Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995 - 01.06.1995, Síða 3
Ég er stolt yfir því að vera kvennalistakona
Sú tilfinning að viðurkenna fyrir se'r
og öðrum að vera það sem
hún/hann er í raun og veru er góð.
Ég upplifði nú á dögunum þá góðu
tilfinningu að segj a: Já ég er
kvennalistakona og fylgi þeim og
býð mig þess vegna fram fyrir
Kvennalistann í
Austurlandskjördæmi. Ég er stolt yfir
því að telja mig til þess skörulega
hóps kvenna sem síðustu 12 árin
hefur starfað í Samtökum um
kvennalista. Samtök sem konur hafa
tekið sig saman um að efla og
styrkja svo að kvenfrelsi megi nást.
jÉÉh
Kvenfrelsi hvað!
Kvenfrelsi grundvallast á
efnahagslegu sjálfstæði kvenná, á
því að þær séu upplýstar um rétt
sinn og hafi aðgang að félagslegri
þjónustu og viti lagalega og
réttarfarslega stöðu sína í þessu
tilliti. Margt hefur áunníst síðan
Samtök um kvennalista buðu fyrst
fram til Alþingis en Kvennalistinn
setur kvenfrelsi áfram í öndvegi
ásamt því að setja sér stefnu í
landsmálum, utanríkismálum,
mannréttindamálum,
efnahagsmálum og öllu því sem
snertir eina þjóð.
Þegar ég lft á stefnuskrá
Kvennalistans sem ég sem „ein af
þeim“ hef átt þátt í að móta, má sjá
áherslur um mikilvæg mál sem
snerta allar konur og karla. Því
Kvennalistinn er ekki á móti
körlum. Það er misskilningur sem
heyrist ennþá og þarf að leiðrétta.
Jafn mikilrteg!
Konur og karlar eru jafn mikilvæg
en skoðanir kvenna og möguleikar
til að sækja rétt sinn hafa í gegnum
árin verið lítils metin. Ég þarf
aðeins að líta í kringum mig í
nánasta starfsumhverfi eða meðal
þeirra mörgu kvenna sem ég hef
kynnst til að sjáþað, Meðal
mikilvægra mála í mfnum huga eru
styttur vlnnutími hins vinnandi
þegns, lenging fæðlngarorlofs og að
feður taki hluta þess, dagvistarmál
og sveigj anleiki í dagvistun barna
m.t.t. vinnutíma foreldra, réttur
fatlaðra, virðing og viðurkenning á
málefnum þeirra, umhverfismál og
verndun náttúruauðæfanna. Þetta
eru mál sem ég hef sett mér að
vinna að í framtíðinni. Fjölskyldan
er mér afar mikilvæg og því er ég
mjög hrifin af því hve fjölskyldan
vegur þungt í stefnuskrá
Kvennalistans.
Stolt yfir því að vera kona
Ég nefndi það hér í upphafi að ég
væri stolt yfir því að vera
kvennalistakona. Stolt yfir því að
vera kona. Hér hef ég einungis sagt
frá örlitlu af því sem hvatti mig til að
taka þátt í starfi Samtaka um
kvennalista. Konur innan
Kvennalistans eru tilbúnar til að
takast á við þau mál sem hér að
framan greinir, ásamt mörgum fleiri
sem tekin eru fyrir í stefnuskránni og
við viljum vinna að. Kvennalistinn er
sterkt afl og því bið ég þig, lesandi
góður, að merkja x við V 8. apríl.
Vnnur Fríða Halldórsdóttir
skipar 4. sœti tframhoði
Kvennalistans í
Austurlandskjördtemi
itMffiiítai
Á
Það er illt að konum skuli vera boðið slíkt en hitt er verra, að þær
i'i. ■_■'*_ _i____*
skuli
Sögusviðið er Klúka í
Hjaltastaðaþinghá á því herrans ári
1923. Hjónunum á bænum fæddist
frumburðurinn, sem var meybarn,
þann 1. apríl. Var hún vatni ausin og
skírð Stefánný. Aðeins þriggja vikna
gömul fluttist hún ásamt foreldrum
sínum til einnar af náttúruperlum
Austurlands, Húseyjar í Hróarstungu.
Að komast til konu
Stefánný ólst upp í Húsey og átti sér
þann draum að verða eins og amma
hennar. Hún ætlaði að nða í söðli um
Hérað, í síðu pilsi og með langar
fléttur. Sumir draumar rætast þó
aldrei. Stundumpassaþeireinfaldlega
ekki inn í raunveruleikann. Stefánný
óx upp í að verða ung kona sem reif
upp í pilsin sín og hnýtti upp í hesta
á meðan hún beið þess sem koma
skyldi, síðbuxna fyrir ungar konur.
Stefánný var ekki gömul, u.þ.b. sjö
ára, þegar hún minnist þess að
vinnumaður sem var hjá foreldrum
hennar kom að máli við hana kvöld
eitt er hann kom úr fjárhúsunum.
„Viltu þvo mér um fæturna í vetur?"
spurði hann og glotti, „Ég skal borga
þér fjórar eða sex krónur fyrir vikið."
Hún stóð og hugsaði sig um smástund
en svaraði svo: „Nei ég ætla að þvo
pabba mínum um fæturna í vetur."
Stefánný segist ekki hafa reiðst þessari
beiðni vinnumannsins, henni fannst
þetta bara ekkert passa fyrir sig.
Stefánný var elst fjögurra systkina og
gekk að verkum með föður sínum.
Löngu síðar sagði yngri systir hennar
við hana: „Stebbaþú gerðir alltaf allt
sem þig langaði til“. „Það var ekki
þannig,“ segir hún, „en ég var elst og
mitt hlutverk var að skafa selskinn,
og ganga í flest önnur bústörf með
föður mínum“. Ellefu ára gömul
hugsaði hún um féð um alla Húsey.
Hún gaf föður sínum skýrslu þegar
hún kom heim og á kvöldin fóru þau
saman yfir dagsverkið.
Það var ekki fyrr en með þátttöku sinni
á hinum frjálsa vinnumarkaði að
Stefánný fór að uppgötva hversu margt
var óréttlátt í samfélaginu. Smám
saman fór hún að þróast í áttina til
þess að verða sú kvenréttindakona sem
hún er í dag.
Heyrðu, Stebba mín
Stefánný fór að vinna í sláturhúsi og
komst fljótt að því að þar var sitthvað
að vera karl eða kona. Hún ætlaði til
dæmis að fá sér kaupamann sem
myndi aðstoða við að moka út úr
húsunum á haustin, þar sem hún
hafði bætt við sig sláturvinnunni.
Þegar hún var að athuga með það
mál þá var það einn karlinn sem sagði
við hana: „Heyrðu, Stebba mfn, hvert
er kvenmannskaupið núna?"
Launamisrétti var mikið f
sláturhúsinu, Karlarnir í
fláningasalnum höfðu mörgum
sinnum hærra kaup og auk þess frítt
fæði, en þar sem keðjuvinna er, eins
og í sláturhúsum, þurfa allir að hafa
hraðar hendur. Karlarnir þurftu ekki
að þrífa eftir sig að lokinni vinnu en
það urðu konumar að gera. Fyrir
smávægilegar aukagreiðslur bám svo
konumar slummið og úrganginn eftir
karlana út í myrkrið og þrifu eftir þá
skítinn. Konumar áttu heldurekki að
brýna hnífana sína sjálfar, enda talið
sjálfsagt karlastarf. Þær sem kröfðust
þess að hugsa um sína hnffa fengu til
þess gömul og ryðguð brýni, meðan
karlamirfengu ný og glampandi. „Það
er illt að konúm skuli vera boðið slíkt
en hitt er verra, að þær skuli láta bjóða
sérþað," segir Stefánný.
Vont erykkar rangUeti en
verra erykkar réttlœti
Um tíma var Stefánný skráð í
Félag ungra sjálfstæðismanna, en
það var bara pabbapólitík, eins og
hún segir sjálf, og fljólega datt
pólitíski botninn úr henni. Viðhorf
hennar til pólitíkurinnar var:
„Vont er ykkar ranglæti en verra er
ykkar réttlæti,] og í fjöldamörg ár
fór hún ekki á kjörstað.
Eftir áratugi kviknaði þó aftur lftill
ÉGKÝS
KVENNALISTANN
VEGNA ÞESS AB...
neisti með henni þegar hún
heyrði af Kvennaframboðinu og
neistinn sá varð:
Kvennalístinn varð til, Hún hitti
skelegga austfirska
kvennalistakonu, spurði hana
út úr fræðunum og eftir það
varð Kvennalistinn sá farvegur
s6m hún gat fundið fyrir sínar
skoðanir og réttlætiskennd.
„ég vil efla og styrkja
mdlstað kvenna 0g A
Alþingi vil ég hafa
fleiri konur. Ekki
bara einhverjar
konur heldur
baráttukonur fyrir
Jafnrétti kvettna. Þó
að Kvennatistinn
hafi einungis
styrkleika á við Malt
þá breytir það ekki
afstöðu minni. Ef
eitthvað er gerir það
mig enn sunnfarðari
en etta þvi að litið
fylgi Kvennalistans
endurspegtar að
baráttan fyrir Jöfnuði
á undir högg að saskja
um þessar mundir."
Halldóra Gunnarsdóttir
félagsmálastjóri, Höfn
Hornafirði