Pilsaþytur: Kvennalistans á Norðurlandi eystra - 01.02.1991, Page 6
Hugrekki, hugvit og hugmyndir
Kvennalistinn leggur áherslu á atvinnulíf sem
tryggir gott mannlíf, virðingu fyrir náttúrunni og
framtíð komandi kynslóða. í dag tekur atvinnulífið
lítið tillit til þarfa fjölskyldunnar. Það á að vera til
fyrirfólk en ekki öfugt.
Frumkvæði þarf
Kvennalistinn er á móti miðstýringu. Frumkvæðið
verður að koma frá fólkinu sjálfu, það þekkir sína
heimabyggð og veit best hvað hentar á hverjum
stað. Allir þekkja nýleg dæmi um fyrirskipanir að
ofan sem öllu áttu að breyta til sveita, t.d. loðdýrabú-
skapur, en draumurinn breyttist í martröð. Afskipti
stjórnvalda af atvinnurekstri eiga fyrst og fremst að
vera fólgin í upplýsingaöflun og ráðgjöf, markaðsleit
og aðstoð við fjármögnun.
Vegna samdráttar í landbúnaði er fyrirsjáanlegt
að störfum til sveita í þessu kjördæmi muni fækka
á næstu árum. Vinnu vantar, sérstaklega fyrir konur.
Það er alvarleg staðreynd að ungt fólk flýr suður
í atvinnuleit og þar eru konur í meirihluta. Ungar
konur hafa minna val en ungir karlar. Viðleitni til að
skapa atvinnu á landsbygðinni er nær öll í þágu
karla og má minna á álverið margfræga í því sam-
bandi. Það verður að snúa þessari þróun við, því
landsbyggð án kvenna deyr út um síðir. Um land
allt eru konur á aldrinum 20-44 ára mun færri en
karlar á sama aldri, einnig í Reykjavík. Margar konur
á þessum aldri hafa jafnvel flúið til útlanda í atvinnu-
leit. Það erum við, konurnar sjálfar, sem eigum að
snúa vörn i sókn, því það gerir enginn fyrir okkur.
Konur, sýnum hugrekki!
Kvennalistinn varð til af því að við konur viljum
breyta þvi ófremdarástandi sem ríkir. í nágranna-
löndum okkar hafa verið gerðar sérstakar ráðstafan-
ir til að byggja upp atvinnu fyrir konur á landsbyggð-
inni. Þetta hefur gefist vel og við Kvennalistakonur
viljum fara svipaðar leiðir. Þess vegna viljum við að
stofnuð verði sérstök deild innan Byggðastofnunar,
,,Kvennadeild“, sem hefur að markmiði að byggja
upp atvinnu fyrir konur í dreifbýli. Okkur þykir ekki
eðlilegt að aðeins um 1% af útlánum Byggðastofn-
unar fari til fyrirtækja í eigu kvenna. Glögg dæmi
um áhrifaleysi kvenna er að finna í öllum undirstöðu-
atvinnuvegum landsmanna, landbúnaði, iðnaði og
sjávarútvegi. Ákvarðanir og stefnumörkun eru í
höndum karla, þar koma konur hvergi nærri. Engin
kona á sæti í sjömannanefndinni sem hefur mótað
framtíðarstefnu í íslenskum landbúnaði. Engin kona
var heldur meðal fjölmargra varamanna í nefndinni
né meðal þeirra sem nefndin hafði formleg samráð
við. Nýja landbúnaðarstefnan er því verk 36 karla.
Stelpur, þetta gengur ekki lengur! Við konur verður
að vinna að því að konur fái sömu áhrif og karlar.
Hugvit
Við kvennalistakonur teljum að íslendingar eigi að
leggja aukna áherslu á að nýta íslenskt hugvit og
fjárfesta í menntun. Við eigum að horfa fram á
veginn, styðja rannsóknir og þróunarstarf sem eru
undirstaða nýsköpunar og öflugs atvinnulífs. Há-
tækni, líftækni, fiskeldi og vetnisframleiðsla byggjast
á slíku starfi. Fjársvelti á þessum sviðum leiðir til
þess að atvinnuvegirnir staðna og menntun og þekk-
ing flyst úr landi.
Vetni,
orkugjafi framtíðarinnar?
Kvennalistakonur vilja nýta auðlindir fallvatnanna.
Við höfum hafnað hugmyndum um álver, en höfum
sýnt áhuga á framleiðslu vetnis. Við höfum þá trú
að vetni verði arftaki oliunnar sem orkugjafi framtíð-
arinnar. Þróun vetnis sem orkugjafa er komin það
langt að yfirvöld í Hamborg ætla að láta breyta öllum
strætisvögnum þar í borg í vetnisbíla. Til þess að
framleiða vetni þarf mikla raforku og til slíkrar fram-
leiðslu ættum við að selja islenska orku.
Rannsóknir og þróun
Það er spennandi tilhugsun að við íslendingar get-
um með hugviti okkar tekið þátt í þessari þróun. Við
getum kannski þróað gangverk skipa þannig að
hægt verði að láta allan fiskveiðiflotann ganga fyrir
vetni. Þá er ég ekki í nokkrum vafa um að fiskurinn
okkar myndi renna út á erlendum mörkuðum eins
og heitar lummur, fyrir hátt verð. Óskir um ómengað-
ar vörur verða sífellt háværari og einnig kröfur um
að framleiðslan sé ekki fjandsamleg umhverfinu. Við
íslendingar eigum að einbeita okkur að því að fram-
leiða slíkar vörur og við erum fullfærir um það.
Við kvennalistakonur höfum bent á nýjar leiðir og
við erum reiðubúnar til að berjast fyrir hugmyndum
okkar. Höfum það hugfast að konur standa körlum
að minnsta kosti jafnfætis að hugviti.
Sigurborg Daðadóttir.
Skattamál
Kvennalistinn vill
vinna að endurskoðun skattakerfisins þannig að litið
verði á konur sem efnahagslega sjálfstæða einstakl-
inga.
hækka persónuafslátt, miða skattleysismörk við
framfærslukostnað.
að tekjuskattsþrep verði a.m.k. tvö.
að við álagningu skatta verði aukið tillit tekið til fram-
færslukostnaðar barna.
Ovinir
í augu þið horfðust og hötuðust
hleyptuð af skotum og glötuðust.
Þið voruð óvinir, andstæðra ríkja
og urðuð því báðir að víkja.
Til jarðar þið félluð í faðmlögum.
Fjandmenni taldir af dögum.
En sálirnar urðu samferða að
svífa á réttan endastað.
Þið félluð með sóma segja þeir.
Sannari málstað enginn deyr.
En hversvegna þarf að hatast,
horfast í augu og glatast?
Vilborg Traustadóttir.
Kvennalistinn vill auka áhrif kvenna á mótun og
stjórn íslenska stjórnkerfisins.
Kvennalistinn vill koma kvennapólitískum sjónarmið-
um til áhrifa í íslensku efnahagslífi.
Kvennalistinn vill að tekið sé tillit til umhverfissjónar-
miða við ákvarðanir um skipulag og hvers konar
framkvæmdirog rekstur.
Kvennalistinn vill að dregið verði úr miðstýringu með
því að auka vald byggðakjarna, takmarka afskipti
og verkefni ríkisins, efla fjárhagslegt sjálfstæði stofn-
ana og færa þjónustu út á land eftir því sem kostur
er.
Kvennalistinn vill breytta forgangsröð verkefna í
ríkisfjármálum, þannig að fjölskyldan og velferð
heimilanna sé i fyrirrúmi.
Kvennalistinn vill að þarfir fjölskyldunnar verði hafð-
ar að leiðarljósi við stefnumótun í húsnæðismálum.
Kvennalistinn vill vinna gegn hugarfari hermennsk-
'unnar.
Kvennalistinn vill að ísland standi utan Evrópu-
bandalagsins og evrópska efnahagssvæðisins.
Kvennalistinn vill að kannað verði hversu algengt
ofbeldi gegn konum og börnum er hér á landi og
hvernig koma má í veg fyrir það.
Kvennalistinn vill að stjórnvöld tryggi nægjanlegt
fjármagn til að framfylgja ákvæðum laga um málefni
aldraðra.
Miðstöð hagstæðra viðskipta Simi (96) 22830 . P6slhólf 3a3
6