Norðurslóð - 26.10.1979, Síða 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgöarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfáðardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Óttar Proppé, Dalvlk
Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn
Ljösmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför, föður okkar, tengdaföður og afa,
STEFÁNS RÖGNVALDSSONAR,
Brúarlandi, Dalvík.
Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunar-
fólki á lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins, Akureyri.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
AUGLÝSING
Kjörskrá Dalvíkurbæjar til alþingiskosninga 2. og 3.
des. 1979 liggur frammi á skrifstofu bæjarins frá 3.
nóv. til 17. nóv. n.k.
Kærufrestur til sveitarstjórnar rennur út 17. nóv.
1979.
Bæjarstjórinn á Dalvík.
Starf bæjarritara
hjá Dalvíkurbæ er laust til umsóknar.
Umsóknir sendist bæjarstjóra fyrir 20. nóv. n.k.,
sem jafnframt veitir nánari upplýsingar.
Bæjarstjórinn á Dalvík,
Valdimar Bragason.
Hestur til sölu
Til sölu er lítið taminn 5 vetra hestur til lífs eða
frálags.
Hesturinn er einn stærsti hestur á íslandi að sögn
héraðsdýralæknis.
Afgreiðslan vísar á.
Til
hlaupareiknings-
eigenda
Nú um mánaðamótin október-nóvember tekur
Sparisjóður Svarfdæla upp nýtt færsluform í
sambandi við Reiknistofnun bankanna í Kópa-
vogi.
Verða þá allar ávísanir, sem ekki er innstæða
fyrir eða eru umfram umsamda yfirdráttar-
heimild, krafðar með kr. 1.800 að viðbættum
41/2% dráttarvöxtum á mánuði.
Vinsamlega athugið þetta.
Sparisjóður Svarfdæla
Háspennulína til
Ólafsflarðar
Það hefur varla farið fram hjá
neinum að komin er röð raf-
magnsstaura út og upp eftir
Upsafjalli (Bæjarfjalli) og
hverfur upp fyrir háls Hólsdals.
Þetta er háspennulína Raf-
magnsveitna ríkisins, sem liggur
til Ólafsfjarðar þ.e.a.s. staura-
röðin, en sjálf raflínan er enn
ókomin.
Blaðið spurði Ingólf Árnason
rafveitustjóra frétta af þessari
framkvæmd, og fara upplýsing-
ar hans hér á eftir.
Leiðin frá Dalvík til Ólafs-
fjarðar um Hólsdal, Dranga og
niður Burstarbrekkudal er ca.
15 km. Staurasamstæðurnar
eru 137 að tölu. Verkið gekk
mjög vel enda þótt tíðin væri af-
leit, bleyta og kuldi. Verkstjóri
var Gísli Hermannsson úr
Reykjavík og með honum harð-
snúið lið berserkja.
Það næsta sem gerist verður
eftir áramótin. Þá vonumst við
eftir sæmilegu veðri og færð í
snjónum svo hægt verði að festa
upp línuna.
Búið er að setja upp bráða-
birgða aðveitustöð norðan við
Böggvisstaðaútleggjarann. Nú
verður spennan á línunni Hjalt-
eyri-Dalvík hækkuð í 30,000
volt og eykst þá flutningsgetan
til muna. Þessi aðveitustöð
dugir til næsta hausts, en þá er
fyrirhugað að koma upp fram-
búðaraðveitustöð í grunni mal-
arnámanna á Hrísahöfða, en
þar hefur Dalvíkurbær gefið
kost á landi og náttúruverndar-
aðilar heimilað fyrir sitt leyti að
mannvirkið verði reist.
Fyrirhugað er að þessi há-
spennulína verði framlengd
fram Ólafsfjörð, um Fljót og
inn eftir Skagafirði til Sauðár-
króks. Er þá komin hringteng-
ing, sem er til mikils öryggis
fyrir allt svæðið.
Komið hefur fram gagnrýni á
vinnubrögð línumanna og talað
er um landspjöll, einkum á
Hólsdal. Við spurðum Ingólf
um það mál.
Jú, Ingólfur kannaðist við
málið, en vildi ekki gera mikið
úr því. Sagði að bleytan í sumar
ætti mestan þáttinn í því, sem
aflaga hefði farið. Ætlunin væri
reyndar að lagfæra landspjöll
með sáningu og á annan hátt
næsta sumar. Þá yrði landeig-
endum bætt þeirra tjón og væri
allt í friðí og sátt þeirra í
milji.
Ástæða er til að fagna þessari
framkvæmd, sem verður ekki
einasta nágrönnum vorum,
Ólafsfirðingum, til hagsbóta,
heldur verður þegar fram í
sækir liður í því að auka
orkuöryggi allra, sem á Trölla-
skaga búa, þ.á.m. Svarfdæla,
sem þá eiga ekki allt undir
línunni frá Akureyri, því straum
urinn getur þá líka fengist úr
hinni áttinni.
Loksins kom þurkurinn
Eftir hálfs árs kulda og raka er
loksins kominn þurrkur.
Undir septembersól / brosti
sumarið fyrst, kvað skáldið. Að
þessu sinni litu Svarfdælir það
fyrst undir októbersól, þ.e.a.s.
þar sem sól er þá ekki hætt að
sjá fyrir löngu, eins og er á
á Dalvík
Hjá bæjartæknifræðing fengust
eftirfarandi upplýsingar i stuttu
máli um helstu opinberar fram-
kvæmdir í bænum, svo og um
almennar húsbyggingar:
Hitaveitan.
f haust hefur verið unnið að
útfærslu hitaveitu Dalvíkur til
húsa utan sjálfs kaupstaðarins.
f fyrsta lagi hefur veita verið
lögð í 10 hús norðan Brimnesár
þ.e. Árhól, Svalbarð, Mó, Sæ-
ból, Bjarnastaði, Bessastaði,
Miðtún, Miðkot I og II og
Efstakot.
í öðru lagi í 6 hús ^sunnan
Dalvíkur þ.e. Ásgarð, Árgerði,
Böggvisstaði (minkabú), Hrapp
staði I og II og Hrappsstaðakot.
Síðartalda verkefninu er ekki
enn að fullu lokið.
Ráðhús.
Unnið er að innréttingum í
þann hluta, sem verða skrif-
stofur bæjarins. Standa vonirtil
að unnt verði að flytja bæjar-
skrifstofurnar í Ráðhúsið fyrir
áramót.
Heilsugæslustöðin.
Hafnar eru framkvæmdir við
suðurálmu, þar sem verða al-
mennar læknisstofur og við
miðhluta, þar sem er biðstofa
og stjórnunaraðstaða. Verki
þessu á að vera lokið fyrir 1.
nóvember 1980. Um framhald
innréttinga í norðurálmu verð-
ur tekin ákvörðun eftir áramót-
in. Verktaki við þessa áfanga er
Tréverk h/f á Dalvík.
Gatnagerð.
Á liðnu sumri var lagt malbik
á Mímisveg, Hjarðarslóð og í
kring um Heimili aldraðra, sem
enn hefur ekki fengið sérnafn.
Húsbyggingar.
Hafin var bygging 11 ein-
býlishúsa og 6 íbúða í raðhúsi í
sumar. í smíðum eru nú 24
mörgum bæjum fram í dalnum.
Ekki nota menn samt þurk-
inn til að þurka hey hér um
slóðir, því allir voru búnir að
setja þau saman, og yfirleitt af-
leitlega verkuð, fyrir nokkru
síðan. Þó var ekki örgrannt um,
að sjá mætti menn við heyskap í
einbýlishús og 10 íbúðir í
raðhúsum.
Lítið er orðið um lóðir á
skipulögðu svæði, en unnið er
að skipulagningu nýs svæðis
vestan Böggvisbrautar og verð-
ur væntanlega hægt að úthluta
lóðum þar i vetur.
Mikið gleður það „Norður-
slóða“ þegar hagyrðingar vorir
senda blaðinu rímaða línu. Það
gerði einn þeirra nú seint á
sumri. Óskar Karlsson á Hrís-
um. í formála segir hann:
„Þessar hringhendur eru ort-
ar með hart vor og kalt sumar í
Mæða háir mörgu nú
menn þó nái að tóra.
Ótíð þjáir byggð og bú
bæði smáa og stóra.
Ólgu hryndir aldan há,
iðu myndast bingur.
Hamast vindur heiðum á,
hátt í tindum syngur.
Fjöllin stynja mistri mót
meini kynja hörðu.
Skýin drynja dökk og Ijót,
dropar hrynja á jörðu.
Ennþá vakir helja hörð,
hauður makar tárum.
Fífil sakar frost í jörð,
fjölgar klakasárum.
Þekur landið þoka grá,
þyngist vandi frekur.
Svalur andi sænum frá
sumri granda tekur.
kring um 20. mánaðarins og
hlýtur það að vera fágætt þótt
litið sé til langrar sögu.
Nú eru ásetningsmenn að
ljúka seinni eftirlitsferð sinni á
þessu hausti. Of snemmt kváðu
þeir að gefa upp tölur um hey-
forða og ásetning, en svo er þó á
þeim að skilja, að fækkun bú-
íjár verði ekki mikil hér í sveit.
Verður væntanlega hægt að
gefa fyllri upplýsingar í nóvem-
berblaði.
Sú missögn slapp í gegn í síð-
ustu Norðurslóð, að ekkert bú
væri í Gröf og í Brautarhóli.
Þetta er auðvitað mesta vit-
leysa, eins og greinarhöfundur
vissi vel. Á jörðunum eru 120
kindur á vetur settar nú eins og
undanfarið og eru þær allar
hýstar í fjárhúsunum í Gröf í
öruggri umsjá Júlíusar bónda.
huga“. Það leynir sér reyndar
ekki að þessi stef eru í ætt við
norðansveljuna, sem réð ríkum
hér á norðurslóð í allt vor og
sumar og var undir það síðasta
komin langleiðina inn að hjarta-
rótum og farin að narta í sálir
manna.
Fuglakynið kroppar hól,
kynnir hlyni trega.
Aldrei skin af skærri sól
skín hér vinalega.
Kalt á sléttu kúrir blað
krangt og mett af lús.
Engin spretta á sér stað,
ekki er létt að búa.
Körg í hljóði kulnar trú,
kjark úr blóði flæmir.
Bóndans gróði brestur nú,
bjargarsjóði tæmir.
Illa vandað veðrið fúlt
veg og sanda grefur.
Norðanfjana og sunnansúld
saman blandað hefur.
Gefist lag á gengið nú,
gróður hagann prýði.
Endar bragur, örvist trú.
Ólánsdagur líði.
Óskar Karlsson.
Verklegar framkvæmdir
Kalda sumarið 1979
2 - NORÐURSLOÐ