Norðurslóð - 14.12.1988, Blaðsíða 15
NORÐURSLOÐ - 15
Kóngsstaðahálsinn
- heimur berja og blóma
Allir kannast við Kóngsstaðahálsinn í Skíðadal og þann gull-
fallega skógargróður, sem þar er upp vaxinn. Norðurslóð
bað Aðalstein Óskarsson frá Kóngsstöðum um að rifja upp
tildrög þess að þetta land var friðað og plantað trjágróðri.
Eftir stofnun Skógræktarfélags
Eyfirðinga, en það var stofnað
þann 11. maí 1930, fór að koma
nokkur skriður á skógrækt í
Eyjafjarðarsýslu. Stofnaðar voru
deildir í hinum ýmsu hreppum
sýslunnar, ein þeirra var Skóg-
ræktarfélag Svarfdæla. Þessar
deildir unnu sjálfstætt hver í sinni
byggð, en nutu aðstoðar og fyrir-
greiðslu á ýmsum sviðum, frá
Skógræktarfélagi Eyfirðinga, t.d.
með útvegun plantna og efni í
girðingar.
Fljótt eftir stofnun var farið að
leita eftir landi og 'aðstöðu til
starfsemi plöntu uppeldis og til
plöntunar á ýmsum tegundum
trjáa. Einn af þessunt stöðum var
Kóngsstaðaháls í Skíðadal, Þar
hafði verið og var raunar enn,
nokkurt kjarr, sem talið var að
gæti dafnað vel. þótt landið liggi
um 120-140m yfir sjó. Leitað var
samvinnu við landeiganda, sem
þá var Jóhann Jóhannsson,
Sogni, útibússtjóri KEA á
Dalvík. Hann var þá eigandi
jarðarinnar og hafði verið allt
frá árinu 1919 er hann keypti
af Sigurði Jónssyni bónda
þar, er lét af búskap og flutti til
Dalvíkur.
Jóhann var mikill áhugamaður
um landbúskap og sannar það að
um tíma átti hann 3 jarðir í Svarf-
aðardal og byggði upp íbúðarhús
á þeim öllum. Skógræktarfélag
Eyfirðinga gerði samning við
Jóhann. um leigu á landsvæði í
Kóngsstaðahálsi, þann 28. okt.
1942. Stærð landsins var um 20
hekt. var það leigt til skógræktar.
Það skal vera girt fjárheldri girð-
ingu, skal Skógræktarfélagið
leggja til allt efni og sjá um
verkstjórn. Landið var leigt án
endurgjalds, en skilyrði er um að
girðingum sé alltaf vel við haldið,
sé sú kvöð vanrækt, fellur leiga
niður og landið fellur til eiganda,
með öllu því er þá hefur verið
gjört, einnig þarf að koma til
samþykki ábúanda jarðarinnar
en hann var þá Óskar Júlíusson
frá Hverhóli. Þegar þessum
skilyrðum hafði verið fullnægt,
var hægt að hefja framkvæmdir.
Stærð þessa lands er nú um 60
hekt. þar sem tvívegis hafa verið
færðar út girðingar síðan.
Armann Sigurðsson, bóndi
Urðum í Svarfaðardal, var ráð-
inn verkstjóri en hann var einn af
stofnendum Skógræktarfélags
Svarfdæla. Það kom fljótt í ljós,
eftir að landið hafði verið girt,
varið fyrir biti og troðslu búfjár,
að víða var vísir að meiri gróðri
og fjölbreyttari, en fyrst var álit-
ið. Þarna er mjög góður jarðveg-
ur og liggur vel við sól, miðað við
aðstæður, þ.e. mjög há fjöll
beggja megin dalsins. Strax var
hafist handa er girt hafði verið,
að planta trjáplöntum. Við
plöntunina unnu, félagar í Skóg-
ræktarfélagi Svarfdæla, ung-
mennafélagar úr Skíða, er þá var
á sínu blómaskeiði og fjölmargir
aðrir t.d. Skógræktarfélagi Ey-
firðinga. Fyrst voru notaðar birki-
plöntur, síðar kom svo sitka-
greni, blágreni, fura og lerki.
Plönturnar hafa þrifist misjafn-
lega vel, grenið vex mjög hægt,
en þó hefur mest af því lifað,
lerkið virðist una sér vel, en vill
nokkuð brötna undan snjó. Fur-
an vex hægt fyrstu 3 árin, en þar
sem hún er í hæfilegum raka fer
hún vel að og eru víða fallegir
reitir af henni, enda er hún að
verða það há að hún ver sig fyrir
snjóalögum. Það sem kom fyrir
furuna er að fyrsti árgangur af
henni er allur dauður. Það var
skógarfura sem ekki stenst ásókn
furulúsar og hefur þessi trjáteg-
und drepist um land allt.
Birki og víðir hefur náð sér vel
upp, eftir að farið var að planta
út í landið og meira skjól mynd-
aðist, birki er nú víða 4-5 m á
hæð, þar sem aðeins var kjarr
þegar friðun hófst. Lággróður
hefur mjög aukist, svo sem, blá-
berja, aðalbláberja og beitilyng.
Berjaspretta hefur aukist að
miklum mun vegna skjólsins,
hinsvegar virðist gras og víðir
sækja mjög á að útrýma berja-
lynginu á vissum stöðum, sér-
staklega er grávíðirinn aðgangs-
harður. í landi þessu er að finna
nokkuð af eini, fjalldrapa og gul-
víði. Fjalldrapinn virðist vera
mjög á undanhaldi, sennilega
vegna skugga af trjánum. Reyni-
viður finnst á nokkrum stöðum,
en hefur ekki neina útbreiðslu,
einnig er að skjóta upp sortulyngi
og hefur það örugglega borist
með fuglum sem fræ.
Stærð þess lands sem nú er inn-
Aðalsteinn Óskarssnn.
an girðinga er um 60 liekt. þar
eru hvergi neinar verulegar eyður
í gróður, en vissulega á gróður
erfiðara uppdráttar þar sem land-
ið er hæst. Plantað hefur verið í
þetta land unt 90 þús. plöntum og
sennilega er það ekki nema ]A
trjánna sem þarna vaxa, hitt er
vaxið upp úr kjarri er fyrir var
þegar friðun hófst. Það er sannað
mál að dalbotninn í Skíðadal,
langt framan við Kóngsstaði og
upp í hlíðarnar, hefur verið vax-
inn birkiskógi, t.d. í Hverhóls-
nesi þar er um 20 hekt. flatlendi,
sem skógarleifar er í. Þar var tek-
inn mór til brennslu til fjölda ára,
eða hundraða ára, það sýndu
mógrafir er þar voru.
Um 1930 var athuguð ntógröf,
sem tekin var við svonenfda
Strumphóla þar voru 2 öskulög í
jörðu, annað um 15 cm frá
grasrót, hitt um 35 cm. Þetta
neðra lag var urn 5 cm þykkt,
þarna var um ösku frá gosi að
ræða. Þegar komið var niður á
150-180 cm dýpt komu upp sprek
eða rotnandi timburleifar, þarna
voru þessir trjábolir frá 10-20 cm
í þvermál og þaðanaf sverari,
þeir virtust liggja nokkuð lárétt í
jarðveginum, en það sem ef til
vill vakti sérstaklega athygli var
að utaná flestum þessum lurkum,
var börkurinn svotil óskemmdur,
ljós og sléttur. Þetta sannar svo
ekki verður um villst að birki-
skógur hefur vaxið þarna fyrir
langalöngu, þótt að skammsýni
manna, náttúruhamfarir, óblíð
veðrátta, harðindi og hungur,
hafi gengið að þessum dásemdum
landsins dauðum, víðast hvar.
Þetta var nú útúrdúr frá
Kóngsstaðahálsi og gróðrinum
Úr skógræktinni 1986. í baksýn Bæjarhnjúkur (Þverárhnjúkur) með Heininni, útstæðum blágrýtisgangi.
þar, en það sannar engu að síður
að átaks er þörf, að halda í það
sem eftir lifir, og prýða en ekki
níða.
Eftir að búsetu var hætt á
Kóngsstöðum árið 1949 og þar
aðeins verið að sumrinu og land-
ið nytjað, þá réði Skógræktarfé-
lag Eyjafjarðar mann til eftirlits,
til að fylgjast með gróðursetn-
ingu og viðhaldi girðinga. Björn
Vigfússon, scm þá bjó á Þverá í
Skíðadal, tók þetta starf að sér í
nokkur ár og sinnti því af mikilli
natni og dugnaði, eins og hans
var von og vísa. Þegar svo skóg-
ræktarfélag Eyjafjarðar hafði
sífellt fleiri og meiri verkefnum
að sinna, vildi það Iosa sig við
þetta land og kostnað setn því
fylgdi. Samningi um það var sagt
upp og við tóku eigendur
landsins, sem þá voru, Óskar
Júlíusson og Aðalsteinn Óskars-
son, búsettir á Dalvík. Þeir
keyptu Kóngsstaði árið 1953 af
Jórunni Jóhannsdóttur, en hún
hafði erft Kóngsstaði frá föður
sínum Jóhanni Jóhannssyni í
Sogni. Umhirða og viðhald hefur
verið í höndum eigenda síðan.
Nú eru eigendur að Kóngs-
staðahálsi, þ.e. landi innan skóg-
ræktargirðingar og girðingum,
Aðalsteinn Óskarsson, sem á
50% lands og girðinga og systkini
hans Kristín, Valdimar, Friðrikka,
Ástdís og Árni, er eiga 50% þessa
framangreinda lands á móti Áðal-
steini.
Það er ósk mín og von að þetta
land eigi eftir að verða eigendum
þess og gestum er þangað koma á
sumrum, til yndis og ánægju.
Grædum landið, gefum skjól.
giftu mun það hljóta.
Megi sérhver byggð og ból.
blessun slíkrar njóta.
Bóndinn í Birkimel.
Gátur
um bœjamöjn í Svarfaðardal
(eyðibýli og í byggð)
Saniið og sent af Árna Rögnvaldssyni frá Dæli
Sýnishorn: Forn merking skógar : Holt.
Kcnnt við átrúnað og hálcndi : Helgafcll.
1. Smáfjall nálægt árinútum.
2. Byggingarefni við straumvatn.
3. Þar sem guð var dýrkaður.
4. Það er nafn á hlaupi.
5. Þar sem látinn geymist.
6. Búpeningur við sjó.
7. Þar er lægð eða slakki.
8. Trjákenndur gróður.
9. Matargeyinsla á hæð.
10. Það er notað við srníðar.
11. Það finnst á hálendi.
12. Þar er gróðurleysi. (tvö nöfn)
13. Önnur leiðin erfið til gangs.
14. Þar þarf góða skó til göngu.
15. Þar er auðvelt til lcikja. (tvö nöfn)
16. Þekkt horg á Skandinavíuskaga.
17. Þar sem kapur vex.
18. Heita vatnið geymist þar í sináhæð.
19. Ólaginn í hallanda.
20. Það er líkamshluti.
21. Þar býr þjóðhöfðingi.
22. Þekkist þar sem hús eru. (tvö nöfn)
23. Það, sem byrgir útsýni.
24. Þar þreytir fuglinn íþrótt sína.
25. Málmur á líkamshluta.
26. Þar sem unaður ríkir.
27. Nauðsynlegt við fískiveiðar.
28. Þar sem báran rís liæst.
29. Heitið sennilega kennt við vopn.
30. Minnir á hellismunna.
31. Helgitákn á lítilli hæð.
32. Hallandi dalshluti.
33. Þar hefur sjófugl komið.
34. Minnir á hárvöxt.
35. Orðhagir hjá vatnssprænu.
Blaöið þakkar Árna framlag hans. Sjálfsagt munu margir senda
lausnir, enda til nokkurs að vinna auk heiðursins. Árni sendi
nefnilega 1000 króna seðil með gátunum. Það skulu vera verö-
laun fyrir rétta ráðtiingu.
Góða skemmtun.