Norðurslóð - 26.09.1980, Side 1

Norðurslóð - 26.09.1980, Side 1
Svarfdælsk byggð & bær 4. árgangur Föstudaginn 26. september 1980 Úr kennslustund. Anna Baldvina Jóhannesdóttir og nemendur. Ljósm. Trausti Þorsteinsson. Skólastarfið á Dalvík - Skólinn var settur 18. septem- ber í 71. sinn frá því Svarfdæla- fræðsluhérað var stofnað, og mættu þá til leiks liðlega 300 nemendur, að meðtöldum nem. í forskóla- og framhaldsskóla- deild, - sagði Trausti Þorsteins- son skólastjóri á Dalvík í rabbi við blaðið. - Að venju munu nemendur frá nágrannasveitarfélögunum þremur verða í 8. og 9. bekkjum, auk þess sem nem. 7. bekkjar við Húsabakkaskóla verða hér í Dalvíkurskóla í vetur. Vegna fæðar þeirra er ekki unnt að starfrækja fyrir þau bekk þar fremra. Enn siglir Norðurslóð úr vör eftir sumarfrí. Það er gott fyrir þá, sem vinna að blaðaútgáfu í ígripum einvörðungu, að þurfa ekki að sinna því verki yfir hásumarið. Á hinn bóginn fínnur maður greinilega til þess, að á svo löngum hvíldartíma slitnar sambandið við lesendurna tilfínnanlega. Það er því spurning, hvort ekki á að reyna að halda mánaðarlegri út- gáfu órofinni allt árið, ef áframhald verður á þessari starf- semi. Það getur hinsvegar brugðið til beggja vona. að nýir greinarhöfundar séu Óttar Proppe. að ganga til liðs við útgáfuna. Það er a.m.k. ákveðinn vilji til að viðtalsþættir verði nokkuð fastir liðir, ennfremur fréttir af undirstöðuatvinnuvegum okkar og svo hefur Ungmenna- félag Svarfdæla mikinn hug á að hafa fastan þátt um félags- og íþróttamál. Þetta er önnur hlið vandamálsins. Hin snýr að fjárreiðum. Það er ekki launungarmál, að innheimta blaðgjalds þyrfti að ganga betur og greiðar. Allt of margir (einkum heimafólk) gleyma að borga þetta lítilræði, sem árgjaldið er. í fyrra var gripið til þess ráðs að innheimta með sérstakri „áminningu", einnig hér heima, þau blaðgjöld, sem ekki skiluðu sér öðru- vísi. Þetta gaf mjög góða raun, og því leyfum við okkur að fara sömu leið nú. Með þessu blaði fylgir því sérstök „áminning“, sem vonast er til að beri þann árangur, að þeir sem skulda hraði sér inn í bókabúðina Sogn og greiði gjaldið gegn kvitt- un. Við þökkum fyrirfram góðar undirtektir. Við viljum að lokum fyrir hönd okkar allra, góðir lesendur Norðurslóðar, senda Óttari Proppe og fjölskyldu hans bestu kveðjur og þakkir fyrir hlut hans í að hrinda af stað þessari svarfdælsku blaðaútgáfu, sem vel hefurgengið, og á vonandi fyrir sér langa og góða framtíð. Útgefendur. Alls verða 23 starfandi kenn- arar við skólann, þar með stundakennarar. Nýir í hópnum eru Ólafur Thoroddsen, Inga Sigrún Matthíasdóttir, Sigvaldi Júlíusson, Sveinbjörg Hall- grímsdóttir og Jóhanna Skafta- dóttir, en sú síðasttalda er ráðin sameiginlega við Dalvíkurskóla og Árskógarskóla í hálft starf alls. Norðurslóð vill gjarnan skjóta því inn milli lína til fróð- leiks fyrir áhugamenn um ætt- fræði og uppruna manna, að Ólafur Thoroddsen er frá Pat- reksfirði, giftur Þóru Ákadóttur Stefáns og Þóru frá Dalbæ. Ingu Sigrúnu Matthíasdóttur Jakobssonar og Lóreleiar Gests dóttur kannast flestir við, einnig Sigvalda Júlíusson Kristjánss og Ragnheiðar Sigvaldadóttur, og þá Jóhönnu Skaftadóttur Þorsteinssonar og Guðrúnar Jóhannsdótur í Efstakoti. Sveinbjörg er frá Reykjavík, gift Karli Guðmundssyni bæjarrit- Framhald á bls. 5. Heimsókn frá vinabæ 7. tölublað Dagana 16. og 17. sept. dvölduá Dalvík fulltrúar Lundar, vinar- bæjar Dalvíkur í Svíþjóð, en ' eins og kunnugt er, er Dalvík þatthkandi í samtökum vina- bæja á Norðurlöndum og á sem vinabæi Lund í Svíþjóð, Hamar í Noregi, Viborg í Danmörku og Borgo í Finnlandi. Fulltrúar Lundarborgar voru þeir Per-Hákan Olson, borgar- stjóri og kona hans Beritt, Bo- Kjellin ferðamálastjóri Lundar og kona hans Henríette, Jan Mortenson ritstjóri dagblaðs í Lundi og kona hans Gunilla. Einnig kom til Dalvíkur stú- dentakór frá Lundi, karlakór, sem er við háskólann þar. Kór þessi er með þekktustu kórum í Svíþjóð, verður 150 ára á næsta ári og hafa margir þekktir tónlistarmenn verið stjórnendur hans. Fulltrúar borgarinnar komu að morgni þann 16. sept. Skoðuðu þeir fyrsta daginn m. a. Ráðhúsið, nýju Heilsugæslu- stöðina, kirkjuna, barnaheimil- ið og Dalbæ, þar sem drukkið var kaffi. Klukkan 18.00 var kvöldverður í Víkurröst í boði bæjarstjórnar ásamt kórnum sem þá var nýkominn til Dal- víkur. Klukkan 21.00 hófst söngskemmtun kórsins í Víkur- röst. Á undan söngnum talaði borgarstjóri Lundar og bar kveðjur Lundarbúa til Dalvík- inga og afhenti síðan Valdimar Bragasyni fagurt tinfat að gjöf til Dalvíkinga,bæjarstjóri þakk- aði fyrir hönd Dalvíkinga. Allar þýðingar annaðist Gösta Holm prófessor í norrænu við Lundar háskóla af mikilli prýði en hann var í för með kórnum. Kórinn söng síðan við mikla hrifningu áheyrenda, sem voru á annað hundrað. Eftir söngskemmtun- ina bauð Samkór Dalvíkur stúdentakórnum og gestum til fagnaðar í Bergþórshvoli. Voru þar á borðum Thule og rækjur og tókst fagnaður þessi hið besta. Næsta dag voru atvinnufyrir- tæki á Dalvík skoðuð og söng kórinn m. a. í vinnslusal frysti- hússins. Kórinn fór síðan til Akureyrar en fulltrúar borgar- innar dvöldu áfram og m. a. farin hringferð um sveitina með viðkomu á Tjörn, þar sem þáðar voru veitingar. Um kvöldið þáðu gestir boð bæjarstjóra og bæjarfulltrúa. Að morgni 18. sept. var haldið tii Mývatns í fögru veðri, litadýrð íslenskrar nátturu var eins og hún fegurst getur verið á haustdegi og varð það uppbót fyrir hið leiðinlega veður, sem var meðan gestirnir dvöldu á Dalvík. Gestirnir héldu síðan til Reykjavíkur að morgni 19.sept. Um gildi slíkra heimsókna mætti margt skrifa. Lundur með sína 80 þúsund íbúa er að flestu ólíkur Dalvík, en ef við á annað borð viljum hafa sam- skipti við Norðurlöndin verður að telja að slík vinabæjartengsl séu kjörin til að efla slík kynni, og hvöttu fulltrúar borgarinnar til að félög á Dalvík efldu kynni sín við lík félög í Lundi og bauðst ferðamálastjórinn til að verða milligöngumaður um slíkt. Sv. St. Per-Hákan Olson réttir bœjarstjóra gjafirnar. NÝSRÁRLEGUR BÚSKAPUR í SYÐRA-GARÐSHORNI Það fer ekki á milli mála, að hestamennskan blómgast sem aldrei fyrr í þessu byggðarlagi. Daglega fara flokkar ríðandi manna um vegina eða fram með vegunum. Börn þeysa um í sólskininu og í húmi síðsumar- kvöldsins heyrist hófadynur, þar sem menn eru að þjálfa hesta sína fyrir göngurnar. Hestamannafélagið Hringur lifir þróttmiklu lífi og stendur fyrir þó nokkurri starfsemi m.a. námskeiðahaldi í reiðmennsku fyrir börn og unglinga. í sumar voru þannig haldin 2 tuttugu daga námskeið fyrir nemendur á aldrinum 8-15 ára. Þátttak- endur voru 80 og gekk allt að óskum, enda áhugi mikill og veðurskilyrði ákjósanleg. Leið- beinendur á reiðnámskeiðinu voru Þórdís Hjálmarsdóttir á Dalvík og Freyja Hilmarsdóttir í Syðra-Garðshorni. Freyja í Syðra-Garðshorni, hver er nú það? Þannig munu einhverjir spyrja og skal nú leitast við að svara því. Svo er mál með vexti að ung hjón, komin að sunnan, hafa tekið Syðra-Garðshorn á leigu til 5 ára frá síðastliðnu vori. Þetta er mikið hestafólk, bæði velkunn í heimi hesta- mennskunnar fyrir sunnan og reyndar hér nyrðra líka, því þau bjuggu um skeið í nágrenni Akureyrar áður en þau fluttu hingað úteftir. Þessi ungu hjón, sem hafa þeyst hér um sveitina í sumar, glóhærð og goðumlík á gæð- ingum sínum, hafa vakið tals- verða eftirtekt heimamanna. Blaðamaður Norðurslóðar hringdi og bað um að fá að koma i kaffi í Syðra-Garðshorn eitt kvöldið snemma í septem- ber. Þau hjónin tóku því ljúfmannlega að svara nokkrum spurningum um búskapinn í S- Garðshorni og framtíðarplön þeirra þar. Hún að sunnan, hann að vestan. Hún heitir sem sagt Freyja Hilmarsdóttir, borin og barn- fædd í Reykjavík. Hann heitir Albert Jónsson, Akurnesingur bróðursonur Ríkharðs Jóns- sonar og þeirra miklu knatt- spyrnubræðra. Bæði voru þau í sveit mörg sumur á æskuárum, kynntust þar hestum og tóku við þá ástfóstri. Örlögin báru þau norður í land, fyrst til Akureyrar, síðan alla leið norð- ur í Svarfaðardal. Hvernig er að reka hrossa- búskap hér í S-Garðshorni? Það er ágætt, hér er allt vafið í grasi, bæði tún og úthagi. Við höfum nóg hey, þótt við höfum ekki nema hluta af túninu ennþá. Fjósið herna getur orðið prýðishesthús, þegar búið verð- ur að innrétta það á ný til þeirra nota. Hérna í nágrenninu eru góðir reiðvegir, sumir fjarri Framhald á bls. 5.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.