Norðurslóð - 24.02.1987, Page 5
3HUS DALVIKUR
verði. Ekkert heíur verið ákveðið
um hvenær verður farið í
innréttingar á ef'stu hæðinni.
Það væri óneitanlega skemmti-
legt að gengið yrði frá húsinu
sem fyrst, það er aldrei gott til
lengdar að hafa hlutina hálf
karaða ef svo má segja.
Hér hefur verið gefin smá
lýsing á staðháttum í Ráðhús-
inu. Daglegstörf þeirra nærri 40
manna sem þarna starfa eru að
sönnu margbreytileg. Þó allt
þetta fólk eigi það sameiginlegt
að vera að sýsla með pappír er
sem betur fer nokkur fjölbreytni
til í þeim efnum. Eins og lesa má
út úr skrifum þessum er mikið
að gerast í tölvumálum hér á
Dalvík. Það hefur ekki farið
framhjá neinum hversu mjög
tölvunotkun hefur aukist á
öllum sviðum hérá landi. Þaðer
Tölvuvinnsla hjá Bókhaldsskrifstofunni: Hélga Stefánsdóttir við skjáinn. Guðríður Ólafsdóttir á skrifstofu Söltunarfélagsins.
ánægjulegt að hér á Dalvík er
mikil gróska á þessu sviði nú.
Upplýsingaþjóðfélag kalla
menn þá þjóðfélagsgerð sem nú
er í mótun hér á landi sem og
annarsstaðar í nágrannalöndum.
Mjög er mikilvægt fyrir lands-
byggðina að verða ekki eftir-
bátar höfuðborgarsvæðisins í
að mæta þessari þróun. Tölvur
verða mikilvægustu tæki framtíð-
arinnar og því fyrr sem fólk nær
tökum á að nota þær, því betra.
Inga Benediktsdóttir brosandi i bókhaldinu.
Valgerður Guðmundsdóttir á skrifstofu Einingar.
Bréf Kristjáns Eldjárns
Framhald af bls. 3
Árið I957efndu Svarfdælingar í
Reykjavík til eins konar lélags-
skapar, sem oftast gengur undir
nafninu Svarfdælingasamtökin
í Reykjavík. í mjög lauslegum
drögum að stelnuskrá þessa
lclagsskapar er m.a. svo kveðið
að orði, að hann skuli „ræða og
vinna að verkefnum þeim, sem
varða svarfdælska menningu
lyrr og nú“.
Þegar stjórn félagsins tók að
ræða, hvað hægt væri að gera til
að sýna lit á framkvæmdum á
þessu sviði, mótaðist brátt sú
hugmynd. að réttast ntundi
vera, að Svarfdælingar í Reykja-
vík athuguðu möguleika á að
láta semja alhliða og ítarlegt
mannfræðirit urn Svarfdælinga
á sama hátt og gert hefur verið
fyrir ýmis önnur byggðarlög. í
því sambandi var okkur algjör-
íega ljóst, að ógerningur væri að
semja slíkt rit um Svarfdælinga
án þess aö dvelja langtímum
saman á Þjóðskjalasalninu í
Reykjavík þar sem saman eru
komnar allar heimildir um þetta
efni. Kom þá vart annað til
greina en að sá, sem verkið tæki
að sér, væri búsettur hér syðra
eða gæti að minnsta kosti verið
hér lengri tíma við þessar
rannsóknir. Við veltum þvífyrir
okkur, hvort nokkur Svarfdæl-
ingur eða maður af svarfdælsku
bergi brotinn væri líklegur til að
færast þetta stórvirki í fang, en
komumst að þeirri niðurstöðu,
að slíkur maður væri ekki
finnanlegur, enda er ljóst, að hér
er um að ræða geysilega tíma-
frekt verk, sem þar að auki
verður ekki unnið að öðrum en
þeim. sem er fræðilega sinnaður
og þekkir til þeirra vinnubragða,
sem viðhafa verður.
Okkur var kunnugt um. að
ungur maður frá Akureyri.
Stefán Aðalsteinsson, sem vinnur
hjá Fiskideild Atvinnudeildar
Háskólans, hafði um árabil
notað allar frístundir sínar á
Þjóðskjalasafninu til þess að
rannsaka eyfirzkar ættir og
beindi áhuga sínum aðallega að
Eyjafirði innan Akureyrar. Datt
okkur þá í hug að þarna kynni
að vera maðurinn til að semja
svarfdælskt mannfræðirit. Við
hröpuðunt þó ekki að neinu, en
kynntum okkur eftir getu fræði-
mannsleril Stefáns og leituðum
álits ættfræðinga, sem honum
voru kunnugir. Öllum, sem
eitthvað þckktu til. bar saman
um. að Stefán væri mjög
áreiðanlegur fræðimaður. sem
fullkomlega væri trúandi til að
leysa slíkt verk vel af hendi. Að
fengnum þeim upplýsingum,
komum við svo að máli við
Stefán, bentum honum á það
verkefni. sem við höfðum hug
að láta vinna, og spurðum hann,
hvort hann mundi vilja taka það
að sér. Hann sagði strax, að
hann hefði að vísu annað fyrir
stafni. þar sem væri rannsókn
sín um lnn-Eyfirðinga, en þó
tók hann fram, að sér væru
svarfdælskar ættir engan veginn
ókunnar. þar sem óteljandi
þræðir lægju milli svo nálægra
byggðarlaga. Er síðan ekki að
orðlengja, að eftir nokkurn
athugunartíma gekkst Stefán
inn á að fara að leggja drög að
mannfræðiriti um Svarfdælinga
og leggja hitt verkefnið á hilluna
í bili. Hefur hann nú a.m.k. tvö
síðastliðin ár notað frístundir
sínar til að viða að sér í þetta rit,
og er þegar sýnt, að það muni
verða mikið að vöxtum.
Riti eins og þessu er hægt að
velja mörg form, eins og sjá má í
þeim bókum, sem gefnar hafa
verið út um ýmis byggðarlög.
Við höfum frá upphafi hallazt
að því að fyrirkomulag yrði
svipað og í bókinni Kjósarmenn
eftir Harald Pétursson. ístórum
dráttum er skipulagið þannig,
að tekinn er hver bær út af fyrir
sig. byrjað á fyrsta bóndanum,
sem eitthvað er um vitað, grein
gerð fyrir honum konu hans og
börnum og ferli í stórum
dráttum, með öllum nauðsyn-
legum ártölum. Síðan næsti
bóndi tekinn fyrir og svo koll af
kolli niður til okkar tíma. Að
skipulagi til er þetta því í
ábúendatalsformi, en heildar-
útkoman á að verða sú, að hægt
verði að finna í ritinu alla
Svarfdælinga, sem heimiluireru
til um. því að aftast verður
heildarregistur, sem er lykill að
allri bókinni. Það er mikils
virði, að hentugt skipulag finnist
í bók, sem á að nefna fleiri
þúsund manns, og við teljum,
að þetta fyrirkomulag eigi að
geta verið heppilegt.
Stefán Aðalsteinsson er kom-
inn mjög vel á veg með verk sitt,
en því miður er hann bundinn
við starf og getur ekki unnið að
rannsóknastörfum nema í frí-
stundum. Á þessu stigi máls er
því ekkert hægt að segja um,
hvenær ritinu kann að verða
lokið.
Fram að þessu hefur lítið
verið rætt um kostnaðarhlið
málsins. Stefán hefur enga
þóknun fengið fyrir verk sitt enn
sem komið er og hefur naumast
talið tímabært að tala um þau
mál. Sanngjarna greiðslu verður
hann vitanlega að fá, þegar sýnt
er að hann kemur verkinu frá
eins og til er stofnað, og þar að
auki kemur svo allur útgáfu-
kostnaður, sem hlýtur að verða
mikill, og má þá um leið geta
þess, að ætlazt er til að eitthvað
töluvert verði af myndum í
ritinu. Þegar þar að kemur
verður nauðsynlegt að afla fjár-
magns til að standa straum af
öllum kostnaði, en hins vegar
gerum við ráð fyrir, að kaup-
endur að ritinu verði svo
margir, að það muni standa
undir sér, þegar allt kemur til
alls. En alltaf hefur það verið
ætlun okkar hér syðra að ræða
þessi mál öll við Svarfdælinga
heima fyrir, þegar þau eru
komin á það stig, að fullséð er
að verkið verði farsællega til
lykta leitt. Þeirra tímamóta er
nú væntanlega ekki langt að
bíða.
Þessa stuttu greinargerð hef
ég undirritaður tekið saman til
glöggvunar þeim, sem áhuga
hafa á, hvernig til þessa verks
var stofnað og hvernig það er
hugsað í megindráttum. Margt í
sambandi við fyrirkomulag og
útgáfu á þó eftir að skýrast
miklu betur.
Reykjavík, 1. apríl 1965
Kristján Eldjárn
NORÐURSLÓÐ - 5