Norðurslóð - 26.01.1979, Blaðsíða 1
NORÐURSLÓÐ
SVARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR
Viðhorf í ársbyrjun
3. árgangur
Föstudaginn 26. janúar 1979
1. tölublað
Trimm er nauðsyn
Skíðafélag Dalvíkur var
stofnað 1972. Strax við stofn-
un félagsins eignaðist það
spjaldalyftu af gerðinni
Borer Star og hefur rekið
hana síðan. Árið 1977 keypti
svo félagið diskalyftu, Dopp-
elmayer O.E. Flutningsgeta
beggja lyftanna er ca. 5-600
manns á klst.
Með tilkomu skíðafélagsins og
lyftanna hefur áhugi almennings
á skíðaíþróttinni vaxið mjög ört
og lætur nærri að um 15%
bæjarbúa stundi skíðaíþróttina
sér til ánægju og heilsubótar.
I sambandi við skíðalyftinua
Rausnarleg
gjof
30. desember síðastliðinn gáfu
þau hjónin Alma Stefánsdóttir
og Ægir Þorvaldsson ásamt son-
um þeirra Slysavarnafélaginu á
Dalvík kr. 200.000 til minning-
ar um son þeirra Stefán er fórst
17. júní s.l. Upphæð þessa skal
nota til styrktar og eflingar fé-
lagsstarfmu.
Gunnar Kristinsson formað-
ur karladeildar Slysavamafé-
lagsins á Dalvík tjáði Norður-
slóð að þessi gjöf kæmi sér ákaf-
lega vel fyrir félagið, það stæði
nú í fjárfrekum byggingafram-
kvæmdum. Búist er við að unnt
verði að ganga frá viðbygging-
unni við Jónínubúð á þessu ári.
Þar verður bílageymsla og að-
staða fyrir björgunarsveitina.
I haust er leið fékk sveitin
nýjan bíl, frambyggðan rússa-
jeppa. Þörfín fyrir nýjan bíl var
orðin brýn, sagði Gunnar, því að
í útköll, t.d. út í Múla, dugir ekki
nema traustur og góður bíll.
Bíllinn útheimtir svo einhverja
aðstöðu.
Gunnar sagði að félagið þakk-
aði kærlega þessa rausnarlegu
gjöf og þá velvild og hlýhug sem
því hefði verið sýnd.
rekur félagið skíðaskála. Alla
jafnan er bílfært upp að skálan-
um, sem er um 1 km. fyrir ofan
bæinn. Svigbrekkur eru mjög
fjölbreytilegar og ættu allir að
geta fundið brekkur við sitt hæfí,
jafnt byrjendur sem lengra
komnir.
Skíðakennsla hefur verið á
vegum félagsins frá stofnun
þess. Sú kennsla var óformleg í
fyrstu, þ.e.a.s. ekki skipulögð
námskeið. Undanfarin tvö ár
hefur félagið hinsvegar verið
með námskeið þar sem flokkað
hefur verið eftir getu hvers og
eins, og mun svo verða einnig í
vetur.
I vetur hyggst félagið auka
starfsemi sína með þáttttöku í
trimmherferð S.K.I. I þeim
tilgangi hefur félagið komið
upp aðstöðu fyrir göngufólk.
Reynt verður eins og kostur er að
halda poinni göngubraut fyrir
almenning. Einnig mun fólki
verða leiðbeint um meðferð og
notkun gönguskíða.
Skíðatrimmið er í því fólgið að
fólk gengur eða rennir sér
tiltekinn fjölda km. á einu og
sama skíðatímabili, sem hefst 1.
okt ár hvert. Þegar hverjum
áfanga er náð samkvæmt trimm-
reglunum, getur viðkomandi
keypt merki, en ekki er það
skilyrði. Merki þetta gefur til
kynna, hve langt handhafí þess
er kominn á trimmbrautinni.
Eftir að hafa trimmað í minnst
25 ár samkv. trimmreglunum,
hefur viðkomandi unnið til
afreksbikars.
Skíðatrimm þetta er sniðið
eftir norsku trimmkerfi, en þar í
landi hefur kerfísbundið skíða-
trimm verið stundað í 40 ár og er
mjög vinsælt.
TRIMM ER NAUÐSYN.
Þessvegna, góðir sveitungar,
þurrkið nú rykið af gömlu
skíðunum og verið með í
skíðatrimminu. Hafið sam-
band við okkur í trimm-
nefndinni, áður en þið byrjið
' og fáið frekari upplýsingar.
í TRIMMNEFND:
Jón Halldórsson
Anna Aradóttir
Sveinbjörn Steingrímsson.
Enn eitt ár er liðið í aldanna
skaut, það var hið 1978. frá
upphafi tímatals vors, en hið
1068. frá upphafí byggðar í
Svarfaðardal að fróðra
manfia tali. Nýtt ár er gengið
í garð og heilsaði ljúfmann-
lega hér á norðurslóð.
Árferðið
Með sanni má segja, að árið
1978 væri ár farsældar og
velgengni þess fólks, sem hér
býr, ef á heildina er litið.
Tíðarfar var gott nálega allt árið.
Vetur var snjóléttur og illviðra-
laus. Vor var að vísu kalt, en
ótímabær áhlaup voru engin og
sumar frá júnímánuði var ágætt
og haustið framúrskarandi þægi
legt.
Stórviðralausum vetri fylgir
mikið hagræði fyrir oss hér um
slóðir. Því fylgir m.a. sá megín-
kostur, að samgöngur innan
sveitar og inn með firði eru þá í
góðu lagi. Þar kemur einnig til
að nýju vegarkaflarnir, sem
byggðir hafa verið „upp úr
snjónum" á undanförnum ár-
um, sanna nú æ betur gildi sitt,
svo nú eru gjarnan bestu hlutar
vegarins, þar sem áður voru þeir
verstu.
Annað hagræði, sem fylgir
mildum vetri, er ótruflað raf-
magnstreymi frá hinu sam-
tengda rafkerfi landsins. Enda
þótt fullkomið öryggi í þessu
efni sé ekki fyrir hendi, og verði
sjálfsagt aldrei, þá ber að
minnast þess með þakklæti, að
með tilkomu byggðalínu hefur
örygg'i í þessu lífshagsmuna-
málí stóraukist. Annað skref,
sem hlítur að þurfa að stíga hér
sem fyrst, er svo endurbygg-
ing flutningslínunnar frá Akur-
pyri, en a.m.k. sumir kaflar
hennar kváðu vera mjög svo
ótraustir orðnir.
Vorið var svalt og gróður kom
seint, svo sláttur hófst óvenju-
lega seint. Hey bænda urðu því
a.m.k. 10-15% minni að vöxtum
en í góðu ári. Á hinn bóginn var
heyskapartíð góð og nýting grass
ins ágæt, svo gæði heyja er talin
með besta móti. Ennfremur
fylgir köldu en illviðralausu vori
það, að sauðburður gengur vel,
svo og það, að gróður vex og
helst ferskur lengur fram eftir
sumri en ella. Þetta til samans
stuðlaði að því, að dilkar urðu
bæði fleiri og þyngri á árinu en
áður eru dæmi til. Góða tíðin í
sumar og haust átti ennfreínur
sinn þátt í því, að mjólkur-
framleiðsla svarfdælskra bænda
varð til muna meiri en nokkru
sinni fyrr. Af öllu þessu leiðir, að
þrátt fyrir ofsalega verðbólgu
má vænta þess, að fjárhagsaf-
koma bænda verði yfirleitt góð
eftir árið, liklega jafngóð og hún
hefur orðið best áður. Tölur
vantar þó til að staðfesta þetta
álit.
Framkvcemdir.
í sveitinni voru byggðar 4
stórar hlöður auk nokkurra
annarra byggínga og virðast
margir bændur stefna að því, að
eignast góðar geymslur fyrir
allan heyforða sinn og losna
þannig við „vetrarheyskap“ og
töp, sem af því leiðir að þurfa að
geyma nokkurn hluta heyjanna
undir beru lofti.
Á Dalvík hélt atvinna og upp-
bygging áfram með fullum
krafti. Öll atvinnutæki störfuðu
með eðlilegum hætti. Fiskiflot-
inn jókst nokkuð og aflabrögð
voru allgóð. Yngsti sproti á þeim
meiði, rækjuveiðar, gengu til
muna betur en áður, þekking
manna á miðunum eykst, þótt
hægt fari, og sjómennirnir virð-
ast vera að ná öruggum tökum á
djúprækjuveiðunum.
Frystihúsið starfaði eðlilega
allt árið og jók framleiðslu sína
um meira en 20% frá fyrra ári.
Saltfískverkun varð sömuleiðis
meiri í heild á Dalvík en hún
hefur áður orðið mest.
Byggingarstarfsemi varð líka
mikil og vafasamt að hún hafi í
Framhald á bls. 2.
Úrkomumælingar
í Svarfaðardal
Mitt á milli þjóðvegar og bæjar-
ins á Tjörn er stakur staur í tún-
inu með víðri hvítri trekt efst.
Kl. 9 á morgnana sést oft til
mannaferða við staurinn, plast-
brúsi er dreginn upp úr trektinni
og annar settur í hans stað. Þama
er verið að mæla úrkomuna, regn
eða snjó, og svo hefur verið gert
frá miðju ári 1969. Einnig er
fylgst með snjódýpi og snjóalög-
um. Utkoma þessara mælinga
birtist í Veðráttunni, mánaðar-
riti Veðurstofunnar. Þar sem rit
þetta er ekki sérlega víðlesið er
ekki úr vegi, að birta helstu
niðurstöður úrkomumæling-
anna hér í Norðurslóð svo og
örlitlum samanburði á úrkomu í
Svarfaðardal, í Fljótum og á
Akureyri.
Urkomumagn er mælt í milli-
metrum (mm). Millimetrafjöld-
inn táknar það vatnsdýpi sem
vera myndi ef regnvatnið sæti
kyrrt þar sem það félli og ekkert
rynni burt eða sigi í jörðina.
Hvað má lesa úr töflunum?
Taflan sýnir úrkomumagn
hvers mánaðar á árabilinu 1970-
1978. Einnig er þar gefín árs-
úrkoman og fjöldi úrkomudaga á
hverju ári, ásamt með meðal-
talsúrkomu hvers mánaðar á
þessu tímabili.
Á mynd I er mánaðarúrkoma
áranna 1970-1978 sýnd í að-
gengilegra formi en á töflunni.
Þar kemur mjög glögglega fram,
að desember 1975 hefur verið
lang mesti úrkomumánuður
þessa tímabils með 169.9 mm
úrkomu. í veðurskýrslum frá
Tjörn í þessum mánuði segir í
athugasemdum, að úrkoma hafi
verið „óhemjumikil í desem-
ber, sömuleiðis var óvenjulega
umhleypingasamt, og má segja,
að það hafí rignt annan daginn
en snjóað hinn. Það er ekki al-
gengt hér. Á annan jóladag var
hér slagveður með stormi og 10
stiga hita en dagana á eftir var
frostið komið niður í 8-12 stig.
Jarðskjálftakippur fannst hér kl.
22.05 á jóladagskvöld."
Þurrasti mánuðurinn sem
komið hefur var maí 1977, en þá
var úrkoma svo lítil, að hún
mældist ekki allan mánuðinn.
Þegar mynd I er skoðuð
kemur vel í ljós, að haust- og
vetrarmánuðirnir eru miklu úr-
Framhald á bls. 3.
Samanburður á ársúrkomunni á Tjörn, á Akureyri og í Fljótum.
Fljótamenn sitja í súpunni.