Norðurslóð - 24.05.1989, Qupperneq 4
4 - NORÐURSLÓÐ
„Það er svipurmn þinn
er í sál mér ég finn"
Skíðdælingur hugsar heim
Með aldrinum Ieita gamlar
minningar á hugann, atvik og
aðstæður æskuáranna svífa
mönnum fyrir hugskotssjónir
því skýrar sem viðburðir líð-
andi stundar verða þoku-
kenndari og skipta minna máli.
Þetta sannast m.a. á góðvini
Norðurslóðar, Árna Rögn-
valdssyni frá Dæli í Skíðadal,
sem nú býr á dvalarheimili
aldraðra á Akureyri. Hann
sendi blaðinu nýlega meðfylgj-
andi yfirlit yfír breytingar á
fólksfjöla í Skíðadal á þessari
öld ásamt fleiru fróðlegu. Er
þetta út af fyrir sig hin merk-
asta saga þótt dapurleg sé, og
birtum við hana með þökk og
kveðju til Árna.
Nafnið Skíðadalur er eflaust
kennt við fyrsta ábúanda þar,
Skíða þræl, er bjó þar að Möðru-
völlum, sennilega á flatanum
milli Másstaða og Dælis. Það
bæjarnafn þekkist þar þó ekki.
að öðru leyti, í manntali í
Skíðadal. Skíði hraktist frá Ós-
landi í Skagafirði, talinn manna
mestur og fríðastur, segir í Svarf-
dæla sögu.
A mínum unglingsárum, eða
kringum 1925, voru 14 byggðar
jarðir í Skíðadal, 7 að austan og 7
að vestan. Þær voru þessar að
austan: Syðra-Hvarf, Hjaltastað-
ir, Sæla, Hlíð, Hnjúkur, Klængs-
hóll og Holárkot. Að vestan:
Dæli, Ytri- og Syðri-Másstaðir,
Þverá, Kongstaðir, Hverhóll og
Krosshóll. Nú eru aðeins 6 þess-
Árni áttræður.
ara jarða í ábúð, íbúar rúmlega
30 og útlit fyrir, að þeim fækki á
næstu árum.
Til gamans læt ég hér með
fylgja skrá yfir íbúa- og býla-
fjölda í Skíðadal frá síðustu alda-
mótum með 20 ára ntillibili. Er
það fengið frá héraðsskjalasafns-
verði á Akureyri og hafa kennske
einhverjir sem til þekkja áhuga á
að bera saman tölurnar þessi ár.
Auk þessara jarða eru frá fyrri
öldunt nafngreind nokkur býli:
Hvarfskot á að hafa verið í
Syðra-Hvarfslandi, en ekki eru til
heimildir um byggð þar, sbr.
bókina Svarfdælingar f. b. bls.
204. ViIIingastaðir = Hávarðar-
staðir í Hnjúkslandi, ábúð óviss.
Blængshólskot = Blængsgerði í
hreppsbókum 1817-1855. Stafn
fremsti bær í Skíðadal. Óvíst um
ábúð, sbr. Svarfdælingar bls. 259.
Þverárkot stóð sunnan við Þver-
ána. Óvíst um ábúð þar, enginn
nafngreindur, farið í eyði fyrir
1700. Elínargerði í Dæli. Greini-
legar húsatóftir, engar heimildir
um ábúð eða aldur.
Af þessu sést, að yfir 20 jarðir
og býli hafa verið í Skíðadal.
Dæli, Másstaðir og Þverá til-
heyrðu Urðasókn, en hin býlin
Vallnasókn og er svo enn.
Húsatóftir gömlu eyðibýlanna
vitna um horfið mannlíf. Það
verður að lesa í eyðurnar, geta
sér til um þá baráttu, sem þar var
háð. Hún hefur sjálfsagt oft verið
hörð og sár. En „í blómguðu dal-
anna skauti“ var líka við margt
að gleðjast: Fuglasöng og lit-
skrúð gróðurs vor og sumar og
skin stjarna, tungls og norður-
ljósa, er lýstu upp dimm vetrar-
kvöld á auðnum snjóabreiða og
svellalaga. Slík upplifun gleymist
ekki. Hún er kyndill, sem lýsir og
vermir.
Já, hver dalur, hvert hérað hef-
ur sína drætti og afbrigði í ásýnd
sinni. Niður fossa, áa og vatna-
strengja hefur hver sinn tónblæ,
sem ekki finnst annars staðar.
Ilmur grasa, blóma og lyngs er
sérstæður fyrir hvern vaxtarstað.
Heiti bæja og ýmis örnefni eru
sérsafn hvers dals og héraðs.
1900 1920 1940 1960 1980
Þverá 11 10 4 9 7
Syðri-Másstaðir 5 5
Ytri-Másstaðir 9 9 5 5
Dæli 6 14 12 7 8
Syðra-Hvarf 13 8 5 4 4
Hjaltastaðir 7 4 6 8
Sæla ^Ytn) 6 6 5
(Syðri) 3 6 5
Hlíð 8 6 7 5 3
Hnjúkur 8 6 6 7 6
Klængshóll 11 7 8 7 8
Holárkot 4 7
Gljúfurárkot 7
Sveinsstaðir 7
Krosshóll 11 12
Hverhóll 7 9 9
Kóngsstaðir 8 6 9
íbúar Alls: 131 109 71 52 41
Býli Alls: 17 14 10 8 7
Engin tvö fjöll eru eins, engar
tvær dalskorur eins. Dýjafells-
hnjúkur, Hvarfshnjúkur, Stóll-
inn, Þverárhnjúkur, Gloppa,
hlíðar, hálsar og daladrög,
hverju nafni sem nefnast eru
hlutar í sköpun dalsins. Þó að
jöklar séu kuldalegir og gróður-
vana, mundi Skíðadalur missa
mikið af tign sinni og svipmóti, ef
Gljúfrárjökull með klettagníp-
una Depil væri horfinn úr aug-
sýn.
Við Skíðdælingar, heima og
burtfluttir, ungir og gamlir, vilj-
um ekkert missa úr sköpun dals-
ins okkar, en geyma í minning-
unni allt sem hans er og taka und-
ir með Guðm. skáldi Magnús-
syni: „Það er svipurinn þinn, er í
sál mér ég finn, hann er samgró-
inn öllu því besta hjá mér.“
Við viljum heiðra minningu
þeirra, sem þar hafa búið og
kvatt þennan heim.
Lengi haldist byggð í Skíðadal.
Ritað í apríl 1989.
Árni M. Rögnvaldsson.
Ljósm. KEH.
Framhald af forsíðu.
sloppið. Við birtum hér mynd af
4 horuðum gæsum, en hefðum
heldur átt að birta mynd af spik-
feitum skyttunum.
PS.
Eins og svo oft áður þegar tal-
að er um veðrið reynist það vera
tímaskekkja og allt orðið breytt,
þegar blaðið kemur út á þrykk og
berst lesandanum í hendur.
Þann 18. maí var hiti um frost-
mark og norðangjóla blés um
hjarnbreiður norðurslóða. Að
morgni þess 19. vöknuðu menn
við hlýjan sunnanþey, 10 stiga
hita og sólarblíðu. Fuglarnir tóku
að syngja og dökku blettirnir í
túni og haga stækkuðu um allan
helming. Gárunarnir settu þessi
veðrabrigði í samband við það,
að nóttina 18.-19. maí leystist
vinnudeila sú hin mikla milli
ríkisins og háskólamenntaðra
ríkisstarfsmanna, sem staðið
hafði á annan mánuð og valdið
margskonar böli og töpum í
þjóðfélaginu. Þar með komu
m.a. veðurfræðingarnir til starfa
og gátu farið að stjórnast í veðr-
inu. Þeir eru ekki allir þar sem
þeir eru séðir þessir veður-
fræðingar.
Sundskáli Svarfdæla
Opnunartímar á sumrinu
verða sem hér segir:
Mánud. kl. 20.00-22.00 Almenningstímar
Miðvikud. kl. 20.00-22.00 Almenningstímar
Fimmtud. kl. 20.30-22.30 Karlmenn eldri en 16 ára
Föstud. kl. 20.00 Þorsteinn Svörfuður; æfing
Sunnud. kl. 10.00-12.00 Almenningstímar
Sérleigutíma má panta hjá Kristjönu Arngrímsdóttur
sundskálaverði á Tjörn í síma 61855.
Sundskálanefnd.