Norðurslóð - 14.12.1988, Page 11
NORÐURSLÓÐ - 11
braskið er að vísu bannað en þó
viðurkennt því allir mega versla í
svonefndum “dollarabúðum"
þótt vitað sé að dollararnir sern
keypt er fyrir þar séu að stærstum
hluta fengnir í svartamarkaðs-
braski. Ríkið hefur svo ábata af
öllu saman.
Zakopane er lítill ferðamanna-
bær í Tatrafjöllunum. Þangað
koma um tvær milljónir ferða-
manna árlega, ekki síst að vetrin-
um því þarna er prýðileg aðstaða
fyrir skíðamenn. Ibúarnir lifa á
ferðamannaþjónustu eingöngu
og boðið er upp á ýmislegt
nýstárlegt. Þar keppa aldraðir
eklar hestvagna við leigubílstjóra
og var hægt að taka slíkan vagn í
bæinn frá hótelinu þar sem við
bjuggum. Nokkrir úr hópnum
gerðu það og lentu á góðglöðum
ekli og vakti það ferðalag mikla
kátínu. Skilið var í mesta
bróðerni með stórum faðmlög-
um.
í byrjun þessarar aldar var
Zakopane eitt fátækasta hérað
Póllands. Leiðsögumaðurinn
kvað jarðveg ófrjósaman og illa
til ræktunar fallinn; reyndar
sýndist mér gróska mikil miðað
við útsveitir Eyjafjarðar. Þarna
er því búvöruframleiðsla einung-
is til sjálfsþurftar.
í Zakopane gerðist því hið
sama og á íslandi: Menn leituðu
burt úr neyðinni og til Ameríku.
Vestur fluttist fjöldi fólks upp úr
aldamótunum síðustu. Hins veg-
ar þróast mál þar á annan veg en
hér heima. Þangað kom ekkert
setulið til að veita atvinnu og
erlendan gjaldeyri heldur var
fátæktin söm. Þeir sem græddu fé
í nýja landinu sendu ættingjunum
heima dollara. Þeir voru og eru
notaðir til uppbyggingar. Mörg
vönduð hús má sjá í bænum, tvær
hæðir og ris, og býr fjölskyldan á
jarðhæðinni en leigir ferðamönn-
um efri hæðina og risið. Darius
sagði okkur að flest ntyndu þessi
hús byggð fyrir fé frá Ameríku-
ættingjum. Lífskjör í Zakopane
eru því tiltölulega góð miðað við
það sem gerist annars staðar í
Póllandi.
Lífið er dollarar
Ekki taldi leiðsögumaður okkar
að hægt væri að tala um skort í
Póllandi annan en skort á góðum
vörum. Við höfum til dæmis
heyrt talað um kjötskort austur
þar. Hann taldi svo ekki vera.
Hins vegar sagði hann skort á
góðu kjöti, t.d. fyrsta flokks
nautakjöti.
Verðlag er lágt á okkar mæli-
kvarða, ævintýralega lágt. Til
dæmis var hægt að fá prýðilega
máltíð með forrétti, vfni og ábæti
fyrir um það bil 5 dollara eða
jafnvirði um 230 ísl. króna. Sama
var að segja um fatnað ýmiss
konar. Hins vegar ber að gæta
þess að þetta verð er hlutfallslega
hærra fyrir pólskan launamann,
sem kannski hefur ekki nema
sem svarar 1400 krónum íslensk-
um í mánaðarlaun.
Bílar eru lúxus sem tiltölulega
fáir geta veitt sér. Bensín er
skammtað og hver bíleigandi get-
ur fengið 40 lítra á mánuði. Hins
vegar eru almenningsfarartæki
mikið notuð, samgöngur góðar
og fargjöld lág.
Lífskjör eru því um margt ólík
því sem við eigum að venjast og á
þau lögð önnur mælistika en hér
heima. En ýmislegt getur einnota-
þjóðfélagið af Pólverjum lært.
Framhald í næsta blaði.
Fréttahornið
Nú í vikunni flytja fyrstu íbú-
arnir inn í blokkina sem Við-
ar hf. hefur verið að byggja við
Lokastíg. Það eru aðeins liðnir
um sex mánuðir frá því að bygg-
ing blokkarinnar hófst svo fram-
kvæmdahraði hefur verið mikill.
Þeir hjá Viðari hf. reikna með að
vera búnir að afhenda allar íbúð-
irnar í mars n.k. og verða þá
talsvert á undan áætlun og fyrr
tilbúnir en sainningar gerðu ráð
fyrir. í haust hefur verið steyptur
upp grunnur fyrir þrjár raðhúsa-
íbúðir í þessu hverfi á þeirra
vegum. F-rekari framkvæmdir
halda síðan áfram þegar dag tek-
ur að lengja með vorinu eða þeg-
ar framkvæmdum verður lokið
við blokkina. Skipulagið sem
Viðar hf. lét vinna og hefur feng-
ist samþykkt gerir ráð fyrir 12
raðhúsaíbúðum og 4 parhúsa-
íbúðum þarna við Lokastíg.
Næsta sumar verða byggðar
a.m.k. tvær parhúsaíbúðir og
áfram verður haldið með bygg-
ingu raðhúsa.
Siglingasaga Sjómannadags-
ráðs, 50 ára starfssaga er kom-
in út. Bókin fæst ekki í bóka-
verslunum. En á Dalvík fæst hún
hjá Kolbrúnu Pálsdóttur, Ásvegi
4.
Aðalverkefni Bæjarráðs Dal-
víkur í desember mun lúta
gerð fjárhagsáætlunar næsta árs
fyrir rekstur bæjarsjóðs Dalvíkur
og fyrirtækja hans.
Þessi vinna fer óvenju snemma
af stað og eygja menn nú mögu-
leika á því að afgreiða fjárhags-
áætlun bæjarins fyrir lögboðinn
skiladag sem er 31. jan. 1989.
Tillögur og óskir forstöðu-
manna og nefnda Dalvíkurbæjar
varðandi rekstur og fjárfestingar
næsta árs liggja þegar fyrir og er
hin eiginlega vinna bæjarfuiltrúa
við fjárhagsáætlunina nú rétt
hafin.
Ef allar óskir varðandi rekstur
næsta árs fást uppfylltar, mun
verða Ijóst að lítill afgangur verð-
ur til nýframkvæmda. Undir lok
desembermánaðar munu þessi
mál skýrast nánar, og er eins og
áður sagði stcfnt af því að fjár-
hagsáætlun 1989 verði afgreidd í
bæjarstjórn lyrir lok janúarmán-
aðar.
JOLATILBO
★ Sana gosdrykkir
★ Emmes ís
Skafís, 1 og 2ja lítra og pakkaís 1 lítra - Allar gerðir.
★ Niðursoðið grænmeti
frá K. Jónsson.
★ Niðursoðnir ávextir
frá Krakus, Del Monte, Dole og Ardmona.
★ 15% afsláttur af fersku grænmeti frá Sól
★ Fransmann franskar, 2,5 kg.
á kr. 360,-
★ Svínakjöt á gjafverði
★ Jólasteikin er frá Kjötiðnaðarstöð KEA
Léttreyktur lambahryggur á aðeins kr. 560,-
og Bayonesskinka á aðeins kr. 721,-.
Nýkomiö mikið úrval af gjafavörum og leikföngum
á mjög góöu veröi.
★ Jólakonfektið fyrir sælkerana
í mörgum stærðum og gerðum.
r----:----------------------------
i Oskum viðskiptavinum vorum
j gleðilegra jóla
j og farsœldar á komandi ári.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
Landsbanki íslands
Strandgötu 1, Akureyri
Brekkuafgreiðsla, Kaupangi
Happdrætti Háskólans býöur nú
langhæstu vinninga á íslandi; 5 milljónir
sem gefa 25 milljónir á tromp og
45 milljónir á númerið ailt. Sannkötluð
auöæfi! En stóru vinningarnir eru fleiri
því að milljón króna vinningar eru alls
108. HeildarupphæÖ til vinningshafa er
rúmur milljarður og áttahundruð milljónir.
HAPPDRÆTTl
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings