Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.07.2016, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚLÍ 2016 Akureyringar munu hafa nóg fyrir stafni í gestgjafa- hlutverkinu næstu dagana. Tvö umfangsmikil Íslandsmót fara fram í bænum. Íslandsmótið í höggleik í golfi hefst á Jað- arsvelli í dag og stendur fram á sunnudag. Einnig mun Meist- aramót Íslands í frjálsum íþrótt- um fara fram á Þórsvellinum á laugardag og sunnudag en upp- haflega stóð til að halda mótið í Kópavoginum. Sjálfsagt fara fleiri íþrótta- viðburðir fram á Akureyri þessa daga og má til dæmis nefna und- anúrslitaleik Þórs/KA og ÍBV í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á Þórsvellinum á laugardaginn. Besta frjálsíþróttafólk landsins þekkir vel að keppa á Akureyri en einungis tvö ár eru síðan MÍ fór fram í bænum. Einnig er aðeins ár síðan Íslandsmótið í holu- keppni í golfi fór fram á Akureyri. Öllu lengra er hins vegar síðan kylfingar kepptu á Íslandsmótinu í höggleik á Akureyri. Síðast fór mótið fram á Jaðarsvelli árið 2000. Þá sigraði Keilisfólkið Björgvin Sigurbergsson og Krist- ín Elsa Erlendsdóttir. Björgvin á nú dóttur í fremstu röð hér- lendis, Guðrúnu Brá, sem gæti barist um titilinn á sunnudag. Breytingar hafa verið gerðar á Jaðarsvelli og hefur GA unnið að þeim um nokkurra ára skeið enda um langtímaverkefni að ræða. Þar af leiðandi er svolítið erfitt að átta sig á hvernig kylf- ingum gengur að glíma við völl- inn að þessu sinni. Akureyringar voru á árum áður mjög sigursælir í golfíþrótt- inni á Íslandi. Kempur á borð við Magnús Guðmundsson og Björg- vin Þorsteinsson fóru mikinn og eiga samtals ellefu meistaratitla. Í ljósi sögunnar er ánægjulegt að Íslandsmótið sé aftur haldið á Akureyri eftir langt hlé. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is 9. UMFERÐ Þorsteinn F. Halldórsson tfh@mbl.is Fylkiskonan Sandra Sif Magnús- dóttir átti stórgóðan leik þegar Fylkir sigraði Selfoss 3:1 á útivelli í 9. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á þriðjudagskvöld. Sandra Sif skoraði eitt af mörkum Fylkis og lagði annað upp og heildarframmistaða hennar varð til þess að hún er sá leikmaður sem Morgunblaðið fjallar um eftir um- ferðina. Les leikinn vel Morgunblaðið tók tal af Ruth Þ. Þórðardóttur, samherja Söndru og fyrirliða Fylkis, og spurði hana um liðsfélaga hennar. „Sandra er frábær leikmaður sem getur spilað flestar stöður og hefur góðan fót. Síðan eru hún líka grjót- hörð og les leikinn mjög vel,“ segir Ruth um hina 28 ára gömlu Söndru Sif sem gekk til liðs við Fylki í jan- úar 2015 frá FH. Sandra var á mála hjá Breiðabliki í 8 ár á tímabilinu 2004-2012 áður en hún hélt út í atvinnumennsku til Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni árið 2013. Hún sneri til Breiðabliks ári síðar en á miðju tímabili 2014 skipti hún yfir til FH. Eins utan sem innan vallar Ruth segir að karakter Söndru sé ekki breytilegur eftir því hvort hún sé á knattspyrnuvellinum eða ekki. „Hún er mjög skemmtileg, góð fyrirmynd og dugleg. Eins og hún er á vellinum þá leggur hún sig 100% fram í öllu sem hún gerir.“ Fylkir er í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig. Á síðustu leiktíð endaði liðið einnig í sjötta sæti. Frá því að Sandra kom til Fylkis hefur hún skorað 5 mörk í 32 leikjum fyrir fé- lagið. Það er fínasta uppskera fyrir leikmenn sem eru ekki að spila í framlínunni en Sandra spilar oftast í hægri bakverði. Passar vel í hópinn Fylkisliðið er ungt að aldri og Sandra Sif er næstelsti leikmaður liðsins. „Manni finnst eins og hún hafi alltaf verið hérna, hún passar svo vel í hópinn. Maður lítur bara á hana sem Fylkismanneskju þótt hún hafi ekki verið hér það lengi,“ segir Ruth og bætir við að reynsla Söndru vegi mikið fyrir liðið. „Hún er mjög mikilvæg, hún kem- ur með mjög mikla reynslu og hefur spilað í mörg ár.“ Mikilvægur sigur Sigur Fylkis á Selfossi var liðinu mikilvægur til að halda sér frá hættusvæði í deildinni. Þetta var annar sigur Fylkis á tímabilinu. Fylkir er núna fjórum stigum frá fallsæti þegar deildin er hálfnuð. Það þarf þó ekki að fara hrollur um liðið því það hefur talsvert betri markatölu heldur en liðin sem sitja fyrir neðan en þarf að bæta marka- skorun til að komast hærra. Grjóthörð, les leikinn vel og kemur með reynslu  Sandra Sif átti stórleik þegar Fylkir vann mikilvægan sigur á Selfossi Morgunblaðið/Eggert Reynd Sandra Sif Magnúsdóttir í viðureign Fylkis og Vals. Sandra Sif Magnúsdóttir » Hún er 28 ára gömul og lék með meistaraflokki Breiðabliks frá 2004 til 2012. » Sandra lék með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni 2013 en kom síðan aftur í Breiðablik. » Hún fór til FH á miðju tíma- bili 2014 og þaðan í Fylki þar sem hún leikur sitt annað ár. » Sandra hefur spilað 144 leiki í efstu deild og skorað 29 mörk og hún lék 23 leiki með yngri landsliðum Íslands. Tristan Freyr Jónsson lauk keppni í tugþraut í kvöld á heimsmeistara- móti U20 ára í Bydgoszcz í Póllandi og endaði í 9. sæti af 22 keppendum. Hann stóð uppi með 7.468 heildarstig sem er hans besti árangur í tugþraut hingað til. Hann bætir fyrra met sitt frá því að hann varð Norðurlanda- meistari U20 í júní með 7.261 stig. Keppt var í fimm seinni grein- unum í tugþrautinni í gær. Snemma morguns hófst keppni í 100 metra grindahlaupi sem Tristan hljóp á 14,91 sekúndu. Eftir því kom kringlukastið þar sem Tristan kast- aði 41,41 metra sem er hans allra besta kast og var fjórða besta kast riðilsins. Í stangarstökkinu náði Tristan að stökkva 4,30 metra og í spjótkastinu kastaði hann 51,51 metra. Loka- greinin var 1.500 metra hlaup þar sem Tristan hljóp á 4:55,32 mínútum, hans besti tími á árinu. Þjóðverjinn Niklas Kaul setti mótsmet á heimsmeistaramóti U20 ára með því að ljúka tugþrautinni með 8.162 stigum. tfh@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Níundi Tristan Freyr Jónsson náði góðum árangri á HM í Póllandi. Tristan náði sínum besta árangri á HM KOMNIR AFTUR! Laugavegi 29 - sími 552 4320 www.brynja.is - verslun@brynja.is Lykilverslun við Laugaveg síðan 1919 Áratuga þekking og reynsla 8.735,- 10.750,- 9.980,- VERÐ FRÁ 3.255,- 995,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.