Norðurslóð - 14.12.1988, Síða 9
NORÐURSLOÐ - 9
Kveðskapur Jóns Sælors
Norðurslóð barst í hendur bókar-
korn, þar serti Unnur í Svæði hef-
ur skrifað niður nokkrar vísur
eftir Jón heitinn „Sælor“. Þessar
vísur lærði hún þegar hún stelpa
innan við fermingu var honum
samtíða við heyskap á Upsum
sumarið 1922. Jón var þá kominn
undir sjötugt (fæddur á Upsum
1855) og tekinn að lýjast við
brauðstritið. Hins vegar var hann
óþreytandi að yrkja vísur um
hvað eina, sem fyrir bar og þurfti
ekki mikið til sem yrkisefni.
Þessar vísur eru flestar í
þynnra lagi og standa ekki undir
sér án skýringa. En þar sem okk-
ur þykir ólíklegt að nokkur kunni
þær, nema eina eða tvær þeirra,
annar en Unnur, þykir okkur rétt
að halda þeim til haga. Sagt er að
Snorri heitinn Sigfússon hafi
safnað saman öllum vísum
Sælors, sem hann kom höndum
yfir, og það mun hafa verið tölu-
vert safn. En því miður hefur
þetta safn glatast, að því að sagt
er, og er það skaði.
En nú snúum við okkur að bók
Unnar og tilfærum orðrétt.
Jón var við heyskap á Upsum
og var ég honum þá samtíða og
lét hann oft vísur fjúka. Eitt sinn
vorum við að taka saman þurrt
hey og saxa og áttu piltar að bera
söxuðu föngin, en Jón var farinn
að þreytast. Varð þá til þessi
vísa:
Góði Benni legðu lið,
ég ligg hér nærri fallinn.
Pær ætla að gera út af við
ævagamla karlinn.
Á Upsum bjuggu þá hjóiiin
Þorsteinn og Anna og koma hér
viö sögu börn þeirra Benedikt og
Jón Jónsson „Sælor“.
Helgi og tvíburarnir Rósa og
Fríða. Annað sinn beit nú ljárinn
illa hjá karli og mælti hann þá til
Benna.
Leggðu högg í Ijáinn minn,
laufa knái þundurinn
svo bíti á stráin brandurinn,
batna mun þá slátturinn.
Einu sinni vorum við að taka
saman þurrt hey og áttum von á
regnskúr. Anna var þar með okk-
ur og þótti heldur seint ganga og
segir: „Þú ferð með eitt fang,
Helgi, meðan Fríða fer með
tvö.“ Þá gegnir Jón:
Hún er ung og óslitin,
eikin steina linna.
En Helgi er orðinn hálfdrepinn,
hann hlýtur að gera minna.
Einu sinni þvoði Rósa buxur af
karli og geröi viö þær og þótti
honum mjög vænt um. Orti þá
þessa vt'su.
Gátur
Vinur Norðurslóðar, Ingvar Gíslason fyrrverandi þingmaður
og ráðherra sendir blaðinu enn skemmtiefni til jólanna. 1
bréfi, sem fylgir, segir hann, að þetta sé samið í New York
þar sem hann sat allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna „enda
oft vitlegra að reyna að hnoða saman vísu á fundi S.Þ. en ætla
að grilla í skynsamlegar meiningar í því, sem þar er sagt í
ræðum“.
Fyrst eru 7 stökur þar sem sama orð með mismunandi
merkingu felst í hverri hendingu og 8. vísan þar sem samrímd
orð eru fólgin í hverri línu.
Sýndarskraut með gervigljá,
gisin, mögur engjastrá,
á mjólkurtrogum menn þess gá,
í mannvirðingum einnig sjá.
Trú og menning tengd er við,
takmark svœðisbundið,
mörgum gefið mannsnafnið,
milli vikna fundið.
Möndull, bjálki, bœjarheiti,
ber af grund sem hœð og leiti,
tölugildi á teningunum,
talið eitt af goðmögnunum.
Skipum jafnan skaðrœði,
skemmdir lands er varnir bresta,
bundins loforðs brigðmœli,
buxnaprýðin talin mesta.
Purrkun fisks á fyrri tíð,
og fœrikvíum tengd var smíð,
meiðajór og marsvínsger,
máttarstofn er húsið ber.
Verðlaun.
í öfgunum leið allra leiða,
leturröð, gagnsöm til veiða,
fjórar svo bundnar í bögu,
barnhetjan frœgri í sögu.
Frœgt af sögu,
Flóabýli,
lögum lands
lokka prýðir,
kóróna á karlfygli.
Vetrar tengist veðrunum —
Veður á landi í hafáttum. -—
Lýsir gerla letingjum -—
Léttir göngu mannsfótum ——
Rósa verður lífs á leið
lánsöm, það er hugboð mitt.
Dugleg verður hringa heið
og hugsar vel um búið sitt.
Það var oft skammtaður
mjólkurgrautur til miðdagsmatar
sem Jóni þótti mjög góður. En
Benna var farið að leiðast graut-
urinn. Segir þá Jón:
Sálin yrði ekki fýld,
er hún hverfur lífs frá þraut,
fengi ég tóbak, salta síld
og svolítið af mjólkureraut.
Júltus í Sunnuhvoli gaf Jóni
munntóbak, sem honum þótti
mjög vænt um, og varð þá þessi
vísa til:
Fylgi þér ætíð gæfan góð,
góðra drengja jafni.
„Fram" þinn renni um fiskaslóð
í frelsarans Jesú nafni.
Um Jónínu í Sunnuhvoli geröi
hann eitt sinn þessa vísu:
í skapi stór en skörungur,
af skötnum dável metin.
Pú ert önnur Porgerður.
sem þá var Agli getin.
Jón var vinnumaður á Felli hjá
Ágústi og Rósu er þar bjuggu, en
var vistráðinn fram í Velli um
vorið. Vatnsburður var mjög erf-
iöur í Felli og kom það mikið í
hlut Jóns að sækja það. Ein-
hverju sinni er hann var orðinn
þreyttur á vatnsburöinum kvað
hann vísu þessa:
Hamingjan mér leggi lið
að labba fram í Velli.
Pað tekur ekki verra við
en vantsdólið í Felli.
Eitt haustið fékk Jón að róa
nokkra róðra til að leggja sér fisk
til vetrarins. Hann var þá á
Bjarnastöðum hérna fyrir utan
ána. Hann hengdi fiskinn upp í
hjall, en þegar frá leið fannst
honum ódrýgjast hjá sér í hjallin-
um, tók allan fiskinn og bar í hús.
Þetta varð honum efni í vísu:
Pjófarnir þeir þola tjón,
það er leiði gallinn.
„Fisk sinn allan faldi Jón,
fjandann gerði karlinn. “
Jóhann bróðir minn (Unnar)
var smali á Böggustöðum, þegar
hann var unglingur. Þá var Jón
þar líka. Eitt sinn fór Jói á færi
með Baldvini heitnum og dró þá
fleiri fiska en hann. Þá orti Jón:
Jóhann knáan meta má
mjög þó lítill væri.
Karlinn Baldvin kúgdrap sá
og kúskaði á færi.
Um Þorstein Jónsson kaup-
mann orti hann þessa:
Pú ert hreinn og frír við fals,
framkvæmdir margar hraður.
Sómi bænda Svarfardals
sístarfandi maður.
Og í vegavinnu var hann í
mikilli rigningu og var þá beðinn
að kveða rigninguna niður. Þá
fæddist þessi kröftuga vísa:
Rigningin er röm og stæk,
rekka gerir vota.
Ef hún rynni öll læk
í hana skyldi ég pota.
Ekki fer sögum af því, hvort
þetta hafði tilætluð áhrif á rign-
inguna.
Látum við þetta nægja að
sinna. En gaman væri ef einhver
gæti bent á hvar er að finna sam-
safn vísna Jóns Sælors Jónssonar
þess skemmtilega hagyrðings.
Svarfaðardalur
- Hátíðarljóð 1974 -
Yst við Eyjafjörðinn
yfir kunmtm dal
haldid heiðursvörðintt
hefur fjallaval,
líka blessað himiim hár.
Mörg hafa ttm þau fjöllin flœtt
fögur inorgunsár.
Síðan hér uin hattður
hófst t dalnum byggð
hestur, himdur. sauður
honttm sóru tryggð
nmnið Itafa rakta braut
eitt þúsund og eitt hundrað
átr i tímans skaut.
Vörðu vaskir garpar
Velli, Hof og Grimd
urðtir erjur snarpar
oft á marga lund
inni í dal og út með sjó.
Pá á Karlsá kappinn snjall
Karl liinnn rauði bjó.
Sitmir löngitm saman
silfur eltu grátt,
eins og eitthvert gaman
tvfðu brandaslátt.
Brytjuðu grísi Grundarmenn.
Seinfyllt skarð i Skíða vör.
Skyldi svo ei enn?
Klaufabrekkna-Klaufi
krafta í initndimi bar,
lífs í þjarki og þaufi
þolinmóður var.
Vel hann þoldi banabað:
Með höfuðið í hendinni
hann fór eftir það.
Hrundtt deyjð og dnmga
drósir margar þar.
Ingvildur hin ttnga
öðritm siuni af bar.
Vel hún heiður varði sinii.
Vidumefnið vífið fékk,
var það „fögurkinn“.
Ár og ttldir liðtt
út á tímans flóð,
örlög yfir riðtt
ill - og líka góð.
Menn og skepnur hímda í höin.
Teflt var oft við ógnir lífs
yst á lieljarþröm.
Par á móti mönnitm
miðlad gleði var
lífs í leik og önnuin,
Ijós á veginit bar.
Skuggi og birta skiptast á
alls staðar á œvileið,
öllum mönnmn hjá.
Gaman er að eygja
terið kostavœn
samantengd sig teygja
túnin iðjagrœn.
Sókn og frumför sí og te.
Hrein og björt og liá og glœst
liús á hverjum bcc.
Breiði byggðahringur
blessist allt þitt rád.
Sérhver Svarfdœlingur
sýni fremd og dáð.
Þjóðinni komi úr þessitm dal
hér eftir sem hingað til
heilsteypt mannaval.
Sviphrein sveitaprýði
Svarfaðarbyggðin kær,
lánið þína lýði
leiði fjær og nœr.
Aldrei neitt þér ógni grand,
meðan bántr brotna við
Böggvisslaðasand. ,, ., ... ,. .
00 Haraldur Zophoniasson.