Norðurslóð - 27.03.1981, Page 1
Stjórn Búnaðarfélags Svarfdæla, frá vinstri: Þórarinn Jónsson, Jóhann ÓÍafsson, form., og Gunnar Jónsson og
betri helmingarnir, Kristín, Unnur og Kristín.
Búnaðarfélag Svarfdæla
100 ára afmœli á Grundirmi 13. mars
Vandarvetur
„Geyr elris hundur
óþrotnum kjöftum“
Það eru ekki mörg félög í
byggðum yorum, sem lifað hafa
í heila öld eða íengur. Þó má
nefna sveitarfélagið sjálft, Svarf
aðardalshrepp, sem er líklega
svo sem 1000 ára gamall, og svo
kirkjusóknirnar, ef kalla má
þær félög.
Og nú er Búnaðarfélag Svarf-
dæla orðið 100 ára gamalt og
hélt upp á afmælið með sam-
komu á Grund föstudaginn 13.
mars.
Samkoma þessi fór hið besta
fram eins og skemmtanir sveita-
fólksins gera yfirleitt. Húsið var
nokkurn veginn fullt, um það
bil 100 manns, kaffiveitingar
ágætar og dagskráin sömu-
leiðis.
Formaður félagsins, Jóhann
Ólafsson á Ytra-Hvarfi, setti
samkomuna og stjórnaði fram
að dansinum. Hann gat þess, að
í raun og veru hefði þessi
afmælishátíð átt að fara fram
fyrr, en af ýmsum ástæðum,
síðast vegna illviðris, hefði hún
dregist þetta lengi. Til leiks
hafði verið boðið öllum nú-
verandi og fyrrverandi félögum
búnaðarfélagsins og einnig
Búnaðarfélags Dalvikur. Enn-
fremur var boðin stjórn Bún-
aðarfélags Árskógsstrandar svo
og frá Búnaðarfélagi íslands
formaður þess Ásgeir Bjarna-
son og búnaðarmálastjóri
Jónas Jónsson.
Formaðurinn las upp nokkur
heillaskeyti, sem borist höfðu,
þ.á.m. frá Ásgeiri Bjarnasyni og
frá Kristjáni Eldjárn fyrrv.
forseta lýðveldisins.
Dagskráin
Að lokinn setningarathöfn upp-
hófst kórsöngur. f vetur hefur
samkór sóknanna æft dálítið
söngprógramm undir stjórn
Ólafs kírkjuorganista Tryggva-
sonar á Ytra-Hvarfi. Söng
kórinn í tveimur lotum, 4 lög
hvort sinn. Meðal laganna var
Söngur sáðmannsins, ljóð
Bjarna Ásgeirssonar fyrrv. land
búnaðarráðherra og formann
Búnaðarfélags íslands, en söng
þennan hugsaði hann sem
nokkurskonar stéttarsöng
bændafólksins í landinu. Enn-
fremur söng kórinn lofsöng
Hugrúnar, Filippíu frá Brautar-
hóli, um Svarfaðardal „Dal
einn vænan ég veit“. Þetta ljóð
Filippíu er nú að verða nokkurs
konar „þjóðsöngur" Svarfdæla,
rétt eins og „Blessuð sértu
sveitin mín“ er fyrir Mývetn-
inga, og er það sameiginlegt
þessum kvæðum, að nafn sveit-
arinnar, sem um er kveðið,
kemur aldrei fram.
Helgi Símonarson á Þverá
flutti ágrip af sögu félagsins.
Hann gat þess, aðtvívegis hefði
verið sett saman yfirlit yfir sögu
Búnaðarfélags Svarfdæla. í
fyrra sinnið var það Björn R.
Árnason á Grund, sem skráði
söguágrip yfir fyrstu 50 ár þess.
Þessi grein Björns birtist í Árs-
Helgi Símonarson, heiðursfélagi
Búnaðarfélags Svarfdæla, heldur
erindi sitt.
riti Ræktunarfélags Norður-
lands um miðjan 6. áratuginn. í
seinna sinnið ritaði Gestur
Vilhjálmsson í Bakkagerði sögu
ágrip félagsins fyrir safnritið
Byggðir Eyjafjarðar og nær það
fram um 1970.
Við það rit kvaðst Helgi hafa
stuðst í samantekt sinni, en
bætti ýmsu við frá eigin brjósti.
Þess skal getið að Helgi er
heiðursfélagi Búnaðarfélags
Svarfdæla. Hann er nú á 86.
aldursári. Var erindi hans allt
hið fróðlegasta.
Að lokum sungu gamanvísur
þeir Þórólfur Jónsson smiður
og Guðmundur Ingi Jónatans-
son kennari, báðir á Dalvík.
Fengu ýmsir góðbændur sveitar
innar þar smápillur, sem þó
voru ekki eitraðar að ráði.'
Nokkrar kveðjur voru félag-
inu fluttar við þetta tækifæri:
Hjörtur E. Þórarinsson flutti
kveðju búnaðarmáIastjóra,Jón
asar Jónssonar, sem ætlaði að
vera viðstaddur, en komst ekki
norður vegna þrálátrar þoku á
Akureyrarflugvelli. Hafði Jón-
as ætlað að færa afmælisbam-
inu gjöf frá Búnaðarfélagi ís-
lands, gerðabók með skraut-
áritun. Þá talaði Sveinn Jóns-
son í Kálfskinni, formaður
Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
Flutti hann félaginu heilla-
kveðjur ogfærðiaðgjöfáletrað-
an silfurskjöld á harðviðar-
plötu. Að lokum flutti Baldvin
Magnússon í Hrappstaðakoti
kveðjur Búnaðarfélags Dal-
víkur og færði gjöf, gestabók
með skrautáritun. í þessa bók
skrifuðu síðar allir gestir kvölds
ins nöfn sín.
Að dagskrá lokinni var stig-
inn dans, sem stóð allt til kl. hálf
fjögur um morguninn að göml-
um og góðum sveitasið. Fór allt
hið besta fram og var öllum
hlutaðeigandi til sóma.
(Um sögu búnaðarfélagsins
vísast til greinar Júlíusar
Daníelssonar).
Það er ekki ofsögum sagt af
öfgunum í íslensku veðurfari.
Ollum er í fersku minni vonda
vorið og sumarið 1979 og svo
andstæðan 1980. Og berum við
svo saman veturinn í fyrra, sem
enginn vetur reyndar var, og
þann hörkuvetur, sem við nú
lifum, þá er sama upp á
teningnum: algerar andstæður.
Það er kannske lítil ástæða til
að fjölyrða um veðurfarið eða
eyða plássi i skraf um það, sem
allir hafa fyrir augunum og
finna fyrir á sjálfum sér í merg
og bein og allt inn að hjarta-
rótum. En hvorttveggja er, að
ekki búa alli lesendur blaðsins
hérna á norðurhjaranum og svo
ber að hugsa um sagnfræðina.
Það er sanngjarnt gagnvart
framtíðinni, að einhversstaðar
sé skráð á blað það, sem yfir
okkur gengur, ef það er eitthvað
óvenjulegt. Hvernig var vetur-
inn 1980-81, kunna menn að
spyrja eftir nokkur ár. Ogef það
er Svaridælingur þá segir hann
kannske sem svo: „Ætli ég geti
ekki séð eitthvað um það í
Norðurslóð frá þeim tíma?“
Margendurteknar hýöingar.
Á fyrri öldum voru menn svo
skáldlegir í sér að skíra óvenju-
lega vetur sérstökum eigin-
nöfnum t;d. Hvítivetur, Fellis-
vetur, Sauðabani, Lurkur o.s.
frv. Kannske við tökum upp
þennan gamla sið og skírum
veturinn einhverju viðeigandi
nafni. Vöndur gæti hann heitið
því hann linnir ekki látum að
hirta og hýða mannfólkið með
eilífum áhlaupum og stórviðr-
um ýmist úr norðri eða suðri.
Þegar þetta er ritað 18. mars
stendur yfir eitt norðan bál-
viðrið, nú á þriðja degi, og spáir
Veðurstofan framhaldi í sama
dúr næstu dagana. Og svona
hefur þetta verið linnulítið síðan
fyrir jól.
Rétt er þó að láta þess getið,
að engir skaðar hafa hlotist af
þessum veðrum svo orð sé
á gerandi hér um slóðir, og í
suðvestan rokinu mikla 16. -17.
febrúar sem olli hvað mestu
tjóni víða um land, slapp
Eins og sagt var frá í síðasta
blaði, er Leikfélag Dalvikur að
æfa sjónleikinn Kertalog eftir
Jökul Jakobsson. Æfingar hafa
gengið vel og mun leikurinn
frumsýndur föstudaginn 3. apríl
n.k. kl. 9 e.h. en sýning nr. 2
verður á sunnudag 5. apríl.
Leikstjóri er Kristín Anna Þórar-
austanvert Norðurland við
verstu löðrungana.
Það fer ekki hjá því, að svona
illirmislegt tíðarfar valdi margs-
konar erfiðleikum og vand-
ræðum bæði til sjós og lands.
Við höfum haft tal af nokkrum
mönnum, bændum, sjómönn-
um og iðnaðarmönnum og
spurt um áhrif ótíðarinnar.
/ sveitinni
Jónas bóndi og forðagæslu-
maður í Koti sagði mér að snjór
væri orðinn óvenjulega mikill
þar frammi í botninum. Þó er
verra að undir snjónum liggur
íshella á jörðinni frá því í
hlákunum um og eftir áramótin.
Nú er það orðin nokkuð stað-
fest vísindi, að þegar slík
ísbrynja hefur legið á túnum í 3
mánuði eða svo má fastlega gera
ráð fyrir kali vegna köfnunar
gróðursins fyrst og fremst. Með
hverri viku sem bætist við að
óbreyttu ástandi vaxa kal-
likurnar. Nú fer að nálgast
þriggja mánaða markið, og geri
ekki miklar hlákur bráðlega t.d.
um miðjan næsta mánuð eða
fyrr, mega bændur hér um sóðir
fara að búa sig undir meiri-
háttar kalvor.
Heyforða kvað Jónas nægan,
þegar til heildarinnar er litið.
Það mældust miklir afgangar í
haust sbr. fréttapistil í Norður-
slóð í nóvember. Reyndar
kvarta menn mikið undan því,
að hey séu venju fremur ódrjúg
að þessu sinni. Það mundi stafa
fyrst og fremst af því, hve gras
spratt hratt í sumar leið og hve
fljótt og vel það þurrkaðist á vell
inum, áður en það komst inn í
súgþurrkunina. Þar af leiðandi
lítil prefesun í hlöðunum.
Slarkvel hefur gengið að ná
mjólk frá bændum þrátt fyrir
ótíðina. Nú eru þó liðnir 4 og 5
dagar síðan mjólk var siðast
tekin hér í dalnum. Ef norðan-
garðurinn helst enn í nokkra
daga og bílarnir komast ekki af
stað, fer að fyllast tankurinn hjá
sumum. Hér er allt að fyllast nú
þegar, sagði Jónas, enda tank-
urinn óþarflega lítill.
Við þetta má bæta, að
snjóruðningstæki hafa haft nóg
Framhald á bls. 2.
insdóttir. Leikendur í aðalhlut-
verkum eru 9 að tölu en alls
koma fram í leiknum 15 leik-
endur.
Og nú skyldi enginn maður
láta sér úr greipum ganga tæki-
færið að sjá þetta ágæta verk
Jökuls í fáguðum búningi Leik-
félagsins.
Leikarar og aðstoðarfólk, leikstjóri dökkklædd á miðri mynd aftarlega.
Kertalog hjá Leikfélaginu