Norðurslóð


Norðurslóð - 14.12.1988, Síða 7

Norðurslóð - 14.12.1988, Síða 7
NORÐURSLÓÐ - 7 Árni Daníel Júlíusson: Hákarlaveiðar A 19. öld var einn atvinnuvegur öðrum gróðavænlegri við Eyjafjörð: Hákarlaveiðar. Hvernig má það vera, spyr nú ein- hver, voru menn svona sólgnir í hákarl? Líklega voru menn álíka sólgnir í góðan og vel verkaðan hákarl eins og nú á dögum, en sú var ekki ástæðan fyrir veiðunum. Það var lifrin og Iýsið sem sóst var eftir. Lýsið var eftirsótt vara í útlönd- um. Hákarlamið voru olíulindir þess tíma, hákarlalýsi var notað til lýsingar í erlendum borgum og bæjum. - Hákarla- veiðarnar voru þannig talsvert ólíkar nútíma fiskveiðum að eðli og inntaki. Það sem sótt var í sjóinn á hákarlaskipum var ekki matur, heldur ljósmeti. I fyllingu tímans gerði gas og rafmagn út um hákarlaveiðarnar, menn vildu heldur lýsa með Ijósaperum Edisons en hákarlalýsi frá íslandi. - Hvaða áhrif höfðu þessar veiðar á eyfirsku sveitirnar? Því ætla ég að reyna að svara í stórum dráttum og Iýsi um leið ýmsu varð- andi hákarlaveiðarnar. Úldið hrossaket í beitu Rætt er um hákarlaveiðar hér við land þegar á 15. öld. Ekki er vit- að hvort hákarl var veiddur fyrr, en ólíklegt er annað en að land- námsmenn hafi kannast við kauða og jafnvel haft með sér verkunaraðferðir (kæsingu) frá Noregi. Á 14. öld var reyndar farið að flytja út lýsi, mjög lík- lega hákarlalýsi. Talsvert var veitt af hákarli á 16. og 17. öld, en dró heldur úr er kom fram á miðja 18. öld. Hákarlaveiðar voru stundaðar á annan hátt en flestar aðrar veiðar, því menn lágu úti á djúpmiðum dögum saman til að sækja þann gráa, sem kallaður var. Á þessum tíma og allt fram yfir 1800 var mest sótt af Ströndum og af Skaga í hákarl, jafnvel úr Fljótum. Þegar kom fram yfir miðja 18. öld jókst mjög eftirspurn eftir hákarlalýsi og það hækkaði í verði, urn leið og borgir Vestur- landa tóku vaxtarkipp. Það er að öllum líkindum um þetta leyti sem Svarfdælingar fara að sækja hákarl. Þeir gerðu út frá Siglu- nesi og höfðu þar sjóbúð sem kölluð var Böggversbúö. Farið var á opnum bátum, áttæringum, sem siglt var á miðin en ekki róið. Oft var farið langt út, jafn- vel svo langt að ekki var lengur unnt að hafa mið af fjöllum. Þar var lagst við stjóra, þ.e. akkeri rennt niður á botn, veiðarfæri lögð út og beðið eftir hákarlin- um. Sérhönnuð veiðarfæri voru notuð við hákarlaveiðarnar, svokallaðar hákarlasóknir, venjulega innlend smíð. Beitt var á sókninga og besta beitan þótti dragúldið hrossakjöt. Til er saga af Húnvetningum sem komust ekki á hákarl fyrir ís vor eitt. Þetta var á síðari hluta 19. aldar. Farið var út á ísinn með hross- skrokk sem urðaður hafði verið um haustið. Utan um skrokkinn settu Húnvetningar lurkamikið hrís og sökktu skrokknum til botns niður um ísinn úti á flóan- um. Þarna lá skrokkurinn allt vorið og sótti mergð hákarla í hrossið, en komst ekki að fyrir lurkunum. Var þá hægur vandinn að veiða hákarlinn með önglum sem á var beitt hrossakjöti og sel- spiki. Veiddust þarna 90 hákarl- ar. Hákarlavertíð var frá páskum og fram að slætti og veður oft rysjótt. Árið 1842 fórst hákarla- skipið Svarfdælingur með ellefu mönnum. Skömmu áður höfðu fimm menn drukknað á leið frá Siglunesi inn í Svarfaðardal á bát. Þá töldust verkfærir menn í hreppnum vera 166, svo þetta ár fórst 10. hver verkfær Svarfdæl- ingur. Þetta var ekki síðasta manntjónið sem Svarfdælingar urðu fyrir á hákarlaveiðum. Hættulegur gróðavegur Upp úr 1850 var svo komið að verulega gróðavænlegt var orðið að veiða hákarl. Þá varð hákarla- veiðin grundvöllur mikillar þil- skipaútgerðar hér við iand. Hins vegar virðist þá ekki hafa borgað sig að gera út skútur á þorskveið- ar einar sér, svo furðulegt sem það kann að virðast. Það voru Vestfirðingar sem fyrstir fóru að gera út þilskip á hákarl, en Eyfirðingar sigldu í kjölfarið. Þorsteinn Daníelsson á Skipalóni lét smíða nokkur há- karlaskip upp úr 1850 og hóf útgerð þeirra. Þrír ungir merin, þar af tveir Svarfdælingar, fóru utan að læra sjómennsku. Svarf- dælingarnir voru þeir Jóhannes Sigurðsson frá Hrísum og Gunn- laugur Gunnlaugsson frá Hóli á Upsaströnd. Jóhannes var skip- stjóri á hákarlaskipinu Leyningi í eigu Þorsteins og fórst með því við tíunda mann árið 1859. Gunnlaugur var skipstjóri á Sókratesi, einnig í eigu Þorsteins frá Skipalóni og fórst með því árið 1864. Örlög þessara manna eru dæmigerð fyrir afdrif fyrstu ey- firsku hákarlaskipanna. Þau voru flest heimasmíðuð af vanefnum og hálfgerðar manndrápsfleytur. Þorsteinn á Skipalóni lét smíða fjögur eða fimm skip fyrir sig, sem öll fórust nema eitt. Það var ekki fyrr en Jón Chr. Stepháns- son (þannig skrifaði hann nafnið sitt) sonarsonur séra Baldvins á Upsum og skipasmiður frá Hrís- ey fór að leggja útvegsbændum lið með kunnáttu sinni sem há- karlafloti Eyfirðinga fór að verða í haf leggjandi. Það var um 1867- '68. Þrátt fyrir að Eyfirðingar eign- uðust mörg þilskip (venjulega voru 20-30 skútur gerðar út frá Eyjafirði 1860-1890) breyttist útgerðin í sjálfu sér lítið. Eins og áður voru það bændur sem áttu skipin, munurinn var sá einn að skipin voru nú orðin stærri. Ver- tíðin stóð frá því í apríl og fram að slætti, stundum nokkuð fram j i Hákarlaskútan Hríseyjan. Svarfdælinga á yfir sláttarbyrjun. Ekki voru stundaðar aðrar veiðar, s.s. þorskveiðar á eyfirsku hákarla- skipunum, heldur lágu skipin uppi á landi 9 mánuði á ári. Á skipin réðust fátækari bænd- ur og vinnunienn, oft vinnumenn af býlum útgerðarbænda. Ekki varð til sérstök hákarlasjómanna- stétt þar sem vertíðin var svo stutt. menn voru fyrst bændur og svo sjómenn. Hákarlaútgerðin rúmaðist fullkomlega innan ramma gamla bændasamfélagsins og olli þar ekki teljandi breyting- um að séð verður. Lýsið var í fyrstu unnið heima hjá hverjum útvegsbónda fyrir sig, var brætt þar úr hákarlalifr- inni í bræðslupottum. Síðan sáu Akureyrarkaupmenn um að koma lýsinu á erlendan markað. Lýsið var selt í umboðssölu. þannig að bændur fengu nánast fullt verðmæti lýsisins, kaup- menn aðeins tiltölulega lág umboðslaun. Þetta breyttist ekki þótt kaupmenn tækju upp vand- aöri_ bræðsluaðferðir árið 1866. Þá var reist bræðslustöð á Akur- eyri sent bræddi svo gott lýsi að hærra verð fékkst fyrir það en heimabrætt lýsi. Eftir það var far- ið með alla hákarlalifur til Akur- eyrar í bræðslu, en eftir sem áður var lýsið í eigu bænda og selt í umboðssölu. Útgerð Svarfdælinga Svarfdælingar tóku fullan þátt í hákarlaútgerðinni og áttu sjálfir skip. Þeir voru frábrugðnir öör- um Eyfirðingum í því aö víöast voru það einstakir útgerðarbænd- ur sem áttu skipin, oft mörg hver, eins og Þorsteinn frá Skipalóni, Jörundur í Hrísey, Jónas á Látr- um eöa Dalabæjarfeðgar í Úlfs- dölum við Siglufjörð. Svarfdæl- ingar áttu sín skip hins vegar í sameiningu, voru margir um hvert skip. Snemrna hefur því borið á samvinnu meðal Svarf- dælinga. Skip Svarfdælinga hétu nöfn- um eins og Pólstjarnan, Hermóð- ur, Stormur, Árskógsströndin og Hríseyjan. Svarfdælingar áttu fræga skipstjóra eins og Jón Gunnlaugsson frá Sökku, Friðrik Pétursson frá Hálsi (faöir sr. Friðriks Friðrikssonar stofnanda KFUM) o.fl. Jón var einn mesti aflamaður hákarlaflotans og stýrði Pólstjörnunni. Örlög Jóns urðu þau að hann tók út af skipi sínu í aftakaveðri vorið 1887. Strönduðu þá mörg norðlensk skip, en enginn fórst nema Jón. Álls drukknuðu 46 Svarfdæl- ingar á árunum 1875-1905, senni- lega flestir á hákarlaveiðum. Saltfiskurinn fer að veiðast Þótt Svarfdælingar væru miklir hákarlasækjendur, veiddu þeir einnig talsvert af þorski. Það gerðufáir Eyfirðingarí sama mæli á þeim tíma. Nær ekkert var flutt út af saltfiski eða harðfiski frá Norðurlandi allt fram undir 1880, aðalútflutningur þaðan var há- karlalýsi og sauðfjárafurðir. Á harðindaárunum 1880-1890 kom það stundum fyrir að þótt vel veiddist af hákarli lá við hungurs- neyð í landi, því ekki var hægt að lifa á lýsinu. í Ólafsfirði var t.d. skömmtuð ein máltíð á dag vorið 1887 á sjö bæjum. Þótt rætt sé um að Svarfdæling- ar hafi veitt meiri þorsk en aðrir, þá höfðu þeir ekki fremur en aðr- ir Norðlendingar vit á að salta þorskinn og gera þannig að verð- mætri útflutningsvöru. Það gerðu aðeins Sunnlendingar og Vest- firðingar. allt þar til Tryggvi Gunnarsson hóf saltfiskverkun í Hrísey 1877 og árið eftir á Bögg- visstaðasandi. Um 1890 tók hákarlaútgerð- inni að hnigna. Verð fór lækk- andi eftir því sem markaður fyrir hákarlalýsi minnkaði erlendis. Útvegsbændur misstu skútur sín- ar smátt og smátt í hendur kaupmanna. Hákarlaútgerðin skildi fremur lítil spor eftir sig, það myndaðist ekkert þéttbýli 19. öld vegna hennar né urðu verulegar breytingar á atvinnuháttum við Eyjafjörð. Hákarlaveiðin var samt veruleg gróðalind á meðan á henni stóð og hefur eflaust auð- veldað mönnum lífsbaráttuna að einhverju leyti. Annars þyrfti einhvér að taka sig til og tithuga þetta mál. Eins og mörg svið atvinnusögunnar ersaga hákarla- útgerðar lítt rannsökuð. (Hcimiklii scm stuAsl var viO: Skúluöklin 2.-4. c. (íils Guönnmdsson Rv 1977. Saga Dalvtkur I. c. kristnuunl Bjamason. Saga Lýsis hl. og lýsisvinnslu á íslantli cand. mag. ritgerðc. höf.) Hákarlakrókar (ífærur), liakarlasókii og selaskutlar. Ljóðagetraun Norðurslóðar 1988 1. Hver hjalar við hamrabúann? 2. Hver vermir frostkalda mund? 3. Hver söng í björkunum í Bláskógarhlíð? 4. Hvað iðka illu börnin? 5. Hver kallar oss heim til sín? 6. Hver una sér um blómgaða bala? 7. Hvað áttu að muna alla tilveruna? 8. Hvað man eg fullvel? 9. Hvar er oss fœtt barn? 10. Hvar glymja hlátrarsköll? 11. Hvar stóðstu og liorfðir yfir landið fríða? 12. Hver er nú stekkur? 13. Hver losar blund á mosasœng? 14. Hver þekkir þrautir mínar í þúsund ár? 15. Hver gafst upp á rólunum? 16. Hverjir líða inn í rökkur hljóðar hallir? 17. Hver er fœdd og alin blind? 18. Hvað sé eg anda mínum nœr? 19. Hver fœr bráðum boðin frá mér? 20. Hverjir gefa þér einni traustið sitt? 21. Hver er mátturinn steyptur í hold og blóð? 22. Hvað skreyta fossar og fjallshlíð? 23. Hver gekk aðra slóð en œtlað hafði eg lengi? 24. Hver er nú nývakinn? 25. Hvert er árið liðið? Vísufyrripartar Hver vill botna? /. Bráðum kemur bjór í land batnar margra hagur. 2 Þetta er meiri blessuð blíðan bráðum liðinn veturinn. Verðlaun fyrir besta botn blaðið rífleg veitir.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.