Morgunblaðið - 30.09.2016, Síða 39

Morgunblaðið - 30.09.2016, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 2016 Heimildamyndin Ransacked er ein fjölmargra heimildamynda sem sýndar eru á RIFF, alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, sem fer fram í 13. skipti þessa dagana. Ran- sacked fjallar um alþjóðlega fjár- málahrunið árið 2008 og aðkomu vogunarsjóða að hruninu á Íslandi. Sagan er sögð í gegnum íslenska fjölskyldu sem gafst ekki upp og fór í mál við bankann. „Myndin er því líka um hvernig alþjóðlegt fjár- málakerfi hefur áhrif á venjulegt fólk og er því persónuleg og grípandi en erfið,“ segir Pétur Einarsson, kvikmyndagerðarmaður og höf- undur myndarinnar. Pétur starfaði í fjármálageiranum um árabil, en var ekki að vinna í banka í hruninu sem hann er afar þakklátur fyrir í dag. „Annars væri ég kannski í fangelsi.“ Pétur fann fyrir löngun til að segja sögu fjár- málahrunsins á Íslandi frá nýju sjónarhorni. „Þessi saga vogunar- sjóðanna, sem veðjuðu á fallið, græddu á því og keyptu bankana fyrir eiginlega ekki neitt, hefur ekki verið sögð almennilega sem og hvernig hrunið hafði áhrif á venju- legt fólk. Bankarnir fóru á hausinn og tóku alla þjóðina með sér. Við höfum verið í mörg ár að vinna úr því og það hefur verið erfitt fyrir marga, og það er líka eitthvað sem ég er að segja í gegnum þessa per- sónulegu sögu í myndinni.“ Ransacked verður sýnd í Bíó Paradís á morgun, laugardag, kl. 13.15 og mun Pétur sitja fyrir svör- um að sýningu lokinni. Myndin verð- ur einnig sýnd í Norræna húsinu á mánudag kl. 20.30. Myndin mun taka þátt í RIFF around the country og verður sýnd í völdum bæjar- félögum úti á landi á meðan hátíðin stendur yfir. Nánari upplýsingar um sýningarstaði og tímasetningar má nálgast á www.riff.is. erla@mbl.is Hrunið frá nýju sjónarhorni Morgunblaðið/Kristinn Kvikmyndagerðarmaður Pétur Einarsson, höfundur myndarinnar.  Úr fjármála- heiminum í kvik- myndagerð Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Brúðuleikhúsið Handbendi verður með sýningu í Tjarnarbíói fyrir börn og fjölskyldur þeirra á verkinu Engi eftir Gretu Clo- ugh. Aðeins verð- ur ein sýning sunnudaginn 2. október kl. 15. Hún er 40 mín- útur að lengd og þykir góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Leikstjóri, höf- undur verksins og brúðugerðarmeistari er Greta Clough sem fyrir um ári flutti frá London, þar sem hún starfaði í leik- húsheiminum, til Hvammstanga, þar sem brúðuleikhúsið Handbendi hef- ur núna aðsetur. Á milli þess sem hún ferðast um heiminn með sýning- arnar sínar býr hún til brúður í bíl- skúrnum sínum. Greta Clough sýndi Engi um allt England við mjög góð- ar undirtektir, einnig á Akureyri og Blönduósi, og nú er röðin komin að Reykvíkingum að njóta hennar. Vildi bjóða fólki að upplifa náttúruna Greta Clough er alin upp í Ver- mont-ríki í Bandaríkjunum og hún segir að verkið Engi tengist æsku- minningum sínum þaðan. „Engi fjallar um dýrin sem lifa á mjög dæmigerðu bandarísku engi. Við upplifum söguna með augum grassins og gegnum minningar þess um dýrin sem lifðu þar en eru nú horfin. Fyrirmynd engisins er engið sem var hinum megin við götuna þar sem ég ólst upp. Bakgrunnur verks- ins er um vistkerfin sem eru að hverfa um alla Evrópu og í Banda- ríkjunum. Það eru ekki mörg nátt- úruleg engi eftir, því við förum svo illa með þessi viðkvæmu vistkerfi. Þannig að það er svolítil fortíðarþrá í þessu,“ segir Greta Clough og hlær. „Þegar ég bjó í London fannst mér fólk ekki tengt náttúrunni, enda verður alltaf erfiðara fyrir fólk að nálgast hana. Mig langaði að bjóða fólki upp á að upplifa heim sem væri þó ekki nema náin endurgerð af náttúrunni.“ Líf kviknar fyrir framan áhorfendur „Börnin hafa rosalega gaman af því að sjá dýrin lifna við. Þegar neisti lífsins kviknar í brúðuleikhús- inu; dauðir hlutir öðlast líf og við fáum að sjá sögu allra hlutanna og dýranna lifna við fyrir framan augun á okkur.“ Þú fékkst mjög góða dóma fyrir sýninguna í Englandi. Hvað líkaði áhorfendum best? „Fullt! Til dæmis hvað brúðurnar eru fallegar, sem er frábært hól fyrir mig. Líka hversu dásamleg tónlistin er, en hún er eftir þjóðlagatónlist- armanninn Paul Mosley sem ég vinn mikið með. En ég held að það sem hafi haft mestu áhrifin sé einfaldleiki frásagnarinnar. Þetta er mjög ein- læg sýning sem reynir ekki að vera meira en hún er. Þá opnast einhvers konar rými fyrir áhorfendur og sýn- ingarfólkið að tengjast og allir njóta þess.“ Fyrir hvaða aldur er sýningin? „Allan aldur í rauninni, þetta er sannkölluð fjölskyldusýning. Minnstu börnunum finnst gaman að horfa á dýrin. Eldri börnin skilja betur boðskapinn og fullorðnir njóta fallegrar sýningar og þess að sjá börnin sín skemmta sér. Langar að vinna með ólíka stíla „Eins og er flyt ég inn brúðuleik- ara frá London til að taka þátt í þessari sýningu, en ég hlakka til að þjálfa nýja brúðuleikara til að koma og vinna með mér í íslensku sýning- unum mínum í framtíðinni,“ segir Greta Clough sem langar að byggja upp Handbendi og kynna Íslend- ingum galdra brúðuleikhússins. „Það eru mjög fáir brúðuleikarar á Íslandi miðað við í London þar sem ég vann áður, en þar er verið að vinna með alls konar ólíka stíla, sem er svo skemmtilegt. Mig langar að vinna með fleiri stíla og allan þann fjölbreytileika sem brúðuleikhúsið býður upp á, segir Greta Clough sem hefur m.a. verið með brúðu- leikritið Kúrudagur í leikskólum hér á landi og á listasetrum um allt Bret- landi, og stefnir nú að því ferðast á milli félagsheimila á Íslandi og skemmta sem flestum með brúðu- leiklistarhæfileikum sínum. Horfinn tími Í verkinu brúðuverkinu Engi minnist grasið dýranna sem bjuggu þar en eru nú horfin. Dýrin með augum grassins  Fortíðarþrá ríkjandi í brúðuleikritinu Engi sem sýnt verður í Tjarnarbíói á sunnudaginn kemur kl. 15 Greta Clough MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Fös 30/9 kl. 20:00 92. sýn Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 6. sýn Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Nýr Fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra snæd Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Fös 30/9 kl. 20:00 9. sýn Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Fim 20/10 kl. 20:00 13.sýn Lau 1/10 kl. 20:00 10.sýn Fim 13/10 kl. 20:00 12.sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar Extravaganza (Nýja svið ) Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Átakamikið verk eftir Ingmar Bergman leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Sun 2/10 kl. 19:30 10.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 14.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Fim 6/10 kl. 19:30 11.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 12.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 15/10 kl. 19:30 13.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 1/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 8/10 kl. 19:30 9.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Sun 9/10 kl. 19:30 10.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 13/10 kl. 19:30 11.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Fös 30/9 kl. 19:30 Frums Fim 13/10 kl. 19:30 5.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 1/10 kl. 19:30 2.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 6.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Lau 8/10 kl. 19:30 3.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Sun 9/10 kl. 19:30 4.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 1/10 kl. 13:00 Lau 8/10 kl. 13:00 Lau 15/10 kl. 13:00 Lau 1/10 kl. 15:00 Lau 8/10 kl. 15:00 Lau 15/10 kl. 15:00 Sun 2/10 kl. 13:00 Sun 9/10 kl. 13:00 Sun 2/10 kl. 15:00 Sun 9/10 kl. 15:00 Ævintýraför með forvitnum fílsunga - kemur þú með? Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti (Kúlan) Lau 15/10 kl. 19:30 Frums Fös 21/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 4.sýn Frumlegt og ögrandi samtímaverk Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Fös 21/10 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan) Lau 8/10 kl. 15:00 Sun 16/10 kl. 15:00 Lau 15/10 kl. 15:00 Lau 22/10 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Sun 2/10 kl. 21:00 Aðeins þessi eina sýning á árinu - hópurinn snýr aftur á nýju ári Flautuleikararnir Berglind Stefánsdóttir og Karen Erla Karólínudóttir leika verk eftir Franz Anton Hoff- meister, Björgu Brjánsdóttur og Friedrich Kuhlau á há- degistónleikum í Listasafni Íslands í dag kl. 12.10. Tón- leikarnir eru hluti af hádegistónleikaröð sem safnið stendur fyrir í samvinnu við Íslenska flautukórinn. Að- gangur er ókeypis. Flaututónleikar í hádeginu Karen Erla Karólínudóttir RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK | 2016

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.