Norðurslóð - 26.10.1988, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 26.10.1988, Blaðsíða 4
4 - NORÐURSLOÐ GuUbrúðkaup - fljótt líða fímmtíu ár Ingibjörg og Björn í stofunni sinni. Ljósm.: H.E.Þ. í húsinu Drafnarbraut 2 á Dal- vík búa þau Björn Gunnlaugs- son og Ingibjörg Valdimars- dóttir. Þau áttu 50 ára gifting- arafmæli, gullbrúökaup, mánudaginn 17. október sbr. Tímamót á baksíðunni. Norö- urslóð brá sér í heimsókn til „brúðhjónanna“ í tilefni dags- ins og átti notalega stund yfír kaffi og koníaki og rabbi um lífið og tilveruna og sérílagi líf þeirra hjóna þessa hálfu öld- ina. Sumt af því birtist í eftir- farandi skipulagslítilli endur- sögn eins og samræður manna gjarnan verða, hlaupið úr einu í annað og frarn og aftur í tímanum. Það var snjór og kuldi þennan dag á því herrans ári 1938 þegar Villi Bjössa ók tveimur pörum á gamla mjólkurbílnum fram að Völlum. Þau höfðu ákveðið að ganga í það heilaga. Hitt parið var Snorri heitinn Arngrímsson og Kristín Júlíusdóttir frá Sunnu- hvoli. Allt gekk þetta eftir áætl- un. Gamli séra Stefán Kristins- son rölti með þeim út í kirkju og framdi hina helgu athöfn án söngs og serimoníu og lýsti hin ungu kærustupör mann og konu með heitum um eilífa tryggð og allt tilheyrandi. Aðrir voru ekki viðstaddir. Ekkert kom það að sök, hjónaböndin héldu vel og lengi og báru góðan ávöxt eins og Dalvíkingum er vel kunnugt. A eftir bauð blessuð frú Sólveig upp á kaffi og meðlæti og kont það sér vel eftir kuldann í kirkjunni. Þannig hófst sambúð þeirra Bjössa og Imbu, sem staðið hefur í 50 ár gegnum súrt og sætt. eink- um hið síðara, og er ekki líklegt til að rofna úr þessu meðan bæði lifa. Ef maður hugsar li'fið sem leiksýningu þá skiptist það í þætti, sem hver hefur sitt svið eða senu. Senurnar í hjónabands- ævintýri þeirra Björns og Ingi- bjargar eru þá 4 orðnar. Fyrsta senan er Melar á Dalvík, þar sem gömlu hjónin, Gunnlaugur Jónsson og Hólm- fríður Björnsdóttir höfðu byggt sér lítið hús þegar þau fluttu hingað aftur frá Olafsfirði 1935. Þau höföu flust þangað frá Klaufabrekknakoti 1921 og bjuggu í Ólafsfirði í 14 ár, 7 ár í Skeggjabrekku og önnur 7 í Hornbrekku, þar sem nú er elli- heimilið með því nafni. Þessi þáttur var stuttur en merkilegur. Fjölskyldan tók að stækka. Frum- burðurinn Guðlaug fæddist. Ári 1941 fluttu þau í nýtt hús, sem þau komu sér upp við lítil efni en mikinn áhuga, Móafell, skírt eftir fæðingarstað Gunn- laugs, Móafelli í Stíflu í Fljótum. Þessi kafli stóð í 8 ár og fjölskyld- an stækkaði enn, Erla og Ríkharð- ur bættust í hópinn. Árið 1949 keyptu þau efri hæð- ina í Ásbyrgi, Karlsbraut 9 öðru nafni af þeim Þorláki og Önnu, sem ráku þar hótel um skeið. Þetta var 1949 og varð lengsti þátturinn enn sem komið er, 25 ár. Nýtt barn, Arna, bættist í hópinn eftir 13 ára hlé. • Síðasta senan er í húsinu Drafnarbraut 2, sem þau byggðu 1974 í félagi við son og tengda- dóttur. Ríkharð bakara og Hall- fríði hárgreiðslukonu. Þarnahafa þau búið síðan og liðið takk bæri- lega meðan aldurinn færist yfir hægt og hljóðlega. Þetta er umgerðin og aðeins umgerðin um hálfrar aldar líf og starf dæmigerðrar dalvískrar fjöl- skyldu. Ævistarfið var tengt sjónum. Daginn eftir brúðkaupið fór Björn inn á Akureyri á 3ja ntánaða vélstjóranámskeið og kom þaðan með réttindi sem dugöu honum vel á sjó og landi allar götur þaðan í frá. Hann var vélstjóri hjá mörgum formönn- um, Hannesi Þorsteinssyni, Björgvin Jónssyni og fleirum í 25 ár á vertíðum bæði frá heimahöfn og á Suðurnesjum. Síðan tók hann við starfi vélstjóra hjá Frystihúsinu á Dalvík og gegndi því trúnaðarstarfi í álíka langan tíma og vel fram yfir 70 ára aldursmörkin. í þessu hlutverki kannast allir ungir Dalvíkingar við Björn Gunnlaugsson. Lengi var hann þar samstarfsmaður Snorra Arngrímssonar, sem forð- um stóð með honum í stórræðum í Vallakirkju sællar minningar. Á meðan gegndi Ingibjörg hinu klassíska hlutverki sjómanns- konunnar við heimilishald og barnauppeldi. Þar fyrir utan vann hún í síld og fiski og öllu þessu sem heldúr hjólum atvinnulífs í verstöð eins og Dalvík gangandi. Einnig stunduðu þau Björn og Ingibjörg smá landbúskap sam- kvæmt algengu munstri síns tíma, eina kú, nokkrar kindur að ógleymdum reiðhestinum. Björn, og reyndar þau bæði, voru miklir hestaunnendur og áttu löngum góða hesta. Ungur eign- aðist hann hana Flugu sína, sem aðrir gæðingar hans eru síðan komnir frá. Upp á vegg hangir skírteini unt heiðursfélagann Björn Gunnlaugsson í Hesta- mannafélaginu Hring. Það er auðheyrt, að minningarnar um löngu liðna hesta og hesta- mennsku eru honum kærar og tengjast minningunni um gamla félaga á þeim vettvangi, Tryggvi í Brekkukoti kemur þar mikið við sögu. Og Ingibjörg tekur undir, að gaman hafi verið að koma í Brekkukot til gamla fólksins. Minnist þess, að oft hjólaði hún þangað frá Dalvík til að vera þar í heyskap þegar þurrkur var, enda fengu þau sjálf lánaðan engjablett til slægna árum saman hjá þeim Brekkukotsmönnum. Langt er nú liðið síðan 17 ára unglingurinn fluttist með foreldr- um sínum frá Ólafsfirði inn fyrir Múlann. Lengi var hann að sætt- ast við nýja umhverfið og margar átti hann ferðirnar norður yfir Dranga, bæði að vetri og sumri til að hitta gömlu kunningjana í æskubyggðinni. Hann hafði yndi af skíðagöngu eins og allir sannir Ólafsfirðingar. Reyndar átti hann þátt í að glæða skíðaáhug- ann hér á Dalvík. Einhvern tím- ann seint á vetri 1936-37, þegar skíðasnjór var og ágætisveður, negldi hann upp á tröppur gömlu Kaupfélagsbúðarinnar óundir- skrifaðan miða með þessunt hvatningarorðum skrifað stórum stöfum: Allir á skíði. Árangurinn var ótrúlega góður, fjöldi manns dró næsta dag fram skíði, sem lít- ið höfðu verið notuð áður, og arkaði upp í Hóla og Fjall. Þetta var eiginlega byrjunin á vaxandi skíðaáhuga hér, sem haldiö hcfur áfram æ síðan. Og gaman er að minnast þess, að dóttursonur Björns er nú einn fræknasti skíðakappi landsins og hefur kontið nafni Dalvíkur rækilega á blað íslenskrar skíðasögu. 50 ár eru ekki lengi að líða, þegar nóg er að gera, hjónin sátt og börnin lánast vel, auka kyn sitt og nýir ættliðir fæðast. Þannig hefur það verið hjá þeim Birni og Ingibjörgu, þau eru orðin lang- afi- og amrna fyrir mörgum árum síðan. Kynslóðirnar ganga hratt frant í ættinni samanber hina óvenjulegu ntynd af langmæðg- unum 5, sem hér fylgir nteð. Gullbrúðhjónin mega horfa yfir farinn veg nteð stolti og ánægju. Ferðin fram í Velli í hríð og kulda fyrir hálfri öld síðan var vel ráðin og hefur borið góðan ávöxt. Dalvíkurbær væri stórum fátækari ef hún hefði aldrei verið farin. Norðurslóð árnar gullbrúð- hjónunum og fjölskyldu þeirra allra heilla. F.h.: Barnið Heiða, móðirin Guðlaug, langamman Árný, langalangamman Ingibjörg í Svæði og amman Ingibjörg Valdimarsdóttir. Ljósm.: Hilm. Dan. Arsfuttíð Svarfdælingasamtökin í Reykjavík og nágrenni halda árshátíð sína 12. nóvember n.k. í Félags- heimili Seltjarnarness. Húsið verður opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 19.30. Skemmtiatriði Veislustjóri verður Gunnlaugur V. Snævarr. Hljómsveit Villa á Karlsá leikur fyrir dansinum. Miðapantanir hjá Sólveigu Jónsdóttur; sími 91- 71005 dagana 6. til 8. nóv. milli kl. 16 og 20 alla dagana. Athugið: Jólakort Samtakanna verða til sölu á árs- hátíðinni, en einnig fást þau hjá Stellu, sími 39833 og hjá Hrönn, sími 656115. Mcetum öíí ívress og kát Stjórnin Kaupfélag Eyfirðinga Dalvík óskar viðskiptavinum heilla og hamingju á komandi vetri og þakkar gott samstarf á liðnu sumri. Vöruinst hættur, verum tryggð. Verslum öll í heimabyggð. ÚKED

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.