Norðurslóð


Norðurslóð - 15.12.1978, Side 19

Norðurslóð - 15.12.1978, Side 19
Nykurtjörn -framhald afblaðsíðu 13. vegna einkennilegra atburða, sem þar hafa orðið. Enginn veit hversu gömul þessi nafngift er, né hver ástæða hennar er. Fáir, sen um hraunið fara fá þó varist þeim ónotalega beyg, sem oft liggur í loftinu á stöðum, þar sem vofeiflegir atburðir hafa gerst. Árið 1965 um verslunar- mannahelgi fóru nokkrir ung- lingar í útilegu upp að Lóma- tjörn og lágu þar í tjaldi tvær nætur undir hraunjaðrinum. Fyrri nóttin var hlý og björt og fullkomin fjallakyrrð ríkti. Þegar komið var undir miðnætti heyrðu þau einkennilegt gól innan úr hrauninu. Þetta endur- tók sig nokkrum sinnum næsta klukkutímann og hundur, sem í förinn var ókyrrðist mjög. Þau álitu öll, að þarna væri refur á ferð og ef til vill væri greni í hrauninu. Morguninn eftir gengu þau um urðina og leituðu grannt, en fundu ekkert og ekki virtist hundurinn verða neins var heldur. Þau hættu því leit, en stunduðu fjallgöngur til kvölds. Um daginn þyngdi í lofti og undir kvöldið setti að þoku. Fólkið fór því snemma í pokana. Undir miðnættið heyrðist vælt á ný og skömmu síðar aftur og virtist þá nær en fyrr, síðan þrusk, eða létt fótatak úti fyrir. Sannfærð um að hér væri refur á ferð stukku unglingarnir út úr tjaldinu og hundurinn fyrstur. Þokan var dimm og rokkið úti, en þó virtist þeim þau greina eitthvað skjótast út í myrkrið. Hundurinn sá þetta líka og stökk í þá átt og hvarf út í myrkrið. leið nú nokkur stund, en þá kemur dökkleit þúst á mikilli ferð út úr þokunni og skýst inn í tjaldið. Þar var seppi kominn aftur, en á honum höfðu orðið þau umskipti, að í stað mikils viga- móðs, var skepnan nú viti sínu fjær af hræðslu og bar sig illa. Setti nú beyg að ungmennun- um, því hér var ekki allt með fellciu. Þau skriðu í tjaldið á ný, lokuðu tryggilega og bjuggust til að sofa af nóttina, hvað sem á dyndi. En því var ekki að heilda. Gamlar sögur um útburði og ýmsa vætti leituðu á hugann og vörnuðu svefns. Nokkru síðar bættist það ofaná, að enn tók að heyrast eymdarlegt væl úti fyrir. Hljóðin færðust nær og á ný fannst þeim þau heyra léttan umgang. Allan vafa tók af um hann, þegar tjaldið kipptist til, eins og einhver hnyti um topp- stagið. Einn unglinganna spratt þá á fætur, svifti upp tjaldinu og þeytti teppi, sem hann hafði undir höfðalaginu út í þokuna. Þessi viðbrögð, sem voru meira sprottin af hræðslu og hugaræs- ingi en rökrænni hugsun höfðu þau þó áhrif, að allt kyrrðist og varð einskis vart meira þá nótt. Engum kom dúr á auga til morguns. Unglingarnir tóku upp tjald sitt um daginn teppinu fátækari. Það hafði horfið með öllu um nóttina. Svarfdælsk rit - framhald afbaksíðu. slóðir meta því meir, sem lengra líður. Samtök Svarfdælinga fyrir sunnan eiga, ásamt höfundinum, heiðurinn af, að þetta verk er komið í okkar hillur og hendur. Þessir sveitungar okkar á hinum enda landsins mega vita það, að við, sem heima búum og ætlum afkomendum okkar að búa áfram á feðraslóðum, teljum okkur standa í stórri þakkarskuld við þá fyrir framgöngu þeirra í þessu máli. Og af því að nú koma jólin og af því að við vitum að þetta blað kemur í margar svarfdælskar hendur fyrir sunnan, þá skal þetta tækifæri notað til að tjá bestu þakkir okkar heimamanna fyrir þetta verk, sem vitnar svo fagurlega um áhuga og ræktar- semi brottfluttra Svarfdæla til ættarslóðanna og þess fólks, sem hér býr og hefur búið í aldanna rás. Verslun / saumastofa. Óskar öllum viðskiptavinum sínumgleðilegra jóla ogfarscels nýárs með þakklceti fyrir viðskiptin. MOKKASKINNS FATNAÐUR á dömur og herra, ognú einnig á börn. Tilvalin jólagjöf. Greiðsluskilmálar. Mikið úrval af— flauelisbuxum frá PARTNER Axlabandabuxur, buxur með föllum. PARTNER á dömur og herra. INNSBRUCK- skíðafatnaður, Stretch- skíðabuxur. Ódýrir herraskíðagall- ar, skíðahanskar, skíði og skíðaáburður. PEYSUR í úrvali, BLÚSSUR, einnig stór númer. BADÍDÓ barnaúlpur, treflar. VICTOR HUGO Buxur, peysur, vesti, blússur, bindi. PEPPER-buxur. PEPPER-peysur. Vattstungnir herrastakkar. FYRIR HESTAMENN: Beisli, stangir, múlar og margt fleira. YLIR hf. - HAFNARBRAUT 14 - DALVIK - Sími: 6 14 05. NYR BATUR Um síðustu helgi bættist nýr bátur í flota Dalvíkinga. Stór- hóll sf. keypti um síðustu helgi 30 tonna bát frá Raufarhöfn. Heitir hann nú Tryggvi Jónsson og hefur einkennisstaflna EA 26, en hét áður Hildur Stefánsdótt- ir. Báturinn er byggður úr stáli á Seyðisfirði 1975 og er með Kelvin Dorman 188 hestafla vél. I samtali við Jón Tryggvason kom fram að báturinn mun fara á net eftir áramót. Aflinn mun verða saltaður í húsi Stórhóls við Ránarbraut. Norðurslóð er ekki kunnugt hver verða mun skip- stjóri á Tryggva Jónssyni. Getur nokkur botnað? Bárur glaðar brotna á Böggvisstaðasandi. Ef einhver treystir sér ekki til að fást við hringhenduna, mætti reyna við þessa. Vor í lofti, veður hlýtt, vetur burtu flúinn. Sýnishorn af innsendum botnum verður birt eftir áramót. - Sagan af C-inu C. Ég fæ C fyrir vír-listaverkio mitt. Hvernig er unnt ao fá C fyrir vír- lístaverk? Var verið að meta kunnáttu mína á þessu sviði? Ef svo er, er þá ekki einnig verið ao meta hæfileika þfna, kennara míns. ti! að yfirfæra kunnáttu til annarra? Ertu tilbúinn að eiga þetta C með mér? Ef verið er að meta viðleitni mín er dóm- urinn ósanngjarn. Eg reyndi eins og ég gat. Eftilvillb herðatrésíns sem vfrinn úr. Er það ósanngjarnt? j A mat á mér að byggjast á herða trjám sem koma með fötum úr ákveðinnifathreinsun? Þaðeru foreldrar mínir sem ákveða að skipta viðþessa fatahreinsun. Eiga þau þá ekki C-ið með mér? Senn líður að því að þeir nemendur sem ljúka grunn- ! skólanámi í vor gangi undir samræmd próf. Eins og kunnugt er tekur hver nem- andi' samræmt próf í fjórum greinum og eru gefnar fímm einkunnir, A, B, C, D og G. Einkunnin C þýðir að lausn nemandans sé í meðallagi. En hvernig er komist að raun um hvað hver á að fá? Við hvað er eiginlega miðað þegar skólinn gefur einkunn ir? Bandaríski teiknarinn Scultz hefur velt þessum málum fyrir sér og að því er virðist ekki komist að neinni ákveðinni niðurstöðu. Norðurslóð hefur fengið leyfí til að birta hér hug- renningar hans um þessi mál og vonar að teikning- amar spilli ekki fyrir. Þótt teikningarnar séu gerðar af mikilli glettni er hér síður en svo um gamanmál að ræða. NORÐURSLOÐ - 19

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.