Pilsaþytur: málgagn Kvennalistans Norðurlandi vestra - 01.02.1991, Blaðsíða 8
8
GAMALT KOSNINGA
ÆVINTÝRI.
Einu sinni var lítil stúlka sem hét
Mjallhvít. Hún lagði af stað í langa og
stranga ferð. A ferð sinni mætti hún
margskonar vanda en loks fann hún
fallegt lítið kjördæmi og af því að hún
sá engann heima gerði hún sig heima-
komna, fór þar inn, borðaöi og fór svo
að sofa, því hún var þreytt. Ekki hafði
hún sofið lengi er hún hrökk upp við
mikinn fyrirgang. Þar komu þá Dverg-
anir sjö. Sumir komu úr þinginu og aðr-
ir komu annars staðar frá. Geðstirðir
og hálf argir voru þeir að koma í
kjördæmið sitt sem stóö hálf opið.
Fyrstur kom Páll og sagði Hver hefur
opnað kjördæmið mitt?
Næstur kom Jón Sæmundur og sagði
skelfingu lostinn: Hver hefur veriö að
lesa Loggbókina mína sem ég ætlaöi að
sýna Páli?
Þá kom Andrés og sagði: Hver hefur
brotið Bandaríska kristalsdiskinn minn?
Þá heyrðist í Arna Steinari: Hver hefur
bitið í Þjóðarbrauðið mitt?
Næstur kom Ragnar og sagði: Hver
hefur hrætt tindátana mína?
Svo kom minnsti dvergurinn og sagði:
Hver hefur borðað með teskeiðinni
hans Péturs?
Þá kom síðasti dvergurinn og sagöi
brosandi þegar hann sá Mjallhvíti:
En gaman loksins komin kona í kjör-
dæmið mitt. Mjallhvít stóð upp og
sagði að nú væri mál til komið fyrir þá
að hvíla sig vel og lengi eða í u.þ.b.
1000 ár. Nú væri komið að henni og
systrum hennar að taka völdin og
stjórna landinu. Þetta endaði auðvitað
allt saman vel eins og önnur ævintýri,
en vert er að geta þess að þó Mjallhvít
kæmist ekki í Hásætið í þessu ævintýri
þá þótti dvergunum gaman að vinna
með hcnni og mikið voru þeir nú hrifnir
af lífsýn hennar og hugarfari, jafnvel
svo að í næsta ævintýri ætla þeir að
nota stefnu þeirra systra til að komast
aftur á þingið. En síðan þetta var hafa
Dverganir sjö og jafnvel fleiri dvergar
orðið þess fullvissir að konur eru kom-
nar til að vera í kjördæminu þeirra.
Skagfirðingar Sauðárkróksbúar
Afgreiðslutími útibúsins er
alla virka daga frá kl. 9.15 til 16.00
Síminn er 35353
Persónuleg og góð þjónusta
Verið velkomin í Landsbankann
á Sauðárkróki
— Landsbanki
MÁ íslands
Banki allra landsmanna
Vinnuskóli Sauðárkróks
Hér með eru auglýst eftirfarandi störf:
Starf verkstjóra vinnuskólans.
Um er að ræða mjög áhugavert starf með unglingum.
Starfið erfólgið í stjómun og skipulagningu unglingavinnu
Sauðárkróksbæjar. Verkstjóri þarf að geta hafið störf seinnipart
maímánaðar og lýkur í ágústlok. Hugsanlegt er aö 2 aðilar gætu
séð um þetta starf í sameiningu.
Störf 5 flokksstjóra.
starfið er dagleg verkstjórn í unglingavinnunni og er þar um að
ræða verulega áhugavert starf með unglingum bæjarins.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf um mánaðarmótinn maí/júní
Aldurstakmark er 18 ára.
Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um ofantalin störf.
Umsóknarfrestur ertil 20 apríl n.k. umsóknum ásamt upplýsingum um
fyrri störf berist félagsmálastjóra bæjarskrifstofum við Faxatorg.
Allar nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 35133 kl. 9-11.
Félagsmálaráð Sauðárkróks
Kvennalistiiin VILL;
Að scttar verði skýrar regkir um rétt
íbúanaa tíl að krefjaat þjóðarat-
kvaiðagreiðslu og alnteanra atkvæða-
grcíöslu í sveitarféltjgunr.
Að dregíð verði úr miðstýringu með því
aðauka vaLd byggðakjarna, takmarka
afskipti og vexkefní rfkisíns, eíla fjár-
hagslegt sjálfstæði stofuana og færa
Kvennalistínn VILL;
Auka áhríf kvenna á mótun og
stjom i .lenska stjórnkerfisins
li: tui verói 1 p „ml á niilii P Siíö: mt
kvæmdarvalds og iöggjafarvalds,
m.a, mcð því að ráðhertar gegni
ekkí þingmennsku-
Á kjördag 20. apríl 1991 verða
Kvennalistakonur með kosninga-
kaffi og meðlæti á efri hæðinni á
HÓTEL MÆLIFELLI
SAUÐÁRKRÓKI.
Frá kl. 10 f.h. þar til kjörstaðir
loka.
Kjósendur eru hvattir til að líta inn.
Kvennalistinn.
x-v x-v x-v x-v x-v