Norðurslóð - 27.03.1981, Page 2

Norðurslóð - 27.03.1981, Page 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaöardal Jóhann Antonsson, Dalvik Afgreiösla og innheimta: Sigríöur Hafstaö, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: fíögnvaldur Sk. Friöbjörnsson Prentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar Mál málanna, traust vegasamband - traust raflína Nú á dögunum gekk yfir eitt þralátasta og harðskeyttasta norðanáhlaup sem skollið hefur hér á norðurströndina í háa herrans tíð. í heila viku hélt stormurinn áfram að „orga og grenja og hrista og hræða" eins og skáldið segir og hélt öllu lífi í heljargreipum. Samt lifðum við áhlaupið af án veru- legra áfalla. Það skiptir sköpum að rafstraumurinn, þessi lífgefandi blóðrás hvers héraðs, rofnaði aldrei á hinni erfiðu leið milli Akureyrar og Dalvíkur þótt línan sé að hluta gömul og veik og þurfi lífsnauðsynlega að endurnýjast hið fyrsta að dómi starfsmanna Rariks hér. Þess vegna höfðu menn þrátt fyrir allan hamaganginn ljós og yl og orku til nauðsynjaverka. Fyrir það megum við vera harla þakklát. Það tókst einnig að halda uppi lágmarkssamgöngum á landi og mjólkin frá hínum stóru kúabúum héraðsins komst að lokum til skila. En mikla peninga kostar þessi barátta við vind og snjó, þegar svona viðrar. Alltaf sýnir það sig betur og betur hvílíka yfirburði nýju, háu vegirnir hafa gagnvart snjóalögum. Einhveralversti kafli á fjölfarinni leið hér norðanlands er við Svarfaðardalsá. Það er sjálf brúin á ánni og vegirnir frá henni til beggja hliða. Þessi kafli, bæði brúin og vegurinn, hefur verið og er á vegaáætlun á þessu herrans ári 1981. Nú berast þær fréttir hinsvegar að líklegast verði þessi framkvæmd skorin niður vegna fjárskorts. Þetta eru vondar fréttir, ef sannar reynast, og valda öllum mönnum hér um slóðir miklum vonbrigðum. Því verður að treysta í lengstu lög að svo illa takist ekki til, því fjármagnið er að sjáifsögðu til, það eraðeins spurningum skiptingu þess á hin einstöku verkefni í fyrsta lagi í þjóð- vegakerfinu í heild og síðan innan þessa kjördæmis sér- staklega. Við viljum biðja fulltrúa okkar á Alþingi að athuga sinn gang mjög vel áður en þeir samþykkja að fresta endurnýjun á þessum gamla og stórhættulega hlekk i þeirri keðju, sem tengir okkur við Akureyri og þar með umheiminn. Auglýsing frá stjórn verkamanna- bústaða á Dalvík Áformað er að byggja verkamannabústaði ísumarog er því hér með auglýst eftir væntanlegum umsækj- endum um íbúðir. Umsóknareyðublöð fást á skrif- stofu Dalvíkurbæjar. Rétt til kaupa á íbúðum eiga þeir sem hér segir: A. Eiga lögheimili á Dalvík. B. Eiga ekki íbúðir né eigrt í öðru formi. C. Haft hafa meðalárstekjur þrjú síðast liðin ár áður en úthlutun fer fram eigi hærri upphæð en sem svarar 2.600.000 gkr. hjá einhleypingi eða hjónum og 230.000 gkr. fyrir hvert barn áframfæri innan 16 ára aldurs. Ekki mega vinnustundir á ári vera færri en 516 (1/2 staða). Kaupskilmálar: Kaupandi greiðir 10% af verði íbúðar sem greiðast í tvennu lagi. 90% er lánað til 42 ára meðO.5% vöxtum og að fullu verðtryggt. Umsóknum sé skilað fyrir 10. apríl 1981 til Helga Jónssonar, Ásvegi 11, eða Rafns Arnbjörnssonar, Öldugötu 3, sem einnig veita allar nánari upplýs- ingar. F.h. stjórnar Helgi Jónsson Rafn Arnbjörnsson Vandarvetur Framhald af forsíðu. að gera í vetur. Snjóblásarar á stórum traktorum hafa reynst hin mestu þarfaþing til að opna heimreiðar og sýsluvegi og jafnvel vegi sjálfrar Vegagerðar- innar. Ennfremur reynast mjólk urtankbílarnir mjög vel í hönd- unum á okkar þrautreyndu bílstjórum, en öllu má þó ofbjóða. Hjá oddvita hreppsins höfum við heyrt, að snjóruðnings- kostnaður sé orðinn geysimikill og hollast að reikna með góðri viðbót enn. Eina vonarglætan er tengd því, sem Jónas í Koti minnti fréttamann á, að öskudagurinn ætti sér 18 bræður, sem gjarnan fylgdu honum fast eftir. Að þeim loknum breytti oftast til. Það ætti þá að verða nú um næstu helgi, sunnudaginn 22. mars. Við sjáum hvað setur. Við sjóinn Þá talaði blaðamaður við Ottó Jakobsson á Dalvík og spurði fregna af sjósókn í rysjóttri tíðinni. Ottó kvaðst reyndar ekki hafa á sjó komið í mörg ár, en vissi þó gerla hvað er að gerast á vettvangi sjósóknar á Dalvík. Það kom í ljós, sem við var að búast, að gæftir hafa verið með endemum lélegar síðan um áramót og þessa dagana er auðvitað engin fleyta á sjó nema togararnir. (Björgvin reyndar í lamasessi inni á Akureyri og bíður vélar sinnar frá Noregi). Netabátarnir hafa því átt við erfiðleika að etja og við gæfta- leysið bætist svo það, að fiskur er lítill á miðunum útifyrir og hér innfirðis hreint enginn. Sjávarkuldi er nefnilega hreint óvenjulegur nú í ár, jafnvel talsvert undir núllgráðu þar sem hann venjulega er þó nokkurra gráðu heitur. Vertíðin er sem sagt léleg enn sem komið er, þó ekki öllu lakari en í fyrra, en þá var hún líka ósköp slök miðað við það sem menn voru farnir að venjast síðari árin. Hrognkelsakarlar segja líka, að ekkert komi í netin þótt menn hlaupi í að leggja eitt og eitt til prufu milli veðra. Herra rauðmagi er ekki kominn á miðin ennþá, þótt kominn sé þessi tími. Kuldinn hefur víst þessi áhrif á lífsstarfsemi hans eins og annarra sjávarbúa. Og þá er ekki von að frú grásleppa sé komin í gotstellingar, því alltaf er hún góðan spöl á eftir blessunin. Sem sagt fremur dauft hljóðið við sjávarsíðuna, en ekkert vonleysisvæl þó. Og hjá iðnaðarmönnum Fréttamaður hafði tal af Ingólfi Jónssyni í Tréverki og spurði hvað liði byggingarstarfsemi á Dalvík i vetrarhörkunum. Það var dauft hljóð í forstjóranum. Hann sagði að útilokað væri að fást við nokkra útivinnu, þó einhverja væri að hafa. Þeir ætluðu að vinna ofurlítið við þak á nýja skólahúsinu, en urðu frá að hverfa, þegar hann brast á rétt einu sinni enn. reyndar er ákaflega lítið fast framundan. í augnablikinu virð ist lítið muni verða um bygg- ingarstarfsemi hér á komandi sumri. helst er talað um ein- hverjar nýbyggingar hjá nokkr- um fiskverkunarstöðvum. En íbúðarbyggingar verða varla miklar. Ætli sá markaður sé ekki að verða mettaður í bili, sagði Ingólfur. á ferð nema snjóbíllinn og Drangur aftur orðinn helsti tengiliðurinn við Akureyri. Ein björt hlið er þó á ástandinu. Rafmagnið hefur aldrei brugð- ist, fyrir það mega menn vera harla þakklátir. Og svo er að minnast þess að veturinn er bráðum búinn og vorið bíður framundan. Því er við hæfi að enda þetta yfirlit með því að raula ljóð Páls við lag eftir Inga T. Ó, blessuð vertu sumarsól, er sveipar gulli dal og hól og gyllir fjöllin himinhá og heiðarvötnin blá. O.s.frv. Viðauki í sama dúr Og nú er kominn mánudagur 23. mars, góuþræll. Þegar framanskráð grein var hripuð niður fyrir nærri viku síðan voru menn að vísu orðnir leiðir á ótíðinni, en lifðu þó í voninni um að upp stytti þá og þegar. Sú von hefur brugðisttilþessa. Það hefur nefnilega ekki linnt látum neina stund síðan þá og í dag er norðanbylurinn hvað illskeytt- astur. Upp í hugann kemur ein mergjaðasta óveðurlýsing, sem fyrirfinnst í fornbókmenntum vorum þ.e. í Fóstbræðrasögu, en þar kemst höfundur svo skáldlega að orði: „Gó Elris hundur (storm- urinn) alla þá nótt óþrotnum kjöftum og tögg allar jarðir grimmum kuldatönnum.“ Það má með sanni segja að vind- urinn hafi bæði geyjað og tuggið allt sem tönn á festir hér á norðurslóðum í heila viku og virðist enginn bilbugur á honum enn. Núer þaðsemséorðiðljóst að það hefur fjölgað í öskudags- fjölskyldunni. Þeir bræður eru orðnir a.m.k. 20. Nú höfum við þraukað þorr- ann og góuna og á morgun byrjar einmánuður, svo við höfum þrátt fyrir allt leyfi til að búast við breytingu til batnaðar hið allra fyrsta. Erfiðir mjólkurflutningar Miklir erfiðleikar hafa verið á söfnun mjólkurinnar í sveitinni og reyndar flutningi hennar til Akureyrar líka. Jaðýta hefur verið send með bílunum cg lóðsar hún þá heim að fjós- unum, svo hægt sé að tæma yfirfulla tankana. þessa stund- ina bíða tankbílarnir báðir á Dalvík fullir af mjólk, annar með vikugamla mjólk (þá elstu) eða meira. Það er æði langt síðan slíkir erfiðleikar hafa orðið í mjólkur- flutningunum, og aldrei síðan tankvæðingin komst á. en frá eldri tíð muna menn annað eins og miklu verra, en þá var tæknin önnur. Til gamans skal hér birt fyrsta vísa úr brag, sem settur var saman fyrir einum 25 árum til að skemmta með á þorrablóti. Blótið fórst fyrir í það skiptið fyrir ófærð, svo bragurinn var aldrei kveðinn: Nú er frost á fróni / frýs í dúnkum skyr, æði aumlegir / eru bændurnir. Þegar þeir fara um fold á Fergusonunum framlágir af feykna búsorgum. Bóndans býli smá / bólar varla á, skorsteinar á ská / skaga upp úr snjá. Beljugreyin baula á básnum djúpt í jörð, yfir völlum veina veðrin hörð. Þetta var nú á þeim árum, þegar bændur brutust með mjólkina til Dalvíkur á eigin dráttarvélum. (Og vel á minnst. Eru ekki einhverjir, sem luma á góðum ljósmyndum af mjólkur- lestum, dráttarvélum í lest eða, og ekki síður, hestasleðum í lest eða við hesthúsið á Dalvíkinni? Slíkar myndir, ef til eru, væru ómetanlegar heimildir um merkilegan þátt í svarfdælskri atvinnusögu, sem aldrei kemur aftur). Síðustu fréttir Daginn eftir var aftur uppstytt, svo að menn hittu leið um snjógvar slóðir storðar, og frost var orðið. Svo segir Jónas Hallgrímsson. Og viti menn, þegar birti af fyrsta degi einmánaðar, var allt dottið í dúnalogn og sá í bláan himin á stöku stað. Þá komu í ljós hinar furðulegustu lands- lagsbreytingar, sem orðið höfðu í kringum bæina, himingnæf- andi skaflar, þar sem áður voru sléttar grundir, en fyrri kenni- leiti gjörsamlega horfin sjónum. Og nú er bara að vona að „votur verði einmánuður,“ og mun þá vel vora þrátt fyrir allt. H. E. Þ. Minning Eiður Sigurðsson standið, og mvindurinn al og heldur Eiður frá Ingvörum er látinn. Hinn níræði unglingur eins og eitt gott skáld kvað um hann, er fluttur yfir landamærin, þangað sem leiðir okkar allra liggja, og þar mun honum vel fagnað. Hann hafði lokið stóru og erfiðu hlutverki og myndu fáir fara í spor hans’og halda hans létta skapi, en skapgerð Eiðs var með eindæmum, alltaf hress og glaður. Eitt sinn fór ég á árshátíð með honum og hann þá kominn yfir áttrætt. Þegar farið var að dansa var hann fyrsti maður á gólfið og þeytti þar yngri og eldri konum í kringum sig og dáðist ég að þreki hans og léttleika, og sá ég ekki betur en dömurnar væru ánægðari í fangi hans en yngri manna. Þannig var hans líf, þrátt fyrir andstreymi sem hann átti við að stríða um æfina. Hann átti góða konu, en því miður heilsulausa um fjölda ára en hann átti líka mjög góð 7 börn, sem stuödu hann með ráði og dáð. Líf Eiðs var ekki alltaf dans á rósum. þar fyrir var alltaf góða skapið yfirgnæfandi, því hann var alltaf sama ljúfmennið. Vertu sæll. kæri mágur, og Guð blessi minningu þína, ég mun sakna þín og afkomendur þínir sem eru nú 94 alls hafa misst mikið. Guð blessi minn- ingu þína. H>G> 2 - NORÐURSLÓÐ

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.