Morgunblaðið - 25.06.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.06.2016, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 2016 ✝ SigurbjörgRagnheiður Björnsdóttir, eða Bagga, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í Vík í Mýr- dal 26. september 1921. Hún lést á dvalarheimilinu Hjallatúni 16. júní 2016. Foreldrar henn- ar voru Björn Björnsson, f. 6.12. 1887, d. 14.5. 1984, og Snjófríður Jónsdóttir, f. 18.8. 1892, d. 15.10. 1990. Systir Böggu er Jóna Björns- dóttir, f. 30.8. 1924, og býr hún á Hrafnistu í Hafnarfirði. Bagga fæddist og ólst upp í Vík og gekk þar í barnaskóla. Þar sótti hún einnig ýmis nám- skeið sem voru í boði á þeim tíma, sbr. matreiðslunámskeið o.fl. Hún fór svo til Reykjavík- ur og var þar einn vetur sem vinnukona hjá Pálma Hann- essyni, rektor í Mennta- skólanum í Reykjavík, og konu hans, Ragnhildi Skúladóttur. ásamt foreldrum sínum, sem hún annaðist á síðustu æviár- um þeirra. Stóran hluta tímans sem hún bjó í Reykjavík dvaldi hún hjá vina- og velgjörð- arfólki sínu, Helgu Valdimars- dóttur og Elíasi Valgeirssyni, sem reyndust henni ávallt vel og skírði hún dóttur sína í höf- uðið á þeim hjónum. Dóttir Böggu er Helga Elsa Hermannsdóttir, f. 28.11. 1950, sem hún eignaðist með Her- manni G. Jónssyni, f. 25.5. 1921, d. 14.9. 1997. Helga er gift Sigurði Ævari Harðarsyni, f. 2.1. 1947. Börn þeirra eru: Björn Sigurðsson, f. 6.6. 1969, eiginkona hans er Þóra Gísla- dóttir, f. 1.9. 1976, dætur Björns eru Natalía Björns- dóttir, f. 29.1. 1993, móðir hennar er Sísí Bender, f. 14.8. 1972, Aníta Lind Björnsdóttir, f. 23.12. 2006, og Karen Elísa Björnsdóttir, f. 2.2. 2010. Jón Sigurðsson, f. 9.10. 1973, d. 27.5. 1995. Ragnheiður Sigurð- ardóttir, f. 16.11. 1974, eig- inmaður hennar er Hlynur Örn Sigurðsson, f. 7.1. 1969, börn þeirra eru Jón Bjarki Hlyns- son, f. 23.7. 1997, og Linda Björk Hlynsdóttir, f. 22.4. 2006. Útför Böggu fer fram frá Víkurkirkju í dag, 25. júní 2016, kl. 14. Þá starfaði hún eitt ár á matsölustað Sigríður Þorgils- dóttur í Reykjavík. Eftir það starfaði hún nokkur ár hjá Sælgætisgerðinni Nóa , fyrst í sæl- gætisgerðinni og síðar við inn- heimtu. Eftir það flutti hún aftur til Víkur og starfaði í Verslunarfélagi Vestur- Skaftfellinga frá 1957. Þegar Verslunarfélagið hætti störfum fór hún til starfa hjá Kaup- félagi Skaftfellinga og var þar uns hún lét af störfum sökum aldurs. Bagga var mjög fé- lagslynd og hafði gaman af söng og dansi. Hún tók þátt í ýmsu söngstarfi og var í kórum sem starfræktir voru í Vík sbr. Kirkjukór Víkurkirkju o.fl. frá unga aldri. Bagga bjó mestan hluta ævinnar í Vík í Mýrdal þar sem hún bjó með dóttur sinni, tengdasyni og barnabörnum langömmu og langafa og Jónsa bróður sem ég veit að þú beiðst eftir að fá að hitta aftur. Ég veit að það verða góðir endurfundir hjá ykkur. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Þín Ragnheiður. Okkur systkinin langar að kveðja Böggu frænku okkar með nokkrum orðum. Það var stutt á milli húsanna, Kirkjuvegs 1, þar sem við ólumst upp, og svo Kirkjuvegs 4, þar sem Bagga átti heimili þar til hún fór á Hjallatún. Samgangur var mikill og vart leið sá dagur að hún kæmi ekki við heima hjá okkur, þar sem hún kallaði „niðri í bæ“, fengi sér kaffisopa og áður fyrr eina „rettu“ með, og svo var spjallað og hlegið. Auðvitað var þetta gagn- kvæmt, við systkinin og foreldrar okkar vorum líka tíðir gestir „uppi í bæ“ eins og við höfum allt- af kallað þeirra hús. Skýringar á þessu orðalagi eiga sér líklega rætur í næsta ætt- lið á undan en þá bjuggu þær systur Egilína og Snjófríður hvor í sínum bænum og bræður þeirra reyndar í næstu húsum. En hér var ekki bara skyldleiki á ferð heldur mikill vinskapur alla tíð. Bagga var afar ræktarsöm við okkur öll og allt okkar fólk, fylgd- ist með og samgladdist okkur yfir hverjum áfanga sem var náð. Til hennar gátu foreldrar okkar einn- ig alltaf leitað á uppvaxtarárum okkar ef aðstoðar þurfti við. Þessu öllu erum við og verðum ævinlega þakklát. Bagga söng í Kirkjukór Víkur- kirkju um margra ára skeið og hafði af því mikla unun. Á góðum stundum var tekið lagið heima við eða í útilegum, reyndar var mikið sungið við öll möguleg tækifæri og við erum ekki í vafa að nú taka allir gömlu vinirnir lagið á nýjum slóðum. Þar hljómar nú örugglega fal- lega raddaður söngur af mikilli innlifun og gleði. Við þykjumst viss um að á dagskrá séu lög eins Elsku amma Bagga mín. Ég sit hér með söknuð í hjarta og hugsa til þín. Ég vil byrja á að þakka fyrir hvað við fengum að hafa þig lengi hjá okkur og allar góðu minning- arnar sem þú gafst okkur. Einnig vil ég þakka þér fyrir hvað þú varst alltaf hlý og góð amma fyrir mig og börnin mín, það var alltaf gott að koma í Víkina og fara til ömmu Böggu, fá knús og koss og eitthvert góðgæti hjá henni. Áður en þú misstir sjónina þína fylgdi því nú iðulega að taka eins og einn Svarta Pétur eða Ólsen Ólsen. Þú fylgdist alltaf svo vel með þínu fólki og spurðir ávallt frétta af þeim. Fjölskylda þín var þér allt og þú gladdist svo innilega þegar vel gekk hjá fólkinu þínu. Þú hafðir svo gaman af því þegar við kom- um öll saman og ekki var verra ef við gátum farið í sumarbústaðinn í Hrífunesi. Ég á eftir að sakna símtalanna okkar þar sem þú fékkst fréttir af fjölskyldunni og við ræddum um daginn og veginn. Það var alltaf svo gaman að heyra sögurnar frá þínum yngri árum. Þú ljómaðir þegar þú sagðir frá tjaldferðunum á Kirkjubæjar- klaustur, með góðum vinum, gítar og söng. Einnig þegar þú talaðir um böllin í þá gömlu góðu daga þegar herrarnir buðu dömunum upp í dans, þú skildir nú ekki hvernig við yngra fólkið myndum dansa í dag, það gæti nú ekki ver- ið neitt spennandi. Það var svo gaman að sjá hvað þú hélst þér vel til allt fram á síð- asta dag, gekkst um bein í baki og ávallt snyrtileg og vel til fara. Ég minnist þess ávallt þegar þú baðst mig að rétta úr bakinu þegar þú hafðir horft á mig ganga heim úr skólanum með skólatöskuna á bakinu og hef ég haft það hugfast síðan þá og vona að ég fái að halda sömu reisn og þú hafðir alla tíð, elsku amma mín. Það verður skrítið að koma í Víkina og fá ekki hlýja og mjúka faðmlagið þitt og fallega brosið þitt, en það er gott að vita að þú ert búin að fá hvíldina sem þú þráðir orðið og þú ert komin til Sigurbjörg Ragn- heiður Björnsdóttir Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Það er með söknuði sem ég kveð góða vinkonu og skólasystur Arnheiði Tryggvadóttur frá Vögl- um. Við Arnheiður vorum bekkjar- systur í Hrafnagilsskóla. Hún var stillt og prúð og sinnti náminu vel. Við ætluðum báðar að verða bændur. Það kom fyrir að maður kíkti yfir fjörðinn og athugaði hvort Heiða væri búin að setja Arnheiður Tryggvadóttir ✝ ArnheiðurTryggvadóttir fæddist 12. október 1967. Hún lést 7. júní 2016. Útför Arnheiðar fór fram 20. júní 2016. kýrnar út eða byrjuð að slá. Leið Heiðu lá í Bændaskólann á Hólum. En þó að ég hafi villst út í heim þá hefur það verið fastur punktur í lífi mínu að koma við á Vöglum. Án þess að gera boð á undan mér kem ég og sting nefinu inn í fjós og anda af áfergju að mér fjósalykt- inni. Heiða var fyrirmyndar bóndi og þótti innilega vænt um skepn- urnar sínar. Kýrnar alltaf sælleg- ar á sínum bás. Kindurnar voru í uppáhaldi hjá henni. Hún lét út- búa sérstakt hólf fyrir þær í gamla súrheysturninum. Það eru ekki allar kindur á landinu sem alast upp við svo góðan kost að líkja megi því við koníaksstofu. Í eitt skiptið sem ég kom við, með krakkana litla, þá fann ég ekki Heiðu. Á leiðinni niður af- leggjarann sé ég einhvern úti í Eyjafjarðará eitthvað að bardúsa. Ég stoppaði við afleggjarann og dokaði við. Skömmu seinna kom Heiða alsæl, búin að stinga upp seinasta njólann á landar- eigninni. Nú var enginn njóli á Vöglum. Þessi mikla ástríða og metnaður fyrir jörðinni og skepn- unum einkenndi Heiðu. Þá var Heiða afbragðs hand- verkskona og allt lék í höndunum á henni. Á tímum asa og stress var það alltaf tilhlökkunarefni að fá jólakort frá Heiðu. Hún lagði ást og alúð í það sem hún tók sér fyrir hendur. Kortin, sem ýmist voru handsaumuð, perluð, ofin, límd eða föndruð á einn eða annan hátt, hef ég rammað inn og á einhvern hátt finnst mér þau fá tímann til að standa kyrran. Það var áfall þegar Heiða greindist með krabbamein. En við héldum nú samt áfram að lifa líf- inu og bralla eitthvað saman. Við vorum bara að hafa gaman sam- an, við vissum ekki að værum að búa til minningar. Við fórum á þorrablót, hún kom og skoðaði hestinn minn og reiðhöllina uppi í Spretti. Heiða var ánægð með að ég væri aftur farin að rækta bóndann í mér. Það er sárt að sjá á eftir jafn- góðri manneskju og Heiðu. Bless- uð sé minning þín. Hugur minn er hjá fjölskyldunni á Vöglum. Sigríður (Sigga í Kaupangi). Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku Heiða okkar, nú er þján- ingum þínum lokið og þú komin á betri stað. Hafðu kæra þökk fyrir allt, þín verður sárt saknað í hópn- um okkar. Kæra Hrafnhildur, Lóa, Ing- unn, Kata, Jóhann, Helga og fjöl- skyldur, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og megi allar góðar vættir veita ykkur styrk í sorg- inni. Fyrir hönd bútasaumsvin- kvenna á Laugalandi, Sigríður Rósa Sigurðardóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GESTUR VIGFÚSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum, Mosfellsbæ, 10. júní. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 27. júní klukkan 13. . Svanur Marteinn Gestsson, Valgeir Gestsson, Jónína Rós Guðmundsd., Vilbergur Vigfús Gestsson, Anna Lilja Hafsteinsdóttir, Sævar Bragi Arnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR K. EIRÍKSSON, Norðurkoti 3, Sandgerði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 19. júní. Útförin fer fram frá safnaðarheimilinu í Sandgerði mánudaginn 27. júní klukkan 14. . Sóley Björg Færseth, Þorbjörn Guðjónsson, Erla Ósk Sigurðard. Færseth, Kristján Guðmundsson, Sigríður Hanna Sigurðardóttir, Páll Þórðarson, Petrína Freyja Sigurðardóttir, Böðvar Þórisson, Einar Sigurðarson, Jennifer Randall, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ALFREÐ JÚLÍUSSON vélfræðingur, sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir 15. júní, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 28. júní klukkan 13. . Guðbjörg Alfreðsdóttir, Ásmundur Karlsson, María Júlía Alfreðsdóttir, Símon Ólafsson, Ólöf Alfreðsdóttir, Ágúst Victorsson, Kristín Gróa Alfreðsdóttir, Ragnar Ríkharðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MARGRÉT EINARSDÓTTIR, áður til heimilis að Sléttuvegi 3, Selfossi, sem lést 18. júní síðastliðinn verður jarðsungin frá Selfosskirkju þriðjudaginn 28. júní klukkan 14. . Sigríður Kolbrún Oddsdóttir, Magnús Kjartansson, Sveinbjörn Oddsson, Gunnar Oddsson, Dorthe Oddsson, Einar Valur Oddsson, Steinunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDUR A. JÓNSSON lést á líknardeild Landspítalans 21. júní. Jarðarförin fer fram í kyrrþey. Við viljum koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Heimahlynningar og líknardeildar LSH fyrir auðsýnda hlýju og frábæra umönnun. . Jón Ingi Young, Pétur Jónsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA VILHJÁLMSDÓTTIR (Rose Guðjónsson), Mörkinni, Suðurlandsbraut 66, Reykjavík, lést af slysförum fimmtudaginn 9. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Örn Andrew Guðbergsson, Margrét Annie Guðbergsdóttir, Jón Benediktsson, Grétar William Guðbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.