Morgunblaðið - 11.11.2015, Page 21

Morgunblaðið - 11.11.2015, Page 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 2015 Eitt sinn varð ég vitni að því að erlend ferðakona kom út af Þjóðminjasafninu, nam staðar á tröppunum, leit í kringum sig og spurði stundarhátt á sinni breiðu amerísku: Hvers vegna er verið að sýna manni allt þetta, ef maður getur ekki keypt það? Þeir sem viðstaddir voru og heyrðu þessa frómu ósk töldu hana bersýnilega ekki svara verða og að minnsta kosti fékk aumingja konan ekki önnur viðbrögð en að tvær íslenskar unglingsstúlkur reyndu að bæla niður fliss, sem spurningin vakti. Hér mættust semsé tvenns konar menningar- viðhorf, tvenns konar verðmæta- mat, tvenns konar lífssýn. Nú hefur vitnast, að einhverjar aðrar íslenskar unglingsstúlkur séu hættar að flissa, því að fyrir þeim vefjist munurinn á sölufrelsi og menningarfrelsi. Auðvitað stendur öll fjölmiðlun á kross- götum, vegna hinnar nýju upplýs- ingatækni sem hefur t.d. breytt atferli þorra ungs fólks til að afla sér frétta, menningarþekkingar og afþreyingar. Við öllu slíku þarf að bregðast á skynsamlegan hátt. Undirritaður var til dæmis alls ekki fráhverfur þeim breytingum sem gerðar voru á rekstrarformi Ríkisútvarpsins 2007. En í dag skulum við horfast í augu við að sú tilraun mistókst og viðurkenna það; hið gamla stjórnarfyr- irkomulag var jafnvel betra, t.d. í viðkvæmum pólitískum deilu- málum. En þá er að horfa fram á við og læra af reynslunni, sameina ólík viðhorf og þarfir og finna lausnir sem eru aðlaðandi fyrir gjaldið). Reyndar kom í ljós við skoðanakönnun ekki alls fyrir löngu, að auglýsendur voru ekki svo áfjáðir í að vera reknir af markaði RÚV. En þarna eru ýms- ar leiðir og sjálfsagt að prófa sig áfram. Þorri almannaútvarps og sjónvarps í Evrópu er ekki á aug- lýsingamarkaði. Ríkisútvarpið er menningar- stofnun, engu síður en Þjóðminja- safn og Þjóðleikhús og hefur mót- að þjóðina og sjálfsvitund hennar sennilega meira en nokkur önnur slík stofnun. Undirritaður hefur fylgst með starfsemi þess frá því um 1940 og gefur auga leið, að ég stend í mikilli þakkarskuld við það starf sem þar hefur verið unnið; ég get satt að segja ekki hugsað mér tilveru án þess. Og líkt mun vera um allan þorra þeirra Íslend- inga sem komnir eru til vits og ára. Vandinn er nú að bregðast af ábyrgð við nýjum miðlunarleiðum og Ríkisútvarpið á að sjálfsögðu að taka þátt í að finna slíkar lausnir. Við kjósum okkur stjórn og al- þingi til að tryggja okkur lýðræð- islega meðhöndlun mála. Á sömu hugsun er almannaútvarp byggt og það er stofnun sem við höfum falið menningarhlutverk, sem eng- in önnur stofnun í samfélaginu getur sinnt. komandi kynslóðir. Undirritaður starfaði fyrir UNESCO, menn- ingar-, fræðslu- og vísindastofnun Sam- einuðu þjóðanna, um langt skeið og eitt af því sem þar komst á oddinn með nýrri öld var að mæta breytingum á upplýsingatækninni á skynsamlegan hátt og af ábyrgð, því að frelsi fylgir ævinlega ábyrgð. Ein meginhugsunin er að menningarafurðir, hvers kyns sem þær eru, séu annars konar en venjuleg söluvara og skuli með- höndlast út frá allt öðrum sjón- armiðum og sem allt annars konar auðlegð. Í UNESCO eru í dag fulltrúar 7.000 milljóna manna og yfir 90% af þátttökuþjóðunum, styðja þessa hugsun sem einnig nær yfir þau menningartæki sem skapa eða miðla þessa menning- arþætti. Hitt er annað mál, að meðal aðildarríkjanna er litið öf- undaraugum til þeirra þjóða sem eiga sterkt almannaútvarp- og sjónvarp, því að þar fer saman að vera sterkust lýðræðiskennd og oftast mest gæði efnis. Vanda Ríkisútvarpsins í dag verður að leysa; finna leiðir til að greiða gamlar lífeyrisskuldir – t.d. með greiðslum til ríkissjóðs úr föllnum bönkunum, sem léku okk- ur öll svo grátt. Núverandi stjórn- endur hafa sýnt lit á að snúa hallarekstri við og það ber að virða. Síðan kemur sú spurning sem oft hefur verið á oddi, hvort auglýsingar skuli fjarlægja frá Ríkisútvarpinu , t.d. úr Rás I til að byrja með og tryggja því í staðinn fast framlag (og ekki leika sama leikinn og með útvarps- Menningarstofnun sem við getum ekki án verið Eftir Svein Einarsson » Vandinn er nú að bregðast af ábyrgð við nýjum miðlunarleið- um og Ríkisútvarpið á að sjálfsögðu að taka þátt í að finna slíkar lausnir. Sveinn Einarsson Höfundur er leikstjóri. Að undanförnu hef- ur Sveitarfélagið Ár- borg verið að styrkja faglega umgjörð leik- og grunnskóla. Vendi- punktar í þeirri vinnu eru ný skólastefna frá árinu 2013, stofnun nýrrar skólaþjónustu, stjórnendanámskeið, áhugasamir starfs- menn og foreldrar. Aldrei er þó nóg að breyta formi eða gefa út nýja skólastefnu. Stöðugt þarf að huga að fram- kvæmdinni og stuðningi við skóla- starfið. Styrkja þarf þær að- stæður sem nemendur og kennarar búa við í hverjum skóla og leggja áherslu á árangur á öll- um sviðum. Í þeirri viðleitni er mikilvægt að huga að samskiptum og líðan bæði nemenda og kenn- ara. Einnig þarf að styrkja tengsl sem flestra í skólasamfélaginu og þar skiptir þátttaka foreldra miklu máli. Fyrirmyndir sóttar til Ontario Í umbótavinnu sinni hafa leik- skólar, grunnskólar og skólaþjón- usta í Árborg sótt fyrirmyndir til Ontario í Kanada. Þar eru skól- arnir orðnir þeir bestu í heimi og árlega fá þeir heimsóknir kennara og stjórnenda víða að sem vilja kynnast starfi þeirra. Á árunum 2003-2012 hefur námsárangur í lestri, ritun og stærðfræði batnað um 15% í 4000 grunnskólum fylk- isins. Eitt af því sem hefur stuðl- að að þessum góða árangri er að skólarnir einbeita sér að fáum markmiðum og áhersla er lögð á virðingu gagnvart starfi kennara og þeir hafðir með í ráðum þegar áherslur eru lagðar. Leitast er við að efla kennara í starfi, bæði út frá þeirra eigin óskum, þörfum nemenda og skólastefnu Ontario. Litið er á kennslu sem sameig- inlegt viðfangsefni og samstarf kennara, skólastjórnenda og kennsluráðgjafa hefur aukist mik- ið frá árinu 2003, ekki einungis innan hvers skóla heldur einnig milli skóla. Kennarar miðla upp- lýsingum sín á milli um það hvernig nemendur þeirra ná ár- angri og þeir skólar sem ná ekki eins miklum árangri fá sérstakan stuðning sem fylgt er eftir. Sá stuðningur kemur ekki einungis frá skólaþjónustu heldur einnig frá öðrum skólum, bæði til kenn- ara og skólastjórnenda. Sam- keppni milli skólanna er á und- anhaldi en þess í stað er lögð rækt við sameiginlega ábyrgð á börnunum í Ontario. Skólastjóri sem nær góðum árangri deilir að- ferðum sínum til annarra skóla- stjórnenda, það er í takt við þá samstarfshugsun sem lögð er til grundvallar. Það er ekki allt full- komið í Ontario en þær miklu og árangursríku breytingar sem unnið hefur verið að á stuttum tíma hafa vakið mikla athygli. Þróun skólastarfs í Árborg Hugmyndafræðilegur grunnur Ontario í skólamálum á rætur sín- ar að rekja til hugmynda sem nefndar eru lærdómssamfélagið (professional learning community) og í Sveitarfélaginu Árborg leggjum við rækt við vinnubrögð í þeim anda. Það kem- ur meðal annars fram í sterkari tengslum milli aðila skóla- samfélagsins sem birtist í fjölbreytilegu faglegu samstarfi þvert á skóla og skólastig, svo sem í kringum vinnu með mál og læsi. Nokkrir samstarfshópar eru starfræktir og þar gefst tækifæri til faglegrar samræðu og upplýsingamiðlunar sem byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu þátttakenda sem koma einkum úr hópi kennara, stjórn- enda og frá skólaþjónustu. Sam- starfsandinn hefur verið að eflast að undanförnu, til að mynda hafa foreldrasamtökin Samborg verið stofnuð en það er samstarfsvett- vangur foreldrafélaga grunnskóla í Árborg. Samtökin eru þegar farin að láta til sín taka á ýmsum svið- um og hafa þau staðið fyrir fjöl- mennum fræðslufundum fyrir alla foreldra með góðum stuðningi frá skólunum. Síðstliðið vor sóttu grunnskólarnir í sveitarfélaginu og skólaþjónustan saman um styrk í Erasmus+ og fengu hann. Nú í haust hefur samstarfshópum skóla fjölgað enn frekar og hátt í 20 kennarar, skólastjórnendur og skólaþjónustustarfsmenn vinna nú að faglegum undirbúningi vegna náms- og kynnisferða til útlanda í tengslum við Erasmus-verkefnið. Því er ætlað að efla starfsnám í grunnskólum, spjaldtölvur í námi og kennslu og faglegar áherslur í anda lærdómssamfélagsins. Þátt- takendur munu taka að sér stórt hlutverk í að miðla þekkingu til annarra í sveitarfélaginu og von- andi einnig til skólafólks utan Ár- borgar. Slík nálgun er í góðu sam- ræmi við áðurnefndar áherslur í Ontario. Við eigum þó margt eftir ólært um lærdómssamfélagið en teljum að með vinnu í anda þess, símenntun og faglegu samstarfi séum við að stefna í rétta átt. Að lokum varpa ég fram þeirri spurn- ingu hvort menntamálayfirvöld hér á landi ættu ekki einmitt að leggja meiri rækt við vinnubrögð í anda lærdómssamfélagsins þar sem allir helstu aðilar skólamála, svo sem kennarar, foreldrar og háskólafólk, eru kallaðir enn meira að borðinu þegar styrkja á þjón- ustu og stjórnsýslu á sviði menntamála. Rit sem höfð voru við höndina við grein- arskrifin: Fullan (2012). What America Can Learn From Ontariós Education Success. Edda Kjartansdóttir. Bestu skólarnir í Ontario (2012) af kritin.is Hargreaves og Fullan (2012). Profess- ional Capital. Tölum vel um kenn- ara og náum betri árangri í skólastarfi Þorsteinn Hjartarson » Í Ontario eru skól- arnir þeir bestu í heimi. Námsárangur hefur batnað mikið og virðing er borin fyrir starfi kennara sem eru hafðir með í ráðum. Höfundur er fræðslustjóri hjá Sveitarfélaginu Árborg. Eftir Þorstein Hjartarson Í lok september var vika ósýnilegra veik- inda. Ehlers-Danlos heilkennið (EDS) er heilkenni sem ekki sést utan á þeim sem hafa það en getur valdið þeim miklum verkjum og óþægindum sem geta raskað lífi þeirra – jafnvel svo mikið að viðkomandi er ófær um að sinna vinnu eða skóla. Ég er móð- ir ungrar konu sem er greind með EDS og með þessari grein langar mig að vekja athygli á þessum ósýni- lega sjúkdómi. Lítt þekktur sjúkdómur EDS er arfgengur bandvefssjúk- dómur þar sem genagalli veldur því að myndun kollagens raskast og bandvefir líkamans veikjast. EDS heilkennið hefur lítið verið í um- ræðunni hér á landi og því er þörf á aukinni sérþekkingu heilbrigðis- starfsfólks eða fagteymi um sjúk- dóminn. Hugsanlega eru margir ein- staklingar með EDS með aðrar sjúkdómsgreiningar, svo sem vefja- gigt. Greining og meðferð Það er ekki langt síðan farið var að greina EDS. Einkennum þess var fyrst lýst af læknunum Ehlers og Danlos á fyrsta tug 20. aldar en sjúkdómaflokkun heilkennisins varð ekki til fyrr en árið 1997. EDS er m.a. greint með svonefndu Beight- on-prófi til að meta ofurliðleika í lið- um. Þá er einnig gert DNA-próf til að leita að galla í ákveðnum genum tengdum myndun kollagens. EDS er ólæknanlegt en með- ferð miðast að því að halda einkennum í skefjum með sjúkra- þjálfun. Einkenni EDS leggst á lið- bönd, húð, innri líffæri og æðar. Einkennin geta verið margvísleg, allt frá því að vera til- tölulega lítil til þess að vera það alvarleg að þau hafa varanleg áhrif á lífsgæði sjúklinga. Algeng einkenni eru að sjúklingar eru ein- staklega liðugir og með teygjanlega húð sem er þunn og viðkvæm svo þeir fá auðveldlega marbletti og sár eru lengi að gróa. Algengt er að sjúklingar detti úr lið (t.d. axlarlið og fingurlið) með tilheyrandi verkj- um. Langvarandi verkir og þreyta í vöðvum, síþreyta og vefjagigt eru oft fylgifiskar EDS. Fylgikvillar Algengur fylgikvilli EDS er trufl- un á ósjálfráða taugakerfinu (Dys- autonomia) en það stýrir m.a. hjart- slætti og blóðþrýstingi. Þetta veldur því að hjartsláttur eykst óeðlilega mikið við það að standa upp, sem veldur svima, þyngslum fyrir brjósti og oft yfirliði þegar blóðþrýstingur fellur samtímis. Þá eru meltingar- truflanir með hægðatregðu, niður- gangi, ógleði og bakflæði algengar og sjúklingar eru viðkvæmir fyrir vökvatapi. Svo má einnig bæta við þrálátum höfuðverk, sem kemur eins og rafstraumur þegar lausir hálsliðir þrýsta á taugar og valda verkjum. Svefntruflanir sökum verkja eru algengar og skerðir það lífsgæði einstaklinga. Eins og sjá má af þessari upptalningu er EDS, ásamt fylgikvillum, erfiður sjúkdóm- ur og það er algengt að sjúklingar sem lifa með honum þjáist af þung- lyndi og kvíða. Þrautaganga í kerfinu Á þrautagöngu milli lækna höfum við mæðgur orðið varar við þekking- arskort á sjúkdómnum og jafnvel áhuga- og skilningsleysi sem jaðrar oft á tíðum við virðingarleysi. Tvisv- ar sinnum hefur TR neitað dóttur minni um örorku og talið að end- urhæfing væri ekki fullreynd. Sú endurhæfing sem hefur staðið til boða hefur hins vegar reynst henni of erfið og læknar hafa af þekking- arleysi sínu á sjúkdóminum jafnvel sýnt henni fordóma. Það er vissulega erfitt að kyngja því að vera 25 ára og geta ekki vegna veikinda sinnt þeim viðfangsefnum sem jafnaldrarnir eru að takast á við. Dóttir mín er með erfiðan sjúk- dóm og þarf á því að halda að veik- indi hennar séu tekin alvarlega. Hún þarf að fá örorku sína metna. Því á hún rétt á sem einstaklingur í þessu þjóðfélagi. Þess má geta að á Facebook er hópur sem heitir Ehlers Danlos Syndrome (EDS) á Íslandi og ég hvet alla sem vilja kynna sér sjúk- dóminn betur til að ganga í hann. Þekkir þú Ehlers Danlos? Eftir Hrönn Hreiðarsdóttur »EDS er ólæknanlegt en meðferð miðar að því að halda einkennum í skefjum með sjúkra- þjálfun. Hrönn Hreiðarsdóttir Höfundur er svæfinga- hjúkrunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.