Norðurslóð - 26.09.1980, Qupperneq 6

Norðurslóð - 26.09.1980, Qupperneq 6
Tungnahryggsskáli bíður næsta sumars Þyrlan komst ehki í tœka tíð Gangnaskálinn nýi. Gunnar, Emma og Sigurður yfirsmiður. Eins mig fysir alltaf þó... Svipmyndir úr göngunum Það hefur komið fram í frétt- um, að Ferðafélag Svarfdæla hyggist reisa gönguskála við Tungnahryggsjökul á þessu sumri. Nú er það hinsvegar komið í ljós, að af þessu getur ekki orðið fyrr en næsta sumar. Raunar er húsið þó alveg tilbúið til tlutnings upp.í fjöllin. Það var sfníðað í Gröf af þeim Júlíusi bónda þar og Páli Pálssyni frá Reykjavík, sem reynslu hefur í smíði svona fjallaskála. Ætlunin var að flytja húsið í nokkrum pörtum með þyrlu frá Kóngsstöðum upp á Tungna- hryggsjökul, en allt dróst á langinn, einkum af því að þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki tiltæk fyrr en í byrjun þessa mánaðar. Samt ætluðu ferða- félagar að freista þess að vinna verkið í vikunni fyrir göngur, en þá þurfti þyrlan enn að fara til eftirlits. Þegar svo var komið þótti mönnum ráðlegra að bíða næsta sumars, því áhættusamt er að standa í framkvæmdum uppi í 11-1200 metra hæð og komið undir vetur sjálfan. Alltaf er leiðinlegt að þurfa að hætta við góð áform, en þarna var vitið látið ráða. Og nu er bara að bíða rólegur næsta árs, því fyrirheit Gæslunnar um að lána þyrlu til verksins gildir einnig þá. Göngurnar eru gengnar um garð að þessu sinni. Enn einu sinni héldu menn til fjalla að sækja fé og reka til rétta. Nú sem fyrr var hápunktur gamansins á sjálfan réttardag- inn.. Þrennt er það, sem seyðir hugi ungra manna í þessu sambandi og skal nú frá því greint í stuttu máli eins og það birtist blaðamanni að þessu sinni: Göngur og gisting í Sveins- staðaafrétt. Að loknum vel lukkuðum göngum á laugardaginn 20. héldu gangnamenn og gestir heim á gamla Sauðhúshólinn á Krosshóli. Þarna hefur staðið í meira en 4o ár braggatetur, sem hefur skýlt bæði mönnum og skepnum (þó ekki kindum) og verið vettvangur mikilla gaman- mála fyrr og síðar sbr. upphafs- línur úr nýlegum gangna- mannabrag, sem mjög er vinsæll um þessar mundir: Á Krosshóli við kyrjum hátt og kneifum vínið blíða o.s. frv. Þegar fréttamann bar að garði um 10 leytið um kvöldið í blíðskaparveðri, sátu gangna- menn í kring um bál mikið og sungu söngva sína. En nú bar nokkuð nýrra við, því kominn er þarna á hólinn nýr gangna- skáli 'þ.e.a.s. vinnuskúr sá, sem Gunnar Jónsson og Emma Stef- ánsdóttir á Dalvík gáfu hreppn- um í fyrra. I sumar hefur verið unnið að endurbótum á húsinu og hefur ekkert verið til sparað að gera þetta að þægilegri vist- arveru. Niðri er rúmgóður sal- ur eldunarpláss og salerni, en uppi svefnpláss ágætt og ekki lakara en í bestu sæluhúsum. Nú, þar sem þarna var um nokkurskonar vígslustund að ræða, hafði vérið slegið upp dá- litlu tilstandi. Aðallega fólst það í kaffiveitingum með heljarmik- illi rjómatertu og fíneríi. Nú voru menn kallaðir inn frá bál- inu og upphófst dagskrá í tilefni dagsins. Var þar lesinn annáll gangnanna að vanda og kveðin nýort ljóð til heiðurs Gunnari Jónssyni og öðrum hetjum af- réttar gangna. Að lokum kvaddi sér hljóðs fjallskila stjóri Þór- arinn Jónsson og gerði stuttlega grein fyrir gangi mála við ný- byggingu þessa. Þakkaði sér- staklega Sigurði M,arinóssyni, yfirsmið, og öllum þeim fjölda sjálfboðaliða, sem í sumar hafa aðstoðað við verkið, svo að hús- ið var tilbúið í tæka tíð og öllum til sóma. Óskaði Þórarinn hús- inu gæfu og gengis, svo og öllum þeim, mönnum jafnt sem mál- leysingjum, sem þarna munu eiga skjól á ókomnum árum. II. Á Tungurétt. Sunnudagurinn 21. rann upp hlýr og kyrr, en nokkuð votur eftir regnýring um nóttina. Löngu fyrir hádegi fór fólk að safnast að réttinni. Var þegar komið nokkuð af fé í almenn- inginn en það var úrtíningur úr nokkrum aukaréttum frá dög- unum áður og eitt meiriháttar safn, af Kóngsstaðadal. En stóra safnið, þ.e. Afréttarsafnið var ókomið. Loks um 11 leitið tók að heyrast hundgá úr suðurátt og brátt birtust nokkrir reiðmenn, sem á undan safninu riðu, og síðan reksturinn sjálfur. Við og við heyrðist sungið stef úr gangnabragnum: Á Tungurétt hið röska lið ríður snemma dagsins. Dregur fé og dansar við dætur byggðarlagsins o.s.frv. Ekki er að orðlengja það, að menn gengu til skyldustarfa við dráttinn og gekk allt vel og óþarflega fljótt að sumum fannst.. Menn voru þó að reyna að treina sér glaða stund söfn- uðust í hóp í miðjum almenning og sungu ættjarðarljóð. Og í söluskála kvenfélagsins var allt- af þröng á þingi, mikið drukkið (einkum kaffi) og mikið sungið. Veður þornaði, þegar á leið og varð að lokum ljómandi gott og þægilegt, enn einn indæll og ógleymanlegur réttardagur á Tungurétt. III. Höfðaballið. Venju samkvæmt hafði verið auglýst réttarball á Höfðanum, hið eina árlega ball, sem þar er haldið. Og ekki stóð á þátttöku. Þegar fréttamann bar að garði milli 10 og 11 um kvöldið var umferð manna og bíla álíka mikil og þegar þéttast er í miðborg Parísar eða Lundúna í lok vinnudags. Með nokkrum erfiðismunum tókst að ská- skjóta sér að miðasölunni (6000 kall, takk) og inn í „salinn." Þarna var æska dals og bæjar saman komin, inni í húsinu og utanvið og allt í kring eða eins og segir í títtnefndum gangna- brag: Á Höfðaballi haugfullt stóð herjar á meyjafansinn. Og undir vegg við fíflum fljóð og förum svo í dansinn o.s.frv. Og mikill var sá hávaði og mikil voru þrengslin, en ekki Framhald á bls. 2. Slátrun hafin - vænt fé Rétt áður en blaðið fórí prentun var haft samband við Jóhannes Haraldsson hjá ■ ÚKED, sem annast vigtun kjötsins í slátur- húsinu á Dalvík. Jóhannes sagði að allt benti til, nú eftir tveggja daga slátrun, að dilkar væru með besta móti og ólíkt því sem var í fyrra. Þá var meðalfallþungi þeirra ítæp 12.5 kg. Nú er meðalfallþungi fyrstu 800 dilkanna 16.225 kg. Þess verður þó að gæta að þessir dilkar eru úr Olafsfírði og af Dalvík, en þar eru þeir jafnan mun vænni en heildarmeðaltal. Eigi að síður eru horfur á, að heildarmeðaltalshækkun frá í fyrra geti orðið allt að 2 kg. á dilk, en það eru 16%. Ekki er þó sagan öll sögð með þessu. Fækkun sláturfjár frá í fyrra verður mjög mikil, t.d. úr 17 þúsund niður í 13.600 sam- kvæmt loforðum. Þetta mundi þýða 20% fækkun fjár. Það eru því horfur á, að þrátt fyrir allt verði um einhverja minnkun heildarkjötþunga að ræða frá síðasta hausti, en það getum við væntanlega upplýst betur í næsta blaði. Tímamót Þann 2. ágúst varð áttræður Jón Gíslason fyrrv. bóndi á Hofí. Þann 23. ágúst varð 85 ára Rósa Þorgilsdóttir á Sökku. Þann 13. september varð 85 ára Helgi Símonarson á Þverá. Þann 15. september varð 80 ára Jóhann G. Sigurðsson fyrrv. bóksali á Dalvík, nú vistmaður í Dalbæ. Þann 16. september áttu hjónin í Dæli merkisafmæli. Gunnar bóndi Rögnvaldsson varð 65 ára og kona hans Kristín Óskars- dóttir varð 60 ára. (Þótt Norðurslóð birti helst ekki fréttir af ómerkari afmælum en 70 ára, þykir vel hæfa að gera hér undantekningu, þar sem hjónin eiga sama afmælisdag.) Þann 17. september varð 85 ára Elínborg Jónsdóttir, móðir Stefaníu á Hrafnsstöðum og þeirra systkina. Hún er nú vist- maður í Dalbæ. Norðurslóð færir öllum afmælisbörnunum kveðjur og heilla- óskir. Skírður var 19. júlí í sumar Eyþór, foreldrar Valgerður Frið- riksdóttir og Anton Þór Baldvinsson, Bjarkarbraut 19, Dal- vík. Skírð var 29. júlí Dýrleif, for. hjónin Guðný Daníelsdóttir, læknir, frá Árgerði og Páll Kristjánsson, bóndi, Grímsstöðum á Fjöllum. Skírð var 6. sept. Katrín Sif, for. Freygerður Snorradóttir frá Krossum og Árni Anton Júlíusson, sjóm., Goðabraut 19, Dalvík. Skírð var 7. sept. Harpa Mjöll, for. Margrét Hafliðadóttir og Grétar Kristinsson, verkam., Drafnarbraut 6, Dalvík. DÁNIR: Margrét Árnadóttir, fyrrv. húsfreyja á Klængshóli. Margrét var fædd á Atlastöðum 25. mars árið 1894 en dó á F.S.A. 24. ágúst 1980. Þann 25. apríl árið 1915 giftist hún manni sínum Kristjáni Halldórssyni þá til heimilis á Másstöðum. Þau bjuggu í Hlíð frá 1915-1920 og síðan á Klængshóli til ársins 1953 en áttu þar heimili til dauðadags. Stefán Sveinbjörnsson, fyrrv. bóndi í Miðbæ. Stefán var fædd- urí Garði í Þistilfirði 19. mars árið 1897. HanndóaðHofi 12. sept. Hann fluttist hingað í Svarfaðardal árið 1925. Þann 17. nóv. það ár giftist hann konu sinni Sigurlínu Snjólaugu Krist- jánsdóttur frá Uppsölum. Þau voru fyrst í húsmennsku eða vinnumennsku á Uppsölum, en byggðu síðan upp í Miðbæ og bjuggu þar frá 1934-1965. Þá fluttust þau í Hof en töldu sér heimili í Miðbæ til dauðadags. Ragnar Guðmundsson frá Karlsá, áður Gullbringu. Ragnar var fæddur í Gullbringu 16. des. árið 1933. Hann dó á Land- spítalanum 16. september. Ragnar veiktist af ólæknandi taugasjúkdómi, þegar hann var innan við tvítugt og varð að dveljast á sjúkrastofnunum lengst af upp frá því. Hann var mikill efnismaður, sem örlögin dæmdu úr leik áður en lífs- starf hans hófst. Hann var jarðaður á Dalvík þann 25. sept. Þann 24. sept. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Guðlaug Rögnvaldsdóttir frá Dæli í Skíðadal. Guðlaug fædd- ist 22. nóv. 1910. Hún lamaðist á unga aldri af lömunarveiki og eyddi miklum hluta ævinnar á sjúkrahúsum. Fyrsti heiðursborgarírm Á fundi bæjarstjórnar Dalvíkur 11. þ.m. var Jón E. Stefáns- son smiður kjörinn 1. heiðursborgari kaupstaðarins. Norður- slóð óskar Jóni til hamingju með verðskuldaðan heiður.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.