Norðurslóð - 14.12.1988, Side 14
14 - NORÐURSLÓÐ
Annálabrot frá 1711-1717
- Saman tekið með hliðsjón af Yallaannál
í jólablaði Norðursióðar 1984 tók Páll Kristjánsson saman
útdrátt úr Vallaannál Eyjólfs Jónssonar „Iærða“ fyrir árin
1701-1710 með ættfræðilcgu ívafi. Nú heldur Páll áfram í
svipuðum dúr með árin 1711-1717 og væntir blaðið þess að
ýmsir lesi þetta sér til fróðleiks og skemmtunar. -Ritstj.
síöustu viku góu. Fyrsta sumar-
og síðasta vetrarvika voru og
stirðar. Vor kalt mjög, allt fram á
sólstöður, heyjaðist þó sæmilega,
helst þegar á leið sumarið. Sumar
og haustveðrátta hin æskileg-
asta.“
Anno 1713
„Fagurt veður með hægu frosti
nýársdag. Veturinn upp þaðan
allgóður hvarvetna og mjög frosta-
hægur. Vorið frá sumarmálum til
fardaga kalt og næðingasamt, svo
mjög lítt gréri, en frá fardögum
afbragðsgott, með hitum og
hlýindum sífelldum, svo að vel
spratt hvarvetna. Sumarið frá
Alþingi afbragðsgott með mikl-
um heyskap og merkilega góðri
nýtingu, ásamt fiskiföngum f lík-
ara lagi við norðurlandið. Haust-
ið afbragðsgott, engu síður en
sumarið, svo færri þóttust slíkt
muna. Veturinn til jóla afbragðs-
góður, svo trautt mundu menn
slíkan. Dýrðarveður heiðríkt
með hægu frosti og birtu af hálf-
vöxnu tungli jólanóttina, og gott
upp þaðan til nýárs.“
Anno 1714
„Hálka sunnan með regni nýárs-
dag. Vetur góður á norðurlandi
og afli mikill.
VALLA- OG MÆLIFELLS-
ANNÁLL.
„Vorið frá sumarmálum hart
og kuldasamt nteð gróðurleysi
lengstum. Kom hafís nálega
alstaðar við norðurland, með
sumarmálum og lá fram urn frá-
færur. Sumarið fyrir og um alþing
heitt og votsamt mjög, spratt því
víðast vonum framar. Haustið
áþekkt sumrinu til veðráttu og
gangs á landi og sjó. Vetur til jóla
góður og hlákusamur hvar-
vetna.“
Þá drukknuðu aðfangakveld
jóla, í Ólafsfjarðará, Jón Styr-
—
Höfum fengið
fallegar leiðaluktir
ásamt kertum sem lifir á
í 30-40 klukkustundir.
VERSLUOTN SOGN
Auglýsing
Staöa forstöðumanns á barnaheimilinu Kríla-
koti er laus til umsóknar frá 1. mars 1989.
Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1989. Nánari
upplýsingar gefa Helen Ármannsdóttir í síma
61372 og Eyvör Stefánsdóttir í síma 61196.
Félagsmálaráð
Dalvíkur
Anno 1711
„Þýðviðri kyrt nýársdag. Vetur
upp þaðan víðast góður án hríða
og harðra frosta. Sumarið frá
Alþingi gott. Heyskapur í meðal-
lagi víðar, en nýttist vel. Góðfisþi
norðanlands um sumarið og
haustið. Haustið allt vott og
hrakviðrasamt, svo lítt bættist við
sumarheyin og skemmdust þau
hjá sumum.“
Pá dó á Hólum í Hjaltadal,
Halldór Þorbergsson, annálarit-
ari á Seylu í Skagafirði. Eftir
hann er Seyluannáll. Fæddur
1623. Þorbergur faðir hans var
sýslum. í Þingeyjarþingi, f. 1573,
Hrólfssonar sterka og lögréttum.
á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, f.
um 1530 (frá honum Hrólfsætt).
Seinni kona Halldórs um 1698 :
Ingiríður Ingimundardóttir. f.
1676. Mikill aldursmunur var á
þeim hjónum. 53 ár. Sonur þeirra
var Jón prestur á Völlum í Svarf-
aðardal 1746 til æviloka 6. apríl
1779, faðir Bjargar, f. 1730 konu
Jóns b. í Reykjahlíð við Mývatn,
d. 1808, Einarssonar (frá Björgu
og Jóni, er komin Reykjahlíð-
arætt, hin eldri). Þeirra dóttir :
Helga, f. 1761, kona Jóns prests
Þorvarðarsonar, f. 1763. Meðal
barna þeirra : Jón Reykjalín
prestur á Ríp, f. 4. apríl 17í?7 í
Reykjahlíð, faðir Jóns Reykja-
líns prests á Þönglabakka í
Fjörðum, f. 4. febr. 1811, frábær
söngmaður, föður Jóhannesar b.
á Þönglabakka, d. 1915, forföður
margra Dalvíkinga.
„Vetur til jóla harður og jarð-
bannasamur allvíða. Fjúkhríð
landnorðan jólanótt og íllviðri öll
jólin upp þaðan til nýársdags."
Anno 1712
„Veðrið batnaði með nýárinu,
gengu þá góðviðri uns 3 vikur
voru af þorra. Kom þá skorpa til
Páll Kristjánsson.
björnsson, f. 1688, b. á Hóli í
Olafsfirði og kona hans, er Þor-
gerður hét. Þau voru foreldrar
Ólafs b. á Þrasastöðum í Stíflu
1762, f. um 1708, faðir Sigurðar
b. s.st., f. 1750, föður Jóns b. á
hluta Syrði-Másstaða í Skíðadal,
f. 1774, föður Guðntundar b. í
Ytra-Holti 1855 til æviloka 1860,
föður Guðrúnar Margrétar, f.
1852, konu Jóns b. í Hrappsstaða-
koti, f. 1849, Jónsson b. í Grund-
arkoti í Blönduhlíð, Jónassonar
b. í Brekkukoti í Blönduhlíð, f.
1791, Björnssonar b. á Hillum
við Eyjafjörð, f. 1738 b. s. st.,
1711, Björnssonar b. á Hillum
1703, f. 1671, Andórsson b. í
Skagaf., Björnss., Hallssonar,
Magnússonar lögréttum. úr Hegra-
nesþingi, f. um 1490, Björnsson-
ar b. á Jörfa í Haukadal, Árna-
sonar.
Meðal barna Guðrúanr Mar-
grétar og Jóns b. í Hrappsstaða-
koti: Kristinn Jónss., f. 1895, d.
1973. Sundkennari og fleira varð
hann á Dalvík, faðir Heimis
kennara á Dalvík og systkina
hans.
„Stórviðri vestan með tungl-
skini jólanótt og óstöðugt með
stormum upp þaðan til nýárs-
dags.“
Anno 1715
„Kyrrviðri þykkt nýársdag. Vet-
urinn upp þaðan stopull ntjög til
veðráttu og stórviðrasamur víð-
ast með vindum og ógæftum til
lands og sjávar og hrakningi úti-
gangskinda, jarðlaust.“ Sumarið
vott og íllt til heyskapar um allt
noröurland, með fiskifangi í
minna lagi. Haustið vott og íll-
viðrasamt fyrir norðan og það því
meir er á ieið. Vetur til jóla á lík-
an hátt og haustið með snjóum
og jarðbönnum víða norður um
allt undir jólin. Kom þá góður
bati og líkt þaðan af til enda
ársins.“ Dýrðarveður heiðríkt
með hægu frosti án tunglsbirtu
jólanótt og svo upp þaðan allt til
nýársdags.“
var. Fiskihægt víðast fyrir
norðurlandi. Haustið votsamt og.
óstöðugt til veðuráttu framan-
vert, en betra þá á leið. Vetur til
jóla allgóður hvarvetna með
snjóleysum og hægviðrum.
Gæskuveður fagurt með hægu
frosti og tunglskini jólanóttina,
en upp þaðan kaldara og óstöð-
ugra til nýársins.“
Anno 1717
„Kuldaveður vestan með snjó
nýársdag. Veturinn upp þaðan
þvf harðari og grimmari hvar-
vetna, sem meir leið fram, með
snjónum, stórviðrum og jarð-
bönnum allt til sumarmála. Vorið
frá sumarmálum líkast vetrinum
með snjóum og jarðbönnum, til
þess mánuður var af sumri. Kom
þá hláka, svo upp tók nokkurn
veginn, en brá þó brátt aftur til
kulda og stórviðra, sem héldust
allt vorið, svo lítt varð um
grasvöxt, og skipti ekki um fyr en
í miðsumarsviku." Þá brotnaði
dugga Eyvindar Jónssonar smiðs
(Duggu-Eyvindur) í stórviðri við
Hofsós. „Skipkvæmt að venju
syðra og vestra og síðar um
sumarið á hverja höfn norðan-
lands." Sumarið frá Alþingi all-
stirt og báglegt til veðuráttu með
vætum og vindum oftast nær.
Varð því heyskapur í minnsta
lagi víðast og eigi betri nýtingin."
Fiskifengur misjafn norðanlands,
sumstaðar nær hæfi, en víðar all-
lítill." Haustið líkt sumrinu og
engu betra til veðuráttu, með
stórviðrum og snjóaföllum, allt
til veturnátta." Vetur til jóla góð-
ur víðast með hægri veðuráttu.
Hart frost með snjó jólanóttina
og birtu af tungli hálfskerðu, og
stopult upp þaðan með fjúkhríð-
um til nýársdags.“
Páll Kristjánsson.
Föndrað og dansað
Í|j| " ^
Lionessur á Dalvík komu saman og gerðu aðventukransa.
jju * ' % föSBLir C'
Anno 1716
Dansað í kringuni „jólatré". Heiinir Kristinsson leikur undir á harmóniku.
„Kyrrt veður með heiðfrosti
nýársdag. Vetur upp þaðan hvar-
vetna góður til veðuráttu, en
vindasamur að öðru leiti. Vorið
frá sumarmálum og allt til enda
afbragðsgott, svo trautt þóttust
menn minnast slíkt. en þó varð
eigi alstaðar grasvöxtur slíkur
sent von var, fyrir því að brá til
náttfrosta, er á leið. Sumarið frá
Alþingi misjafnt til veðuráttu og
votsamt öðru hverju. Varð því
víða íll nýting á heyskap og hann
því eigi slíkur alstaðar, sem von
Yerðlaun
Á bls. 7 er hin hefðbundna Ijóða-
getraun Norðurslóðar. Þar hefur
láðst að geta þess að auðvitað
verða veitt bókaverðlaun fyrir
besta úrlausn en hlutkesti látið
ráða, ef fleiri en ein eru jafngóð-
ar.
Lausnir skulu hafa borist fyrir 20.
janúar 1989.
Ragnheiður Valdimarsdóttir og Ingunn Margrét Hallgrímsdóttir tóku þátt í
sýningu dansskóla sem var um síðustu helgi á Hótel Islandi í Reykjavík.