Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1970, Qupperneq 29

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1970, Qupperneq 29
gerðir og tilgangur þeirra (próf- fag). Næringarefnafræði (próf- fag). Eftirlit með mat og matvæl- um (próffag). Var kennt um hina ýmsu sjúkdóma og eitr- anir, sem geta borizt með mat sem ekki er meðhöndlaður á réttan hátt og lögum samkvæmt. Berklar og berklavarnir (Próffag). Sálfræði og geðvernd. (Próf- fag og heimaritgerð). Verkefn- ið í þessu fagi fengum við með okkur í jólafríið og áttum við að skila að því loknu. Varð einni því að orði eftir fríið: Þetta hefði ekkert frí verið þar sem hún þurfti að liggja með Freud yfir jólin. Uppeldisfræði. Barnasálarfræði. Kennsla og kennsluæfingar, bæði verklegt og bóklegt. Arfgengir sjúkdómar. Farið var í heimsóknir á ýms- ar stofnanir í borginni og feng- um víða fyrirlestra um starf- semina og þau félagsmál, sem þar hafa verið unnin. Heimsótt voru t. d. elliheim- ili, heimili fyrir drykkjusjúka, skóli fyrir blinda, epileptikere og vangefna. Auk þess voru aðrir fyrir- lestrar sem beint og óbeint lutu að hjúkrun og heilsuvernd. Ef ég reyni að lýsa einum degi í skólanum þá lítur hann svona út: Byrjað var kl. 9 á morgn- ana og setið í tímum til kl. 11,30. Matarhlé í einn tíma frá 11,30 til 12,30. Síðan var verið í tím- um til kl. 16,00 en nokkuð var það misjafnt. Ekki var verið í skólanum á laugardögum eða sunnudögum. Heimavinna er mikil og fór annar dagurinn yf- irleitt í hana. Hópvinna er mikil í skólan- um. Var nemendum skipt niður í hópa og hver hópur fékk ákveðið verkefni að vinna að. Hópamir komu síðan hver með sína tillögu og málin rædd sam- eiginlega á eftir. Á þennan hátt unnum við sameiginlega að að skipuleggja námskeið fyrir verðandi for- eldra, hjálp í viðlögum, kennslu- stund í heilsufræði og hygiene fyrir barna- og unglingaskóla. Einnig fengum við verkefni sem við urðum að skipuleggja sjálfar. Átti það að kenna okkur að hugsa og framkvæma sjálf- stætt. Síðan kom sjálf prófraunin, þegar út í hverfi kom, að kenna og leiðbeina unglingum um hygiene. 1 þessum tímum voru viðstaddir kennarar frá skólan- um. Eftir þessa tíma komu síð- an saman kennarinn og nem- inn og ræddu tímann. Ekki var þetta auðvelt en hjálpaði til að losna við verstu vankantana. Eftir 4 mánaða setu á skóla- bekk tók við verklega kennslan í rúma 4 mánuði. Þá reyndi á að sameina bóklega þekkingu því verklega. Hver nemandi fékk sitt hverfi og sína heilsu- verndarhjúkrunarkonu til að vinna með. Skipulag heilsuverndar er frábrugðið því er við eigum að venjast. 1 hverju hverfi er heilsuverndarstöð og vei'ður hjúkrunarkonan að sjá um alla heilsugæzlu í því hverfi. Vinn- ur hún í nánu sambandi við að- alstöð borgarinnar og gefur skýrslur þangað. Við þessa stöð vinna læknar, sérfræðingar í hinum ýmsu greinum, barnalæknir, kven- sjúkdómalæknir ákveðna daga vikunnar. Skólalæknir er við skólann, sem einnig hefur fastan viðtalstíma þar. Hjúkrunarkonan hefur með höndum í samvinnu við læknana. Ungbarnaeftirlit og smá- barnaeftirlit, heilsuvernd barna og unglinga á skólaaldri, eftir- lit með berklasjúklingum, skipu- lagningu námskeiða fyrir verð- andi foreldra og önnur námskeið um heilsuvernd. 1 byrjun unnum við með hjúkrunarkonunni, en þegar fram í sótti þá unnum við sjálf- stætt að heilsugæzlu hverfisins. Það var bæði lærdómsríkt og skemmtilegt, en því fylgdi mikil heimavinna, því eftir allar heim- sóknir til ungbarna, skólabarna eða berklaveikra varð að skrifa skýrslur til aðalstöðvar borgar- innar. 1 heimsókn til ungbarna var farið einu sinni, nema sérstak- ar ástæður væru fyrir hendi. Eftir þessa fyrstu heimsókn mættu mæður með börn sín reglubundið á stöðina til eftir- lits og ónæmisaðgerða fram að skólaaldri, en þá tók skólaeftir- litið við. Námsárangur er metinn eftir prófum, ritgerðum og kennslu- æfingum. Eitt aðalprófverkefni fengum við meðan við vorum í verklega hlutanum. Það verk- efni var að skipuleggja heilsu- vernd í litlu héraði út á landi og jafnframt teikna og skipu- leggja heilsuverndarstöð. Þetta vei'kefni krafðist mikillar vinnu og umhugsunar, ekki sízt teikn- ingin sem var umfangsmikil og þekking til byggingateikninga ekki fyrir hendi. I lok skólaársins vorum við einn mánuð við eftirlit við mat- vælaiðnað, eftirlit á hótelum, veitingahúsum, hárgreiðslustof- um og fleiri slíkum stofnunum. Var mjög skemmtilegt að fylgjast með og sjá hvaða kröf- ur voru gerðar til þessara staða. Hafi einhver hug á að fara í framhaldsnám á þennan skóla þá verður maður sér úti um umsóknareyðublöð hjá Hjúkr- unarfélaginu, fyllir það út og sendir. Aðsókn er mikil og þurfa umsóknir að berast skólanum fimm mánuðum áður en viðkom- andi hefur hug á að hefja nám. Ef einhver hefur hug á kostn- aðarhliðinni, vil ég aðeins minn- ast á hana. Skólagjald er ekk- ert en bókakaup töluverð, ca. 500-600 norskar krónur. Kostn- TÍMAIUT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 115
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.