Norðurslóð - 30.04.1990, Page 1
Svarfdælsk byggð & bær
Gleðilegt
sumar
Nú er vetur úr bæ / rann í sefgrænan sæ
og þar sefur í djúpinu væra.
En sumarið blítt / kemur fagurt og frítt
meöur fjörgjafaljósinu skæra.
Brunar kjöll yfir sund / flýgur fákur um
grund,
kemur fugl heim úr suðrinu heita.
Nú er vetur úr bæ / rann í sefgrænan sæ,
nú er sumrinu fögnuð að veita.
JH
14. árgangur
IMánudagur 30. apríl 1990
4. tulublað
Kirkjugestir á sumardaginn fyrsta 1990. ijósm. KEH
Vetur á míðju vori
„Yelkjast í’onum veðrin stinn...44
Þetta vor, árið 1990, er á góðri
leið með að gera sig frægt af
endemuni í sögunni.
Það er komið fram á „sumar"
25. apríl, þegar þessi orð eru
rituð. Hann er hvass af suðvestri
og snjókoma. Sem.sagt stórhríð,
sem vel muntli sæmu þorra eða
góu, en er til háhorinnar
skammar, þegar komið er frarn á
hörpu. Snjórinn. sem hel'ur hlað-
ist upp hér á norðurhjaranum frá
því um áramót, er hér allur enn,
metersþykkur og vel þéttur. Lítt
sér á dökkan díl og því engir hag-
ar fyrir hross. hvað þá fyrir aðra
grasbíta. Ekki s\o a ð skilja. að
fóðurskortur sé á næsta leiti.
forðagæslumenn telja. að nóg sé
til af hevjurh hér ef á heildina er
litið.
Samgöngurnar hafa verið í iagi
undanfarna daga. en nú er \ ísast
að aftur fenni í slöðirnar og má
' hart heita á þessum tíma árs.
Vetraríþróttir
Ekki má samt gleyma því að
snjórinn á líka sínar björtu hlið-
ar. (Petta flokkast undir aula-
fyndni.) Skíðamenn notuðu
páskana vel í Böggustaðafjalli og
munu aldrei fleiri menn hafa ver-
ið þar samtímis en nú.
Þá hafa vclsleðamenn ekki set-
ið heima öllum stundum heldur
ekið um fjöll og dali og komist á
hina ótrúlegustu staöi. T.d. fóru
menn á 8 sleðum hringferðina
skemmtilegu þ.e. upp úr Skíöa-
dalsbotni um Svarfdælaskarð til
Tungnahryggsskála, þaðan niöur
. dalinn og heim um Heljardals-
heiði. Þessi ferð tekur 4-5 tíma
og þykir leiðin frábærlega til-
komumikil. Pá l'óru einlnerjir ií
sleöa upp á topp Rimafjalls þann
24. apríl þeir fóru leiöina upp
I láls/Hamarsdal og komu ;i l'jall-
ið bakdyramegin.
Aö lokum er svo aö nefna
jeppamennina. sem nú eru l'arnir
að aka tryllitækjum sínum um
snjóbreiðurnar hvert sem hugur-
inn girnist. jal'nvel upp um fjöll
og firnindi. Atta eða tíu manns
úr þeim herbúðum óku þannig
fram í hotn Almennings og fram
á Vesturárdal i botni Skíðadals
um síöustu helgi.
I’\ i segjum við það. „snjórinn
á sínar björtu hliðar” og er allt
gott um þetta að segja. Þessi tæki
sem ganga á lönninm skilja að
vísu eftir slóðir, en einhvern tím-
ann bráðnar snjórinn og landiö
kemur óskaddað undan vetrar-
ábreiðunni.
Breytingar á eignarhaldi
Viðamiklar breytingar hafa
verið ákveðnar hjá stærstu
sjávarútvegsfyrirtækjununi á
Dalvík. Kaupfélag Eyfirðinga
mun kaupa liluti Dalvíkurbæj-
ar og Björgvins Jónssonar í
Útgerðarfélagi Dalvíkinga hf.
og eignast þar með allt hluta-
féð í félaginu. Eins og kunnugt
er á kaupfélagið eitt vinnsluna
sem unnið hefur afla togara
ÚD svo með þessu móti færist
veiðar og vinnsla á sömu
hendi. Jafnframt er gert ráð
fyrir að kaupfélagið selji Sám-
herja hf. hlut sinn í Söltunar-
félagi Dalvíkur hf. en Dalvík-
urbær á rúman þriðjung hlut-
afjár í SFD og aðrir tæplega
0,5%.
Um nokkurt skeið hefur legið
fyrir að staða Utgerðarfélags
Dalvíkinga hefur verið að veikj-
ast. Skuldir félagsins vegna fjár-
festinga m.a. í nýju skipi eru
orðnar miklar. Möguleikar fé-
lagsins til að standa við skuld-
Uppstokkun á Dalvík
bindingar sínar í nánustu framtíð
voru ekki fyrir hendi við óbreytt-
ar aðstæður. Stjórnendur félags-
ins höfðu um nokkurra nránaða
skeið rætt um leiðir til að treysta
hag félagsins og þar með undir-
stöðu nrikillar atvinnustarfsemi á
Dalvík.
Kaupfélagið hafði yfir að ráða
skipum sem það var tilbúið að
leggja og færa kvóta þeirra á skip
ÚD ef tryggt væri að það hefði
yfirráðarétt yfir félaginu annað
hvort með afgerandi meirihluta-
eign (2A hlutafjáreign) eða það
eignaðist hlutafélagið alveg. Dal-
víkurbær ákvað þá að seija hlut
sinn frekar en verða minnihluta-
aðili. Áður hafði Björgvin Jóns-
son boðið hlutafé sitt til sölu.
Söltunarfélag Dalvíkur hf. var
rekið með umtalsverðum halla á
síðastliðnu ári og afkoma á þessu
ári var talin ótraust. Ljóst var að
átak þurfti að gera til þess að afla
rækjuvinnslunni hráefnis á kom-
andi surnri og einnig að rétta fjár-
hag þess við. Kaupfélagi Eyfirð-
inga sem bar meirihlutaábyrgð á
félaginu náði samningum við
Samherja hf. um sölu alls hluta-
fjár síns í félaginu og Samherji
lýsti yfir áformum sínum að taka
þátt í rekstri öflugrar rækju-
vinnslu á Dalvík. Samningar um
þetta lágu fyrir á sama tíma og
tilboð KEA til Dalvíkurbæjar um
málefni ÚD.
Eins og vænta má, þegar gerð-
ar eru jafn viðamiklar breytingar
á eignahaldi á fyrirtækjum, hefur
sitt sýnst hverjum. Gagnrýnis-
raddir hafa veriö háværar á
undanförnum vikum. Gagnrýnin
hefur beinst bæði að því að salan
skuli hafa farið fram og hverjum
selt var. Hins vegar er ekki deilt
um að eitthvað róttækt varð að
gera. Ákvörðun liggur nú fyrirog
ekki er dregið í efa að atvinnu-
starfsemi á Dalvík eflist við þess-
ar ráðstafanir. Sennilega verður
það aðalatriði þessa máls þegar
til lengdar lætur. „
Sláturhúsi slátrað
Er sagan þar með öll_?
Árlegur dcildarf'iindur í Svarf-
dæladeild KEA var haldinn á
Grund sneninia í mars. Þar var
gerð grein fyrir rekstri Kaup-
félagsins á Dalvík og hefur ver-
ið samviskusamlega greint frá
því í liinni Ijölskrúðugu ey-
firsku fjölmiðlaflóru.
Á Grundarfundinum var
hinsvegar lítið rætt um rekstur-
inn sjálfan en þeim niun meira
um þá niðurstöðu, sem nú er
orðin að staðreynd, að Slátur-
húsið á Dalvík verður ekki
opnað aftur. Lengi höfðu
menn haldið í þá von, að leyfi
fengist til að lialda áfrani
nautgripaslátrun þar, en sú
von brást sem sagt.
Ohætt er að segja, að bænd-
ur á fundinum undu illa þcssari
niðurstöðu og féllu þung orð í
garö stjórnar KEA og ekki síð-
ur landbúnaðarráöuncytisins,
sem mestu ræður í þessuin
efnuiii.
Er sagan þar með öll..?
Það er aðeins vonlegt, að svarf-
dælskir bændur séu ókátir yfir
þcssum málalokum, þvi hversu
lítil ástæða, sem öðrum finnst
vera fyrir rekstri sláturhúss hér,
þá er því ekki að neita að með
lokun þess er stigiö skref aftur á
bak í þjónustu við bændur á
svæðinu, svo aðeins sé nefnt eitt
einasta af mörgum rökum, sem
menn hafa sett l'ram fyrir áfram-
haldandi rekstri hússins.
Því er ekki að leyna, að slátrun
eldri stórgripa hér cr nokkuð
ójöfn, mest á haustin og fyrripart
vetrar eins og eðlilegt er. Slátrun
kálfa er hinsvegar jafnari og er
ekki fjarri Iagi. að slátraö hafi
verið 10-15 kálfum vikulega til
jafnaöar í sláturhúsinu á Dalvík
undanfarin ár.
Nú þegar farið er að hljóðna
um sláturhúsmálið í bráðina
a.m.k. er kannski tímabært að
viðra hugmynd í þessu sambandi.
Hún er þessi: Sláturhúsið á Dal-
vík er lagt niður. Það er afgert
mál. Sláturhúsið á Akureyri
starfar áfram og mun gera það
framvcgis. Er ckki vel hugsan-
legt, að Akureyrarsláturhús
starfræki lítjð útihú hér útfrá þar
sem kálfum væri slátrað t.d. viku-
lega. Til þess þarf að fá leyfi yfir-
valda og starfsemin færi fram
undir ströngu eftirliti heilbrigðis-
yfirvalda (dýralæknis). Vanda-
laust ætti að vera, að finna hæfi-
legt, gott húsnæði, ekki endilega
á Dalvík, það gæti allt eins verið
í sveitinni.
Spyrja má. Er þetta ekki sama
málið endurvakið og vonlaust að
fá leyfi til þess arna? Svo þarl'alls
ekki að vera að mínum dómi.
Ráðuneytið hcfur komið fram
markaðri stefnu um fækkun slát-
urhúsa. KEA hefur fengið fullar
hætur úr úreldingarsjóði til
endurbóta á sláturhúsinu á Akur-
eyri. Þaö er útlátalaust fyrir báða
þessa aðila að sýna nú sveigjan-
leika í málinu. Frá sjónarmiði
heilbrigöiseftirlits hlýtur rekstur
svonalagaðrar lítillar útstöðvar
frá Akureyrarluisi, (það þarf
ekki að kalla þaö sláturhús), að
vera miklu betri kostur heldur en
sú endurvakta heimaslátrun
kálfa, sem nú hcfst áreiðanlega
hér ef fram heldur sem horfir. Og
h e i m as I á t r a ð u ngk á I fa k j ö t i ð
finnur leiðir inn á almennan
markað hvað sem líður boðum
og bönnum.
Yrði þetta að veruleika væri
það aftur spor í réttu áttina þó
svo, aö alla eldri nautgripi þurfi
eftir sem áður að senda til Akur-
eyrar. HEÞ
Kalli litli Og lambadrottningin. Ljósm.: Baldur Þórarinsson
Nýlega báru 3 gimbrar (einvetlur) á Bakka í Svarfaöardal. Ekki hefur heyrst
um lömb fyrr borin á þessu vori og höfum við fyrir satt, aö þetta séu fyrstu
lömb fædd í sveitinni eftir allsherjarniðurskurð 1988. Af því tilefni birtum
við mynd af þessum velkomnu skepnum.