Norðurslóð - 30.04.1990, Page 6

Norðurslóð - 30.04.1990, Page 6
MíílRÉ Svarfdælsk byggð & bær Tímamót Skírnir Þann 23. mars s.l. var skírður í Reykjavík Friðleitur Heiðar. Foreldrar hans eru Hanna Kr. Hallgrímsdóttir og Þröstur Jens- son Grettisgötu 36 b, Reykjavík. A páskadag 15. apríl var skírður í Húsavíkurkirkju Gunnar Hnefill, foreldrar hjónin Valgerður Gunnarsdóttir frá Dalvík og Örlygur Hnefill Jónsson Laugarbrekku 16 Húsavík. Prestur var sr. Sighvatur Arnason. , A páskadag 15. apríl var skírð í Stokkekirkju í Vesturfold í Noregi Iris Björk, foreldrar Lene Zachakariassen og Óskar Gunnarsson Dæli í Skíðadal. Prestur var Kaare Fuglestrand. 12. apríl var skírður í Dalvíkurkirkju Kristján. Forcldrar hans eru Hólmfríður Guðlaug Jónsdóttir (Þórhallssonar) og Guð- mundur Jóhann Kristjánsson (Ólafssonar) til heimilis að Rcyni- hólum 6, Dalvík. 14. apríl voru skírð í Dalvíkurkirkju Décie lliano Lopes og Sara Mist. Foreldrar jieirra eru Maria Ramos Rocha og Jóhann Gunnarsson (Jóhannssonar) Bárugötu 7, Dalvík. Hjónavígsla 14. apríl voru gefin saman í hjónaband í Dalvíkurkirkju Ásdís Gunnlaugsdóttir og Jón Baldur Agnarsson (frá Hofi). Heimili þeirra er að Smáravegi 11, Dalvík. Aí'mæli Um mánaðarmótin febrúar-mars varð 70 ára Laufey Sigurðar- dóttir húsmóðir og verkakona í Mói, Dalvík. Hún fæddist 29. febrúar 1920 þ.e. á hlaupársdag og hefur því haldið upp á sjö- tugsafmælið 28. febrúar. Þann 20. mars varö 75 ára Kristinn Sigurðsson skipstjóri áður á Karlsbraut 10, nú vistmaður á Dalbæ Dalvík. Fréttahomíð Framboðslístar við bæjar- og sveitarstjómarkosningar vorið 1990 Bæjar- og sveitarstjórnakosningar 26. maí 1990 nálgast nú óðfluga. Fyrir nokkru hafa verið birtir framboðslistar Jafnaðarmannafélags Dalvíkur, Framsóknarfélags Dalvíkur og vinstri manna og Sjálfstæðismanna og óháðra. Var það hald manna, að fleiri Iistar kæniu ekki fram. En lengi er von á einum eins og þar stendur. Rétt áður en framboðsfrestur rann út 27. apríl skaut 4. listinn upp koll- inum, Listi frjálslyndra. Listarnir eru svofelldir: H - Listi Framsóknarfélags Dalvíkur og vinstri manna 1. Valdcmar Bragason 2. Guðlaug Björnsdóttir 3. Rafn Arnbjörnsson 4. Einar Arngrímsson 5. Inga Ingimarsdóttir 6. Símon Páll Steinsson 7. Helga Björk Eiríksdóttir S. Kristmann Kristmannsson 9. Guðrún Skarphéðinsdóttir 10. Jóhannes Hafsteinsson I 1. Hulda Þórsdóttir 12. Hilmar Guðmundsson 13. Sæmundur E. Andersen 14. Kristinn Jónsson F - Listi frjálslyndra 1. Haukur Snorrason 2. Snorri Snorrason 3. Ósk Finnsdóttir 4. Sigurður Haraldsson 5. Sigurvin Jónsson 6. Anton Gunnlaugsson 7. Ósk Sigríður Jónsdóttir 8. Guðbjörg StelVmsdóttir 9. Anton Ingvason 10. Sverrir Sigurðsson 11. Aðalbjörg Snorradóttir 12. Magnús Jónsson 13. Viðar Valdemarsson 14. Jóhann Gunnarsson Þann 24. mars varð áttræður Björgvin Jónsson skipstjóri Karlsbraut 22 Dalvík. Þann 27. mars varð áttræður Páll Guðlaugsson skipstjóri, Mið- koti á Upsaströnd, Dalvík. Þann 15. apríl varð sjötugur Anton Guðlaugsson fiskeftirlits- niaður Karlsbraut 13 Dalvík. Þann 1. apríl varð 75 ára Ragnheiður Jónsdóttir lyrrum sím- vörður Hafnarbraut 26, nú vistmaður á Dalbæ Dalvík. Þann 28. apríl varð sjötugur Haraldur Guðmundsson rafvirki Grundargötu 1 Dalvík. Andlát Þann 5. mars s.l. andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sr. Trausti Péturs- son fyrrverandi prófastur á Djúpavogi. Trausti var fæddur á Dalvík 19. júlí 1914 og ólst upp þar, en síðan í Brekkukoti og á Jarðbrú eftir lát föður hans 1926. Síðustu árin hér heima átti hann heima á Ingvörum þar sem hann var fyrir búi með móður sinni þar til hún andaðist 1934. Foreldrarnir voru Pétur Gunnlaugsson og Sigurjóna Steinunn Jóhannsdóttir frá Brekkukoti. Trausti braust til mennta af frábærum dugnaði, og varð stúdent frá M.A. 1940. Hann lauk guðfræðiprófi frá Háskóla íslands 1944 og varð skömmu síðar sóknarprestur í Sauðlauksdal, þcim fornfræga stað við Patreksfjörð. Þar sat hann í 4-5 ár en fékk þá, 1949, veitingu fyrir Djúpavogsprestakalli. Þar var hann prestur í 33 ár og prófastur Suður-Múlaprófastsdæmis mörg síðustu árin eða til 1982 að hann lét af prestskap og fluttist til Akureyrar. Hann er einn sárafárra, og e.t.v. einn allra innfæddra Svarfdæl- inga, sem gengið hafa í þjónustu kirkjunnar síðustu tvær aldirn- ar. Séra Trausti var mikilsmetinn og frábærlega vinsæll af sóknar- börnunum bæði fyrir vestan og austan, enda var hann ágætis- maður. sem vann langt og gott dagsverk á akri íslenskrar kirkju og kristni. Eftirlifandi kona sr. Trausta er Borghildur María Rögnvalds- dóttir, svarfdælskrar ættar og eiga þau 2 börn. Undirritaður á afskaplega skemmtilegar endurminningar um heimsókn til þeirra hjóna bæði í Sauðlauksdal og á Djúpavogi. Ég flyt bekkjarbróður rfíinum, sr. Trausta, bestu kveðjur vina og sveitunga og votta fjölskyldu hans hugheila samúð. HEÞ N - Listi Jafnaðarmanna- félags Dalvíkur 1. Jón K. Ounnarsson 2. Símon Ellertsson 3. Þóra Rósa Geirsdóttir 4. Halldór Guðmundsson 5. Ólafur Árnason 6. Helga Matthíasdóttir 7. Einar Emilsson 8. Helga Árnadóttir 9. Bjarni Gunnarsson 1(1. Grétar Kristinsson 20. apríl lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri Gunnliildur Tryggvadóttir. Gunnhildur fæddist á Rúts- stöðum í Öngulsstaðahreppi 22. maí 1913. Foreldrar hennar voru Tryggvi Jóns- son og Ágústína Gunnars- dóttir. Gunnhildur var næst elst fjögurra barna þeirra hjóna sem komust til full- orðinsára en þrjú systkini hennar eru Sigurgeir, Guð- rún Bergrós og Haraldur. 1937 flutti Gunnhildur til Dalvtkur og hóf búskap með eftirlifandi manni sínum Jóni Björnssyni. Fyrstu árin bjuggu þau á nokkrum stöðum á Dalvík en árið 1953 flutti fjöl- skyldan í Stórhólsveg 6 sem varð heimili þeirra æ síðan. Börn þeirra eru Brynjar, Birnir, Bragi, Gunnar, Ágústína Guðrún, Auður Guðný og Sigurgeir. Einnig ólst sonur Jóns af fyrra hjón- abandi, Hjálmar>Örn, upp hjá þeint um árabil. Margir minnast þess hve ætíð var gott að heimsækja Gunnhildi og Jón enda var þar líka oft margmennt. Gunnhildur naut þess ríkulega að hafa fjölskylduna nálægt sér, og hafði líka alltaf tíma fyrir unga sem gantla sem til hcnnar komu eða leituðu. Gunnhildur var jarðsungin frá Dalvíkutkirkju 28. apríl. JHÞ - 11. Ásta Einarsdóttir 12. Elín Róstt Ragnarsdóttir 13. öttó Jakobsson 14. Kolbrún Pálsdóttir D - Listi Sjálfstæðismanna og óháðra 1. Trausti Þorsteinsson 2. Svanhildur Árnadóttir 3. Gunnar Aðalbjörnsson 4. Hjördís Jónsdóttir 5. Arnar Símonarson 6. Óskar Óskarsson 7. Yrsa Hörn Helgadóttir 8. Jón Þ. Baldvinsson 9. Albert Ágústsson 10. Sævaldur Gunnarsson 11. Björk Ottósdóttir 12. Eiríkur Ágústsson 13. Sigurður Kristjánsson 14. Baldvina Guðlaugsdóttir I Svarfaðardalshreppi verður kosið til hreppsnefndar sama dag. 26. maí. Éngir listar hafa komið fram og verður kosningin því óhlutbundin, þ.e. kjósendur skrifa á kjörseðilinn nöfn þeirra manna, sem þeir vilja fá í hrepps- nefndina. Einhverjar breytingar verða þar, því 3 núverandi nefnd- armenn, þeirra á meðal oddvit- inn, hafa notað sér þann rétt sinn að skorast undan endurkjöri.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.