Kjósum konur - 03.12.1982, Blaðsíða 3
Háskalegt hreyfingarleysi
Kvennaframboðskonur hafa í nokkurn tíma velt fyrir sér hvort
hreyfingarleysi sé farið að há börnum þessa bæjar svo í háska stefni.
Videovæðing, sjónvarp og alls kyns kyrrsetudægradvöl veður uppi og á
frístundir barnanna allar. Hreyfingarleikir ýmis konar, sem bara fyrir
nokkrum árum voru algengir eru nú mjög á undanhaldi og þótt t.d.
skíðaiðkun og ýmis konar skipulögð iþróttaþjálfun hafi aukist nokkuð,
er það meira bundið við fámennan hóp barna, fremur drengi en stúlkur
og þá frekast þau börn sem sýna eða hafa sérstaka hæfileika á því sviði.
Greinilegt er að almenn útivera og hreyfing barna fer ört minnkandi,
leikfimikennsla í skóium eykst ekki að sama skapi og kemur auk þess
ekki fyllilega í stað útiveru!
Vfð fórum þess því á leit við Geir Friðgeirsson, barnalækni, að hann
skrifaði nokkur orð um þetta efni og hvernig ástandið er í dag, og fer
grein hans hér á eftir:
Vetur konungur hefur heilsað
og skammdegið fer í hönd. Ytri
aðstæður breytast svo að flestir
dvelja meiri hluta dagsins inni
við.
Við fullorðna fólkið höfum
tilhneigingu til óþarflega mikill-
ar inniveru. Við veigrum okkur
við að fara út í kuldann og
ófærðina meira en brýnustu
nauðsyn ber til. Kyrrsetan er
notaleg, en við erum þá ekki vel
búin undir likamlegt álag sem
við verðum annað slagið að
leggja á okkur í harðindum
vetrarins. Það er kunnugt að
þeir sem ekki stunda reglu-
bundna hreyfingu og útivist
verða þrekminni en æskilegt er.
Þetta á ekki aðeins við um
líkama okkar, heldur einnig
sálarþrek.
Þessi staðreynd á jafnt við um
unga sem eldri. Börn og ung-
lingar nútímans hafa einnig
tilhneigingu til meiri kyrrsetu
og inniveru en hollt er. Kemur
þar margt til. Tæknivæðing
nútímans lokkar unga fólkið til
kyrrsetu og samgöngur gera
lífið léttara. Sjónvarpið og hin
nýja myndbandavæðing hefur
mikið aðdráttarafl. Einnig hafa
til komið ýmis konar leiktæki og
tómstundaaðbúnaður, sem
dvelur fyrir unga fólkinu. Margt
gott má segja um þessa fjöl-
breytni og breytingu á lifnaðar-
háttum. En þessi þróun hefur
stóra ókosti. Einn þeirra er
minni útivist barnanna. A þetta
sérstaklega við um börn áskóla-
aldri. Þau eru mikinn hluta
dagsins í skólanum, sitja þar í
kennslustundum og fá tiltölu-
lega stuttan tíma til útivistar.
Varla þarf að taka fram hve
mikilvægt er að þau séu úti við í
frímínútunum, þegar veður
leyfir. Þegar heim kemur hafa
þessi börn oft tilhneigingu til að
halda sig inni við og þá ekki
ósjaldan tímunum saman yfir
sjónvarpi með efni, sem er
misjafnt að gæðum.
Börn á þessum aldri eru
fjörmikil og þurfa að hreyfa sig
mikið. Þau eru gáskafull og
verða að fá bæði líkamlega og
andlega útrás. Líffræðin kennir
okkur að líkamar þeirra þurfa á
hreyfingu að halda til að stælast
og þroskast á æskilegan hátt.
Læknar þekkja vel þá stað-
reynd að við rúmlegu í jafnvel
fáa daga verður ótrúlega fljótt
slökun og rýrnun á hreyfivöðv-
um líkamans. Einnig stirðna
liðir fljótlega við hreyfingar-
leysi. A sama hátt geta vöðvar
líkamans orðið slappir og jafn-
vel rýrnað hjá kyrrsetufólki.
Öllum sem á skólabekk hafa
setið, er ljóst mikilvægi þess að
hneigjast ekki um of til þrásetu
inni við. Við mikla inniveru er
meiri hætta en ella á að þreyta
og námsleiði geri vart við sig.
Þeir er stundað hafa reglubundna
líkamsþjálfun, þekkja vel þann
frískleika og þrek sem slík
þjálfun hefur í för með sér. Eg er
þess fullviss að það áekki aðeins
við um líkama okkar heldur
einnig sálarlífið.
Það er staðreynd að súrefnis-
nýting líkamans eykst við reglu-
bundna hreyfingu og útivist.
Börn þreytast fyrr en fullorðnir.
Það stafar m.a. af því að efna-
skiptin í barnslíkamanum eru
hraðari en hjá þeim eldri. Við
áreynslu verður því súrefnis-
þörfin í barnslíkamanum mjög
mikil, fljótlega kemur fram s.k.
ófullkominn bruni í vöðvum
þeirra, vegna súrefnisskorts og
mjólkursýra safnast hratt fyrir í
þeim. Þetta veldur þreytutilfinn-
ingu, sem er merki um að
minnka skuli áreynsluna. Barn-
inu er því mikilvægt að stunda
reglubundna hreyfingu og úti-
vist þannig að súrefnisnýtingin
í líkama þess sé sem best þegar á
reynir.
Með vísindalegum rannsókn-
um hefur verið sýnt fram á að
líkamsþrek getur aukist mikið
við skipulagða hreyfingu og
þjálfun. Þannig hefur komið
fram ótrúlega hröð aukning á
súrefnisnýtingu hjá kyrrsetu-
fólki, sem hefur verið látið
stunda útivist og skíðaiðkanir.
Við þessar rannsóknir kom
einnig fram að við þessa þjálfun,
jókst líkamleg og andleg vellíð-
an jiáttakenda umtalsvert.
Eg er því viss um að allir hafa
gott að reglubundinni hreyfingu
og útivist. Hreyfingin þarf helst
að reyna alhliða á líkamann.
Börn sem og aðrir væru oft
betur upplögð í skammdeginu
og síðari hluta vetrar, ef lögð
væri meiri áhersla á útivist
þeirra. Ekki er heldur vafi á að
þrekmikill líkami stendur betur
að vígi gagnvart sjúkdómum
heldur en sá þrekminni. Líkam-
inn verður bæði ónæmari fyrir
sýkingum og einnig betur búin
til að losa sig við þær, ef þrekið
er í lagi.
Leggja þarf áherslu á, að
hæfileg hreyfing er eitt af
undirstöðuatriðum til velgengni,
ekki aðeins á sviði íþrótta heldur
einnig við heildaruppbyggingu
líkama og sálar. Það eru ekki
nema að hluta tengsl og sam-
hæfing milli reglulegra íþrótta-
iðkana og hollrar útivistar. Það
er óþarfi að innræta börnum að
allt sé unnið með afreksverkum í
íþróttinni. Þau börn sem áhuga
hafa á íþróttum á að hvetja til
skipulagðrar þjálfunar, hin til
hollrar útivistar.
A Akureyri búum við vel,
hvað varðar aðstöðu til útivistar
og iðkunar vetraríþrótta. Má
þar nefna góða aðstöðu í
Kjarnaskógi, skíðalandið í
Hlíðarfjalli, skautasvell o.fl.
Okkur ber öllum að standa
vörð um hreysti og þrek upp-
vaxandi kynslóðar. Leggjum því
áherslu á holla hreyfingu og
útivist. Skipuleggjum útivist
okkar og barna okkar. Sýnum
þannig gott fordæmi og leggjum
góðan skerf til uppbyggingar
æsku landsins.
Geir Friðgeirsson,
barnalæknir.
Til sölu.
Nýr barnavagn til
sölu. Verö kr. 2000.
Uppl. í síma 24337.
Leikur er líf - leikur er starf
- leikur er vinna barnsins
Heimsókn í Gullasafn
Hvað er Gullasafn?
Við Kvennaframboðskonur
höfðum haft af því óljósar
fregnir, að til væri á Akureyri
eitthvað sem kallaðist Gullasafn
og hefði aðsetur á Fræðsluskrif-
stofunni. Okkur langaði að
fræðast nánar um þetta og
fórum því á staðinn. Þar hittum
við að máli Jófríði Traustadótt-
ur fóstru, sem hefur umsjón með
safninu og hún tók afar vel
þeirri umleitan okkar að segja
ögn frá starfseminni:
- Gullasafnið er útláns- og
leiðbeiningarstöð með þroska-
leikföng í þágu barna með
frávik frá eðlilegum þroska og
barna með langvarandi sjúk-
dóm. Fyrsta leikfangasafnið var
stofnsett í Stokkhólmi árið 1963
af Evi Blid sérkennara og Karin
Stenslund-Junker sálfræðingi,
sem er móðir þroskahefts barns.
Nú eru starfandi í Svíþjóð
leikfangasöfn víða um landið.
Hér á landi varð fyrsta leik-
fangasafninu komið af stað í
Kjarvalshúsi á Seltjarnarnesi, í
tengslum við athugunar og
greiningardeildina þar árið
1976. Gullasafnið á Akureyri
var upphaflega keypt fyrirsöfn-
unarfé Barnaverndarfélags
Akureyrar árið 1976, og var
síðan afhent Akureyrarbæ að
gjöf í september 1977. Var
safnið þá til húsa í Brekkukoti,
Brekkugötu 8, í einu herbergi á
mjög ónæðissömum stað í því
húsi. Vegna aðstöðuleysis lagð-
ist starfsemin niður um mitt ár
1980, en sumarið ’81 afhenti
Akureyrarbær Fræðsluskrif-
stofu Norðurlandsumdæmis
eystra Gullasafnið, sem fer nú
með málefni safnsins fyrir hönd
Svæðisstjórnar þroskaheftra í
umdæminu. Síðar hafa orðið til
leikfangasöfn í Keflavík og fyrr
á þessu ári á Blönduósi og í
Borgarnesi.
Vignir Hauksson
Leikföng - kennslu og
æfíngartæki
- Hvernig fer starfsemin í
Gullasafninu fram? -
- Börn og aðstandendur (ein
fjölskylda í senn) koma á
umsömdum tíma. í fyrstu heim-
sókn er mikilvægt að reyna að
festa sér í minni sem flest í fari
barnsins. Leikurinn hefur mikla
þýðingu fyrir þroska barnsins.
Leikföngin þurfa í senn að hafa
uppeldisgildi og vera áhugaverð,
því þau eru notuð sem kennslu
og æfingatæki. Þegar barnið
hefur náð leikni með leikfangið,
fær það annað sem gerir meiri
kröfur. Börn sem eru áeinhvern
hátt á eftir í líkamlegum,
andlegum eða félagslegum
þroska, er nauðsyn að fá mark-
vissa þjálfun sem fyrst. Geta
foreldrar unnið þar mikið starf.
Gullasafnið gefur foreldrum
kost á að notfæra sér að
kostnaðarlausu þessi leikföng,
sem nota má til að þjálfa barnið
markvisst. Slík leikföng kosta
oft töluvert fé, en auk þess varir
notagildi þeirra takmarkaðan
tíma og hingað til hafa mörg
þessara leikfanga veriðillfáanleg
-hér á landi.
Hver heimsókn í safnið tekur
1 - 1 !ó tíma. Næsta heimsókn er
oftast ákveðin á staðnum. For-
eldrar geta einnig hringt eða
skrifað, þegar þeir óska eftir að
koma aftur. Tími milli heim-
sókna er mislangur og fer eftir
þörfinni, og hvaða aðra sér-
þjónustu barnið fær, s.s. tal-
kennslu, þjálfun í leikskóla o.fl.
Leikurinn krefst skilnings
hinna fullorðnu.
Mikilvægt er að leikföngin séu
vel varðveitt á heimilunum, og
ekki látin liggja frammi í tíma
og ótíma, heldur aðeins þegar
þau eru í notkun. Mjög æskilegt
er að ætla barninu stutta stund
dag hvern, þar sem leikföngin
eru höfð frammi. Ennfremurað
foreldrar, systkini eða félagar
geti tekið þátt í leiknum. Leikur-
inn krefst skilnings hinna full-
orðnu, í honum felst bæði
gaman og alvara. Dýr leikföng
skipta ekki alltaf meginmáli,
umhverfið býður einnig upp á
ýmsa möguleika, sem sjálfsagt
er að nýta sér.
Ráðgjöf fyrir alla
-Geta foreldrar almennt notfært
sér Gullasafnið?
- Við leitumst við að veita
foreldrum eða öðrum sem áhuga
hafa, upplýsingar um val og
gæði leikfanga. Einnig var
ætlunin að hafa hér ýmsar
fagbækur á þessu sviði, sem
ætlaðar væru til útlána fyrir
foreldra, en vegna fjárskorts,
hefur sá þáttur verið frekar
takmarkaður. En öllum er vel-
komið að koma hingað eða
hringja og fá ráðleggingar varð-
andi leikfangaval o.þ.h.
Samstarf við
sálfræðideild
Starfsemi Gullasafnsins er í
nánum tengslum við starf Sál-
fræðideildar skóla. Svæðisstjórn
sem hefur yfirumsjón með mál-
efnum þroskaheftra á svæðinu,
gerði samning við Fræðsluskrif-
stofuna um að sinna þessum
málefnum að hluta til. Upp úr
þessum samningi má segja að
deildin fyrir börn undir skóla-
aldri hafi orðið til og hófst sú
starfsemi haustið 1981.
Starfsmenn forskóladeildar
eru: Sálfræðingur í fullu starfi,
sem tekur að sér sálfræðilega
greiningu, ráðgjöf og meðferð,
t.d. fjölskyldumeðferð, ef um
félagsleg eða geðræn vandamál
er að ræða; Fóstra við Gulla-
safnið í hálfu starfi, sem sér um
leikþjálfun, leiðbeiningar og
útlánastarfsemi á leikföngum;
Talkennari í fullu starfi sem
skiptist milli skóla og forskóla,
og greinir talgalla, sinnir
kennslu, útbýr þjálfunarverk-
efni og er til ráðgjafar fyrir
foreldra og fóstrur.
Störf okkar þriggja eru
töluvert samtvinnuð, því ekki er
óalgengt að barn sem þarf
sálfræðilega greiningu, þurfi
einnig á talkennslu og leik-
þjálfun að halda. Þessu fylgir
mikil ráðgjöf frá okkar hálfu til
fóstra og foreldra og samstarf
okkar á milli þarf því að vera
mikið ef vel er staðið að málum.
Að leika sér er börnum
nauðsyn
- Hvers vegna leika börn sér og
hvaða gildi hefur leikurinn fyrir
þau?
- Að leika sér er börnum
nauðsynlegt. Leikurinn er þeirra
eðlilegi tjáningarmáti. í leiknum
uppgötvar barnið raunveruleik-
ann í kring um sig og kynnist
leyndardómum hans, boðum og
bönnum. 1 leiknum mótarbarn-
ið persónuleika sinn, styrkir
skilningarvit sín, skerpir hugsun
og hugmyndaflug. I gegnum
leikinn uppgötvar barnið félags-
skap annarra, bæði barna og
fullorðinna. Geti barnið varð-
veitt þá ánægju og gleði sem
leikurinn gefur, fær það veiga-
mikið veganesti gegnum lífið.
Hvað eru að þínu áliti
góð leikföng?
- Leikfangavalið fer eftir því á
hvaða aldursstigi barnið er og
hvort nota á leikfangið í skipu-
lögðum eða frjálsum leik. Leik-
föng þurfa að vera sterk, litrík,
skaðlaus og gott að halda þeim
hreinum, því t.d. barn á fyrsta
ári kannar leikfangið ekki síður
með munninum en með augum
og höndum. Gott leikfang
skerpir athyglisgáfu barnsins og
örvar ímyndunarafl þess, vekur
frumkvæði og sköpunargleði.
Leikföng geta haft áhrif á
viðhorf barns til jafnréttis kynj-
anna og umhyggju fyrir öðrum,
t.d. bangsar, dúkkur og fleira
sem tengist mömmuleik.
Gott leikfang er hægt að nota
á ýmsan hátt og oft eru einfaldir
hlutir heppilegri, því þá fær
ímyndunaraflið að njóta sín,
hvetur til athafna og heldur
athyglinni vakandi. Tökum sem
dæmi, að einfaldur trébíll, sem
nota má á margan hátt, heldur
athyglinni lengur en fjarstýrður
löggubíll, sem eingöngu er
fjarstýrður löggubíll!
Ég gæti haft hér mörg orð um
leikföng og leikfangaval eftir
aldursflokkum, en vil í þess stað
benda á bækling, sem verslunin
Völuskrín hefur gefið út, „Börn,
leikir og leikföng“ og fæst í
bókabúð Jónasar.
KJÚSUM KONUR - 3