Pilsaþytur: kosningablað Kvennalistans 1995 - 01.06.1995, Síða 5
HVERJU HEFUR
KVENNALISTINN ÁORKAÐ?
£J
I M
LM
Launa- og kjaramál
Þjóðin saup hveljur og félagsmála-
ráðherra varð agndofa þegar
upplýstist að konur hafa að jafnaði
aðeins 60% af launum karla. Þessar
upplýsingar komu kvennalistakon-
um ekki á óvart því barátta þeirra
gegn launamisrétti hefur staðið í
tólf ár. Úrbætur í launamálum
kvenna hafa ávallt verið skilyrði
fyrir ríkisstjórnaraðild Kvenna-
listans. Kvennalistinn hefur flutt »
fjölmörg frumvörp og tillögur um
launamál. Nægir þarað nefna
lögbindingu lágmarkslauna,
endurmat á störfum kvenna.
úrbætur í málum gerviverktaka og
endurmat á störfum kennara.
Kvennalistinn fékk tillögu um
eflingu kjararannsókna samþykkta
1989 og um styttingu vinnutíma
1994. Þessi mál verða varla tekin
föstum tökum fyrr en Kvennalistinn
verður leiðandi afl í réttlátri
ríkisstjórn.
Fjölgun kvenna áAlþingi
Þegar Kvennalistinn bauð fyrst fram til
Alþingis höfðu aldrei verið kjömar fleiri
en þrjár konur á Alþingi í einu, á móti
57 karlmönnum! Ekkert hafði megnað
að bréyta þessari staðreynd, hvorki
Rauðsokkahreyfingin,
kvennafrídagurinn eða önnur
kvennabarátta, fyrr en Kvennalistinn
kom, sá og sigraði. Nú em sextán konur
á þingi og prósentutalan hefur
fimmfaldast. En gleymumþvíheldur
ekki að ef Kennalistinn hyrfi af þingi
þá hryndi ísland úr 6. efsta sæti í 26.
sæti yfir þau lönd sem hafa flestar konur
áþjóðþingum. Fái Kvennalistinn hins
vegar kröftuga kosningu mun konum
á Alþingi fjölga og áhrif þeirra aukast.
Barátta gegn ofbeldi
Barátta Kvennalistans gegn ofbeldi hefur
skilað árangri. Straumhvörf urðu í
meðferð ofbeldismála með skýrslu
nauðgunarmálanefndar sem skipuð var
eftir samþykkt á þingsályktunartillögu
frá Kvennalistanum 1984. {kjölfarið
var lögum um meðferð
nauðgunarmála breytt til hins betra og
komið á fót neyðarmóttöku fyrir
fómarlömb kynferðisglæpa. Fmmvarp
um framlengingu banns við
ofbeldiskvikmyndum var samþykkt árið
1987 og tillaga um að draga úr ofbeldi
í myndmiðlum vorið 1990-
Kvennalistakonur hafa dregið fram í
dagsljósið ógnvekjandi tölur um
niðurfellingu mála er varða ofbeldi
gagnvart konum og bömum. Þessar
upplýsingar geraþað mögulegt að knýja
á um úrbætur í málsmeðferð og
dómum. Tillaga Kvennalistans um átak
gegn einelti var samþykkt 1990 og í
kjölfarið fylgdu ýmiss konar aðgerðir
gegn slíku ofbeldi. Kvennalistinn hefur
einnig hafið baráttu gegn
heimilisofbeldi. Kvennalistinn sættir sig
ekki við neitt minna en
hugarfarsbyltingu gegn hvers konar
ofbeldi.
Nýsköpun í atvinnumálum
Kvennalistakonur tóku frumkvæði á
Alþingi er þær bentu á notagildi
tölvutækninnar í atvinnumáfúm. Árjijyg
1990 var samþykkt tillaga fr|
Kvennalistanumum nýtirigu
fjarskiptatækni til að færa verkefni á
vegum ríkisstofnana út um allt land.
Kvennalistinn hefur einnig tekið
fmmkvæði í fleiri framfaramálum.
Vorið 1986 var samþykkt tillaga um
úrbætur í ferðaþjónustu, 1991 um
eflingu heimilisiðnaðar, 1993 um tengsl
ferðaþjónustu við íslenska sögu og
sögustaði og 1995 um markaðssetningu
rekaviðar. Kvennalistinn hefur aukþess
markvisst flutt tillögur um aukið
fjármagn til rannsókna og þróunar í
atvinnulífinu.
Mennta- og menningarmál
Kvennalistinn hefur látið mennta- og
menningarmál til sín taka með ýmsum
hætti. Meðal þeirra tillagna sem
Kvennalistinn hefur fengið samþykktar
á Alþingi em: Tillaga um aðgang að
náms- og kennslugögnum í öllum
fræðsluumdæmum sem samþykkt var
1985, um fræðslu í kynferðismálum
1987, um umhverfisfræðslu 1988, um
tónmenntakennslu í gmnnskólum
1989, um mötuneyti og heimavistir fyrir
framhaldsskólanema 1990, um úrbætur
fyrir unglinga sem flosna upp úr skóla
1991, um eflingu íþróttaiðkunar kvenna
1992 og kennslu fyrir nýbúa 1994. Að
beiðni Kvennalistans var gerð ítarleg
skýrsla um stöðu list-og
verkmenntagreina 1988. í kjölfarið var
flutt fmmvarp um breytingar á
grunnskólalögum að fmmkvæði
kvennalistakvenna þar sem lagt var til
að list- og verkmenntakennsla yrði efld
með skipulegum hætti.
Mannréttindabarátta
Kvennalistinn hefur flutt margar
tillögur um mannréttindamál. Tillaga
er fjallaði um afnám misréttis gegn
samkynhneigðum, sem flutt var undir
forystu Kvennalistans, var samþykkt árið
1992 og nú em fyrstu úrbætumar að
líta dagsins ljós. Tillaga Kvennalistans
um úrbætur í málefnum nýbúa var
samþykkt árið 1994. Kvennalistinn hefur
líka lagt lið alþjóðlegri mannréttinda-
baráttu annarra þjóða með
fyrirspumum um stöðu flóttamanna,
tillögum um hækkun framlaga til
þróunaraðstoðarog tillögu um stuðning
við hina ofsóttu þjóð á Austur-Tímor.
Barátta kvennalistakvenna fyrir
launajafmétti og gegn ofbeldi er einnig
mikilvæg mannréttindabarátta.
Vmhverfismál
Fmmkvæði Kvennalistans í
umhverfismálum er óumdeilanlegt.
Kvennalistinn hefur frá upphafi bent á
nauðsyn þess að umhverfismál væm í
einu ráðuneyti en mætti í fyrstu litlum
skilningi á þeim hugmyndum.
Kvennalistinn vill að atvinnulíf sébyggt
upp með umhverfissjónarmið í huga
og hafnar því mengandi stóriðju en
hvetur til vistvænni atvinnuuppbygg-
ingar í ferðaþjónustu og hvers konar
ræktun. Kvennalistinn er eina stjóm-
málaaflið sem leggur höfuðáherslu á
umhverfismál í umræðu um friðar- og
utanríkismál. Nýting og endurvinnsla
er meðal þess sem kvennalistakonur
hafa beitt sér fyrir með fyrirspurnum
og tillögum og árið 1988 var samþykkt
tillaga Kvennalistans um einnota
umbúðir gosdrykkja. í kjölfarið var
komið á skilagjaldi á þær. Sama ár var
tiilaga Kvennalistans um umhverfis-
fræðslu samþykkt. Kvennalistinn hefur
flutt ótal tillögur og fyrirspumir um
umhverfismál, m.a. ásíðastliðnum
tveimur ámm um náttúruvemdarárið
1995, vamir gegn umhverfisslysum á
sjó, vamir gegn mengun af útblæstri
bíla og mat á umhverfisáhrifum vegna
lagasetningar.
Heilsufar og heilbrigt tíf
Kvennalistinn beitti sér fyrir því árið
1991 að allar þingkonur á Alþingi stóðu
saman að flutningi tillögu um eflingu
íþróttaiðkunar kvenna. Tiilagan var
samþykkt 1992. Kvennalistinn hefur
einnig náð árangri í slysavömum og
vinnuvemd og fékk samþykkt fmmvarp
um vinnuvemdbama, 14-15 ára, 1990
og um öryggi í óbyggðaferðum sama
ár. Þá var tiilaga Kvennalistans um
tæknifrjóvganir samþykkt árið 1989 þar
sem fjallað var um réttarstöðu og
siðfræði tæknifrjóvgunar. Meðal
fmmvarpa, tillagna og fyrirspuma sem
kvennalistakonur hafa flutt em: Um
heilsufarsbók, trúnaðarmenn
sjúklinga, ráðningu sjúkraþjálfara til
ráðgjafar í grunnskólum, um áfengis-
og vírauefnavamir að ógleymdum ótal
tillögum um lengingu fæðingarorlofs.
Sú barátta bar árangur er fæðlngarorlof
var lengtúr þremur mánuðum í sex
en Kvennalistinn hefur þegar hafíð
baráttu fyrir níu mánaða fæðingar-
orlofi.
TINN
Kvcnnalisiinn ;í Ansturlaiuli
Kosninj’aslýni Iris Másdtillir
Kosningaskril'slol'an:
Midvan^i 2-i,
Ki’ilsslt'idnin, síini I2S27.