Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.10.2016, Blaðsíða 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. OKTÓBER 2016 Agatha Christie var langt áundan samtímanum ískrifum sínum og erspennusagan Líkið í bóka- stofunni, sem kom fyrst út fyrir um 75 árum, enn ein af helstu perlunum í heimi glæpasagnanna. Þessi bók hefur allt sem prýðir af- bragðs góða glæpasögu. Lík, glæpavett- vang, grunaða, rannsakendur, mannlýsingar, eðlileg samtöl og síðast en ekki síst frá- bæran sögu- þráð. Þegar lík finnst í bóka- stofu ofursta og konu hans í friðsælli enskri sveit fara hjólin heldur betur að snúast. Piparmeyjan Jane Marple er kölluð til til þess að leysa gátuna á sama tíma og ráðþrota rannsóknar- lögreglumenn velta við steinum í leit að sökudólgi. Nokkrir þykja grun- samlegir en fjarvistarsannanir flækja málið. Uppbygging sögunnar er eins og best verður á kosið og þótt alvarleik- inn ráði för er gjarnan stutt í húm- orinn. Þar fer fröken Marple fremst í flokki með sögum um hliðstæður í snuðri sínu en aðrar persónur, eins og til dæmis Harper aðstoðaryfir- lögregluþjónn og Metcalf læknir, eiga líka sín gullkorn. Fröken Marple kom fyrst fram á sjónarsviðið í bókinni Dauðanum á prestsetrinu og síðan í þessari bók. Hún er óborganleg, eilíf, í allri fram- komu og háttum. Hún efast um að glæpamálið verði leyst en á sama tíma tekur hún eftir öllu og minnstu smáatriði verða að nauðsynlegri heild. Hún veit sínu viti og leggur ekki spilin á borðið fyrr en hún hefur sannreynt tilgátu sína enda sérfræð- ingur í mannlegu eðli og heimilis- vandamálum í litlum þorpum. Mannlýsingarnar eru sumar al- gjör snilld. „Mjótt og marðarlegt andlit, lítil haka, tennur alla leið nið- ur í háls, tilkomulítið nef,“ er ein lýs- ing á fórnarlambi sem einnig er sagt vera súkkulaðisætt með blá augu. Sagan gæti alveg eins verið skrif- uð í dag eins og fyrir yfir 75 árum. Ætla má að almennt hafi ekki verið mikið spáð í hvað væri hollt í miðri seinni heimsstyrjöldinni, en „á stað eins og Danemouth er nóg af far- lama fólki sem reynir að halda líftór- unni í sér, er dauðhrætt við að reyna of mikið á sig, þorir ekki að anda að sér köldu lofti, er hrætt við sýkla og óhollan mat!“ segir Metcalf á einum stað (bls. 124). Heilsubylgunni nú til dags verður vart betur lýst. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýð- ingu undir nafninu Höfðingjahótelið 1996 en þessi önnur útgáfa er í þýð- ingu Ragnars Jónassonar, sem kalla má sérfræðing í Agöthu Christie enda er þýðingin á þessari frábæru sögu afbragð. Ein af helstu perl- um glæpasagnanna Agatha Christie Var langt á undan samtímanum í skrifum sínum. Skáldsaga Líkið í bókastofunni bbbbb Eftir Agatha Christie. Ragnar Jónasson þýddi. Kilja. 176 bls. Ugla 2016. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Bandaríski útgáfurisinn Harper- Collins hefur tryggt sér útgáfurétt- inn á Endurkomunni eftir Ólaf Jó- hann Ólafsson. Það verður dótturforlagið Ecco Press sem gef- ur bókina út vestan hafs í árslok 2017. Endurkoman kom fyrst út hér á landi í fyrra og var ein mest selda skáldsaga ársins og hlaut afar góðar viðtökur. Einar Falur Ing- ólfsson sagði í Morgunblaðinu að þetta væri „grípandi samtímasaga sem er skrifuð af mikilli snerpu“ og fékk bókin fjórar stjörnur hjá Marí- önnu Clöru Lúthersdóttur í sama blaði. Í tilkynningu frá HarperCollins segir: „Við erum mjög spennt fyrir því að gefa út Endurkomuna (One Station Away) eftir Ólaf Jóhann Ólafsson hjá Ecco árið 2017. Þetta er metnaðarfyllsta og tilfinn- ingaríkasta skáldsaga hans og fjallar meistaralega um hið óræða eðli mannlegra samskipta. Ólafur Jóhann fléttar hér saman þrjár sög- ur þar sem hann lýsir af fram- úrskarandi nákvæmni og á kraft- mikinn hátt hversu margbrotin og sársaukafull viðleitni okkar er til að skilja hvert annað. Við hlökkum mikið til að gefa Endurkomuna út.“ HarperCollins er ein stærsta út- gáfusamsteypa heims, með um 120 forlög um víða veröld. Daniel Halpern stofnaði árið 1971 Ecco- útgáfuna, sem varð hluti af Harper- Collins árið 1999. Halpern er enn útgefandinn hjá forlaginu og keypti hann bandaríska réttinn á End- urkomunni. HarperCollins tryggir sér Endurkomuna eftir Ólaf Jóhann Morgunblaðið/Ómar Ólafur Jóhann Endurkoman kom fyrst út hér á landi á síðasta ári. Bergljót Arnalds mun flytja nokkur gömul vinsæl dæg- urlög, mörg hver sem Elly Vilhjálms gerði fræg á sínum tíma auk annarra díva, í Stofunni í kvöld kl. 21. Þema tónleikanna er „kósístund í kjallaranum“ þar sem ljúfir tónar leika við eyru gesta á indælu haustkvöldi. Píanisti Bergljótar í Kjallaranum er Guðmundur Eiríksson. Hann hefur komið víða við um ævina og spilaði um ára- tugaskeið í Kaupmannhöfn. Stofan er á Vesturgötu 3 í Reykjavík í gamla húsi Fríðu frænku. Allir eru velkomn- ir meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis. Bergljót Arnalds syngur í Stofunni Bergljót Arnalds Hin fráskilda Rachel Watson tekur lestina á hverjum degi til New York og fer framhjá gamla húsinu sínu á leiðinni. Húsinu sem hún bjó í með eiginmanni sínum, sem býr þar enn, með nýrri eiginkonu og barni. Metacritic 47/100 IMDb 6,8/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00 Sambíóin Keflavík 20.00 The Girl on the Train 16 Inferno 12 Robert Langdons rankar við sér á ítölskum spítala og þarf skyndilega að leysa gátur tengdar miðaldaskáldinu Dante. Hann þjáist af minnisleysi og fær aðstoð frá lækni á spítalanum, Siennu Brooks. Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Smárabíó 16.45, 17.20, 19.30, 20.00, 22.20, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Jack Reacher: Never Go Back12 Jack Reacher þarf að fletta ofan af stóru samsæri til þess að sanna sakleysi sitt IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30 Bridget Jones’s Baby 12 Bridget Jones siglir inn í fimmtugsaldurinn . Metacritic 59/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.30 Háskólabíó 21.10 Borgarbíó Akureyri 20.00 Deepwater Horizon 12 Myndin fjallar um atburðina árið 2010 á olíuborballi BP olíufyrirtækisins á Mexíkó- flóa. Metacritic 65/100 IMDb 7,6/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 22.30 Eiðurinn 12 Þegar Finnur hjartaskurð- læknir áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu koma fram brestir í einkalífinu. IMDb 7,7/10 Smárabíó 17.35, 20.10, 22.40 Háskólabíó 18.10, 21.10 Sully 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 74/100 IMDb 7,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 22.00 Grimmd 12 Smárabíó 20.20 Can’t Walk Away Sambíóin Egilshöll 18.00, 20.00 Middle School Rafe Katchadorian er ungur og listrænn nemi meðan mikið ímyndunarafl Laugarásbíó 18.00 Smárabíó 15.05 Borgarbíó Akureyri 17.40 War dogs 16 Metacritic 57/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 22.30 Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn 12 Metacritic 53/100 IMDb 7,2/10 Smárabíó 17.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.40 Bíó Paradís 20.00, 22.30 Suicide Squad 12 Metacritic 40/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.20 Storkar Metacritic 55/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 16.00 Sambíóin Álfabakka 18.00 Sambíóin Egilshöll 18.00 Sambíóin Kringlunni 18.00 Sambíóin Akureyri 18.00 The Magnificent Seven 12 Smábænum Rose Creek er stjórnað með harðri hendi af iðnjöfrinum Bartholomew Bogue. Metacritic 54/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 22.30 Smárabíó 21.20 Borgarbíó Akureyri 22.20 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 13.00, 13.15, 13.30, 14.30, .15, 15.30, 17.20 Háskólabíó 18.10 Leynilíf Gæludýra Metacritic 61/100 IMDb 6,7/10 Smárabíó 13.00 Pale Star Bíó Paradís 20.00 Neon Demon Þegar upprennandi fyrir- sætan Jesse flytur til Los Angeles verður hópur kvenna með fegurðar- þráhyggju á vegi hennar. Metacritic 51/100 IMDb 6,7/10 Bíó Paradís 20.00 Ransacked IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 22.00, 22.30 Fire At Sea Metacritic 85/100 IMDb 7,1/10 Bíó Paradís 22.30 Captain Fantastic Metacritic 72/100 IMDb 8,1/10 Bíó Paradís 17.30, 20.00, 22.30 Innsæi Bíó Paradís 18.00 Sundáhrifin Þegar Samir, hávaxinn fer- tugur kranamaður, sér Agöthu á kaffihúsi er um ást við fyrstu sýn að ræða. IMDb 6,5/10 Bíó Paradís 22.30 Brotið Bíó Paradís 18.00 Fúsi IMDb 7,5/10 Bíó Paradís 18.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 245. tölublað (20.10.2016)
https://timarit.is/issue/392701

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

245. tölublað (20.10.2016)

Aðgerðir: