Norðurslóð - 15.12.1978, Qupperneq 18
Samtök Svarfdælinga í höfuð-
staðnum héldu árshátíð sína að
kvöldi 18. nóvember. Var það
hin líflegasta samkunda. Þó lét
þorri gesta nægja að sletta úr
klaufunum hluta úr sólarhring,
en tók sér ekki til fyrirmyndar
laufskálapartíið sem Ritningin
greinir frá í V. Mósebók 16:
„Laufskálahátíðina skalt þú
halda í sjö daga, er þú alhirðir
af láfa þínum og úr vínþröng
þinni. Og þú skalt gleðjast á
hátíð þinni, þú og sonur þinn
og dóttir þín, þræll þinn og
ambátt þin, og Levítinn, út-
lendingurinn, munaðarleys-
inginn og ekkjan, sem eru
innan borgarhliða þinna.“
Svarfdælingadagurinn í ár
var engin undantekning frá
reglunni hvað snertir veðurfar.
Snjófjúk og brunakuldi. Ríkis-
útvarpið átti að vanda annríkt
þennan dag við að útvarpa leið-
beiningum til ökuþóra Reykja-
víkur um akstur að vetrarlagi;
hvort ætti að aka á negldu eða
keðjum, hvort ætti að hafa
þurrkur gangandi, hvort viss-
ara væri að berja klakabrynjuna
af rúðum áður en menn
álfuðust af stað á farartækjum
sínum o.s.frv. Almannavarnir
biðu átekta í stjórnstöð sinni, ef
hann skyldi gera byl, sömu-
leiðis Hjálparsveitir skáta. En
afkomendur Ljótólfs, Klaufa
og allra hinna kappanna létu
sér fátt um fmnast néyðar-
ástandið og skunduðu á árshá-
tíð með kuldabolann á hæl-
unum. Veðurfarið hafði hins
vegar þau áhrif að heil hersing
sínu, allt frá því að greiða úr
vonlausum umferðarhnútum
upp í það að leiðbeina 3-4
kröfugöngum samtímis um
miðbæinn 1. maí á hverju vori.
Við það notar hann hvíta
hanska, ekki ósvipaða frjótækni
hönskunum hans Rabba. Eru
hanskarnir þar með úr sög-
unni.
Minni Svarfaðardals flutti
Þorsteinn Svörfuður frá
Grund. Var ekki laust við að
færi um afkomendur Svarfdæl-
inga af yngri kynslóðinni að
heyra veislustjóra kynna ræðu-
mann. Bjuggust þeir við að upp
á sviðið ryddist fúlskeggjaður,
afturgenginn drjóli með al-
væpni og tæki til að lesa
afkomendum sínum pistilinn.
En hér var auðvitað kominn al-
nafni landnámsmannsins sál-
uga, sonur Stefáns, sem bjó á
Grund fyrir tíð Þórhalls og
Rósu. Þorsteinn Svörfuður
tuttugustu aldarinnar hefur
verið læknir einhvers staðar í
útlandinu, en er nú kominn
heim til að vera - eða svo skild-
ist mér. Ekki veit ég hvort hann
hyggur á landvinninga eins og
nafni hans forðum, en hins
Matfongin könnuð. Sumir gestanna höfðu ekki dregið til sín næringu dögum saman til að geta rifið
nægilega í sig á Svarfdælingahátíðinni!
þama með Höllu Jónasdóttur,
en þegar á reyndi sigldi hann
furðu áfallalítið í gegn um pró-
grammið þrátt fyrir að kven-
röddin væri veðurteppt norður
í landi. Undirleikinn annaðist
Magnús Pétursson, sá hinn
sami og spilar undir bolbeygj-
urnar í útvarpinu á morgnana.
Síðast á skemmtidagskránni
var það, að þrenn hjón úr
salnum voru kölluð upp og
færð afsíðið. Þar voru karla og
konur skilin að, bundið fyrir
augu karlanna og þeir síðan
teymdir fram í sal á ný og
skipað að finna aftur konurnar
sínar með fótleggjakáfí. Var
þeim uppálagt að þreifa og
þukla á fótleggjum þriggja ítur
vaxinna og glyðrulegra kvenna,
sem sátu á sviðsbrúninni.
„Konur“ þessar voru raunar
álappalegir svarfdælskir gestir
af karlkyni, klæddir nælon-
sokkum, pilsgopum og hárkoll-
um. Til að forðast hneyksli á al-
mannafæri, var bannað að
þreifa upp fyrir hnjákollana og
Bjarki fylgdist nákvæmlega
með því að sjálfsagðar siðgæð-
isreglur væru í heiðri hafðar. 2
karlanna þóttust strax kenna
sínar konur úr hópnum, en sá
þriðji var með ólund og vildi
ekkert með konurnar hafa.
Þeim var þó öllum sýnilega
brugðið þegar þeir fengu sjón
og sáu „konurnar" sem þeir
höfðu farið á fjörur við...
Skyldi nú engan undra.
I lokin var svo dansað dátt
við undirleik Kombósins hans
Villa á Karlsá. Menn stigu
valsa og ræla, skottísa og
tangóa, og meira að segja voru
lögð drög að marsi. En hann
lognaðist út af í miðju kafí þar
sem enginn Hreinn á Klaufa-
brekkum var til að halda uppi
dampinum og stýra „út á við,“
„inn á við,“ nafnakalli, splitti
og hvað þetta heitir allt saman.
Segir ekki meira af Svarfdæl
ingahátíð 1978, en skál sveit-
arinnar var oft tæmd (og fyllt á
ný). Og nú er að safna kröftum
fyrir næstu hátíð. Ekki veitir af
tímanum.
Þorsteinn Svörfuður Stefánsson.
vaskra gleðimenna úr heima-
byggðinni komst ekki suður
yfir heiðar. Var þeirra sárt
saknað, sérstaklega Höllu Jón-
asar, sem átti að syngja sig inn í
hjörtu gestanna, og svo Rík-
harðs í Bakkagerði, sem oft
hefur heiðrað Svarfdælinga-
samkomur með nærveru sinni.
I fyrra spældi Ríkharður veður
guðina illilega og var kominn
suður mörgum dögum eða
vikum áður en árshátíðarbyl-
urinn brast á. En nú spældu
guðirnir Rikharð.
Nóg um það. Svarfdælingar
fjölmenntu með mökum, af-
komendum og öðrum gestum.
Bjarki Elíasson, yfírpólití
Reykjavíkur, stjórnaði sam-
kundunni af röggsemi. Enda
alvanur að leysa hvers kyns
veraldarlegar flækjur í ríki
18 - NORÐURSLÓÐ
vegar flutti hann bráðgott
ávarp, þar sem hann minntist
Svarfaðardals (nema hvað?).
Eftirminnileg er líka ræða, eða
öllu heldur rabb, Gunnlaugs
Snævars. Hann flutti í bundnu
og óbundnu máli drepfyndinn
þátt um lífið á heimaslóðum.
Ég tek mér það bessaleyfi að
koma á framfæri tillögu hans að
nafni á steinsteypu-rjómatert-
una, sem risin er sunnanvert
við Kaupfélagsútibúið og á að
hýsa peninga byggðarlagsins
og borgarstjórn Dalvíkur.
Hann vildi skýra tertuna Náð-
hús, þar sem KEA hefði af náð
og miskunn leyft bygginguna á
túninu sínu!
Jóhann Daníelsson sló í gegn
rétt einu sinni með söng.
Ætlunin var að hann syngi
STJÓRNARBO T
1 Við áttum marga stolta stjórn
er stjórnaði okkur, fyrr og síð.
Og það var okkar þyngsta raun
og þraut og plága og djöfuls níð.
- Við áttum danadindlastjórn
og drýldna landshöfðingjastjórn
og harða stjórn og heimska stjórn
og hundadagastjórn.
2 Og eitt sinn var hér Emilsstjóm
og annað skiptið Hermannsstjórn,
við áttum líka Steingrímsstjórn
og Stefánsjóhannsstjórn,
og nýsköpunarstyrkjastjóm
og steigurláta kratastjórn,
og happasnauða hemámsstjórn
og hagfræðingastjórn.
3 Við höfðum stundum hægristjórn
og hörmulega íhaldsstjórn
og einskisnýta Olafsstjórn
og utanflokkastjórn.
- Við áttum bága betlistjórn
og bjargráða og okurstjórn
og veika stjóm og vinstri stjórn
og verri en enga stjóm.
4 En alla daga öruggt var
og aldrei skyldi oss bregðast það,
ef vék hún frá sú vonda stjórn
að verri kom í hennar stað.
5 Og landsins börnum líst það von
að lendi allt í kött og hund
ef alltaf versnar ástandið
en aldrei batnar nokkra stund.
6 Nú virðist þó sem gæfan góð
hér gerði að lokum þáttaskil
og veitti okkur svo vonda stjórn
að verri stjórn mun aldrei til.
Einar Kristjánsson
frá Hermundarfelli.
ATLI RÚNAR HALLDÓRSSON: r- r
SVARFDÆ] LINGAHATIÐ
1 1978