Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Blaðsíða 8

Kvennalistinn í Reykjanesi - 01.02.1985, Blaðsíða 8
8 Reykjanesangi Aðsetur Reykjanesanga Kvennalistans, er að Reykjavíkurvegi 16 í Hafn- arfirði. Þar eru Kvenna- listakonur með viðveru mið- vikudaga, fimmtudaga og föstudaga milli kl. 17 og 18.30. Þá er heitt á könnunni og gjarnan rædd þau mál sem helst brenna á konum eða bara slakað á, skrafað og hlegið. Á þessum tíma er líka hægt að hringja og koma með ábendingar og at- hugasemdir, eða viðra hug- myndir um mál, sem vert 2. tbl. - 2. árg.-1985 væri að setja á oddinn. Sím- inn er 651250. í vetur eru fyrirhugaðir rabbfundir þar sem ýmis spennandi mál verða kynnt og rædd. Verða þeir auglýst- ir síðar. Reykjanesangi heldur félagsfundi mánaðarlega og verður næsti fundurþann 17. okt. kl. 20.30 á Gaflinum í Hafnarfirði. Konurnar í Kvennalistanum Húsmæður með meiru Viö konurnar í Kvennalistanum höfum ekki hugleitt þaö yfirleitt hvaöa þjóöfélagsstétt viö tilheyrum, enda engin ástæöa til, við erum fyrst og fremst konur, vinnum sem slíkar sameiginlega að hagsmuna- og rétt- indamálum barna og kvenna og vilj- um hafa áhrif á ákvarðanatökur allra mála sem teknar eru. Andstæðingar Kvennalista hafa hins vegar lagt sig fram um aö kynna Kvennalistakonur fyrir þjóð- inni og notað til þess orö eins og „fylgikonur, lagskonur, aftaníossur", annarra flokka eða „halann“ á ein- hverjum þeirra. Einhver sagði að þær væru upp til hópa „pelsklæddar frúr, sem aldrei hefðu difið hendi í kalt vatn“. Enn einn hafði líka orð á því að þær ættu heldur að halda sig á sínu svæði eldhúsinu en að vera að vasast í því sem þær hefðu ekki vit á. Það ber að taka fram að þess- ar lýsingar og ummæli um Kvenna- listakonur eru höfð eftir karlkyns andstæðingum Kvennalistans. Kvennalistakonur hafa ekki lagt það í vana sinn að uppnefna stjórn- málamenn úr öðrum flokkum. Þessu hefur því verið að litlu eða engu leyti svarað og það verður heldur ekki gert hér. Það er aftur á móti staðreynd, sem allir er hug hafa á geta kynnt sér, að í Kvennalistanum starfa og honum fylgja konur alls staðar að úr þjóðfélaginu. Þ. e. konur sem starfa eingöngu inn á heimilum sínum, konur sem starfa utan heimilis hvort heldur þær eru með eigin atvinnu- rekstur eða í vinnu hjá öðrum, konur á öllum aldri ömmur, mæður, eigin- konur og dætur. Þessar konur, hvort sem þær eru langskólagengnar eða ekki, efnaðar eða ekki, eiga m.a. það sameiginlegt að vera ekki ánægðar með forgangsröðun þeirra mála er afgreidd eru frá Alþingi þar sem fram til þessa hafa ríkt sjón- armið karla, eðlilega vegna þess að þar hafa starfað að langmestum hluta karlar. Þessar konur vilja jafn- an rétt kvenna sem karla ekki að- eins í orðum heldur einnig í framkvæmd, þær geta ekki sætt sig við að hin svokölluðu „kvennastörf' séu lægra metin hvort heldur er til virðingar eða launa heldur en „karlastörfin". Þær geta ekki fallist á að það sé á nokkurn hátt réttlætan- legt að einstaklingar eða heilar þjóð- ir séu beitt líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Þær geta ekki sætt sig við að þjóðfélagið sem við lifum í og á að vernda okkur þegna þess, stuðli að óréttlæti innan þess m.a. með því að auka á launamisrétti. Þær vilja að sjónarmið kvenna gildi jafnt og sjónarmið karla þegar teknar eru ákvarðanir um afgreiðslu þjóðmála. Þær vita að ef virtur er jafnt réttur allra sem á íslandi búa verður hér heilbrigt þjóðfélag þar sem öllum þegnum þess líður vel og þær vilja og ætla að ná þeim árangri. Það tekur auðvitað meira en tvö ár eða eitt kjörtímabil að ná þessum árangri og enginn skyldi halda að það hafi verið auðvelt fyrir þingkon- ur Kvennalistans að vera þeir braut- ryðjendur sem þær hafa verið á þingi, en mér er óhætt að fullyrða að þær hafa haft góðan stuðning af öðrum Kvennalistakonum þegar um er að ræða að undirbúa vinnslu mála, vegna þeirra starfsaðferða sem Kvennalistinn hefur tileinkað sér. Ég vil hvetja konur í Reykjanes- kjördæmi til að kynna sér hvað við í Kvennalistanum erum að gera og hvernig við vinnum. Vissulega vilja allar konur búa sem best í haginn fyrir komandi kynslóðir, komið þess vegna með ykkar hugmyndir um hvernig það verði best gert. Okkar fundir eru öllum opnir. Ragnhildur Eggertsdóttir Á félagsfundi Kvennaiistans á Reykjavíkurvegi 16, Hafnarfirði. Mynd: Friðbjörg.

x

Kvennalistinn í Reykjanesi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennalistinn í Reykjanesi
https://timarit.is/publication/1244

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.