Norðurslóð - 29.11.1984, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 29.11.1984, Blaðsíða 3
Dalbotnalíf Rætt við Gunnlaug og Gunnlaugu á Atlastöðum Gunnlaugur á Atlastöðum stendur á áttræðu þann 15. des. nk. og Norðurslóð sendi í því tilefni út tíðindamann að ræða við hann og helst Gunnlaugu konu hans líka. Það er ekki auðvelt að skyggnast inn í og sýna öðrum líf fólks í einu blaðaviðtali svo út úr því komi einhver mynd í samhengi. Ekki síst ef skoða á aftur í fortíðina, fólkið í samspili við umhverfi sitt marga áratugi afturábak. Gunnlaugur sagðist ekkert hafa að segja í svona viðtali. Gunn- laug aftur á móti sagði að ef skrá ætti eftir sér yrðu það strax margar bækur svo best væri fyrir sig að segja ekkert. Uppruni og uppvöxtur Gunnlaugur er Skagfirðingur, nánar tiltekið Fljótamaður. Foreldrar hans voru Jón Guðvarðsson og Aðalbjörg Jónsdóttir búendur á Melbreið í Stíflu. í frændgarði hans í Fljót- um var m.a. Ólafur heitinn Jóhannesson fyrrv. forsætisráð- herra, en þeir voru þremenningar. Kyrr í föðurgarði við æskuleiki og síðar störf var Gunnlaugur allt til þrítugs er hann kynntist þessari ungu konu úr Svarfaðar- dal og fór að búa í sjálfs- mennsku. Þá var Melbreið þegar fullsetin, af systur hans og mági auk foreldranna, svo hann varð að hleypa heimdraganum. Uppruni og uppvöxtur Gunnlaugar var stórum marg- brotnari. Hún er dóttir skag- firðingsins Magnúsar Guðmunds- sonar, síðast bónda í Koti og Ingibjargar Jónsdóttur frá Klaufabrekknakoti. Þau hjón bjuggu fyrst í Klaufabrekkna- koti, en fluttu svo í Deildardal í Skagafirði og þar á milli nokkurra bæja, m.a. voru þau í Stafni þar sem Gunnlaug fæddist, komu síðan hingað í Blakks- gerði, þá Bakkagerði og loks Kot. Gunnlaug festi ráð sitt ung, og flutti svo með Kristrúnu dóttur sína á 3. ári í Deildardal 1929 en gaf mislukkaða sambúð upp á bátinn og fór aftur seint á vetri 1930 fótgangandi með barnið yfir fjöllin heim í Kot. Síðan var hún í kaupamennsku á fjölda bæja í Svarfaðardal, Ólafsfirði og Skagafirði. Síðast var hún um tíma hjá systursinni að Deplum í Stíflu þar sem hún kynntist nágranna einum, Gunnlaugi Jónssyni á Melbreið. Þegar Gunnlaugur var spurður um kynni þeirra sagði hann bara: ,,Það var miklu meiri rómantík í sveitunum í þá daga en núorðið". Flutt gegnum Hvarfdalsskarð „Síðasta árið mitt fyrir vestan, 1935, byrjuðum við búskap að Móafelli í Stíflu og höfðum þar fáeinar skepnur og nytjar af hluta jarðarinnar. Þetta var eindæma óþurrkasumar ogjafn- mikill snjóavetur. Auk þess var komin kreppa með skömmtun- um og bágindum. Ég fann að þessi búskapur gæti aldrei gengið til lengdar.“ Þá fréttu þau að Atlastaðir væru að losna úr ábúð og væru boðnir til leigu. Fyrri eigandi, Árni Árnason, hafði tapaðjörð- inni í veð til Sparisjóðsins og flutti með sitt fólk til Skaga- fjarðar. Var Anna móðir hans ógangfær og var borin á börum vestur Heljardalsheiði. Gunn- laugu var það varla ógeðfellt að setjast að á milli foreldranna í Koti og Ingibjargar systur sinnar á Þorsteinsstöðum. Sama ár hóf reyndar yngsta systirin, Guðrún, búskap sinn í Koti með Jónasi. Laugi og Lauga slógu til. Flutningarnir eru þeim í fersku minni og þau segja bæði frá: „Vorið 1936 fórum við hingað yfir með búslóðina, hesta, 2 kýr, hænsn, einn heim- alning og Lenu sex mánaða gamla. Búslóðin var nú ósköp lítii. Við fórum Hvarfdalsskarð sem er innst á Skallardal og er ekki eins bratt og Sand- skarð. Heimalningurinn fékk aö sjuga aöra kúna á leiðinni. Rúmmið flutti ég á reiðing í tveimur áföngum - segir Gunn- laugur - og tvær spýtur úr úrvalsvið sótti ég seinna á drögum. Smávegis sendum við sjóleiðina, aðallega eina kistu og eldavélina. Strákarnir sem Gunnlagur, Gunnlaug og Magnus. sóttu hænurnar í kössum lentu í miklum vandræðum og eltinga- leik þegar þeir slepptu þeim út og vildu reyna að reka þær til byggða. Féð var ekki sótt fyrr en eftir slátrun um haustið. Lömb- in voru lögð inn í Haganesvík, þar áttum við alla okkar úttekt.“ Það má taka hér fram að leið þessi mun vera 4 til 5 tíma gangur fyrir lausan mann og er hæst í yfir 1000 metra hæð. Að vísu er þessi leið, milli Þrasa- staða í Stíflu og Atlastaða, líklega stytstur vegur milli byggða í Eyjafjarðar- og Skaga- fjarðarsýslu en nóg samt. En í Atlastaði komust þau farsællega og hófu þar búskap. Lena dóttir þeirra segist hafa skagfirskan ríkisborgararétt vegna upphafs síns. En á Atlastöðum fæddust í tímans rás hin börnin, Erla, Magnús og Halla. - Gekk mikið í Fljótunum. Spyrjandinn man frá yngri árum sínum eftir Laugja á Atla- stöðum fara niðurhjá að morgni á leið til Dalvíkur og hálfhlaupa við fót. Sjást svo þrammandi seinnipartinn á frameftirleið, með bakpoka. Þá a.m.k. á sextugsaldri - og yfir 20 km hvora leið. Stundum náðist hann inn í kaffi. „Mikill göngu- garpur“ segja allir sem til þekkja. Spyrjandinn beindi því talinu mjög að gönguferðum og gönguleiðum. „Eg fór margar fjallaleiðir úr Fljótunum og yfir í Unadal og eins Hákambanayfirí Kolbeins- dal. Maður fór stundum til aðdrátta á Siglufjörð eða kafaði Lágheiðina til Ólafsfjarðar - stundum líka á böll. Einu sinni labbaði ég til Sauðárkróks á sæluvikuna.“ í heimsókn yfir fjallið til ættingjanna í Stíflu fóru þau eina ferð með Lenu á 3. ári oger fyrsta bernskuminning hennar úr þeirri ferð. Þau taka það fram að þetta ráp þeirra um fjöllin hafi ekki verið eins sérstætt og virst gæti nú. „Þegar gestir áður fyrr komu í Atla- staði var eins líklegt að þeir kæmu framan af heiðum eins og neðan úr dal.“ Á Atlastöðum Hvernig var svo að koma í Atlastaði? „Atlastaðir voru og eru erfið jörð“ segir Gunnlaugur. „Landið bratt og mestallt var óræktað, fyrir utan tvær spildur sem voru sléttaðar. Ég fór í það að slétta talsvert og rækta og beita vélum nokkuð. Dráttar- vél kom þó ekki hingað fyrr en eftir að Jóhann (maður Lenu) fór að vinna við búið 1958. Hér er líka snjóþyngra en niður í sveit, enda er bærinn í 250 m hæð yfir sjó. Ég var leiguliði Sparisjóðsins allt til 1944 en réðist þá í að kaupa. Svo þurfti náttúrlega að húsa upp staðinn. Árið 1955 byggðum við íbúðar- hús.“ Aðspurður um fjarlægðina til Dalvíkur viðurkennir hann að hún hafi skapað vandamál eins og samgöngum þá var háttað. „Það var erfitt að flytja kol frá Dalvík að vetri til í vondu sleða- færi. Stór hluti af leiðinni var í raun veglaus. Þetta var talinn 4 til 5 tíma lestargangur (önnur leiðin, Þ.H.) í sæmilegu færi. Sex til sjö km eru oní Urðir þar sem var næsti sími. Eftir að við fórum að selja mjólk 1947 þurfti lengi að flytja mjólkurdunkana á klökkum út í Göngustaðakot og síðar Sandá - og annað eftir þessu“. Þegar minnst var á kol fór Gunnlaugur með gamla vísu eftir sig. Einn nágranni hafði kallað það „skrælingjahátt" í þeim á Atlastöðum að kynda með taði á kolaöld en sást svo sjálfur sækja sér tað til eldiviðar í hallæri: Einatt skán í eldinn ber er því létt að sanna: það leynist í þér eins og mér eðli skrælingjanna. Aðra vísu fór hann með, frá þeim tíma er hann var síhlaup- andi með víxlana á milli ábyrgð- armanna og Sparisjóðsins vegna húsbygginga: Viðskiptin ei ganga greitt gerist skuldum hlaðínn. Ég hef fleiri aurum eytt en aflað gat í staðinn. Gunnlaugur er lítillátur maður, virðist gersneyddur öllu svokölluðu „karlagrobbi.“ Spyrj- andinn vildi fá að heyra af sérstökum mannraunum sem hann hefði lent í. Hann lét lítið yfir, en rifjaði þó upp eitt og eitt atriði sem hann mundi í svip. Eins og þegar þeir sóttu þak- járnið neðan frá Miklavatni og fram í Móafell á sleðum í bleytu- stórhríð - yfir margar þverár og ófærur. Eða þegar hann lenti undir óðu nauti á eyrunum neðan við Skeið. Eða þegar hann gekk á undan ýtunni með mjólkursleðann alla leið til Dalvíkur, og svo heim aftur í sömu blindhríðinni, kafandi snjóinn upp í lær. Þá var hann farinn að þreytast. Þær frásagnir urðu lengri en svo að rúmist í þessu plásslitla blaði. Að þeim loknum var komin nótt. Spyrjandinn varð að fara. „Þú skáldar eitthvað inn á milli svo menn nenni að lesa þetta“ sagði Laugi þegar hann kvaddi á bæjarhellunni. En hér er ekki annað skáldað en það sem spyrjandann kann að misminna. Áð hann Gunnlaug- ur á Atlastöðum hafi ekki frá neinu að segja fær nefnilega ekki staðist. Gunnlaug er ábyggi- lega nær því rétta: Það þyrfti bók til að gera þessu sæmileg skil, helst fleiri en eina. Norður- slóð sendir Gunnlaugi bestu árnaðaróskir á stórafmæli. i>.h. TR0MPIÐ Léttleiðtil hæstu ávöxtunar MEÐ AÐSTOÐ SPARISJÚÐSINS TROMP-REIKNINGURINN Berhæstuvexti Eróbundinn Ertryggður gegn verðbólgu SANNKALLAÐTROMP FYRIR ÞIG gg Sparisjóóur Svarfdœla ■ Dalvík

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.