Norðurslóð - 26.10.1979, Page 1
NORÐURSLÓÐ
SVARFDÆLSK BYGGÐ OG BÆR
.........■ : ' ' ; ' - .:.:::.■'.■ ' -
3. árgangur Föstudagur 26. október 1979 8. tölublað
Ólafsfjörður. Mynd: Dagur.
Aukin samvinna
Bréf frá Pétri Má Jónssyni, bœjarstjóra í Ólafsfirði
Oft hafði mér verið hugsað til
ágætis þess - jafnvel í ekki stærri
bygðarlagi en Ólafsfirði að hafa
fjölmiðil til upplýsinga og
skoðanaskipta um helstu fram-
fara- og menningarmál hvers
byggðarlags. Ég hreifst því
mjög af framtaki nokkurra
Svarfdælinga og Dalvíkinga er
þeir hófu útgáfu blaðsins Norð-
urslóðar árið 1978.
í framhaldi af hugleiðingum
mínum um þessi mál ræddi ég
síðan við einn af forsvarsmönn-
um blaðsins um áhuga minn á
þessu sviði - hvort vilji væri til
þess að víkka nokkuð starfs-
vettvang blaðsins með því að ljá
ólafsfirskum málefnum þar
rúm. Yrði slíkt væntanlega til
þess að styrkja frekar grundvöll
blaðsins ef vel tækist til. Það
varð síðan úr að ég leiddist út í
það að skrifa smágrein í blaðið
sem fyrsta framlag Ólafsfirð-
inga - í von um að margar fleiri
mættu fylgja í kjölfarið.
Mér finnst því viðeigandi að
íjalla hér í nokkrum orðum um
möguleika á auknu samstarfi
milli byggðarlaganna við Eyja-
fjörð - íbúum þeirra til hags-
bóta. Ég mun aðallega fjalla um
samstarf á vettvangi sveitar-
stjórnarmála og þáeinkum milli
Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Að
sjálfsögðu hafa einnig einstak-
lingar, fyrirtæki og félagasam-
tök mikilsvert samstarf með sér.
Möguleikar Ólafsfirðinga til
gagnkvæmrar samvinnu við
granna sína mótast af ótryggum
samgöngum á landi. Mjög er
brýnt að fljótlega verði tekin
ákvörðun um framtíðarlausn
vegamála Ólafsfirðinga. Þar er
um tvennt að ræða - vegþekjur
eða jarðgöng. Þegar fengin er
slík lausn eru samstarfsmögu-
leikar ótæmandi. Ég mun þó
hér miða við það ástand sem nú
ríkir í vegamálum okkar.
í reynd hefur samstarf sveit-
arfélaganna verið lítið - en þó
gott það sem verið hefur. Að því
er varðar Ólafsfjörð og Dalvík
hefur slíkt aðallega verið fólgið í
gagnkvæmu upplýsingastreymi
milli starfsmanna sveitarfélag-
anna. Raunveruleg samvinna
um. lausn ákveðinna verkefna
eða vandamála hefur verið mjög
lítil.
Fyrir um það bil 10 árum
réðu kaupstaðirnir verkfræðing
sameiginlega. Skyldi hann
vinna að tæknimálum sveitarfé-
laganna beggja. Virðist þessi
tilraun ekki hafa tekist nógu vel
og samstarfið leystst upp fljót-
lega.
Af verkefnum sem nú er
staðið sameiginlega að má
nefna, að heilbrigðisfulltrúinn á
Akureyri hefur til skamms tíma
einnig gegnt því starfi jj Dalvík
og í Ólafsfírði. Nú er unnið að
gerð nýrra laga um hollustu
hætti og mun sveitarfélögunum
lagðar þar á herðar auknar
skyldur í heilbrigðismálum. Því
er nauðsynlegt að áfram takist
samvinna við Akureyringa um
þessi mál, þar sem erfitt er fyrir
litlu sveitarfélögin að bjóða upp
á svo sérhæfða þjónustu ein.
Væntanlega munu hrepparnir
einnig koma inn á þessa mynd.
Vandamál sérleyfishafa við
fólksflutninga hafa verið leyst í
samvinnu við sveitarfélögin við
vestanverðan Eyjaíjörð. Þessa
dagana er mjög rætt um ráðn-
ingu garðræktarráðunauts fyrir
sveitarfélögin. Hann myndi
verða ráðgefandi bæði fyrir
sveitarfélög og einstaklinga.
Mikil þörf er á slíkri ráðgjöf.
í náinni framtíð tel ég æski-
legt að samvinna takist um
eyðingu sorps, sem að minnsta
kost í Ólafsfirði er verulegt
vaandamál. Víðtækt samstarf
um slökkviliðsmál þyrfti að
komast á milli bæði þéttbýlis og
sveita. Meðal annars þarf að
samræma búnað slökkvilið-
anna þannig að hægt sé að
samnýta þann búnað sem til er,
ef nauðsynlegt reynist að veita
aðstoð vegna meiri háttaar
bruna. Nefna má samvinnu á
sviði sjúkraflutninga og al-
mannavarna, einnig í æskulýðs-
málum og í tómstundamálum
aldraðra meðal annars með
gagnkvæmum heimsóknum.
Síðast en ekki síst er að geía
samstarfs á sviði verklegra
framkvæmda, sem gæti verið
fólgið i samnýtingu og sameign
ýmiss konar tækja. Þannig
mætti lengi telja.
Þá má hugsa sér stofnun
sameiginlegs félags starfs-
manna, sem annast myndi
samninga um laun og kjör
starfsmanna. í framhaldi af
stofnun slíks félags er eflaust
grundvöllur fyrir byggingu or-
lofshúss starfsmanna.
Þegar samstarf og samvinna
eins og ég hef lauslega rakið hér
að framan hefur náð að þróast
vel tel ég kominn góðan grund-
völl fyrir sameiningu sveitarfé-
laganna í meðalstórt sveitafé-
lag sem yrði færara að veita
íbúum sínum þá þjónustu er
þeir krefjast en hin litlu sveitar-
félög okkar megna ekki að
veita.
Norðurslóð er sérstök ánægja
að birta þessa athyglisverðu
hugvekju bæjarstjórans í Ólafs-
firði. Byggðir Ólafsfjarðar og
Svarfdæla voru lengi eins og
tveir aðskildir heimar þó stutt
væri á milli. Síðan kom tækni
nútímans og tók að tengja
saman byggðalögin. Fyrst kom
síminn um Grímubreickur. Þá
vegurinn fyrir Múlann, sem sagt
er að eigi beinan og óbeinan
þátt í nokkrum ólfirsk-dalvísk-
um hjónaböndum. Og nú síðast
eru plássin að „raftengjast" sbr.
grein hér í blaðinu um háspennu
línuna yfir Dranga.
Blaðið væntir þess áð áfram-
hald verði á birtingu efnis úr
Ólafsfirði á síðum þess og send-
ir þangað bestu kveðjur.
Blessuð rjúpan
hvíta
Upp er komin mikil deila um
rétt til rjúpnaveiða sem heyra
má í tilkynningum i Ríkisút-
varpinu. Bændur á stórum
svæðum vestanlands hafa bund
ist samtökum um að banna
rjúpnaskot í löndum sínum.
Félag skotveiðimanna heldur
því hins vegar fram, að bændur
taki sér meira vald en þeir eigi
að lögum, því allir menn eigi
jafnan og frjálsan rétt til veiða á
afréttum.
í þessu sambandi er ekki út í
hött að fara nokkrum orðum
um rjúpnaveiði hér í Svarfaðar-
dal. Eins og kunnugt er er
talsvert um rjúpu hér í fjöllun-
um, sumstaðar meira sumstað-
ar minna eftir gróðurfari. Mikil
ásókn skotmanna er í rjúpuna
einkum á bestu veiðistöðunum.
Aðallega eru það bæjarbúar,
þ.e. Akureyringar og þó einkum
Dalvíkingar, en landeigendur
þ.e.a.s. bændurnir fara sárafáir
til rjúpna.
Til eru þeir menn á Dalvík og
annarsstaðar, sem ekki telja
ómaksins vert að spyrja land-
eigendur um leyfi til að skjóta
rjúpur. Komið hefur það fyrir
að skotmaður hefur svarað til,
ef fundið hefur verið að atferli
hans, að bændum komi ekkert
við þótt skotið sé í fjöllum fyrir
ofan girðingar þeirra. Þetta er
að sjálfsögðu hinn mesti þvætt-
ingur. Allt fjalllendið í kringum
Svarfaðardal er hluti af heima-
landi bújarðanna í dalnum
nema afrétt hreppsins í Skíða-
dal.
í lögum landsins er að finna
ákvæði, sem heimila almenn-
ingi frjálsa för og dvöl á
óræktuðum og ógirtum eignar-
löndum manna. Ennfremur er
„heimilt að lesa ber, sem vaxa
villt á óræktuðu landi, til neyslu
á vettvangi". En hvergi er að
finna lög, sem heimila almenn-
ingi að skjóta fugla í eignar-
löndum annarra. Enda snýst
núverandi rjúpnadeila ekki um
það, heldur um veiðirétt á landi
í opinberri eign. Hér í sveit gæti
það einvörðungu gilt um afrétt
Svarfaðardalshrepps. Þó hlýtur
einnig það að vera umdeilan-
legt, því afréttin er að miklum
hluta land, sem hreppurinn
hefur keypt á þessari öld þ.e.
jarðirnar Holprkot, Gljúfrár-
kot, Sveinsstaðir og hluti Kross
hóls. Almenningurinn og lík-
lega Tungurnar líka voru hins-
vegar frá fornu fari eign Valla-
kirkju.
Ekki er til þess vitað, að
bændur hér í byggð hugsi sér að
hafa samtök um rjúpnaveiði-
bann og yfirleitt hafa þeir verið
næsta örlátir á að gefa leyfi til
veiða í löndum sínum.
Hinsvegar er ekki úr vegi að
minna á það einu sinni enn að
það er bæði lagaskylda og góðir
mannasiðir að fá leyfi við
komandi landeiganda, áður en
Framhald á bls. 3.
Til
lesenda
Nú styttist til jóla og þá
þarf að fara að hugsa fyrir
jólablaðinu.
Nú sem fyrr væri okkur
þökk í því ef lesendursendu
okkur efni, sem hentar í
það blað, - frásagnir,
Ijóð, hvaðeina. Já og svo er
alltaf pláss fyrir auglýs-
ingar.
Norðurslóð þakkar les-
endum öllum góð sam-
skipti og óskar GÓÐS
VETRAR.
Sláturtíð er
að ljúka
Dilkar með
endemum
ryrir í ár
Nú er sauðfjárslátrun senn lok-
ið í sláturhúsi KEA á Dalvík.
Samkvæmt síðustu upplýsing-
um er fjöldi sláturdilka röskl.
14.500 eða um 400 fleiri en í
fyrra. Þar á móti er fallþungi nú
aðeins tæpl. 12.5 kg á móti
14.75 í fyrra. Er þetta enn eitt
talandi dæmi þess hve síðastl.
sumar var erfitt öllu ungu lífi.
Þyngsti dilkur að þessu sinni
var 25.9 kg, eign Konráðs
bónda Gottliebssonar á Burst-
arbrekku í Ólafsfirði.
I samtali við sláturhússtjór-
ann Kristin Guðlaugsson kom
fram að nýi fláningsbekkurinn
og tilheyrandi kerfi hefur reynst
framúrskarandi vel og er allt
starfslið hússins sérlega ánægt
með vinnuaðstöðuna sem hann
skapar.
Nú er verið að slátra full-
orðna fénu sem verður óvenju
margt að þessu sinni, líkl. á 3.
þúsundinu.
Árni á Ingvörum með þann
mórauða.