Norðurslóð - 24.05.1989, Qupperneq 1

Norðurslóð - 24.05.1989, Qupperneq 1
Svarfdælsk byggð & bær 13. árgangur Miðvikudagur 24. maí 5. tölublað Á Bjarkarhraut. Ljósmynd: TÞ „Komið grænum skógi skrýðau Frá Garðyrkjufélagi Dalvíkur Aðþrengdir fugiar á hörðu vori Nú á þessu ári eru tuttugu ár liðin frá því fyrstu hús á Dalvík tengdust Hitaveitu Dalvíkur. Af þessu tilefni saniþvkkti bæj- arstjórn Dalvíkur þann 7. apríl 1989, að fenginni tillögu veitu- nefndar, að verja 1.000.000 kr. af tekjum Hitaveitu Dalvíkur til trjáræktar í landi Dalvíkur- bæjar, jafnframt skal næstu 5 ár verja 1% af brúttótekjum veitunnar í þetta sama verk- efni. Veitunefnd fór fram á að Garðyrkjufélag Dalvíkur hefði yfirumsjón með þessari fram- kvæmd. Þeirri beiðni var vel tek- ið og er undirbúningur kominn í gang. Svo hægt sé að átta sig á hvað um er að ræða, þá er miðað við að gróðursetja 10 plöntur á hvern íbúa bæjarins, þ.e. yfir 14 þús. plöntur samtals. Til að þetta megi takast vel, þarf margt fólk til starfa, því hef- ur stjórn Garðyrkjufélagsins skrifað til félagasamtaka og klúbba í bænum og kynnt þetta verkefni og óskað eftir sjálfboða- liðum, til þess að tryggja góðan árangur. Aætlaður útplöntunartími er frá 23. júní-9. júlí. Einnig kemur til greina haustútplöntun þ.e. í sept.-okt. Og nú er beðið eftir að snjóa leysi svo hægt sé að undirbúa jarðveginn fyrir gróðursetningu. Þegar þetta er skrifað 20. maí, sér hvergi á dökkan díl á opnum svæðum í bænum, en bjartsýni ríkir um að brátt komi betri tíð með blóm í haga. A.B.Hj. Nú að aflokinni hvítasunnu, sem að þessu sinni bar upp á vinnu- hjúaskildægur 14. maí eru norðurslóðir ennþá undir þykk-- um fannabreiðum og þykjast nú elstu menn ekki muna slíkt og þvíumlíkt háttarlag náttúrunnar. Og nú kemur upp í hugann vísan gamla, sem einhver Tjarnarprest- ur, líklega sr. Magnús Einarsson sá frægi hagyrðingur og galdra- maður á að hafa kveðið undir lík- um kringumstæðum fyrir svo sem 200 áruni síðan. Hann var að fara til messu á útkirkju sinni, Urðum á hvítasunnu. Skarpahjarn var á jörðu og gangfæri hið besta. Sveinstauli sem fylgdi presti fram- eftir sveitinni fór að hrósa því hve heppnir þeir væru að fá svona gott færi. Prestur leit á dreng nteð vand- lætingarsvip og mælti fram vísu þessa: Talaðu ekki að tarna, barn tifaðu veginn hraður. Hvítasunnuhjarn er skarn, hæli því enginn maður. Hver gæti ort svona góða vísu um ótíðina nú til dags? En þrátt fyrir allt og allt eru vorfuglarnir komnir, flestir og eru nteira að segja meira áberandi en oftast áður. Hver tekur ekki eftir vellu- spóa sitjandi á snjóskafli eða öll- um gæsunum, sem raða sér upp meðfram veginum af því að þar eru gjarnan auðar rendur og eitt- hvert gras að hafa í svangan maga. En hvar allir þessir fuglar eiga að geta komið fyrir hreiðr- um sínum ef ekki breytir um hið bráðasta er aldeilis hulin ráðgáta. Reyndar eru ekki allar þessar gæsir komnar hingað til að verpa. Ekki heiðagæsin, sem er hér nú hópum saman innan um grágæs- ina. Heiðagæsin er auðþekkt frá frænku sinni af brúna hausnum sínum og hálsi og einnig af því hún er greinilega ntinni þegar hægt er að bera þær saman. Með réttu ætti hciðagæsin að vera komin upp í hálendið, upp með Skjálfandafljóti eða alla leið upp á Sprengisand svo ekki sé minnst á Pjórsárver þar sem varpstöðvar þeirra og sumarlönd eru. Ekki heldur helsinginn, sem hvílir sig hér og er að safna kröftum og bíða eftir góðum veðurfregnum frá Austur-Grænlandi, þar sem varpstöðvarnar eru. En hér eru þessir fuglar sem sé enn, 20. maí, og virðast finna á sér að of snemmt er að vitja varpland- anna. Endur eru líka margar með- fram þjóðveginum og gaman að stúdera þær út um bílgluggann. Það eru stokkendur (grænhöfð- ar), rauðhöfðaendur, urtendur og grafendur allt mjög algengar tegundir hér um slóðir. Svo eru skúfendur og einstaka duggönd og kannske hávella á þeim fáu tjörnum, sem eru orðnar íslaus- ar. Vargar í véum Hreint er það með ólíkindum, hvað sumir menn eru óskamm- feilnir og villimannlegir í tiltekt- um sínum. Þann 17. maí heyrð- ust skothvellir frá bæjum í mið- sveitinni. Við athugun kom í Ijós, að þarna voru einhver bílmenni á fuglaskytteríi. Bóndi nokkur brá við og hafði hendur í hári kauða. Þá voru þeir komnir með 10 fugla, 8 grágæsir og 2 helsingja í bílskottið og hugðust halda áfram mataröflun sinni. Þetta voru utansveitarmenn, eins og vel sást af bílnúmerinu, komnir heim að bæjum í miðjum þéttbyggðum Svarfaðardal um hábjartan dag og farnir að skjóta á báða bóga fugkt, sem auðvitað eru algjör- lega friðaðir á þessum árstíma eins og hvert mannsbarn veit. Bóndinn tók þá 4 fugla, sem höfðu verið skotnir í hans landi, en sleppti þrjótunum með skrekkinn plús 6 illa fengna fugla. Það var óþarflega vel Framhald á b/s. 4 tekist með ágætum, fjölbreyttur og fágaður söngur, og alveg óhætt að láta hann heyrast hvar sem er bæði innanlands- og utan. Sýnir það sig enn og aftur, að hægt er að koma saman fram- bærilegum sönghópi, blönduðum eða óblönduðum nánast hvar sem er EF - og hér kemur þetta stóra EF - áhugi er fyrir hendi hjá mannskapnum á staðnum og EF til staðar er maður sem vill og getur safnað saman kröftunum og búið til nýtilegt „hljóðfæri“ úr efniviðnum. Þetta hvortveggja hafa Þingeyingarnir nú, og mega margir öfunda þá. Það má segja Dalvíkingum og Svarfdælum til sóma að þeir tóku vel við sér að þessu sinni og fylltu samkomusalinn í Víkurröst, sem rúmar marga en fer hins vegar ekki nógu vel með söng, svo lág- ur og borulegur sem salurinn er. Það er fyllsta ástæða til að þakka Hreim komuna og jafn- framt Lionsklúbbnum fyrir að hafa stofnað til þessa menningar- viðburðar mitt í vorharðindun- um. Þess skal getið, að auk þess, sem að ofan greinir stóðu Lions- menn fyrir allfjölskrúðugri sýn- ingu í Gamla barnaskóla á iðnað- ar- og listmunum gerðum af nokkrum heimamönnum: Kristni Guðlaugssyni, Lenu Zakariasen, Sigurði Ólafssyni og Sigtryggi Jóhannessyni. Ennfremur voru á sýningunni grafik og pastelmynd- ir eftir Guðbjörgu Ringsted og málverk eftir Garðar Loftsson. Vorkoman á Dalvík Þingeysk sönggleði með meiru sem voru þó ekki allir mættir sumpart vegna kvefs en sumpart vegna sauðburðar. Þetta eru nefnilega sveitamenn að mestum hluta. Kórstjórinn er hins vegar Englendingur, Robert Faulkner að nafni, tónlistarkennari við Hafralækjarskóla. Undirleikar- inn er kona hans Juliet Faulkner að nafni. Einsöngvarar Kórsins eru bræðurnir Baldvin og Baldur Baldvins- og Sigrúnarsyn- ir á Rangá (Ófeigsstöðum) í Kinn og punta þeir ansi mikið upp á kórinn. Kórinn er í góðri þjálfun, og .konsertinn á Dalvík sögðu þeir vera nokkurskonar prufukeyrslu fyrir Lundúnaför, sem farin verð- ur um miðjan næsta mánuð. Þar er m.a. á áætlun að syngja fyrir íslendingafélagið í borginni á 17. júní. Þar ætlar kórinn m.a. að Syngja hið vinsæla, nýja ættjarð- arljóð, ísland er land þitt/og ávallt þú geymir . . . eftir Magnús Þór Sigmundsson. Annars er söngskráin fjölbreytt og eru bresk sönglög töluvert ríkjandi t.d. syrpa af Velsneskum söng- lögum, allt hin fegurstu lög eins og vænta má úr þeirri átt. Það er víst að óhætt að segja, að þessi samsöngur þeirra ná- granna okkar austan heiða hafi í kuldanum og krapinu á annan í hvítasunnu var haldinn konsert í Víkurröst, Dalvík á vegum Lionsklúbbsins. Þetta var liður í hinni árlegu Vorkomu, sem klúbburinn hefur staðið fyrir í herrans mörg ár. Það var karla- kórinn Hreimur í S.-Þingeyjar- sýslu, sem kominn var austan yfir heiðar til að skemmta okkur köldum og karlakórslausum Úteyfirðingum í vorharðindun- um. Þetta er hinn myndarlegasti kór upp á rúmlega 40 söngmenn, Baldur og Baldvin Baldvinssynir.

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.