Norðurslóð - 28.11.1980, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 28.11.1980, Blaðsíða 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiðsla og innheimta: Sigríður Hafstað, Tjörn Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiðia Björns Jónssonar Norræn samvinna Þegar rætt er um norræna samvinnu hafa ýmsir sett fram efasemdir um gildi hennar, talið hana tildurslega og þjóna litlum tilgangi. Hvað sem því formi líður sem haft er á þessari samvinnu við Norðurlöndin en aðrar þjóðir. Einn þáttur norrænnar sam- vinnu er vinabæjartengsl, þar sem eitt bæjarfélag frá hverju Norðurlandanna mynda keðju í þeim tilgangi að koma sam- vinnu á. Þó mörgum finnist að form- leg tengsl séu fyrst og fremst milli forráðamanna bæjanna þá er ekki vafi að þetta fyrirkomu- lag opnar greiðustu leiðina fyrir íbúa landanna að hafa sam- skipti. Fyrir fjórum árum gerðist Dalvik þátttakandi í gamal gróinni vinabæjarkeðju. Auð- vitað hamlar fjarlægð þátttöku okkar enda hefur samstarfið farið hægt af stað, en gefur engu að síður vísbendingu um að það geti orðið ánægjulegt. Hér í blaðinu er sagt frá ýmsu sem gert hefur verið, svo og öðru sem á döfinni er. Skemmst er að minnast ánægjulegrar heimsóknar stúdentakórs frá Lundi í sumar og nú síðast vel heppnaðrar leikferðar Leik- félags Dalvíkur til Danmerkur þar sem félagið sýndi meðal annars í vinabæ Dalvíkur þar. Ljóst er að á sviði menningar og félagsmála nýtist samvinna best og opnar leiðir til öflugs starfs, sem ekki voru greiðfarn- ar áður. J.A. Lögtaksúrskuröur Þann 26. nóvember 1980, var kveðinn upp svofelldur lögtaksúrskurður hjá embætti bæjar- fógeta Dalvíkur: „Útsvör aðstöðugjöld, fasteignaskatta, vatnsskatta, lóðarleigur og hafnargjöld til bæjar- og hafnarsjóðs Dalvíkur- bæjar, álögð 1980, gjaldfallin en ógreidd má taka lögtaki á ábirgð bæj- ar- og hafnarsjóðs Dalvíkurbæjar, en kostnað gerðarþola að 8dögum liðnum frá birtingu úrskurðar þessa.“ Úrskurður þessi birtist hér með. Bæjarstjórinn á Dalvík. Jólin nálgast! ★ Köflóttar einlitar flannelbuxur. ★ Blússur og peysur á alla aldurshópa. ★ Fjölbreytt úrval jóla- og gjafavara. ★ Allar nýútkomnar bækur. MUNIÐ!! ★ Útvegum allar útkomnar bækur og söfn. ★ Jólakort og skreytingarefní I úrvali. Verslunin Sogn Sími 61300, Dalvík. BRÉF TIL BLAÐSINS Við og við skeður það, að bréf berst til Norðurslóðar frá lesend um. Venjulega eru það þakkir og heillakveðjur, sérflagi frá brottfluttum Svarfdælingum. Slíkar kveðjur eru útgefendum til gleði og uppörvunar og birtum við hér tvö lesendabréf, annað að öllu hitt að hálfu leyti, því plássið er harður húsbóndi, sem þolir ekkert óþarfa mas. Við sendum öllum þeim, sem standa að útgáfu blaðsins, upp á einhvern máta, hjartans kveðjur og þakkir. Miðvangi 41, íbúð 708, Hafnar- firði. Sigurveig Þorgilsdóttir og Pétur Eggerz Stefánsson. Okkur gömlu hjónunum, sem bæði erum komin á níræðisald- ur, þykir sérlegur fengur, þegar Norðurslóð kemur í pósthólfið okkar, metum hana meira en annað prentað mál og lesum tafarlaust upp til agna. Siðan vill það til að aðrir Svarfdælingar á höfuðborgar- svæðinu fá blaðið að láni. Má vera, að einhver þeirra hafi gerst áskrifandi. Til sölu. Til sölu er húseignin Hjarðarslóð 3 b, Dalvík. Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir 15. des., n.k. sem gefur allar nánari upplýsingar. Friðrik Friðriksson. Hjarðarslóð 3B. - Sími 61498. Oft hefur það leitað á hug minn að senda Norðurslóð nokkrar línur svona upp á gamlan kunningsskap við mína kæru, gömlu heimabyggð Svarfaðar- dalinn og Dalvik líka. Þótt ég hefi aldrei átt mitt heimili á Dalvík, var ég þar vel kunnugur í gamla daga á meðan ég átti heima í sveitinni. Var ég þar flestum heimamönnum vel kunnugur og sumstaðar næst- um heimagangur, enda vann ég þar á staðnum margan daginn, vikur og mánuði ýmislega vinnu. Ég hygg, að flestöllum öðr- um lesendum blaðsins sé líkt farið og mér, að þeir bíði með eftirvæntingu hvers nýs tölu- blaðs. Segir það sina sögu um vinsældir blaðsins, enda kennir þar ýmissa grasa, og þó alveg sérstaklega fyrir þá, sem fluttir eru burt í önnur byggðarlög og Þakkarávarp Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem á margvíslegan hátt glöddu okkur á 70 ára afmæli okkar 2. og 3. nóvember síðastliðinn, og sýndu þannig vinarhug, sem aldrei gleymist. Guð blessi ykkur öll. Sigurlaug Halldórsdóttir. Klemenz Vilhjálmsson. J~...... ^ Dalvíkingar, Svarfdælir og aðrir góðir grannar!!! Listsýningin ,,Lítið bros“ í Ráðhúsi Dalvíkur, býður ykkur velkomin. Opin alla virka daga og um helgar. List er Lífsfylling. Dalvíkingar - Svarfdælingar Þeir sem enn hafa ekki fengið sér reykskynjara, geta fengið hann keyptan hjá undirrituðum. Sigurður Jónsson slökkviliðsstjóri, Ásvegi 8 - Dalvík. Laust starf Augjýst er laust starf við barnadagheimilið á Dalvík, frá 1. janúar 1981. Um er að ræða fullt starf. - Upplýsingar veitir forstöðumaður heimilisins. Bæjarstjórinn Dalvík. eiga um langan veg að sækja heim á æskuslóðir. Fyrir mörgum árum kom til tals meðal ungra manna íSvarf- aðardal að hefja á þeim tíma útgáfu byggðarblaðs, en aldrei varð það annað en hugmynd, sem ekki komst í framkvæmd. Fyrir því vil ég tjá hug minn og þakkir þeim, sem hafa gert þessa gömlu hugmyndir okkar sveitunganna að veruleika. Á merkum tímamótum í lífi mínu sendu systkini mín mér neðanskráða heillakveðju. Mig langar til að biðja Norður- slóð um að skila þakklæti mínu til þeirra aðila, sem kveðjuna sendu. Til þess að þakklætis- kveðjan nái til réttra aðila, verð ég að geta þeirra, er hana eiga að fá, en mér birtist hún svona: Frá svarfdælskum fjöllum, fossum og höllum, lækjum og lindum, lautum og tindum, ánni og brúnum, engjum ogtúnum, þúfum í mónum og þorski í sjónum, lofti og láði, logni og gráði og bóndans frá stóli í Brautarhóli. Allt eru þetta mér kærir aðilar. Með þakklæti til við- komandi og allra Svarfdæla lifandi og látinna. Bestu kveðjur. Hringbraut 59, Keflavík. Sigurjón Kristjánsson. Níræður unglingur Framhald af baksíðu. Það var haft á orði þegar þú varst á Ingvörum að þú ættir gott fé, Eiður. Ég átti 2 hrúta, mjög góða. Hnýfill hét besti hrúturinn minn, serlega vel sköpuð skepna. Hann var undan hrút frá Ingólfi í Sælu, ágæt kind, ég átti hann í 6 ár en missti hann þá úr vatnssótt. - Annars er ekki hægt að segja að ég hafi verið neinn afreks- maður nema það er ekki hægt að segja að ég hafi verið latur að vinna. Ég var 16 haust fláningsmað- ur á sláturhúsinu hérna, en alls vann ég þar um 30. haust. Það voru góðir nágrannar þegar ég var á Ingvörum: Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn og Sigurður Sigurðsson í Helga- felli. Það var gott að vera á milli þeirra og mér þótti vænt um þá. Ég missti konuna mína 1959. Mér líkar dvölin hér í Dalbæ ljómandi vel, ég fór fríviljugur hingað og líður prýðilega að öllu leyti. Það kunna allir vel við sig hérna, sagði Eiður að lokum. - Ég veit að ég mæli fyrir munn margra Svarfdælinga þegar ég sendi hinum níræða en þó síunga heiðursmanni bestu afmæliskveðjur og árnaðar- óskir. J.J.D. Athugiö! Jónínubúð, hús Slysa- varnadeildanna á Dalvík er til leigu fyrir fundi. Upp- lýsingar gefur húsvörður, Stefán Björnsson Skíða- braut 7. S.V.F.Í. Dalvík. Getum bætt við verk- efnum eftir áramót. Hýbýlamálun sf. Sími 61424 eöa 61574. 2- NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.