga stóðu sig þó illa í samkeppni við jóla- bókmenntimar og lánsbækumar frá Quörúnu Hjartardóttur síöan úr Vopnafjarðarferöinni. En við hittumst á jólafundi, skemmtum okkur og snæddum síld meö kartöflum og hvítvínstári til aö vega upp á móti jólaglöggvum. 10

x

Fréttabréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf
https://timarit.is/publication/1209

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.