Norðurslóð - 14.12.1988, Side 1
Svarfdælsk byggð & bær
12.árgangur
Miðvikudagur 14. desember 1988
10. tölublað
® /a7 » ft f&m im Auj s
1 & I Jmr j
, Jesú blessar ungu börnin . — Altaristafla í Glæsibœjarkirkju eftir Arngrím Gíslason málara.
Ó, Faðir, gjör mig lítið Ijós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar huerjum hal og drós,
sem hefur villzt af leið.
Ó, Faðir, gjör mig blómstur blítt,
sem brosir öllum mót
og kvíðalaust við kalt og hlýtt
er kyrrt á sinni rót.
Ó, Faðir, gjör mig Ijúflingslag,
sem lífgar hug og sál
og vekur sól og sumardag,
en svœfir storm og bál.
Ó, Faðir, gjör mig styrkan staf
að styðja hvern sem þarf
unz allt það pund, sem Guð mér gaf,
ég gef sem bróðurarf.
Ó, Faðir, gjör mig sigursálm,
eitt signað trúarlag,
sem afli blœs í brotinn hálm
og breytir nótt í dag.
Mattli. Jochumsson.
Til lesenda
Norðurslóð sendir vinum og
vandamönnum um land allt
bestu óskir um
gleðileg jól
og gœfuríkt komandi ár
með þakklœti fyrir samskiptin
á árinu 1988.
Messur um jólin:
18. desember
verður aðventustund á Dalbæ kl. 16.30.
Aðfangadagur. Aftansöngur í Dalvíkur-
kirkju kl. 18.00.
Jóladagur.
Hátíðamessa í Vallakirkju
kl. 13.30.
Jóladagur.
Hátíðarmessa í Tjarnarkirkju
kl. 15.30.
Annar jóladagur.
Hátíðamessa á Dalbæ
kl. 14.00.
Þriðji jóladagur.
Hátíðamessa á Urðum kl. 21.00.
Nýjársdagur.
Hátíðamessa í Dalvíkurkirkju kl. 17.00.
Ræðumaður Bjarni Guðleifsson ráðunautur.
Samkomur um jólin
Jólatrésskemmtun barna í Svarfaðardal
verður á þinghúsinu Grund miðvikudaginn
28. des. kl. 14.00.
Jólatrésskemmtun barna á Dalvík verður í
Víkurröst 29. des. kl. 16.00.
23. des. syngur blandaður kór undir stjórn
Hlínar Torfadóttur við verslanir á Dalvík og
á götum Dalvíkur frá kl. 20.00-21.30.
Jólatónleikar í Víkurröst á annan í jólum.
Barbara Vigfússon sópran og Jóhannes Vig-
fússon píanoleikari. Tónleikarnir eru
tileinkaðir Georg Gerswin. Jóhannes er
Akureyringur búsettur í Sviss. Þau hafa
haldið tónleika víða um Evrópu undanfarið.
Annan jóladag. Dansieikur í Víkurröst kl.
23.00. Hljómsveitin Kvartett leikur.
Aramótadansleikur á gamlárskvöld kl.
00.30. Hljómsveitin Edda leikur.
Brenna á Skakkabakka á gamlárskvöld eða
þrettándakvöld, (óvíst hvort heldur). Opið
hús á Grundinni á eftir.