Morgunblaðið - 31.08.2016, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. ÁGÚST 2016
✝ Haukur Jó-hannsson fædd-
ist 8. júní 1929 að
Bjarnastöðum í
Vatnsdal í Austur-
Húnavatnssýslu.
Hann lést á heimili
sínu föstudaginn 19.
ágúst 2016.
Móðir hans var
Sigrún Jakobsdótt-
ir, f. 7. júlí 1902, d. 8.
febrúar 1937, og
faðir Jóhann Guðmundur Sigfús-
son frá Dagverðartungu í Hörg-
árdal, f. 24. nóvember 1900, d. 7.
nóvember 1928. Alsystkini Hauks
voru Jónas Jóhannsson, María
Jóhannsdóttir og Guðrún
Jóhannsdóttir, öll látin. Hálf-
bróðir Hauks í föðurætt var Jó-
hann Guðmundur Jóhannsson,
látinn. Hálfsystir Hauks í móð-
urætt er Anna Sigurjónsdóttir.
Fósturforeldrar Hauks voru Jó-
hanna Erlendsdóttir, f. 16. mars
1905, d. 20. ágúst 1979, og Sigfús
Hermann Bjarnason, f. 3. júní
1897, d. 23. júlí 1979. Þau bjuggu
á Grýtubakka í Höfðahverfi til
1948 og fluttu þá að Breiðavaði í
Austur-Húnavatnssýslu. Fóst-
ursystkini Hauks eru Sigurbjörg
J. Sigfúsdóttir, Bjarni Sigfússon,
ur Svavarsdóttir. Börn þeirra
eru: a) Jónas Guðmannsson, og b)
Ragnhildur Guðmannsdóttir. 4)
ónefnd dóttir sem lést í fæðingu
10. apríl 1973. 5) Dóra Mjöll
Hauksdóttir, f. 2. maí 1974. Sam-
býlismaður hennar er Páll Mar
Magnússon. Börn Dóru eru Davíð
Sigurvinsson og Theodór Sig-
urvinsson. Börn Páls eru: a)
Penelope Lane Magnússon, b)
Tucker Vaughn Magnússon, og c)
Tyler Lane Driscoll. 6) Stefanía
Dögg Hauksdóttir, f. 2. maí 1974,
eiginmaður hennar er Árni
Sveinn Pálsson og börn þeirra
eru Stella Karen Árnadóttir og
Haukur Páll Árnason. Barna-
barnabörn Hauks og Ragnhildar
eru 16 talsins. Haukur ólst upp á
Grýtubakka í Höfðahverfi og fór
fjórtán ára að vinna fyrir sér hjá
Jóni í Garðsvík, bróður fóstur-
föður síns og seinna víða í Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Haukur og
Ragnhildur bjuggu á Húnabraut
12 á Blönduósi og hann starfaði
þar við vinnuvélar og aðra vinnu.
1964 fluttu þau til Reykjavíkur og
bjuggu lengst í Akurgerði 58.
Haukur starfaði við stjórn vinnu-
véla og síðustu árin hjá Ingvari
Helgasyni ehf. Hann spilaði á
harmonikku, var stofnfélagi í
Harmonikkufélagi Reykjavíkur
og spilaði mikið á Hrafnistu, á
Vitatorgi og á fleiri stöðum.
Útför Jóhanns Hauks Jó-
hannssonar fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 31. ágúst 2016,
klukkan 13.
Kristján Sigfússon,
látinn, Helga Sigfús-
dóttir, Þorsteinn
Sigfússon og Kol-
brún Sigfúsdóttir.
Haukur giftist
Ragnhildi Önnu
Theódórsdóttur frá
Blönduósi 5. mars
1955. Hún er fædd
4. september 1936.
Foreldrar hennar
voru Stefanía Guð-
mundsdóttir og Theódór Krist-
jánsson frá Blönduósi. Systkini
Ragnhildar eru Guðmann Theó-
dórsson, látinn, Guðmundur
Kristján Theódórsson, Alda Sig-
urlaug Theódórsdóttir, Ísabella
Theódórsdóttir, látin. Börn
Hauks og Ragnhildar eru: 1) Guð-
mundur G. Hauksson, f. 30. júlí
1954, eiginkona hans er Svanhild-
ur I. Jóhannesdóttir. Börn þeirra
eru: a) Anna Guðmundsdóttir, b)
Haukur Páll Guðmundsson, og c)
Agnes Guðmundsdóttir. 2) Sig-
rún Jóhanna Hauksdóttir, f. 26.
desember 1955. Börn hennar eru:
a) Sylvía Rós Sigurðardóttir, b)
Gilbert Grétar Sigurðsson, og c)
Jóhann Haukur Þorsteinsson. 3)
Guðmann Hauksson, f. 12. maí
1961. Eiginkona hans er Þórhild-
Erlendur Erlendsson, fósturafi
pabba, lagði grunn að ævi hans.
Jóhanna dóttir hans tók pabba í
fóstur tveggja ára gamlan fyrir
hans atbeina og Erlendur átti síð-
an eftir að kenna pabba mikið af
því sem hann lærði í skóla á þess-
um árum. Jóhanna og Sigfús ólu
pabba upp og hann átti góðan tíma
hjá þessu yndislega fólki. Systkini
pabba Sigurbjörg, Kristján,
Bjarni, Þorsteinn, Helga og Kol-
brún hafa svo reynst pabba og
mömmu vel.
Það var eins með pabba hjá mér
og með Erlend, pabbi var örlaga-
valdur í mínu lífi og hafði mikil
áhrif á mig sem barn og ungling.
Ég sagði honum að hann væri mín
fyrirmynd og hann sagði að það
gæti varla verið, hann hefði ekkert
afrekað í lífinu. Þetta svar endur-
speglar þennan hógværa og hæg-
láta mann sem fannst hann ekki
hafa afrekað margt. Pabbi sagði
mér að hann hefði fengið ósann-
gjarnt tiltal frá kennslukonu í skóla
sem barn og sagt Jóhönnu og Sig-
fúsi foreldum sínum að hann færi
aldrei í þennan skóla aftur. Þau
tóku hans málstað og Sigfús pabbi
hans átti síðar eftir að gefa þessari
kennslukonu tiltal. Pabbi gat líka
staðið fast á sínu ef hann vildi.
Pabbi vann alltaf mikið og sagði
oft að mamma hefði séð um upp-
eldið á okkur systkinunum. Þetta
er nú ekki alveg rétt og pabbi
hafði mikil áhrif á mig og alltaf
mætti maður skilningi og hlustun
hjá honum. Þegar ég sem ungling-
ur kom heim í fyrsta skipti undir
áhrifum áfengis, þá settist hann á
rúmstokkinn morguninn eftir og
sagði að það væri allt í góðu að fá
sér áfengi, en það þyrfti að læra að
umgangast það. Þegar ég bjóst við
yfirlestri og skömmum, mætti
hann málinu með skilningi og um-
burðarlyndi.
Í skemmtanalífinu gat ég alltaf
hringt í pabba til að láta sækja
mig og hann átti líka marga bíl-
túrana með mig í útilegur og ég
man eftir því þegar ég kyssti
Svönu konuna mína í einum bíl-
túrnum, þá glotti pabbi og sagði
okkur að gera ekki of mikið af
þessu, við yrðum bara leið á því.
Seinni árin hef ég oft setið með
pabba og hlustað á hann segja frá
sinni ævi. Bæði sem barn á upp-
eldisárunum á Grýtubakka í Höfð-
ahverfi, sem unglingur og þegar
hann starfaði víða á bæjum við
fjölbreytt störf. Hvernig hann
kynntist mömmu og hafði séð
pilsaþyt hjá fallegri ungri stúlku í
Brúarlandi á Blönduósi. Í dag er
ég þakklátur fyrir þessar stundir
og við gátum setið klukkutímum
saman og spjallað.
Þegar pabbi var sjötugur gáf-
um við systkinin honum útgáfu á
tónlistardiski þar sem hann spilar
á harmonikku og í dag eigum við
þennan disk „Gömlu góðu lögin“
með 15 lögum. Þetta er fábær
minning um þennan yndislega
mann sem spilaði fyrir dansleikj-
um sem ungur maður og harm-
onikkan fylgdi honum alla ævi.
Harmonikkan gaf honum líf og
yndi og hann spilaði fyrir eldri
borgara á Hrafnistu í Hafnarfirði
og Reykjavík, á Vitatorgi og fleiri
stöðum meðan hann gat heilsunn-
ar vegna.
Takk, pabbi, fyrir að hafa verið
stoð og stytta í gegnum tímann og
kennt manni heiðarleika, hógværð
og umburðarlyndi. Þú ert og verð-
ur mín fyrirmynd um alla mína
ævi. Kveðja frá okkur Svönu,
börnunum og barnabörnunum.
Þinn sonur,
Guðmundur G. Hauksson.
Í dag kveðjum við yndislegan
föður, tengdaföður og afa. Pabbi
var einstakur maður sem tók öll-
um vel. Þegar Árni Sveinn kom
inn í líf hans leit hann strax á hann
sem sinn eigin son og minntist á
það ekki fyrir svo alls löngu. Ekki
var minna álit hjá Árna á tengda-
föður sínum sem honum þótti afar
vænt um.
Hann kynntist mörgum af vin-
um Árna en bílskúrinn var notað-
ur óspart til að bóna og þrífa og
komu stundum vinir Árna sem
pabba þótti nú ekki leiðinlegt að
spjalla við.
Þegar Stella Karen var að
byrja á leikskóla var pabbi hættur
að vinnu og tók hann að sér að
passa hana. Pabbi talaði oft um
þann dýrmæta tíma og hversu
mikið hann naut þess að sjá um
barnabarn sitt, henni leiddist nú
ekki að geta snúið afa sínum um
fingur sér.
Pabbi bjó oft til skinkusalat og
var ávallt til salat þegar gesti bar
að garði. Fékk Þetta salat nafnið
afasalat og hafa margir haft orð á
því hversu gott það er.
Haukur Páll, eða nafni minn
eins og pabbi kallaði hann, var
mjög náinn honum og spjölluðu
þeir mikið saman um gamla tím-
ann ásamt ýmsu öðru.
Þessi tími var mjög dýrmætur
og mun Haukur Páll minnast þess
með mikilli gleði þegar fram líða
stundir. Pabbi naut þess að stunda
stangveiði og áttum við yndislegan
tíma við veiðar sem ég mun oft
minnast. Hann kenndi mér þá þol-
inmæði sem þarf við stangveiðina
ásamt öðru sem tengist veiðinni.
Ferðin norður í Fljótin í Skaga-
fjörð 1995 stendur ofar mörgum
minningum en ég var þá gengin
sjö mánuði á leið með Stellu Kar-
en. Keyrði hann bílinn sem næst
Fljótaánni svo ég þyrfti ekki að
ganga langa vegalengd og passaði
hann upp á mig eins og honum ein-
um var lagið. Harmonikkan átti
hug hans allan um ævina og spilaði
hann mikið á dansleikjum á sínum
yngri árum. Hann spilaði eftir eyr-
anu og lærði ekki nótur fyrr en á
sjötugs aldri sem segir okkur
hversu músíkalskur hann var.
Hann var einn af stofnendum
Harmonikkufélags Reykjavíkur
og spilaði með þeim á meðan hann
hafði heilsu til. Hann naut þess
mikið að spila síðustu árin og spil-
aði hann síðast á Vitatorgi í maí
2015 þá 86 ára að aldri. Tók hann
sér stundum pásur við að spila og
tók léttan snúning með mömmu.
Eftir að pabbi og mamma fluttu á
Kleppsveginn fór hann að smíða
vöggur, bíla og fleira í dagþjálfun
á Hrafnistu.
Það var skemmtilegur tími fyrir
hann og gladdi hann marga í fjöl-
skyldunni með fallegu gjöfunum
sínum sem hann smíðaði þar.
Pabbi vildi hafa líf og fjör í kring-
um sig þá sérstaklega eftir að hann
missti alveg sjónina. Þrátt fyrir
veikindin síðustu ár hans og háan
aldur fylgdist hann vel með okkar
daglega lífi og spurði mikið hvernig
við hefðum það. Honum var mjög
umhugað um hvernig aðrir hefðu
það og lýsir það vel hversu hjarta-
hlýr og góður maður hann var.
Pabba verður sárt saknað á
þessu heimili eins og reyndar fleiri
heimilum en allar minningarnar
munu ylja okkur í framtíðinni. Við
erum klárlega betri manneskjur
vegna fylgdar hans í gegnum lífið.
Við þökkum mömmu innilega fyr-
ir að hlúa svona vel að pabba í
veikindum hans og gera honum
kleift að geta verið heima hjá sér.
Einnig viljum við þakka heima-
hlynningu LHS og heimahjúkrun
fyrir alúðleg störf.
Árni Sveinn, Stefanía Dögg,
Stella Karen og Haukur Páll.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Barnasálminn völdu þeir bræð-
ur Davíð og Theodór Sigurvins-
synir í minningu afa síns sem lést
19. ágúst síðastliðinn. Haukur afi
sá þá síðustu misserin einungis
með höndunum og hver samveru-
stund hófst með því að afi fékk að
þreifa andlitsfall og hár bræðr-
anna og hafa á orði hversu mynd-
arlegir þeir eru. Væntumþykju
sýndi hann með því að halda í
hendur þeirra löngum stundum og
þannig tryggði hann með hlýjum
höndunum athygli þeirra í leiðinni.
Haukur afi var mikil stærð í lífi
þeirra bræðra og fyrirmynd sem
miðlaði visku sinni í sögum og afa-
salati. Þeir vita að hann hafði unn-
ið margt um ævina til sjós og lands
og þeim þykir mikið til þess koma.
Þeir vita að hann ólst upp á öðrum
tíma og að hann bar með sér virð-
ingu fyrir mönnum og málleys-
ingjum af þeim sökum. Þeir vita
að hann hafði séð fyrir fjölskyld-
unni í samvinnu við ömmu þeirra
og að hann gat ekki án hennar ver-
ið. Þeir vita að umvandanir hans
fyrir þeim um að standa sig í lífinu
og láta óþverra allan eiga sig
spratt af elsku í þeirra garð.
Nú geyma þeir heilræði afa síns
í hjartanu og hlýjar minningar um
nærveru sem einungis afi getur
veitt. Þegar kveðjustundin kom
voru þeir viðstaddir og fengu að
sýna þakklæti sitt með því að vera
hluti þeirrar stóru fjölskyldu sem
af honum er komin. Ef þeir gætu
átt eitt símtal við afa sinn yrðu
þeir forvitnir um þá himnavist
sem hann á fyrir höndum en vildu
gjarnan segja: „Sjáumst, við sökn-
um þín mjög mikið og við elskum
þig. Takk fyrir allt saman, elsku
afi.“
Davíð Sigurvinsson,
Theodór Sigurvinsson,
Sigurvin Lárus Jónsson.
Haukur fæddist á Bjarnastöð-
um í Vatnsdal, en þangað hafði
móðurinni verið boðið til að fæða,
því hýbýli hennar á Aralæk töld-
ust varla við hæfi. Faðir drengsins
hafði látist af slysförum veturinn
áður og fyrir átti móðirin þrjú
börn. Aðstæður voru afar fátæk-
legar, en gæfan hafði samt ekki yf-
irgefið litla drenginn, því tveggja
ára var hann tekinn í fóstur norð-
ur að Grýtubakka. Hjónin þar, Jó-
hanna og Sigfús, eignuðust á
næstu átta árum sex börn. Þar
ólst Haukur upp, elstur í stórum
systkinahópi. Alltaf var litið á
hann sem einn af systkinunum og
alltaf heyrðust hin systkinin tala
um hann sem Hauk bróður. Segir
það nokkra sögu.
Vorið 1949 keypti Sigfús jörðina
Breiðavað í Langadal og flutti fjöl-
skyldan þangað. Áður hafði Hauk-
ur verið farinn til vinnu vestur í
Húnavatnssýslu, fyrst hjá bænd-
um, en síðan sem vélamaður hjá
Búnaðarsambandinu. Hann
reyndist bæði verkfús og verklag-
inn og komst vel áfram. Á Blöndu-
ósi reisti hann sér hús, eignaðist
dugmikla konu og börnin uxu úr
grasi.
Mörg síðari árin hafa þau hjón
búið í Reykjavík. Þar hefur Hauk-
ur stundað ýmis störf, lengst af
fyrir lok starfsaldurs lagerstörf
hjá Ingvari Helgasyni hf.
Alla stund hafa samskipti syst-
kinahópsins verið mikil. Aldrei
hafa þau hjón Haukur og Ragna
látið sinn hlut eftir liggja á þeim
vettvangi, hvorki í veitingum né
myndarskap. Oft lyfti Haukur líka
gleðinni með því að leika á harm-
onikku.
Síðustu tvö árin hefur þrekið
hjá Hauki tekið að láta sig, uns
það var að lokum að mestu horfið.
Allan þann tíma til lokadags var
aðdáunarvert hve Ragna annaðist
hann af mikilli umhyggju og rækt-
arsemi. Við óskum honum farar-
heilla til nýrra heimkynna og
þökkum samskipti öll. Við vitum
að nú hefur hann kastað ellibelgn-
um og er líklega búinn að finna sér
„nikku“.
Rögnu og fjölskyldunni allri
sendum við kærar kveðjur.
Helga og Pálmi.
Félagi okkar til margra ára Jó-
hann Haukur Jóhannsson er lát-
inn. Hann var fæddur 8. júní 1929
og lést 19. ágúst 2016. Haukur
eins og hann var ávallt kallaður
var Húnvetningur og það vissu all-
ir sem þekktu Hauk enda var
hann stoltur af því. Leiðir okkar
lágu saman fyrir um 25 árum þeg-
ar ég gekk í Harmonikkufélag
Reykjavíkur, en þá gegndi Hauk-
ur formennsku í félaginu. Ég var á
byrjunarreit en Haukur hokinn af
reynslu og með betri spilurum fé-
lagsins. Of langt væri upp að telja
alla þá viðburði sem hann tók þátt
í á vegum Harmonikkufélags
Reykjavíkur en óhætt er að segja
að hann hafi verið einn af þessum
styrku stoðum sem ávallt voru til-
búnar að taka að sér hin ýmsu
verkefni. Harmonikkan var hans
líf og yndi eins og allra þeirra sem
kynnst hafa þessu dásamlega
hljóðfæri, hann fór ungur að spila
á harmonikku bæði á dansleikjum
og við mörg önnur tækifæri, hefur
Jóhann Haukur
Jóhannsson
Elskaður eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur, bróðir og tengdasonur,
SVANUR PÁLSSON
tölvunarfræðingur,
andaðist á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi 22.
ágúst.
.
Guðný Þorsteinsdóttir,
Rúnar Steinn, Frosti Páll,
Kolbrún María, Þorsteinn,
Páll Árnason, Bryndís Skúladóttir,
systkini og tengdaforeldrar.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur
og bróðir,
STEINÞÓR BALDURSSON
framkvæmdastjóri,
Hlíðarhjalla 26, Kópavogi,
lést á líknardeild LSH 28. ágúst 2016.
.
Claire Bilton,
Bríet Steinþórsdóttir, Felix Steinþórsson,
Lotta Steinþórsdóttir,
Arndís Ármann Steinþórsdóttir,
Baldur Þór Baldvinsson,
Unnur Baldursdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVANHVÍT REYNISDÓTTIR,
Hrísmóum 1, Garðabæ,
lést á Landspítalanum 26. ágúst.
.
Magnús Andrésson,
Sverrir Andrésson,
Margrét Andrésdóttir,
Pétur Andrésson,
tengdabörn, barnabörn og langömmubörn.
Elsku besti pabbi okkar, tengdapabbi
og afi,
EINAR HALLGRÍMSSON,
bóndi á Urðum í Svarfaðardal,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 26. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Urðakirkju föstu-
daginn 2. september klukkan 13.30.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóð
Urðakirkju.
.
Halla Soffía Einarsdóttir, Hafliði Ólafsson,
Jóhanna Guðný Einarsdóttir,
Hallgrímur Einarsson,
Einar Hafliðason,
Sigurlaug Hanna Hafliðadóttir.