Norðurslóð - 26.09.1980, Side 2
NORÐURSLÓÐ
Útgefendur og ábyrgðarmenn:
Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaöardal
Jóhann Antonsson, Dalvik
Afgreiðsla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn
Ljósmyndari: Rögnvaidur Sk. Friðbjörnsson
Prentun: Prentsmiðia Björns Jónssonar
Göngur og réttir
Ferðafélag Svarfdœla:
Kynnisferð í Héðinsfjörð
Séð niður Héðinsfjörð. Ljósm. Trausti Þorsteinsson.
Á land á léttabátnum. Fararstjórinn í stafni. Ljósm. T.Þ.
Framhald af baksíðu.
virtist þetta spilla stemmning-
unni. Ætli það lýsi ekki viðhorf-
inu, sem ein ung kona heyrðist
segja. En hún gaf þá yfirlýsingu,
að ef hún yrði nokkurntímann
þar á fundi, sem fram kæmi
tillaga um fjárveitingu til að
stækka salinn á Höfðanum, þá
myndi hún hiklaust greiða
atkvæði gegn.
Víst er það að ekki kom smæð
salarins að sök að þessu sinni,
því veður var upp á það albesta,
blæjalogn, hlýviðri og þurt á
jörð. Hvað sem ballinu leið og
öllu því sem innanhúss gerðist,
þá er víst, að úti fyrir var mikið
um að vera bæði nær og
sennilega tika fjær í hvömmum
og lautum. En allt um kring
stóðu fjallrisarnir, lýstir til hálfs
af skörðum mána, og létu sem
ekkert væri. Enn eitt vel lukkað
Höfðaball, en guð hjálpi lýðn-
um ef slíkt ball væri haldið í einu
ærlegu hausthreti.
Og lýkur hér að segja frá
gpngum og réttum í Svarfaðar-
dal, og megi lengi svo haldast.
H. E. Þ.
Bragarbót
Eftirfarandi kjarnyrt ljóð Har-
aldar Zóphóníassonar voru
kveðin yfir gangnamönnum á
Krosshóli í veislu þeirri hinni
góðu, sem þau stóðu fyrir
Gunnar og Emma:
Vígslustef.
Vel hafa unnið verk sem kunnu
völundar hagir í besta lagi.
Bygging trausta bragnar reistu,
býður skjól og hvíldarstóla.
Sýnist við hæfi, - samt í hófi
súpa á úr fleygum gljáum.
Æ sé til reiðu giftugreiði
gangnamönnum í leitarönnum.
Við ævilok.
Ef bragginn mætti mæla.
Skipt er nú sköpum:
á skari blaktir
Iítið log
á lífsins týru. '
Mæli ég mæddur
og málvana
tregatorrek
af tungu fram.
Þriðjudaginn 22. júlí s.l. kom
stúlknakór frá Tornio í Finn-
landi í heimsókn til Dalvíkur.
Voru þetta stúlkur á aldrinum
14- 18árafráTornio, semerum
20 þúsund manna bær á landa-
mærum Finnlands og Svíþjóð-
ar. Stjórnandi kórsins heitir
Reima Tuomi og söng kórinn 20
lög þar af 1 íslenskt.
Söngur kórsins var yfirvegað-
ur en fremur tilþrifalítill og má
vera að influensupest hafi sett
þar strik í reikninginn. Kórinn
söng aukalag við undirleik
stjórnanda og mátti heyra þar
2 - NORÐURSLÓÐ
Sé ég sjóndapur:
senn munu ganga
yfír endalok
ævi minnar.
Eru innviðir
allir saman
feysknir, fúnir,
að falli komnir.
Áður var annað
er ítra hýsti
glaða, gunnreifa
gangnasveina.
Haldin voru
á hausti hverju
vinamót
innan veggja minna.
Góðar voru þær
gleðistundir.
Ennþá hljóma
í eyrum mínum:
klöpp og köll
og kindajarmur,
hnegg, hundgá
og hófaspark.
Fallvalt er allt.
Á feigsgötu
allt mitt ráð
að einu stefnir.
Bændur og búalið
bráðum standa
yfír ryðbrunnum
rústum mínum.
Eigi skal æðrast.
Þeim Urðardómi
bifar enginn.
Blessa ég yfir:
Vesturárdal
veðursælum,
afrétt alla
og Austurtungur.
Hinsta kveðjan
frá gangnamönnum.
Kæri, gamli, kunni braggi
kveðjumst nú í hinsta sinn.
Orðstír þínum enginn haggi
eða skerði hróður þinn.
Hjá þér enginn undi leiður,
ami og sút í burtu hrökk.
Virðing okkar áttu og heiður
aldni vinur. Ljúfa þökk.
Vertu sæll, sem vel og lengi
veitt hefur gangnamönnum
skjól.
Margir, hátt við heillagengi
héldu með þér gleðijól.
Ylurinn frá yndisstundum
okkar lengi hlýjar lund.
Minningarnar frá þeim fundum,
fylgja að aldurtilastund.
margar falskar nótur - ekki í
kórnum, heldur í píanóinu því
það er nú svo, að píanó það sem
er í Víkurröst er líklega búið að
syngja sitt síðasta og borgar sig
víst tæplega að gera það upp. Þá
vaknar sú spurning hvort ekki
væri hægt fyrir félög og ein-
staklinga bæði á Dalvík og í
Svarfaðardal, að sameinast um
að kaupa gott hljóðfæri sem
staðsett væri í Víkurröst svo við
gætum kinnroðalaust boðið
listafólki til okkar.
Þess er skemmst að minnast
Þann 24. ágúst 1980 að morgni
dags hélt fríður 15 manna hópur
í ferð til Héðinsfjarðar. Far-
kosturinn var Hríseyjarferjan.
Veður gat varla verið heppilegra
til útiveru svo margirundruðust
fámennið.
Kannski hefur verið með
fleiri eins og Jóhann heims-
söngvara Daníelsson. Hann
kom niður á bryggju og lét
mikið yfir áhuga sínum að
koma með en ýmis óáran
hindraði svo sem gestir og veiði í
ánni. Meginástæðan hefur þó
liklega verið að hann þóttist
greina öldutoppa einhvers stað-
ar langt úti á firði sem hefðu
orðið innyflum hans sterkari.
Komið var til Héðinsfjarðar
eftir tæpa tveggja tíma siglingu
og akkerum varpað skammt
utan við bæinn Vík sem er nyrsti
bær í firðinum. Þar er nú
skipbrotsmannaskýli og hægt
að fá bæði Kaaber- og Braga-
kaffi auk aðskiljanlegustu teg-
unda af súpum og grautum.
Enginn ferðamanna sýndi þessu
áhuga enda höfðu menn nægar
vistir matar í pokum sínum til
langrar dvalar. En hvað um
það, þarna var okkur komið í
land á léttabáti og ferjan fór
með það sama.
Móttökunefnd staðarins lét
sannarlega ekki á sér standa.
Þegar í fjöruborði voru gerðar
heiftarlegar árásir á komumenn
af mýflugum svo hinir hörðustu
máttu taka á öllu sínu til að
bilast ekki. Þá þegarfengum við
skýringuna á brottflutningi
fólks úr þessum snotra firði hér
fyrr á öldinni.
Sveinbjörn fararstjóri gerðist
nú spekingslegur og dró upp
landakort til að finna heppilega
flóttaleið. Gegnum ský af mýi
þóttist hann sjá skarð, Sand-
skarð, milli Héðinsfjarðar og
Skeggjabrekkudals í Ólafsfirði.
Með því að ganga fjörðinn á
enda mætti ná þangað. Menn
létust hrifnir af hugmyndinni,
hafa sjálfsagt lesið í fornum
sögum að mý héldi sig bara í
næsta nágrenni vatns. Ófögn-
uðurinn yrði því fljótt úr
sögunni þó Héðinsfjarðarvatn
sé að vísu býsna stórt.
Byggðaleifar í firðinum eru
talsverðar, mestar á bæjunum
Vík, Grundarkoti og Vatns-
enda. Á síðastnefnda bænum er
meira að segja verið að endur-
byggja gamla íbúðarhúsið. Allir
þessir bæir standa austan megin
fjarðar og þar gengum við eða
öllu heldur börðumst áfram eins
og í hríðarkófi. Menn reyndu að
finna aðferðir til að sigrast á
mýinu þó fátt dygði. Sveinbjörn
fór t.d. úr sokkunum, hann fékk
frið nokkra stund - hefurlíklega
gleymt að úða sig með 8x4 um
morguninn. Brynja Grétarskóf-
reykti pípuna sína þangað til
hún komst að því að flugurnar
hlytu að vera nikótínistar svo
mjög sem þær sóttu að henni.
að okkur bauðst að fá hingað
víðfræga hljóðfæraleikara, þau
Philip Jenkins og Guðnýju
Guðmundsdótur konsertmeist-
ara, s. 1. vetur er þau voru á
hljómleikaferð um landið. En
ekki gat orðið af því þar sem
ekki var til boðlegt hljóðfæri
fyrir pianóleikarann. Þetta er
ekki eina dæmið, bara það
nýjasta.
Nú er mér kunnugt um
að skólastjórar Grunnskólans
og Tónlistarskólans hér treysta
sér ekki lengur til að lána piano
skólanna vegna slæmrar reynslu
Það fór annars illa fyrir Brynju
einu sinni. Hún kom að lækjar-
sprænu og hugðist stökkva yfir
sem hún og gerði en í loftinu
gleymdist að loka munninum og
ekki nóg með það - hún dró
andann álíka hraustlega og
hvalur sem ætlar að fara að
kafa. Afleiðingin var hroðaleg.
Hún hafði sogað að sér heilt ský
af mýi og stóð á öndinni lengi á
eftir, kúgaðíst, hóstaði og
skirpti til að losna við aðskota-
dýrin.
Þrátt fyrir mótlætið sóttist
okkur ferðin vel enda knúði
vonin um betri tíð talsvert á.
Göngufæri þarna er með mikl-
um ágætum, nokkur bleyta að
vísu en ekkert til trafala. Undir-
lendi er nánast ekkert fyrr en
komið er fram fyrir vatn en þar
liðast lítil en snotur á um
nokkurn flata. Fyrr á tímum
hefur vafalítið verið þar engja-
heyskapur bænda í firðinum.
Von um betri tíð rættist
aldrei. Hvursu langt sem við
fórum fylgdi okkur sótsvartur
ófögnuðurinn. Einar á Urðum
varð sér úti um bit í augna-
krókunum og Trausti og Ingvi á
Bakka nudduðu eyrui) með
af ástandi þeirra eftir slíka
flutninga.
Allir sjá hve þröngur stakkur
okkur er búinn í tónleikahaldi,
þar sem svo mikilvægt hljóðfæri
sem píanó er ekki fyrir hendi.
Þar sem ég veit að ég er
aðeins einn af mörgum sem éru
fylgjandi þessu máli, þætti mér
vel til fundið að áhugafólk, hvar
í sveit eða félagi sem það er sett,
sameinist fyrr en síðar og láti til
skarar skríða. Gaman væri að
heyra frá ykkur, ég er í
símaskránni!
Friðrik Friðriksson.
Norðurslóð tekur undir þessi
hvatningarorð F.F. og íofar
fyrsta framlaginu, kr. 25 þús.
vaxandi áfergju. Þau áttu eftir
að þenjast út, verða sem á fílum
og plaga þá næstu daga. Sumir
segja að bara kvenflugan bíti
- þetta þykir okkur hinum karl-
mönnunum ekki fullnægjandi
skýring.
Eftir nálega 5 tíma göngu
sigruðum við Sandskarð. Okk-
ur til sárrar undrunar og
vonbrigða fylgdi flugan okkur
staðfastlega eins og tryggur
hundur þó langt væri orðið frá
vatninu. Engu að síður var nú
hægt að anda sæmilega óhindr-
að og jafnvel bera höfuðið hátt
og njóta fagurs útsýnis yfir
Ólafsfjörð og Héðinsfjörð.
Á Sandskarði tók bæjar-
stjórnarmaðurinn, stökkvarinn
og „allt í öllu maðurinn“ í
Ólafsfirði, Björn Þór Ólafsson á
móti okkur og bauð velkomin
til Ólafsfjarðar. Hann hafði haft
spurnir af ferðum okkar og gat
ekki á sér setið að koma á móti.
Hann fékk því brottfaraleyfi hjá
frúnni úr berjátínslu gegn því að
tína í glas, lítið stærra en fingur-
björg. Glasið kom tómt til baka,
nýttist þó til að drekka úr.
Annars var indælt að fá Björn
Þór enda þekkir hann flestar
þúfur þarna uppi og gat frætt
um margt.
Um klukkan 18.00 komum
við á áfangastað við borholur
hitaveitu í Ólafsfirði á Skeggja-
brekkudal. Þar beið rútukálfur
sem flutti liðið inn fyrir Múl-
ann. Þrátt fyrir allt - sérlega vel
heppnaðri ferð Ferðafélags
Svarfdæla var lokið. Full
ástæða er til að vorkenna þeim
sem ekki fóru. Þeir geta bætt
ráð sitt með því eina móti að
fara í ferðir félagsins næsta
sumar. Það nægir ekki að segja
bara: „Það væri nú gaman að
fara þessa ferð“ og „Mig hefur
alltaf langað til að fara . . . “.
Eina ráðið er að drífa sig af stað
án vafninga.
í september 1980
Jón Baldvin Halldórsson.
______________H. Z.
Eflum tónlistarlífið