Norðurslóð - 27.03.1981, Qupperneq 3

Norðurslóð - 27.03.1981, Qupperneq 3
Aldarafmæli Búnaðarfélags Cirrivfrl rr\1 o Hörðum höndum vinnur hölda kind ðVariUdula ár og eindaga . . . Þegar Jónas Hallgrímsson orti ljóð sitt Alþing hið nýja vet- urinn 1839 - þaðan sem þessar ljóðlínur eru teknar - var verið að hugsa til þess að stofna fyrstu búnaðarfélögin á íslandi. Suðuramtsins Húss- og bú- stjórnarfélag var þegar stofnað árið 1837 og fáein önnur komu í kjölfarið. En framfarir voru hægar í landbúnaði framan af 19. öldinni. Lík verkfæri voru notuð og í árdaga á tímum Þorsteins Svarfaðar: Pállinn, rekan, kláran klifberinn, hrífan og orfið. Slegið var með skamm beittum ljáspíkum, sem voru bundnar á orfin með leður- þvengjum. Örsnauð þjóðin og illa skædd háði erfiða lífsbar- áttu til þess að hafa í sig og á. Hugmyndir nytsemisstefnu- manna á 18. öld, sem Eggert Ólafsson, séra Björn Halldórs- son í Sauðlauksdal og Magnús Ketilsson sýslumaður kynntu hér á landi bæði í orði og verki vöktu að vísu nokkra athygli, en Fyrsti formaður, Jóhann bóndi á Ytra-Hvarfi. Núverandi form., Jóhann bóndi á Ytra-Hvarfi. voru þó aðeins sem gárur á kyrru vatni. Svarfaðardalur fyrir einni öld. Reynum að setja okkur fyrir hugskotssjónir hvernig umhorfs var hérna í sveitinni fyrir hundrað árum. Fjöllin voru eins og þau eru núna og áin líka, nema að Skíðadalsáin rann þá austur við fjallsrætur allt frá Ytra-Hvarfi og niður að Hofsá. Tjarnar- tjörnin var miklu stærri. Hún hálffylltist af aur og leðju í einu ógurlegu flóði 3. október árið 1887. Sama máli gegndi um „Sökkuna," en svo nefndist óvætt fen sunnan við Lamb- hagann á Sökku, og jörðin dregur nafn sitt af. Sakkan fylltist af aur í flóðinu mikla og breyttist þegar fram liðu stundir í vildisengjar.Að minnsta kosti 2 jarðir í Svarfaðardalshreppi fóru í eyði árið eftir vegna skriðufalla þennan haustdag fyrir tæpum 96 árum. Það voru Kóngsstaðir og Syðri-Más- staðir. Margar aðrar jarðir urðu fyrir stórfelldum náttúruham- förum. Geta má þess til gamans að á 19. öld gekk selur í Svarf- aðardalsá og stunduðu ýmsir bændur þá selveiði í ánni, einkum neðan til. Svo segir Gísli Kristjánsson mér eftir afabróð- ur sínum, Kristjáni Alexanders- syni, sem var vinnumaður á Sökku, líklega um 1860-1870. Brýr voru engar og engir vegir nema hestagötur. Bæjaröðin var þéttari þá en nú, enda bjuggu yfir 600 manna í hreppn- um. allsstaðar voru torfbæir, flestallir burstabæir, með skála og skemmuþil fram á hlaðið. Var það fremur ungt bygginga- lag, hafði komist í tísku seint á 18. öld. Túnin voru dálitlir, þýfðir kragar kringum bæina. Búin voru lítil, en margir bændur fæddu sig og sína meðfram af sjófangi sem aflað var á árabátum frá Böggvis- staðasandi, en þar voru þá sjóbúðir einar. Einbýlishús Fasteignin Mímisvegur 16 er til sölu. Upplýsingar veitir Benedikt Ólafsson hdl., sími 25566. ] Guð veri með ykkur. JÓNÍNA VIGFÚSDÓTTIR. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við > andlát og jarðarför EIÐS' SIGURÐSSONAR frá Ingvörum. Kristbjörg Eiðsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Freylaug Eiðsdóttir, Skjöldur Steinþórsson, Júlíus Eiðsson, Valgerður Þorbjarnardóttir, Rósfríður Eiðsdóttir, Þórhallur Pétursson, Sigurður Eiðsson, Maria Arngrimsdóttir, Kristín Eiðsdóttir, Hörður Kristgeirsson, barnabörn, barna-barnabörn og barna-barna-barnabörn. ----------—------------------------------ Hjartans þakkir færi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum á 70 ára afmæli mínu 10. mars s.l. Félagshugmyndir eflast. Þegar Jóhann Jónsson á Ytra- Hvarfi og félagar hans, þeir Baldvin Þorvaldsson á Böggvis- stöðum, Þorfinnur Guðmunds- son á Hrísum, Anton Árnason á Skáldalæk og Jón Jónsson á Jarðbrú, stofnuðu Búnaðar- félag Svarfdæla fyrir rúmum hundrað árum voru þegar til allmörg hreppabúnaðarfélög í landinu, en þó mjög dreift. Vorið 1863 sendi Pétur Hafstein amtmaður á Möðruvöllum um- burðarbréf til allra hreppsstjóra í Norðuramtinu ogeggjaði þátil samtaka um búnaðarframfarir. Vakti hvatning amtmannsins mikla eftirtekt og umtal, en framkvæmdir urðu minni en vænta mátti vegna harðinda og fjárkláða um það leyti. Þó má nefna að Fram-Eyfirðingar stofnuðu framfarafélög á árun- um 1873-1874. Tvímælalaust hafa tveir at- burðir sem urðu á íslandi eftir miðja 19. öld stuðlað að því að skýra félagshugmyndir og glæða félagsanda, en það voru Þingvallafundurinn 1851 og Þjóðhátíðin 1874. Ýmsir menn rituðu líka í blöð um búnaðar- félagshugmyndina, s.s. Jón Sig- urðsson, Jón á Gautlöndum, Einar í Nesi og Jakob Hálf- dánarson. Ekki má heldur gleyma hlut skáldanna sem mestan hlut allra áttu í þjóðar- vakningunni. Vaxandi verkkunnátta Ný vinnubrögð og betri verk- færi breiddust smátt og smátt út um sveitir landsins, einkum fyrir áhrif frá búnaðarskól- unum í Ólafsdal, á Hólum, Hvanneyri og Eiðum og síðar frá Ræktunarfélagi Norður- lands. Ein meiri háttar bylting í sláttutækni íslendinga varð að vísu fyrir daga þessara búnaðar- stofnana, eða laust fyrir 1830. Það var þegar sunnlenskum presti, séra Þórði Árnasyni á Skarði á Landi datt það snjall- ræði í hug að festa þjóið á ljánum við orfið með tveimur járnhólkum, í stað ljábanda. Fjörtíu árum síðar kom Torfi í Ólafsdal með „skosku" ljáina sína, sem talið er að hafi fast að því tvöfaldað afköst manna við slátt. Fyrstu túnslétturnar í Svarf- aðardal voru svonefndar hryggjasléttur, með kýfðum beð um til þess að forðast kal. Sér þeirra enn stað sumstaðar í dalnum, t.d. er ein slík rétt neðan við bæinn í Syðra- Garðshorni. Þá sléttu sagði amma mín, Jóhanna Björns- dóttir að Guðmundur Guð- mundsson búfræðingur frá Hól- um, síðar bóndi á Þúfnavöllum hefði gert árið 1885 fyrir föður sinn Björn Jónsson, sem þá bjó í Syðra-Garðshorni. Búnaðarfélögin urðu farveg- ur framfara í búskap. í þeim lærðu menn að vinna saman. Á þessum hundrað árum sem liðin eru frá stofnun Búnaðarfél- ags Svarfdæla má greina nokk- uð afmörkuð tímabil í ræktunar aðferðum. Hið fyrsta var þaksléttutíma- bilið. Það stóð í u.þ.b. fimmtíu ár, frá 1880-1930. Þáfórujarða- bótamenn, sem flestir voru búfræðingar frá Hólum á vorin og unnu í jarðabótavinnu hjá bændum. Vitað er með vissu um nöfn milli 30-40 svarfdælskra jarðabótamanna frá þeim tíma og hefur Gísli Kristjánsson fyrr- um ritstjóri gert skrá um þá. í þeim vaska hópi voru margir sem síðan urðu bændur í Svarf- aðardal. Meðal þeirra var faðir minn sem fór að vinna í Undirbúningsnefndin: F.v.: Lára á Hofi, hjónin á Hóli, Ingvörum, Grund og Klaufabrekkum. jarðabótavinnu eftir að hann kom frá Hólum 1912. Minntist hann jafnan þess tíma með mikilli ánægju. Þaksléttutímabilið skarast við plægingaskeiðið. sem í Svarfaðardal mun hafa staðið frá 1925, og fram um 1945. Hér var um grasrótarplæg- ingu að ræða, en áður hafði Angantýr Arngrímsson frá Jarð brúargerði, fyrsti svarfdælski búfræðingurinn, reynt undir- ristuplægingu á fyrstu árum aldarinnar, með fyrsta plóg- inum sem kom í Svarfaðardal á seinni öldum (árið 1901). Sú aðferð náði ekki útbreiðslu. Plægingarskeiðið nefni ég þann tíma þegar sérstakir plægingamenn ferðuðust um með þjálfaða plóghesta og plægfíu hjá bændum. Til þessa verks völdust aðeins harðdug- legir og þolgóðir menn með þrekmikla hesta. Fyrstur var Kristinn Guð- mundsson, síðar bóndi á Mos- felli og lengi fulltrúi Kjalar- nesþings á Búnaðarþingi. Þá kom Páll Sigurðsson, síðar bóndi og hótelhaldari í Forna- hvammi.' Tóku þá svarfdælskir menn við. Man ág að nefna þá Ara Þorgilsson á Sökku, Stefán Björnsson, síðar bónda á Grund Friðrik Sigurðsson, síðar bónda á Hánefsstöðum, Sigurjón Krist jánsson, síðar bónda í Brautar- hóli, Þórarinn Jónsson, síðar bónda á Bakka og Þórhall Pétursson síðar bónda á Grund og víðar. „Hið dauða afl“ reyndist af- kastamikið. „Hið dauða afl“ en svo nefndu ýmsir vélaraflið um þær mundir var fyrst notað við að brjóta land í Svarfaðardal árið 1929. Þá vann Rútur Þorsteinsson frá Þverá í öxnadal með Fordson- dráttarvél sína og jarðvinnslu- tæki á mörgum bæjum í sveit- inni. Næsta ár kemur svo fyrsta dráttarvélin með lögheimili í Svarfaðardal, hann Surtur gamli. Það var reyndar ný og gljáandi Fordson hjóladráttar- vél, þegar Stefán Björnsson, síðar bóndi á Grund keypti hana á sínum tíma og vann með þeirri vél hér fyrstur manna að nýræktun lands. Dráttarvélin kostaði 3.000 kr. en verkfærin 1.600 krónur árið 1930. Stefán seldi dráttarvélina síðar Bún- aðarfélagi Svarfdæla. Surtur var merkileg vinnuvél sem margfaldaði afköst frá því sem var á þaksléttuárunum. Margur góður drengur var dráttarvélarstjóri á Surti. Það held ég þó að stundum hafi verið óþægilegt að hristast á baklausu sætinu á honum allan liðlangan daginn., Surtur var ódrepandi tæki og hann var notaður í jarðabótavinnu til 1949 og þá seldur Ara bónda á Búrfelli. Surtur mun nú vera í eigu Þorgilsar bónda á Sökku. Vonandi fer vel um þennan merkilega forngrip, sem best væri þó kominn á minjasafn. Um miðjan fimmta áratuginn koma jarðýturnar til sögunnar, hin stórvirku jarðvinnslutæki og heimilisdráttarvélar einnig. Jóhannes Haraldsson í Ytra- Garðshorni keypti fyrstu heim- ilisdráttarvélina í Svarfaðardal 15. júní árið 1945. Var það lipur Farmall, sem kostaði 7:596 krónur með sláttuvél og plóg. Má mikið vera ef það var ekki ein sú fyrsta norðan Akureyrar á þeim tíma, því þegar Jóhannes ók Farmalnum út í dal frá Akureyri vakti nývirki þettasvo mikla athygli að áhugasamir bændur ems og Eggert á Möðru völlum og Snorri á Krossum gerðu sér ómak niður á veg til þess að skoða gripinn. Ekki urðu þó dráttarvélar algengar á bæjum í Svarfaðar- dal fyrr en eftir 1950. Þessar góðu vinnuvélar gjörbreyttu búskap í Svarfaðardal eins og annarsstaðar. Reyndar er óget- ið hesta- og heyvinnuvélanna og væri ómaklegt að gleyma þeim, svo nytsöm og skemmtileg verkfæri sem þær voru. Þeirra skeið stóð í um 30 ár á undan dráttarvélatímanum. Ég hef hér dvalið við tækni- framfarir í búskap og verður annað að sitja á hakanum nú vegna rúmleysis. Úr frumbúskap í viðskipta- búskap Á fyrri hluta 20. aldar breyttist búskapur hér á landi úr sjálfs- þurftarbúskap í viðskiptabú- skap, þegar bæir og þorp stækkuðu og íbúar þeirra fóru að kaupa búsafurðir af bænd- um. Framfarir þær, sem orðið hafa í landbúnaði síðustu mannsaldra í ræktun, kyn- bótum og tækni hafa margfald- að afköst í þessari atvinnu- grein. Búnaðarfélögin hafa átt mikinn þátt í þessari fram- þróun. Með breyttri þjóðfélagsskip- an hafa búnaðarfélögin einnig orðið grunneiningar í stéttar- samtökum bænda, baráttutæki til sóknar og varnar fyrir bændastéttina. Fyrir skemmstu sannaði þessi félagsskapur gott skipulag sitt þegar í óefni stefndi vegna of- framleiðslu landbúnaðarvara og bændur gripu sjálfir til úrræða til að takmarka fram- leiðsluna. Mjólkurframleiðslan var á síðasta ári tæpum 9% minni en 1979. Má ætla að þar hafi náðst nokkurt jafnvægi milli framleiðslu og neyslu og það í fyrstu atrennu. Er það athyglisvert að þessi árangur skuli hafa náðst fyrir aðgerðir bænda, en ekki fyrir eitthvert valdboð að ofan. Þó að Búnaðarfélag Svarf- dæla eldist að árum og hafi náð virðulegum aldri, er það þeirrar náttúru eins og mörg önnur þjóðþrifa félög, að það yngir sig sjálft og mun gera jafn lengi og bændur búa í dalnum og rækja félag sitt. Frumherjunum sé heiður og þökk! Ég óska Búnaðarfélagi Svarf- dæla til hamingju með afmælið. Júlíus J. Daníelsson. ATH. Stytta varð greinina lítillega. Höf. beðinn velvirðingar. NORÐURSLÓÐ - 3

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.