Norðurslóð - 27.01.1978, Qupperneq 3

Norðurslóð - 27.01.1978, Qupperneq 3
Hjörtur E. £>órarinsson: Landbúnaður f eftirfarandi grein vill undirrit- aður gera grein fyrir viðhorfum sínum til sumra þeirra mála landbúnaðarins, sem svo mjög hafa verið til umræðu á síðast- liðnu ári og lengur þó. Þau sjónarmið, sem fram verða sett, eru ekki sérstaklega svarfdælsk eða eyfirsk. Þau eru einkasjónar mið undirritaðs, sem vonar þó að margir bændur og aðrir utan bændastéttar geti á þau fallist. Árið 1977 var íslenskum landbúnaði hagstaett að því er tíðarfar snertir. Á veturnótt- um munu bændur landsins hafa átt fleiri fóðureiningar í hlöðum sínum og öðrum heygeymslum en áður eru dæmi til. Þó að ekki séu fyrir hendi tölulegar upplýsingar má þó ætla að fjárhagsafkoma margra bænda hafi verið góð. Það er hinsvegar fullvíst að afkoman hefur verið ákaflega misjöfn manna á milli og e.t.v. líka héraða á mijli, þótt það sé ekki eins ljóst. Ýmsir bændur hafa örugglega haft ágæta afkomu, en aðrir, og alloft margir, eiga í miklum fjárhagserfiðleikum og berjast vonlítilli, og sumir von- lausri baráttu með skuldafarg á baki. Þarna er eitt af ítóru vandamálum landbúnaðarins: Hvernig er unnt á hagkvæm- astan hátt að létta undir með þeim bændum, venjulega ung- um bændum, sem nú og fram- vegis hljóta að standa undir þungum byrðum stofnkostnað- ar við búskapinn? Það verður aldrei gert með verðlagning- aldrei gert með verðlagningu framleiðslunnar einni saman. En leiðir eru auðvitað til og þær hentugustu þarf að finna og það fljótt. Þó að liðið ár hafi að mörgu leyti verið landbúnaðinum gott ár þá er alveg víst að bændur almennt munu ekki minnast þess með sérstakri ánægju. Ástæður þessa eru fleiri en ein og fleiri en tvær. Skal hér vikið að sumum. Á liðnu ári fengu allar launastéttir þjóðfélagsins mjög mikla launahækkun, sem a.m.k. í bráðina hefur aukið til muna kaupgetu þeirra. Það er almenn skoðun bænda, studd óyggjandi tölum, að verðkerfi landbúnað- arins hafi ekki tryggt þeim samsvarandi og „lögfesta“ raun tekjuhækkun þannig að bilið milli þeirra og launþega hefur gleikkað. Slíkt er ekki fallið til að vekja ánægju. Á árinu 1977 tóku að hrann- ast upp svartar blikur í mark- aðsmálum landbúnaðarins. Ekki einasta spillti hin ofsalega verðbólga hér á landi okkar góða, skandinavíska markaði fyrir dilkakjöt, sem verið hef- ur aðalútflutningsvara frá land- búnaði (fyrir utan unnar vörur úr ull og skinnum), heldur varð mikill samdráttur í innanlands- sölu einkum að því er varðar smjör og kindakjöt. Hinar illu afleiðingar þessa til samans eru stóraukin þörf fyrir útflutnings- bætur úr ríkissjóði og uppsöfn- un birgða, einkumsmjörbirgða. Þetta er bændum mikið áhyggju efni. Þá er ótalið það, sem í hugum bænda mun varpa dekkstum skugga á liðið ár. Það er aukin og ofsafengin gagnrýni ákveð- inna aðila á ísl. landbúnað, gagnrýni, sem með réttu má líkja við ofsóknir, slíkar hafa öfgarnar verið. Það hefur reynt allmjög á andlegan styrk og siðferðisþrek sveitafólksins að þurfa að þola þá raun og þá auðmýkingu, sem í því felst að ósvífnir blaðaútgefendur skuli geta, með ríkisútvarpið sem þægt og þægilegt tól í höndun- um, sent sínar prívat, landbún- aðarfjandsamlegu skoðanir inn á hvert heimili í landinu eins oft og dagar ársins endast til. Það er hart fyrir fólk, sem vinnur í sveita síns andlits að móður- atvinnuvegi þjóðarinnar, og allra þjóða, að þurfa að sæta móðgunum og álygum frá sam- borgurum, sem valið hafa sér þægilega og ábatasamara hlut- skipti og hafa í krafti pening- anna komið sér upp eigin fjöl- miðli og smeygt sér fyrirhafnar- laust inn í Ríkisútvarpið með öfgar sínar og mistúlkanir á málefnum landbúnaðar. Nú er auðvitað ekki svo að skilja að öll gagnrýni á hendur landbúnaði sé óréttmæt eða af illum hvötum sprottin. Bændur hljóta að viðurkenna að ýmsu er ábótavant í atvinnuvegi þeirra. En sú gagnrýni, sem leitast við að innprenta með bæjarbúum þeirri skoðun að landbúnaður sé ómagi, og það ónauðsynleg- ur ómagi á þjóðinni, er vissu- lega af illum hvötum sprottinn. • Hverrar œttar er óhróðurinn': Það má vera sveitafólki til hughreystingar, og það skal undirstrikað hér, að þessi teg- und gagnrýni er ekki ættuð úr röðum hins óbreytta, vinnandi manns til sjós og lands á íslandi. Hún er ættuð úr hægri kanti stjórnmálanna í höfuðborg okk ar Reykjavík fyrst og fremst, þar sem sumt fólk er komið svo langt frá grasrótinni að það veit ekki lengur hvaðan það fær næringuna. Það er nauðsynlegt að bændur og aðrir átti sig á því að þessi landbúnaðarfjandskap- ur er hluti af breiðari stjórn- málalegri hugsun, sem er að þróast í okkar stóru höfuðborg og þar um slóðir. Hluti af henni er það, sem kalla mætti and- byggðastefnu. Sú stefna lítur óhýru auga pólitíska viðleitni til að efla atvinnu og byggð út um land. Henni er meinilla við samvinnuhreyfinguna, sem á meginstyrk sinn þar. Og hún hefur andúð á þeim dreifða smárekstri, sem heitir landbún- aður, og er snar þáttur í sannri byggðastefnu. Náskylt þessu er og sú kald- riíjaða peningahyggja, sem kennir að lögmál samkeppninn- ar skuli ráða óheft í atvinnu- og viðskiptalífi og að allur pening- ur sé jafngóður hvaðan sem hann kemur. Samkvæmt þeirri stefnu mælit t.d. allt með og ekkert gegn því að taka leigu- gjald fyrir herstöðvar hér. Sam- kvæmt henni er líka sjálfsagt að notfæra sér ódýrar umfram- birgðir matvæla frá Efnahags- bandalagi Evrópu eða N- Ameríku þegar til falla. Ef það skyldi í leiðinni leggja að velli íslenskan landbúnað, þá það. Það hefur farið fé betra að þeirra dómi. Það er þýðingarmikið, að bændastéttin dragi af þessu rétt- ar ályktanir og hugleiði vel hvar helst mun stuðnings að vænta til að stéttin megi njóta virðing- ar, öryggis og þjóðfélagslegs réttlætis og hvar slíks stuðnings má aldrei vænta. • Markaðsvandamálin Víkjum þá að markaðsmál- unum. Ennþá eigum við kost á markaði á Norðurlöndum fyrir allt dilkakjöt, sem við höfum aflögu. Fyrir nokkrum árum var þessi markaður svo hag- stæður að ekki munaði miklu að hann gæfi okkur jafngildi innanlandsverðs (grundvallar- verð) fyrir kjötið. Á fáum árum hefur íslenska verðbólgan, ásamt með vissum, norskum aðgerðum í verðlagsmálum, gjörspillt þessu ástandi svo, að sá markaður gefur okkur nú ekki einu sinni hálft innan- landsverðið. Svo slæmt sem þetta er þá er hitt þó verra og óvæntara að heimamarkaðurinn hefur brugð ist í nokkrum mæli. Þjóðin hefur dregið við sig kindakjöts- neyslu. Og ekki nóg með það, hún hefur líka minnkað við sig neyslu smjörs og nýmjólkur. Bændur standa því óvænt frammi fyrir miklum vanda. í stað þess, sem við hefði mátt búast, að neysla þessara vara ykist í takt við fólksfjölgun, þ.e. svo sem 1,5% á ári, þá dregst hún á skömmum tíma saman um margfalt það magn. Sam- tímis hefur framleiðslan aukist verulega, einkum mjólkurfram- leiðslan. Allt þetta hefur óhjákvæmi- lega leitt til mikillar aukning- ar á útflutningi bæði á kjöt- og mjólkurvörum og um leið á mjög aukinni þörf á útflutn- .ingsbótum. • Hvað er til ráða? Útflutningsbætur eru óvin- sælar, það þýðir ekkert að loka augunum fyrir því. Það þarf því ekki að búast við að þær verði auknar frá því, sem nú er. Miklu fremur má búast við að þær verði lækkaðar prósentvís og/ eða fyrirkomulagi þeirra breytt. Um samdrátt í innanlands- neyslu sumra búsafurða hefur mikið verið rætt og ritað, m.a. um þátt lækna og manneldis- fræðinga í honum svo og hlut fjölmiðla í málinu. Rætt er um að hefja gagnsókn og- snúa þróuninni við. Þó að kenningar sumra þeirra manna, sem mest tala um manneldismálin, séu næsta hæpin vísindi og byggð á ótraustum grunni þá liggja þó fyrir vissar staðreyndir, sem bændur verða að sætta sig við og reyna að bregðast við á skynsamlegan hátt. Minnkandi eftirsókn eftir feitmeti er stað- reynd og það eru hreint engar líkur til að á því verði breyt- ing í bráð og líklega heldur ekki í lengd. Matvæli úr dýraríkinu af hæsta gæðaflokki, og það eru íslensk matvæli óumdeilanlega, eru dýr bæði hér og annars- staðar. Þau verða því fyrst og harðast úti ef fólk telur sig þurfa eða vill spara. Þetta hefurán efa bitnað á búvörum okkar allra síðustu árin. Nú heyrist oft sagt, og étur hver eftir öðrum, að í raun of veru sé ekki um að ræða neina offramleiðslu landbúnaðaraf- urða á fslandi. Meinið sé bara það að kaupgetu almennings sé haldið svo niðri að menn hafi ekki efni á að kaupa þau matvæli, sem þeir vildu og myndu gera, ef getan væri meiri. Þessi kenning er ættuð úr vinstri herbúðum stjórnm^lanna og er þáttur í áróðurstafli stjorn- málamanna. Rétt er það án efa að meira yrði neytt af dýrustu matvælategundunum, ef enginn þyrfti að hugsa um verðið, einkum af smjöri. Eigi að síður er þessi kenning fjarstæða. Óhugsandi er að kindakjöts- neysla myndi aukast um 60% eða meira þótt allir hefðu gnægð peninga. Árið 1977 var hún yfir 40 kg. á íbúa. Sömu- leiðis er varla hugsanlegt að allri mjólkurframleiðslunni yrði torg að innanlands því neyslan þyrfti þá að aukast um jafngildi 1- 2000 tonna af osti og smjöri. Það er illa gert að ala á þeirri sjálfsblekkingu að allt væri í lagi ef aðeins kaupgeta almennings væri „eðlileg". • Offramleiðsla er staðreynd Það er reyndar vafamál hvort kindakjötsneysla ykist að nokkru ráði þótt allir hefðu full- ar hendur fjár. Það er allt eins líklegt að eftirspurnin beindist þá öllu fremur að öðrum kjöt- tegundum þ.á.m. og ekki síst að úrvals nautakjöti. Hér skal í þessu sambandi sett fram sú skoðun að mjög æskilegt væri að bændur í bestu mjólkurfram- leiðsluhéruðum (t.d. Suður- landi, Eyjafirði, Borgarfirði, Skagafirði) sneru sér í einhverj- um mæli, og meiri en nú er, að framleiðslu nautakjöts, einkum af holdablendingum, meðfram mjólkurframleiðslunni en drægju að sama skapi úr sauð- íjárrækt. Það hefði a.m.k. tvennt gott í för með sér: það yki framboð á kjöti, sem nýtur vax- andi vinSælda og er framleitt með íslensku fóðri, er í sann- leika íslenskt kjöt, ogjafnframt gæfi það sauðfjárrækt í öðrum héruðum meira svigrúm. Slíkt væri ennfremur í góðu samræmi við meginniðurstöður gróður- og beitarþolsrannsóknaogskyn samlega landnýtingarstefnu. (Eyjafj. er þó ekki talinn ofset- inn sauðfé). Offramleiðsla landbúnaðar- afurða er staðreynd, það er engum til góðs að látast ekki eða vilja ekki skilja það. Þá er með orðinu offramleiðsla ein- faldlega átt við að framleiðslan sé framyfir neysluþörf þjóðar- innar sjálfrar. Það verkefni, sem framundan er, er að finna leiðir til að hemja hana og beina henni inn á heppilegustu brautir. • Að takmarka mjólkurfram- leiðslu Það er skoðun undirritaðs að bráðnauðsynlegt sé og öðru mikilvægara að finna leiðir til að halda mjólkurframleiðslu sem allra næst innanlandsþörf- inni. Þetta er svo mikilvægt vegna þess að útflutníngur mjólkurafurða má helst enginn vera eða svo lítill að engu nemi. Það mundi gefa okkur frjálsari hendur með útflutning sauð- fjárafuða. Rökin fyrir þessari skoðun eru einföld. Það er staðreynd, sem fáir treysta sér til að véfengja, að ull, íslensk ull, er ásamt sauðargærum ómissandi hráefnisundirstaða undir afar- mikilvægum og heppilegum út- flutningsiðnaði. Þúsundir manna hafa framfæri sitt við þennan iðnað, sem fram fer í stærri eða smærri rekstrarein- ingum hringinn í kring um land. Af þessari ástæðu er frá þjóð- hagslegu sjónarmiði æskilegt að sauðfjárrækt dragist ekki sam- an í heild. Þetta er sterk þjóð- hagsleg réttlæting fyrir mikilli sauðfjárrækt en jafnframt fyrir miklum útflutningi og, ef þess gerist þörf, miklum opinberum greiðslum vegna útflutts kinda- kjöts, sem hlýtur að fylgja mikilli gæru- og ullarfram- leiðslu. Önnur rök eru svo þau að með tilliti til viðhalds byggðar má alls ekki draga saman sauð- fjárrækt á stórum svæðuni víða um land. Það á að mega treysta því að allir þeir, sem ekki eru haldnir annarlegri andúð á Framhald á bls. 5. Frumsýnt næsta miðvikudag Þá fer að líða að því að menn fái að sjá hvað L. D. hefur verið að bauka við undanfarið. Leikritið Fjöl- skyldan eftir sænsk-fínnska geðlækninn Claes Andersen verður frumsýnt á miðvikudaginn. Vel hefur verið vandað til sýningarinnar: Saga Jónsdóttir er leikstjóri en leiktjöld hafa heimamenn smíðað sam- kvæmt fyrirsögn Jóns Þórissonar leikmyndasmiðs og mun hann koma hingað nú um helgina ásamt Magnúsi Axelssyni Ijósameistara til að fínpússa sviðið. Ljósmynd R. Sk. F. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.