Morgunblaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.07.2016, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 197. DAGUR ÁRSINS 2016 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. 1. Engin lækning fyrir synina 2. Tók hálftíma að ná í manninn 3. Sjötíu látnir og hundrað særðir … 4. Instagram-mynd Beckham … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ellen Kristjánsdóttir og hljóm- sveitin Toppmenn halda tónleika á Rósenberg í kvöld kl. 22. Toppmenn skipa Eyþór Gunnarsson á píanó, Magnús Elísasen Trygvason á tromm- ur og Guðmundur Pétursson á gítar. Sérstakur gestur verður Elín Ey. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ellen Kristjánsdóttir syngur á Rósenberg  Belgíski lista- maðurinn Nicolas Kunysz kemur fram á tónleikum í Mengi í kvöld kl. 21. Hann hefur búið hér- lendis sl. ár og starfað sem tónlist- armaður, hönnuður, er höfundur lo- wercase-kvölda og annar af tveimur stofnendum útgáfunnar Lady Boy Re- cords. Í tónlist sinni skapar hann þéttofinn hljóðvef úr rafhljóðum, upptökum héðan og þaðan og ólíkum hljóðfærum. Nicolas Kunysz leikur í Mengi í kvöld  Ég kysi frekar að Goya héldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti nefnist einleikur eftir Rodrigó García sem frumsýndur verður í Þjóðleik- húsinu í ágúst nk. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir, en leikari Stefán Hallur Stefáns- son. Verkið felur í sér gagnrýni á andvara- leysi nútímans og fjallar um áhrif efnahagskrepp- unnar. Una leikstýrir Stefáni Halli í einleik í ágúst Á laugardag Norðaustan 5-10 um landið austanvert fram eftir degi og dálítil rigning. Annars breytileg átt 3-8, skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast um landið vestanvert. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 8-15 m/s og rigning, en úr- komulítið norðan- og vestanlands. Hægari sunnan- og vestanlands undir kvöld. VEÐUR „Hún er hlédræg en svo verður hún algjör klettur þegar hún kemur inn á völl- inn. Það er svolítið skemmtilegt að manni finnst hún umturnast svo- lítið sem persóna þegar hún kemur inn á völlinn,“ segir Margrét Lára Viðarsdóttir um samherja sinn í Valslið- inu, Örnu Sif Ásgríms- dóttur, sem átti stórleik í sigri á Selfyssingum í fyrrakvöld. »4 Umturnast þegar hún kemur inn á Rúnar Már Sigurjónsson og sam- herjar hans í svissneska knatt- spyrnuliðinu Grasshoppers máttu sætta sig við jafntefli, 3:3, gegn KR- ingum í Evrópudeild UEFA í Vest- urbænum í gærkvöld. Rúnar lagði upp mark í fyrsta mótsleik sínum með Grasshoppers en KR-ingar áttu frábæra end- urkomu í leiknum eftir að hafa verið 0:2 undir í hálfleik. »2-3 Frábær endurkoma KR-inga gegn Rúnari „Ef ég hefði verið að elta peningana þá hefði ég ekki farið til Lyngby. En þetta er flottur klúbbur sem er mjög vel liðinn og vel talað um og ég fann það að þjálfarinn lagði mikla áherslu á að fá mig til félags- ins,“ segir knattspyrnumaðurinn Hallgrímur Jónasson sem í gær skipti um félag í dönsku úrvals- deildinni. »4 Ekki farið ef ég væri að elta peningana ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Heldur betur hefur hlaupið á snær- ið hjá Bubba Morthens sem er við veiðar í Laxá í Aðaldal. Þegar blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af honum í gær hafði hann veitt sjö laxa og þar af fjóra yfir 20 pund- um á tveimur dögum. Meðalþyngd aflans er 19 pund og Bubbi var að sjálfsögðu í skýjunum með árang- urinn í gær. Veiðinni lýkur þó í dag og því allt eins víst að hann státi af enn tilkomumeiri afla nú síðdegis. „Alla dreymir um að veiða 20 pundarann og það er áfangi hvers manns í veiðinni að ná því, en svona morgni er ekki úthlutað nema ein- staka sinnum. Sögur af viðlíka voru seinast upp úr 1980,“ segir Bubbi sem vísar þar til miðvikudagsmorg- uns þar sem hann tók þrjá 20-22 punda laxa á Metallica-flugu. Þann fjórða tók hann á þriðjudagskvöldið. Fiskana tók hann á Nessvæði. „Ég var bara réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Það varð veð- urbreyting kvöldið áður og það eru búnir að vera miklir kuldar, en engu að síður eru komnir yfir 30 laxar yf- ir 20 pund á fjórtán dögum hérna. Það er galið,“ segir Bubbi og hlær. Fer þrisvar á sumri í Aðaldal Hann hefur veitt þrisvar á sumri á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal frá árinu 2007 og því þekkir hann svæð- ið mjög vel. Öllum stórlaxi er sleppt og kann það að skýra það hvers vegna svo mikið af vænum fiski er í ánni. „Niðurstaðan er sú að það er alltaf stærri og stærri lax að koma í ána,“ segir Bubbi. Metallica-flugan heitir í höfuðið á rokkhljómsveitinni víðfrægu og að sögn Bubba var það Pétur Stein- grímsson sem hnýtti flug- una en hann er 84 ára. „Hann heyrði tónleika auglýsta með Metallica þegar hann var að hnýta fluguna og var hann ekkert sér- staklega ungur þá, en hún er að slá í gegn alls staðar,“ segir Bubbi. Hjólið datt af Aðspurður segir Bubbi að nokk- urn tíma hafi tekið að koma löx- unum á land. „Hjólið datt af þegar ég var að berjast við fyrsta fiskinn og því þurfti ég að þreyta hann með hönd- um. Ég var því dálítið lengi með hann, líklega um 40 mínútur. Ég hefði eflaust verið fljótari ef ég hefði getað spilað hann inn með hjólinu. Hinir fiskarnir voru kannski 20-25 mínútur á stönginni,“ segir Bubbi. Metallica lék í höndum Bubba  Nærri meti í Aðaldal og setti í fjóra 20 pundara Ljósmynd/Árni Pétur Hilmarsson Dreki Bubbi Morthens með einn af þeim fjórum 20 pundurum sem hann setti í í Laxá í Aðaldal. Völundur Hermóðsson, bóndi og leiðsögumaður í Aðaldal, segir að afli Bubba sé ekki met en hann sé líklega sá besti síðan snemma á 9. áratugnum þegar Nick Ruwe, fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi, veiddi þrjá laxa yfir 20 pundum og upp í 26 pund. „Það eru á milli 30 og 40 fiskar yf- ir 20 pundum sem komið hafa á land. Þeir veiðast í öllum veðrum, en líklega síst þegar veðrið er rosalega gott,“ segir Völundur. Hann segir að veiðisumarið sé það besta sem hann muni eftir. „Ég hef séð veiðibækur frá árinu 1961 og þetta er langbesta start á sumri sem verið hefur og það hefur ekk- ert komist nærri þessu síðan árið 1987. Það var ekki svona gott samt,“ segir Völundur. Ein besta byrjun á sumri BUBBI HEGGUR NÆRRI METI Völundur Hermóðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.