Norðurslóð - 24.02.1987, Side 2

Norðurslóð - 24.02.1987, Side 2
NORÐURSLÓÐ Útgefendur og ábyrgðarmenn: Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Svarfaðardal Jóhann Antonsson, Dalvík Afgreiösla og innheimta: Sigriður Hafstað, Tjörn Sími 96-61555 Ljósmyndari: Rögnvaldur Sk. Friðbjörnsson Prentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar Grund í Eyjafirði fyrir sauðarkrof f símatíma morgunútvarpsins mánudaginn 16. febrúar gafst mönnum kostur á að segja álit sitt á gerð varaflugvallar, sem nú er á dagskrá. Ekki stóð á því, að margir vildu leggja orð í belg og kom glögglega fram að margir taka afstöðu til málsins einungis út frá þröngu byggðasjónarmiði, vilja sem sé ólmir fá flugvöll- inn inn í sitt hérað með þeirri atvinnu og gróðamöguleikum, sem menn halda að fylgi byggingu og rekstri hans. Látum svo vera, það er þó bara ósköp venjuleg sérgæska eða eigingirni, sem er einn ríkasti þátturinn í mannlegu eðli. Lakara var það, að fram kom hjá mörgum, líklega meiri- hluta, þessara símhringjenda, að þeim fannst ekkert við það að athuga, að Nato legði fram þá fjármuni, sem til þarf, og fengi þá um leið þá aðstöðu, sem herstjórn þess þykist þurfa á varaflugvelli hér á landi. Tónninn var þessi: Allt í lagi, bara fá peningana, hvað stríðsmenn Nato síðan gera hér skiptir ekki máli. Það var sannkölluð hrollvekja. Er þetta virkilega spegil- mynd af afstöðu þjóðarinnar eða má maður leyfa sér að vona, að þetta símafólk sé öðrum fremur undirmálsfólk, sem ekki er mark á takandi. Líklega er því þó ekki að heilsa. Það hefur margsinnis komið fram í sambandi við umræðu um kjötsölu til Varnar- liðsins svokallaða, að margir íslenskir bændur telja það eina helstu bjargarvonina, að við getum selt drjúgan hluta af kjöt- framleiðslu okkar þangað og heimta með offorsi, að stjórn- völd gangi í málið og útvegi okkur þennan eftirsótta markað. Nú hefur þetta tekist að nokkru og kjötfjallið rýrnar um nokkra tugi tonna, einkum þó af svína- og fuglakjöti, sem er framleitt hér af innfluttu fóðri einvörðungu. Þessi skrípa- leikur er öllum til vanvirðu, sem við það eru riðnir og minnir helst á hina grátlegu sögu um bóndann á Grund í Eyjafirði, sem seldi höfuðbólið fyrir reykt sauðarkrof í hallæri og bjargarþrotum. Nú þurfum við á öðru fremur að halda en að njörva okkur fastar efnahagslega við her og hernaðarumsvif Atlandshafs- bandalagsins hér í norðurhöfum. Merkilegir hlutir virðast vera að gerast í stórveldapólitíkinni, sem eru líklegir til að leiða til slökunar og e.t.v. stöðvunar þess voðalega vígbúnaðarkapphlaups, sem verið hefur í gangi um langt skeið og í kjölfar þess niðurlagning einhverra herstöðva, sem stórveldin hafa á erlendri grund. Þá væri ömurlegt ef við værum búnir að gera okkur svo háð erlendri hersetu að við yrðum að biðja auðmjúklegast um hana til frambúðar, svo að efnahagur okkar fari ekki í kaldakol. HEÞ Þorrablótið hjá KEA. Raddbandið frá Akureyri spilar á ósýnileg hljóðfæri. 2 -NORÐURSLÓÐ Helgi Hallgrímsson: Frá huldufólki í Svarfaðardal I Her verður greint frá því helsta, sem höfundur hefur getað dregið saman um huldufólk í Svarfaðardalshreppi, en áður hefur verið ritað um „Álagastaði" í Svarfaðardal, í Norðurslóð, 2.-4. tbl. 1986 og um „Vættastöðvar" í Dalvíkurumdæmi í 1.-6. tbl. 1985. í „Vættastöðvunum" voru huldufólksbústaðir teknir með, en í „Álagastöðunum“ aðeins ef huldufólk var eitthvað viðriðið álögin, sem ekki er alltaf. Huldufólkssögur eru einn viðamesti þátturinn í þjóðtrú okkar Islendinga, og þekkjast um allt landið, þótt töluverður mismunur sé á þéttleika huldufólksbyggðanna eftir sveitum og landshlutum. Óviða á landinu mun þéttbýli huldufólks vera eins mikið og hér í Eyjafirði, ef dæma má eftir sögum sem af því fara, og ekki virðist enn neitt lát á birtingum þess, þrátt fyrir tæknivæðingu og sjónvarpsgláp. Varðandi hugsanlegar skýringar á huldufólksfyrirbærum vísast til greina minna „Þættir um þjóðtrúarfræði" í timaritinu Heima er bezt, 1983-1986. Þess má gjarnan geta hér, að Svarfaðardalur hefur fóstrað einn af okkar bestu þjóðsagnariturum, sem er Þorsteinn Þorkelsson frá Syðra-Hvarfi, síðar á Hofi og víðar, bókbindari, kennari, fræði- maður og skáld. Eru allmargar prýðilegar sögur eftir hann í þjóð- sagnasafninu Grímu og í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar, þar á meðal nokkrar huldufólkssögur úr dalnum, en nokkuð af sögum hans er enn óbirt í handriti. Væri athugandi fyrir framtakssama menn, að gefa út þjóðsögur hans í heild, ásamt viðeigandi greinar- gerð um þennan óvenjulega fræðimann, sem var betri rithöfundur en margan grunar. Vellir í Svarfaðardal Á kirkjustaðnum og prests- setrinu Völlum eiga að hafa gerst a.m.k. tvær huldufólks- sögur, sem skráðar eru í þjóð- sagnasöfnum. í Þjóðsögum Jóns Árnasonar, 3. bindi, bls. 131-132 er sagan „Eyjólfur prestur og álfkonan", sem Björn Jóhannesson á Finns- stöðum í Kinn hefur skráð. Á hún að hafa gerst í tíð Páls Vídalíns, og ætti presturinn samkvæmt því að hafa verið Eyjólfur Jónsson, sem kallaðúr var hinn lærði, er var pr. á Völlum, 1704-1745, og samdi Vallaannál. Þetta er alþekkt huldufólks- söguminni eða ílökkusögn, um prest eða bónda sem á vingott við huldukonu, og hverfur til hennar á jólum eða nýjársnótt, en vinnumann hans (eða son) langar til að fara með honum, og fær það eftir miklar úrtölur, en verður það til ógæfu. Reyndar segir Björn þessa sögu næstum eins, um prest nokkurn á Húsavík í Þingeyjarsýslu, og er sú saga næst á undan í þjóð- sagnasafninu. Þess má geta, að Eyjólíur lærði var ógiftur og barnlaus, eftir því sem segir í ísl. ævi- skrám, og gat það m.a. orðið tilefni sagnarinnar. Hin sagan frá Völlum, heitir „Hosa“ og er rituð af Þorsteini Þorkelssyni, áðurnefndum, og birt í Grímu, 25. hefti, bls. 65 (eða 5. bindi nýju útgáfunnar, bls. 131-132). Þar segir frá þeim undarlega atburði, er Jón Hallgrímsson (Þorlákssonar frá Skriðu), varð fyrir, er hann bjó nokkur ár á Völlum, í félagi við séra Kristján Þorsteinsson (sem þar var pr. 1846-1858), að skipt var um lamb undir einni ánni. „Það var eitt kvöld á sauð- burði, að hann lét nokkrar lambær inn í hús, og meðal þeirra var ein hvít, með hvitu lambi, nokkurra nátta gömlu. Þegar ærnar voru látnar út morguninn eftir, yar hvíta lambið horfið, en undir ána var komin svarthosótt gimbur.“ ... „Sú var skoðun manna, að ljúflingar hefði skipt um lömbin. Hosa dafnaði vel, reyndist síðar góð mjólkurær og varð gömul. Einkennileg var hún að því leyti, að hún hafði miklu stærri eyru en aðrar sauðkindur." Gröf - Brautarhóll Hugrún skáldkona, öðru nafni Fillippía Kristjánsdóttir, frá Brautarhóli, segir í bókinni ,,Eg læt það bara flakka“ (Rvík. 1982, bls. 57), frá öðrum atburði, sem ekki er síðureinkennilegur, og gerðist á leiðinni milli Brautarhóls og Valla, þar sem hún kallar Merkisholt, líklega ekki allfjarri eyðikotinu Skriðu. Filippía var barn þegar þetta gerðist, og var send út að Völlum, einhverra erinda, en tafðist við berjatínslu á leiðinni og rak þá augun í blað með prentuðu letri, sem lá þarna í skorningi. Á því voru tvær vísur, sem hún lærði. Nokkrum mánuðum eða árum seinna fann hún aftur blað með þessum sömu vísum á sama staðr og segist þá ekki hafa orðið lítið undrandi, enda telur hún úti- lokað að það hafi getað verið sama blaðið. Hún segir engan hafa kannast við vísurnar, sem hún spurði, fyrr né síðar, og skilja má á henni, að hún hafi talið þær eins konar spá eða leiðbeiningu frá velviljuðum hulduverum. Þá segir Filippía einnig frá því, að hún og bróðir hennar heyrðu skilvinduhljóð að nætur- lagi, fyrri part vetrar sama ár, og blaðið fannst. „Kannske það hafi bilað skilvinda hjá blessuðu huldu- fólkinu", hugsaði ég, „og það hafi orðið að leita sér hjálpar á þennan hátt.“ Um morguninn reyndist allt vera með kyrrum kjörum í búrinu og skilvindan hrein á sínum stað. Borgir og Grásteinn á Skeggstöðum Borgir kallast bunga eða hjalla- vottur, neðst í hlíðinni innan (sunnan) bæjarins, á merkjum við Hofsárkot. Þar eru nokkrar fallegar klettaborgir, og hafa Skeggstaðabændur fyrir satt, að þar sé huldufólksbústaður, þótt ekki fari sögum af því. „Neðan við miðjar Borgirnar, er allstór steinn, sérstakur, er Grásteinn kallast, en ekkert vita núverandi heimilismenn á Skeggstöðum, sérstakt um hann að segja . .“ segir Jóhannes Óli í örnefnaskrá sinni. Sigvaldi Gunnlaugsson frá Hofsárkoti, sem nú á heima á Skeggstöðum, sagði mér hins vegar eftirfarandi sögu um Grástein, fyrir um ári síðan: Gamalíel Hjartarson, sem bjó á Skeggstöðum árin 1921-1935, var eitt sinn á ferð milli bæjanna í dimmviðri, en þar sem hann var þarna vel kunnugur, þóttist hann viss um að rata. Um það bil sem hann taldi sig vera kominn heim, uppgötvar hann, að hann er kominn að Grásteini. Þykist hann nú taka rétta stefnu þaðan heim að bænum, sem ekki er nema urn 200 m eða svo, en þrátt fyrir það er hann aftur kominn að steininunr eftir litla stund. í þriðja skipti endurtekur þetta sig, en þá varð Gamalíel skapbrátt. og lét víst einhver ófögur orð faila um íbúana í steininum, enda komst hann nú heim í næstu atrennu. (Hér má bæta því við, að höfund grunar, að í þessum svonefndu Grásteinum. sem eru margir hér í Eyjafirði og víðar um land, hafi búið sérstök álfa- tegund, sem var líklega kölluð „grámenn", etv. eitthvað í ætt við dverga, og gat það fólk verið stríðið og meinsamt á stundum.) [í sambandi við „Álaga- hvamminn" á Skeggstöðum, sem sagt var frá í Álagaþáttun- um í fyrra, sagðist Sigvaldi ekki hafa heyrt að nein álög hvíldu á honum, en kannaðist þó við, að einkennilega oft vildi það brenna við, að hey hrektist í hvamm- inum. í Hofsárkoti, segir Sigvaldi að sé álagablettur, út og upp í hlíðinni, ekki langt frá bænum (og fyrrnefndum Borgum á Skeggstöðum). Þetta er lítill valllendisbolli, grasgefinn, og segist Sigvaldi hafa kallað hann „Grænabolla" (etv. =Kúabolli í örnefnaskrá Jóh. Óla). Því var trúað, að ekki mætti slá þennan bolla, og var það aldrei gert meðan heimildarmaður bjó þar, eða vissi til.] Álfhóll og Álfhólssteinn á Ytra-Hvarfi Hans var áður getið í „Álaga- þáttunum“, því þar er álaga- blettur (sláttubann) sem nefnist Þórarinsbolli. Álfhóllinn blasir við sjónum, skammt fyrir innan og ofan bæinn. Hóllinn er raunar þrískiptur, og heita hlutarnir Ysti-, Mið- og Syðsti- Álfhólskollur, segir í Ornefna- skrá. Er syðsti kollurinn hæstur. „Framan í Alfhóli er geysistór steinn, Álfbólssteinn, talinn mikill huldufólksbústaður," segir Örnefnaskráin. Þórarinsbolli er sunnan undir ysta hólkollinum. Þótt Álfhóllinn á Hvarfi og Álfhólssteinninn sé „mikill huldufólksbústaður", hefur mér ekki tekist að finna neinar huldufólkssögur frá þessum stað í prentuðum heimildum, né heldur frá Syðra-Hvarfi. Við þann bæ var söguritarinn áður- nefndi kenndur, og hefði átt að vera kunnugt um sagnir, sem þar hefðu gerst. Milli þessara bæja er víða einkennilegt lands- lag, með hólum og klettastrýt- um, er myndast hafa við berg- hlaup eitt mikið. Má vera að huldufólk forðist lremur slík fyrirbæri, eins og taliö er að það forðist eldhraun, en Álfhóllinn á Syðra-Hvarfi mun vera jökul- ruðningshóll, eins og reyndar nafni hans í Dæli, er síðar verður getið.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.