Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.10.2016, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 2016 VIÐHORF Á LAUGARDEGI Rúnar Kristinsson er kom- inn skrefinu lengra en aðrir ís- lenskir knattspyrnuþjálfarar eftir að hann var ráðinn þjálfari Loke- ren í Belgíu í gær. Einn Íslendingur, Arnar Þór Viðarsson, sem nú er aðstoðar- maður Rúnars, hefur þjálfað lið í þessari sömu deild. Hann tók við Cercle Brugge á botni deildar- innar, náði ekki að koma liðinu þaðan og hvarf á braut eftir nokkra mánuði. Teitur Þórðarson þjálfaði lið Vancouver Whitecaps í bandarísk/kanadísku MLS- deildinni, sem er kannski ein- hvers staðar í námunda við Belg- íu og Holland að styrkleika. Guð- jón Þórðarson kom Stoke uppí ensku B-deildina en fékk ekki tækifæri til að stýra liðinu þar. Þar með eru upptalin stærstu verkefni íslenskra knatt- spyrnuþjálfara erlendis. Ólafur H. Kristjánsson er á góðum stað með Randers í dönsku úrvals- deildinni, sem er þrepi fyrir neð- an belgísku A-deildina. Teitur gerði það gott sem landsliðs- þjálfari Eistlands á sínum tíma. Rúnar er kominn á fornar slóðir og það var gaman að sjá viðbrögðin í hans gamla félagi þegar hann sneri þangað aftur í gær. „Kóngurinn er kominn heim,“ sögðu Lokerenmenn. Rúnar var hetja hjá félaginu á ár- um áður, spilaði með liðinu í sjö ár og er einn vinsælasti leikmað- urinn í sögu þess. Þannig var það reyndar líka hjá Lilleström. Rúnar naut mik- illa vinsælda þar sem leikmaður en var að lokum látinn taka pok- ann sinn. Starfsumhverfi knatt- spyrnuþjálfara er óvægið og þeir verða að ná árangri, sama hverj- ar aðstæðurnar eru. Það er ástæða til að óska Rúnari alls hins besta í nýju starfi. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is HARÐJAXLAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Í umræðu um íþróttir verða iðulega til alls kyns mýtur. Umræðan er oft einsleit og ekki virðist vera mikið pláss fyrir ólíkar skoðanir. Af og til er fjallað um harðjaxla og er sú umræða í raun skemmtileg enda er þá iðulega verið að hrósa fólki fyrir að leggja mikið á sig á íþróttavellinum. Stund- um er talað um harðhausa en líklega er það orð tilvísun í þá tíma þegar menn skölluðu aftan í hnakkann á öðrum í fótbolta á Bretlandseyjum. Ekki er þar um huggulegustu hlið fótboltans að ræða. Þegar merkimiðinn harðjaxl er settur á einhverja íþróttamenn þá er það nú yfirleitt bara hrós og fátt ann- að en jákvætt um það að segja. En hins vegar virðist þetta ekki vera hugsað mjög djúpt og kannski engin sérstök ástæða til. Yfirleitt er þessu þannig farið að íþróttafólk er stimpl- að harðjaxlar út frá leikstíl þess á vellinum. Einnig eru ágætar líkur á því að fólk í sjálfsvarnaríþróttum og mögulega lyftingum fái harðjaxla- stimpilinn. Mér dettur í hug að hugsa mætti þetta út frá fleiri vinklum heldur en því hvernig fólk beitir sér í keppni. Ég held að fleira íþróttafólk hafi unn- ið fyrir því að vera kallað harðjaxlar heldur en augljósustu dæmin. Til gamans þá ætla ég að nefna nöfn nokkurra sem mér finnst að standi vel undir harðjaxla-nafnbótinni en hafa mér vitanlega aldrei verið kölluð harðjaxlar í tengslum við íþrótta- iðkun sína. Líklega þar sem leikstíll- inn kallar ekki á það. Eiður Smári Guðjohnsen Ég hef áður minnst á þá þolraun Eiðs Smára Guðjohnsens að blása aftur lífi í atvinnumannaferil sinn árið 1998. Draumurinn virtist vera að deyja út hjá einum efnilegasta knatt- spyrnumanni sem þjóðin hafði eign- ast. Ferill sem hafði byrjað svo vel með Ronaldo, Jaap Stam og fleiri köppum hjá PSV. Eiður lýsti því í við- tali á sínum tíma að honum var ráð- lagt að „æfa í gegnum sársaukann“. Hann átti sem sagt að reyna að æfa og koma sér í form og vonast til þess að sársaukinn eftir ljótt fótbrotið myndi hverfa. Margir læknar spáðu því að dæmið væri vonlaust og að hann myndi aldrei spila aftur sem at- vinnumaður. Við þetta má bæta að Eiður fótbrotnaði aftur árið 2011, þá 33 ára, en hefur tekist að bæta fimm árum við landsliðsferilinn eftir það og spilaði í lokakeppni EM. Eiður er aldrei kallaður harðjaxl. Guðmundur Benediktsson Ekki hef ég tölu á því hversu oft Guðmundur Benediktsson var af- skrifaður á sínum ferli sem knatt- spyrnumaður. Eins og Eiður var hann einn efnilegasti leikmaður í Evrópu og fór utan strax að loknum grunnskóla. Þegar Guðmundur var tvítugur hafði hann þrívegis slitið krossband. Eftir hvert krossbandsslit tekur við gríðarleg vinna í endur- hæfingu sem tekur um það bil átta mánuði. Sjaldan styttra og oftast lengra. Guðmundur sýndi snilld- artilþrif hér heima þegar hann gat beitt sér en hnémeiðslin bönkuðu reglulega upp á og krossböndin gáfu sig oftar. Hann hneig til dæmis niður í vítateig ÍA þegar Íslandsmótið var hálfnað 1996 en þá hafði hann skorað 9 mörk í fyrstu 8 leikjunum. Guð- mundur gafst aldrei upp og varð leik- maður ársins 1999 þegar KR vann tvöfalt eftir langa bið. Þegar hann hafði verið afskrifaður eina ferðina enn, þá var hann lykilmaður í Ís- landsmeistaratitli Vals 2007, þá 33 ára. Guðmundur er aldrei kallaður harðjaxl. Jón Arnór Stefánsson Jón Arnór Stefánsson er á leið í hnéaðgerð sem hann hefði ef til vill átt að fara í fyrir tveimur árum. Hann lék alla leiki Íslands á EM í Berlín þótt tappa þyrfti vökva af hnénu eftir hvern leik. Í beinu framhaldi lék hann svo gott sem alla leikina með Valencia í deild og Evrópukeppni um veturinn. Í sumar hélt hann áfram og hjálpaði Íslandi að komast í sína aðra loka- keppni. Allan þennan tíma með illa farið hné þar sem hnéskelin hefur færst til. Jón er aldrei kallaður harð- jaxl. Margrét Lára Viðarsdóttir Þegar Margrét Lára Viðarsdóttir var orðin einn marksæknasti lands- liðsmiðherji í heiminum þá lenti hún í erfiðum og flóknum meiðslum. Á sem einfaldastan hátt má reyna að skýra þau sem svo að vöðvarnir í lærinu hafi stækkað of mikið fyrir hylkið sem umlykur þá. Margrét spilaði meidd, bæði með landsliðinu og sem atvinnu- maður, í liðlega fimm ár. Á þeim tíma tókst henni að verða markahæsti leik- maður sænsku deildarinnar. Henni tókst að beita sér í lokakeppni EM 2013 og hjálpaði nú landsliðinu að komast í sína þriðju lokakeppni. Mar- grét er aldrei kölluð harðjaxl. Ragna Ingólfsdóttir Ragna Ingólfsdóttir sleit kross- band þegar hún var komin inn á topp 40 í heiminum í badminton. Hún virt- ist á góðri leið með að vinna sig inn á Ólympíuleikana í Peking en aðgerðin hefði gert þær vonir að engu. Með gríðarlegri vinnu tókst henni að styrkja sig nægilega mikið til að halda áfram keppni með slitið kross- band og vann sig inn á leikana í Pek- ing. Að þeim loknum fór hún í aðgerð en sneri aftur og vann sig einnig inn á leikana í London þar sem hún varð fyrst íslenskra kvenna til að vinna leik í badminton á Ólympíuleikum. Ragna er aldrei kölluð harðjaxl. Harðjaxlarnir leynast víðar Morgunblaðið/Jón Svavarsson 2007 Margrét og Ragna urðu í 1. og 3. í kjöri Íþróttamanns ársins 2007. KÖRFUBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Þetta er flott byrjun. Við erum auðvitað nýtt lið í deildinni, þó að flestir leikmenn hafi spilað í deild- inni áður, en förum ágætlega af stað,“ sagði Sig- rún Sjöfn Ámundadóttir, landsliðskona í körfu- bolta og leikmaður Skallagríms. Nýliðarnir hafa unnið fjóra af fyrstu sex leikj- um sínum í Dominos-deildinni á þessu fyrsta tíma- bili Skallagríms í efstu deild í 40 ár. Í síðustu um- ferð vann liðið stórsigur á Njarðvík þar sem Sigrún hélt hinni mögnuðu Carmen Tyson- Thomas í 13 stigum, og þar áður vann liðið sigur á Haukum þar sem Sigrún skoraði 16 stig. Sigrúnu, sem er 27 ára, þarf vart að kynna en hún á að baki 42 A-landsleiki og hefur leikið með Haukum, KR, Hamri, Norrköping í Svíþjóð og svo Grindavík síðasta vetur. Nú nýtur hún hins vegar þess að spila með uppeldisliði sínu í efstu deild, með tveimur systrum sínum; Guðrúnu Ósk sem er eldri og Örnu Hrönn sem er aðeins 15 ára. „Ég flutti hingað í bæinn þegar ég var 15 ára til þess að spila körfubolta. Það hefur ekkert verið mikið kvennastarf í gangi hérna, og ég hélt að það myndi ekkert gerast strax að Skallagrímur spilaði í efstu deild. Það er að sjálfsögðu gamall draumur að rætast og gaman að koma heim og spila fyrir fullu húsi. Það er allur bærinn með í þessu ein- hvern veginn. Stemningin og stuðningsmennirnir eru frábærir á leikjum, og þegar maður fer út í búð þá er alltaf einhver sem maður hittir sem vill tala um körfubolta við mann, hvað maður getur gert betur og svona,“ sagði Sigrún létt í bragði, ánægð með að geta leikið með systrum sínum, en þær Guðrún urðu saman Íslandsmeistarar með Haukum á sínum tíma og fóru þaðan saman til KR: „Arna fékk einmitt nokkrar mínútur í síðasta leik. Við Guðrún höfum ekki spilað saman síðan um tvítugt eða eitthvað, og það er eiginlega ólýs- anlegt að vera í þessu með báðum systrum sínum. Svo eru náttúrulega mamma og pabbi í stjórn [körfuknattleiksdeildar] svo það snýst allt um þetta á heimilinu. Það er virkilega gaman að fá að upplifa þetta með öllum, eins og þau fengu að gera í fyrra,“ sagði Sigrún, sem segir systraríginn ekk- ert of mikinn: „Við tökumst alveg á stundum, ég viðurkenni það, en þetta er aldrei alvarlegt og við hlæjum bara saman eftir æfingar. Arna reynir að taka á okkur eins fast og hún getur, og við verðum auð- vitað að sýna henni hver ræður. En það eru bara allir að berjast á æfingum og þær eru virkilega góðar.“ Litríkur og flottur þjálfari Spænski þjálfarinn Manuel Rodríguez stýrir Skallagrími, eins og þegar liðið vann 1. deildina síðasta vetur, en hann stýrði áður sænska úrvals- deildarliðinu Solna Vikings. „Ég var í Svíþjóð þegar hann var að þjálfa þar en kynntist honum ekkert þar svo sem, en þetta er virkilega flottur þjálfari. Ég held að hann hugsi bara um körfubolta. Hann er litríkur og gerir allt sem hann getur til að ná því besta út úr liðinu. Ég er ánægð með hann, og hann sinnir öllum leik- mönnum á æfingum. Það er engin útundan,“ sagði Sigrún. „Hann hefur verið að prófa mig í nokkrum stöð- um og sjá hvað kemur best út. Ég er bara rosa- lega ánægð á meðan liðið er að vinna. Ef ég þarf að spila vörn þá spila ég vörn, og ef ég þarf að skora þá geri ég það. Í leiknum við Njarðvík bað hann mig að spila vörn gegn Carmen og það var bara mitt hlutverk. Ég er sátt á meðan það geng- ur vel og ég held að við séum á réttri braut, þó að ég sem einstaklingur og fleiri þurfum að bæta ým- islegt,“ sagði Sigrún. „Það snýst allt um þetta á heimilinu“  Sigrún leikur með tveimur systrum sínum í Skallagrími  Foreldrarnir í stjórn Morgunblaðið/Ófeigur Systur Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Guðrún Ósk Ámundadóttir í hörðum slag gegn Stjörnunni. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir » Er 27 ára gömul landsliðskona, með 42 landsleiki, og leikmaður Skallagríms í Borgarnesi. Hún er næst stigahæsti Íslend- ingurinn í deildinni. » Er ein þriggja systra sem mynda fjórðung liðs Skallagríms. Lék áður með Grindavík, KR, Hamri og Norr- köping í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.