Jólafregnir - 16.12.1934, Blaðsíða 3

Jólafregnir - 16.12.1934, Blaðsíða 3
Jólafregnir 1934 3 Þegar Óli skifti iun páfagauk. Jónas gamli skipstjóri átti páfagauk, sem hann var mjög hreykinn af. Hann hafði keypt fuglinn í Indlandi og látið sér mjög annt um uppeldi hans. Páfa- gaukurinn var afskapleg skrafskjóða, hafði fyrir löngu gleymt hinu indverska móðurmáli, en bölvaði nú á ágætri ís- lenzku. Já, bölvaði! Því aldrei hefir jafn ókristilegur páfagaukur verið uppi, hvorki fyr eða síðar, eins og »Páfi» svo hét páfagaukurinn hans Jónasar gamla. Hann hafði lært það af meist- ara sínum, skipstjóranum — og svo blótaði hann allan liðlangan daginn. En svo vildi það til einn góðan veð- urdag, að gamli skipstjórinn varð dá- lítið lasinn og læknirinn ráðlagði hon- um að fara til höfuðstaðarins og láta sérfræðing skoða sig. Það er nú ekk' vel þægilegt, að hafa með sér bölvandi páfagauk á slíku ferðalagi, og þar sem Jónas gamli var ókvæntur og einbúi, þá leitaði hann á náðir vinar síns, Ola litla, og sagði: »Þú skalt fá tvær krónur, ef þú pass- ar páfagaukinn minn meðan ég er í burtu og gefur honum að éta og drekka, minnst tvisvar á dag, helzt þrisvar eða fjórum sinnum. Ég treysti þér bezt til þess — viltu gera þetta, Óli?« Já, Óli vildi gjarnan vinna sér inn tvær krónur á svo auðveldan hátt. Hann tók við lyklinum að íbúð Jónas- ar og fékk nákvæmar leiðbeiningar um, hvernig hann ætti að annast um páfa- gaukinn. STAL 8 etn- Svefit- og Bordstofn- húsgö jgn Sími 4S87. Smiðjustíg 11.

x

Jólafregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólafregnir
https://timarit.is/publication/1215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.